HVAÐ SÖGÐUÐ ÞIÐ EIGINLEGA ??? !!!

Óvarðir kröfuhafar Landsbankans buðust til þess í vor að lána bankanum fyrir greiðslu handa breskum og hollenskum stjórnvöldum vegna lágmarkstryggingar á Icesave-innistæðum, gegn fyrsta veðrétti í eignum Landsbankans.

AFHVERJU Í F%$#&! VAR ÞETTA TILBOÐ EKKI SAMÞYKKT SAMSTUNDIS?

Það hefði verið besta möguleg niðurstaða, þá hefðum við losnað við tvær flugur í einu höggi: IceSave og gamla Landsbankann. Þess í stað höfum við bæði þessi mál hangandi yfir okkur níu mánuðum seinna. Það er jafn langt og tekur að búa til nýja manneskju og koma henni í heiminn.

Ég krefst þess að þetta verði útskýrt betur!


mbl.is Vildu losa ríkið undan Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Ágústsson

Tek hjartanlega undir þín loka orð

Ég krefst þess að þetta verði útskýrt betur! 

 en þetta er búið að hanga yfir okkur árum saman og mun hanga áfram yfir okkur

Magnús Ágústsson, 16.12.2010 kl. 06:30

2 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Sæll Guðmundur,

EF rétt er frá greint og EF það er rétt að íslensk stjórnvöld hafi beinlínis hummað þetta fram að sér þá er eitthvað meira en lítið að!  Geta íslendingar ekki gert neitt rétt í þessu máli???  Mér sýnist þetta hefði létt að öllu eða mestu leyti allri ábyrgð af íslenska ríkinu og fært hana þangað sem hún átti heima frá upphafi, til Landsbanka Íslands. 

Þessu verður að svara á opinberum vettvangi áður en gengið verður til umræðu eða atkvæðagreiðslu á Alþingi um þetta þjóðóþrifamál!

Kveðja,

Arnór Baldvinsson, 16.12.2010 kl. 06:54

3 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Við þekkjum ekki alla söguna, en fróðlegt verður að heyra hana.

Marinó G. Njálsson, 16.12.2010 kl. 08:20

4 Smámynd:  Birgir Viðar Halldórsson

Áður en Icesave-málið verður afgreitt á Alþingi verður að skoða þennan möguleika, eða aðra sambærilega eða betri möguleika sem kunna að vera í boði...

Birgir Viðar Halldórsson, 16.12.2010 kl. 09:14

5 Smámynd: Hörður Þórðarson

Þetta er með þvílíkum ólíkindum eða ég trúi þessu varla. Ef þetta er satt hlýtur þetta að vera mesti aulagangur og vanræksla sem dæmi eru um í sögu landsins.

Hörður Þórðarson, 16.12.2010 kl. 09:15

6 Smámynd: Óskar

þessi frétt moggans er , tja ef ekki helber lýgi þá á allan hátt óútskýrð,  Haldið þið að Deuche bank sé Rauði krossinn ?  Hvernig dettur ykkur í hug að þeir mundu henda góðum peningum á eftir vondum á einhverjum afsláttarkjörum ?  Þessi frétt er eins og svo margt undanfarið hjá mogganum, eingöngu sett upp sem skotskífa svo heykvíslahjörðin geti ráðist á þá sem eru að reyna að leysa þetta ömurlegu arfleifð sjálfstæðisflokksins sem nefnist icesave. ,,,muna heykvíslahjörð, Baldur Guðlaugsson formaður fyrstu Íslensku icesave nefndarinnar lofaði Bog H 7,25% vöxtum en það virðist búið að þurrka það útúr harða disknum hjá náhirðinni.

Óskar, 16.12.2010 kl. 09:45

7 Smámynd: Jóhann Hallgrímsson

Óskar hefur hér lög að mæla, eða stjórnendur þýska bankans eru lélegustu viðskiptamenn í heimi, ætli það fyrrnnefnda sé ekki trúlegra.

Jóhann Hallgrímsson, 16.12.2010 kl. 09:55

8 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

þetta er augljóslega útí hött og hefði rústa öllu hérna.  En þið viljiði sjálfsagt.  Trúir fólk bara öllu sem Dabbi matar það á með stórri ausu.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 16.12.2010 kl. 10:09

9 Smámynd: Óskar

Annars langar mig líka að vita hversvegna Guðmundur Ásgeirsson telur að við hefðum átt að ganga að þessu (þo hann hafi ekki hugmynd um kjörin) en hann hefur alltaf sagt að við eigum ekki að borga krónu!  ..Eru menn ekki að verða dálítið tvísaga, og jafnvel margsaga hér?

