Jólakveðja
24.12.2010 | 14:10
Ágætu lesendur, um leið og ég óska ykkur gleðilegra hátíða, þá vil ég þakka fyrir samfylgdina og þann áhuga sem þið hafið sýnt með heimsóknum á síðuna, skrifum á athugasemdum og víðar. Í tilefni hátíðarinnar ætla ég að spara pólitíska eða fréttatengda umfjöllun á þessum degi og líta þess í stað yfir farinn veg.
Frá því að ég byrjaði að skrifa þetta blogg fyrir tæpum þremur árum hefur aðsóknin aukist jafnt og þétt, færslurnar eru orðnar yfir 600 talsins og reglulegir gestir fjölmargir. Núna heyrir það til undirtekninga ef fjöldi heimsókna fer undir þúsund á viku, og orðið nokkuð algengt að lenda ofarlega á vinsældalista blog.is án þess að hafa þó verið sérstaklega að sækjast eftir slíkum vinsældum.
Núna á aðventunni hefur enn orðið aukning, sem endaði með því að í gær náði bofsið sínu efsta sæti á þeim lista frá upphafi svo ég viti, sem sést á meðfylgjandi skjámynd. Þó maður sé alls ekki að þessu til að eltast við umferðarmælingar, þá er samt gaman að þessu. Auk þeirra sem hafa sýnt jákvæðar undirtektir þá vil ég ekki síst þakka þeim sem hafa skrifað athugasemdir um ólíka afstöðu til ýmissa mála, út úr því koma oft skemmtileg skoðanaskipti sem eru mikilvægur hluti af hráefninu í síðuna.
Gleðileg jól og farsælt ár. Með hækkandi sól og gleðitár.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 15:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Munurinn á Íslandi og Írlandi
21.12.2010 | 11:28
Willie McAteer, fjármálastjóri írska bankans Anglo Irish Bank, fékk lán að jafnvirði 1,2 milljarða króna til að endurfjármagna hlutabréfakaup í bankanum. Alveg eins og hjá gamla Kaupþingi var lánið aðeins tryggt með veði í bréfunum sjálfum, og þegar þau lækkuðu í verði var honum uppálagt að selja þau ekki. Kostnaður vegna gjaldþrots Anglo Irish stefnir nú í að vera af svipaðri stærðargráðu og kostnaðurinn af falli Kaupþings.
Þó margt sé líkt með þessu tvennu er þó einn grundvallarmunur, íslensku bönkunum var ekki bjargað og kostnaðurinn af því lendir að stærstu leyti á erlendum kröfuhöfum. Írsk stjórnvöld gengust hinsvegar í ábyrgð fyrir sína banka í tilraun til að bjarga þeim sem á enn eftir að koma í ljós hvort heppnist, og kostnaðurinn lendir að mestu leyti á Írum sjálfum sem voru þvingaðir af Evrópusambandinu til að taka á sig skuldbindingar sem þeir vildu ekki, til þess að vernda ósjálfbært bankakerfi álfunnar.
Nú stendur yfir þriðja tilraunin til þess að þröngva ríkisábyrgð vegna bankastarfsemi upp á íslenska skattgreiðendur. Er því vel við hæfi að líta til Írlands nú og spyrja sig hversu heppilegt væri að fara sömu leið, eftir allt sem á undan er gengið.
Munurinn á Íslandi og Írlandi: tvö ár og ríkisábyrgð (ennþá).
![]() |
Írskt bankalán vekur reiði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 11:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Hamingjuóskir til NBI ehf.
20.12.2010 | 19:35
![]() |
Nábítar, böðlar & illir andar unnu sigur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eru hjónabönd líka samræmd og stöðluð í ESB?
20.12.2010 | 18:56
Í dag voru samþykktar reglur um hjónaskilnaði óháð landamærum innan Evrópusambandsins. Það er ágætt að reglur um frjálst flæði þvert á landamæri þjóðríkja skuli ekki bara gilda um vörur, fjármagn og vinnuafl, heldur nú loksins líka þegar fólk ætlar að skilja við makann.
En ætli það séu til samræmdar reglur hjá Evrópusambandinu um hvernig fólk geti gengið í hjónaband óháð landamærum? Það væri forvitnilegt að vita hvort hjónaskilnaði sé gert hærra undir höfði en hjónabandinu sjálfu. Upplýsingar um það bera ósjálfrátt vitnisburð um það gildismat sem er undirliggjandi reglunum. Á sama hátt og reglur ESB gera t.d. ekki ráð fyrir því að neinn gangi úr sambandinu, aðeins inn í það.
Hinsvegar er alveg spurning hvort fyrirbæri eins og ESB á yfir höfuð að vera að skipta sér af því hvenær og hvernig fólk gengur í eða úr hjónabandi, og hvort það gerir það þvert á landamæri eða langsum eftir þeim.
![]() |
Hjón í ESB mega nú velja hvar þau skilja |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 19:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Jim Corr mælir með íslensku leiðinni
19.12.2010 | 20:00
Er evrópski seðlabankinn gjaldþrota?
17.12.2010 | 02:43
HVAÐ SÖGÐUÐ ÞIÐ EIGINLEGA ??? !!!
16.12.2010 | 06:18
IceSave | Slóð | Facebook | Athugasemdir (33)
IceSave-III samningar og fylgiskjöl
16.12.2010 | 04:51
IceSave | Breytt 21.3.2011 kl. 14:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
Hefur einhver lesið neyðarlögin?
15.12.2010 | 19:47
IceSave | Breytt s.d. kl. 19:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Máttlaust yfirklór?
14.12.2010 | 21:46
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 22:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Stjórnvöld enn þjökuð af leyndarhyggju
14.12.2010 | 21:35
IceSave | Breytt 16.12.2010 kl. 05:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hentugt eftir jólaösina
13.12.2010 | 09:56
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 10:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Glitnisdagur í viðskiptafréttum mbl.is ?
10.12.2010 | 17:40
Fréttatilkynning hollenska fjármálaráðuneytisins
9.12.2010 | 18:37
IceSave | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)