Óskar, 16.12.2010 kl. 10:27

10 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Óskar:  Það er munur á því hvort íslenskir skattgreiðendur eiga að reiða fram hundruð milljarða úr ríkissjóði, eða hvort gengið er eingöngu að eignum Landsbankans.  Þó þetta séu óstaðfestar fréttir og í raun allt á huldu, þá finnst mér að það eigi að skoða þessa hluti áður en það er samþykkt að íslenska þjóðin eigi að borga hundruð milljarða fyrir ruglarana í Landsbankanum. 

Kveðja,

Arnór Baldvinsson, 16.12.2010 kl. 16:52

11 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Sælt veri fólkið og takk fyrir innlitið, ég skal reyna að svara athugasemdum eftir því sem við á.

"Við þekkjum ekki alla söguna"

Hárrétt, þess vegna vil ég að þetta verði útskýrt betur.

"ef ekki helber lýgi þá á allan hátt óútskýrð"

Veit ekki hvort þetta er lygi en rétt að þetta er óstaðfest.

"henda góðum peningum á eftir vondum"

Peningar frá Deutsche Bank = "góðir peningar" ???

Ég myndi frekar segja vondir peningar á eftir vondum... ;)

"Trúir fólk bara öllu sem Dabbi matar það á?"

Ekki geri ég það Ómar Bjarki, þess vegna myndi ég einmitt vilja að þetta væri útskýrt betur áður en ég dreg einhverjar frekari ályktanir.

"hversvegna Guðmundur Ásgeirsson telur að við hefðum átt að ganga að þessu (þo hann hafi ekki hugmynd um kjörin)"

Samkvæmt fréttinni fer ekkert á milli mála hver meint kjör eiga að hafa verið, kröfuhafarnir myndu lána Landsbankanum fyrir IceSave og taka veð fyrir láninu í þrotabúi Landsbankans, sem "myndi ... leiða til þess að ríkið yrði laust allra mála vegna Icesave-málsins" !!!

"en hann hefur alltaf sagt að við eigum ekki að borga krónu! "

Hárrétt, það er það sem umrætt tilboð er sagt hafa gengið út á, að þrotabúið (í eigu kröfuhafa) myndi borga reikninginn.

"Eru menn ekki að verða dálítið tvísaga, og jafnvel margsaga hér?"

Alls ekki, sjá næstu tvö svör á undan.

"Það er munur á því hvort íslenskir skattgreiðendur eiga að reiða fram hundruð milljarða úr ríkissjóði, eða hvort gengið er eingöngu að eignum Landsbankans."

Nákvæmlega, og samkvæmt fréttinni er verið að tala um það síðarnefnda.

Ég árétta það að ég tek þessari frétt með fyrirvara, enda er tímasetning á birtingu hennar augljóslega frekar spunakennd. Ef þetta er hinsvegar satt þá eru það augljóslega stórtíðindi, og það sem væri þá undarlegast er afhverju var ekki sagt frá þessu í vor þegar tilboðið var sett fram.

Guðmundur Ásgeirsson, 16.12.2010 kl. 18:25

12 Smámynd: Helgi Már Bjarnason

Þetta er heldur betur athyglisvert.   Ómar og Óskar.... ef þið trúið ekki fréttum traustasta dagblaðs landsíns síðustu 90 árin...hverju trúið þið þá.  Bara því sem hentar ykkur....eða kannski Fréttablaðinu hehehe.

Það þarf að skoða þetta eins og allt.   Menn geta allavega ekki þagað  þetta af sér. 

Helgi Már Bjarnason, 16.12.2010 kl. 18:30

13 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þú stendur þig vel, Guðmundur, og hjartans þakkir fyrir þetta.

Óskar, hann Baldur Guðlaugsson hafði ekkert vald til þess að semja um neinar álögur á ríkið og þjóðina, stafir hans undir minnisblað sem utanríkisráðuneytið hennar Ingibjargar Sólrúnar hafði unnið að (finnið þetta með orðaleit HÉR undir nýlegri grein á Eyjunni, í fróðlegri umræðu um ýmis Icesave-mál, þar sem Guðmundur Ásgeirsson á einmitt síðasta orðið) fólu ekki í sér neina skuldbindingu íslenzkra skattborgara, enda þyrfti til hennar ríkisábyrgð að lögum og leyfist raunar ekki í þessu máli samkvæmt 77. grein stjórnarskrárinnar, fyrir utan að þessir Icesave-samningar eru ólöglegir skv. ESB-lagaverkinu; þar að auki væri öll vaxtataka brezka ríkisins af Tryggingasjóði innstæðueigenda og fjárfesta umfram 1,5% brot á EES-jafnræðisreglum (sjá HÉR og heimildir sem þar er vísað áfram til).

"En þetta er búið að hanga yfir okkur árum saman," segir Magnús Ágústsson hér efst. En þá skiptir máli, að menn fari ekki að hugsa eins og Svavar Gestsson, sem nennti ekki að hafa þetta áfram hangandi yfir sér (!), – já, að menn reynist ekki svo þrek- og þollausir, að þeir láti freistast til allsherjar-réttindaafsals og stórfelldrar skuldsetningar ríkisins til að losa undan því að sýna staðfestu.

En Kolbrún Bergþórsdóttir blaðakona kemur orðum að þessari "hangandi þreyturöksemd" með hlálegum hætti (og er þó fyllsta alvara!) í pistli (Fram á veg án Icesave-deilu, sic!) á leiðarasíðu Mbl. í dag (feitletrun mín, til áherzlu um ofangreint):

"... þjóðin vill fá lausn í Icesave-málið. Hún er einfaldlega búin að fá nóg af ruglingnum og vitleysunni í kringum það mál allt. Málið er reyndar áfellisdómur yfir leiðtogum ríkisstjórnarinnar sem á sínum tíma gengu ansi djarflega fram í því að blekkja þjóðina með dómsdagsspám um það hvað myndi gerast yrði Icesave-samingurinn ekki samþykktur. [Þetta síðasta var, vel að merkja, eitt það skásta í greininni; jvj.]

... Nú er komin upp ný staða. Nýr og þolanlegri samningur liggur á borðinu. Nú er komið að stjórnmálamönnum landsins að taka höndum saman [sic!] og reyna, þótt það væri nú bara í þetta eina sinn, að taka höndum saman. Því til hvers eru stjórnmálamenn ef þeim er fyrirmunað að leiða þetta langdregna mál til lykta? [sic!]

... Á meðan alls kyns öfl takast á eða mynda sérkennileg hagsmunabandalög í Iceave-málinu verður þjóðin æ þreyttari. Hún vill snúa sér að öðru og henni þætti afskaplega gott ef hægt væri að ljúka þessu máli svo mögulegt sé að horfa fram á veg. Það er ekki hægt að leggja það á þessa litlu þjóð að lifa hvern daginn á fætur öðrum í þessari mjög svo óskemmtilegu og langdregnu deilu um Icesave. ..."

Æ, hve pínlegt að lesa þessa sjálfsvorkunn! Og lausnarorð hennar er bara að kyngja því, sem yrði aldrei minna en 57 milljarða ólögvarðar álögur á þjóðina og kannski þrefalt meiri eða jafnvel enn meira vegna óvissunnar sem ríkir um eignasafn Landsbankans gamla og stöðu gengisins á komandi tíma.

Það er augljóst af öllu, að Kolbrún hefði aldrei getað fyllt hóp stjórnskörunga fyrri tíðar, manna sem bæði erlendis og hér á landi unnu að málum af þrautseigju, þolinmæði og þolgæði, manna eins og Jóns Sigurðssonar, sem barðist allt sitt líf, eftir að hann var kominn á manndómsár, eða þeirra sem unnu af heilindum og stefnufestu áratugum saman að lífshagsmunum okkar í landhelgismáli og höfðu sigur.

Jón Valur Jensson, 16.12.2010 kl. 19:31

14 identicon

Ég er löngu hætt að trúa fréttum "traustasta dagblaðs landsins síðustu 90 árin."sjálfkrafa.

Áður en ég ákveð hverju ég "trúii" vildi ég gjarnan geta fylgt umfjöllum fleiri af okkar "traustu" fjölmiðlum um þetta mál.

Persónulegar árásir er málflutningsaðferð sem ég er komin með ALGJÖRT ofnæmi fyrir.

Agla (IP-tala skráð) 16.12.2010 kl. 20:17

15 Smámynd: Jón Valur Jensson

Við erum að ræða hér málefnin, Agla, ef þú skyldir ekki hafa tekið eftir því.

Jón Valur Jensson, 16.12.2010 kl. 20:31

16 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

   

Er það tilviljun að þeir þremenningar: »Óskar Haraldsson, Jóhann Hallgrímsson og Ómar Bjarki Kristjánsson« ná ekki upp í nef sér fyrir vandlætingu á hvað starfsmenn Deutsche Bank hljóti að vera miklir aular, ef þeir vilja hjálpa til við að leysa Icesave-málið ?

 

Það sjá allir í hendi sér, nema þremenningarnir í Bretavinnunni, að það er þrotabú Landsbankans sem verður að standa undir kröfum tryggingasjóða nýlenduveldanna. Fyrir utan þær greiðslur sem ríkisstjórnir Bretlands og Hollands ákváðu að greiða fyrir eigin reikning, voru það tryggingasjóðir sem eðlilega báru kostnaðinn.

 

Tryggingasjóðirnir greiddu hið tilskipunar-bundna lágmark. Enginn þarf að furða sig á að sjóðirnir gerðu það, því að Landsbankinn var með fulla tryggingu hjá þessum sjóðum. Sjóðirnir eiga síðan kröfu á Landsbankann. Þetta skilja þeir hjá Deutsche Bank, eins og flestir sem um málið hafa hugsað, að sjálfsögðu að þremenningunum undanskildum.

 

Hverjir eru eigendur Gamla-Landsbankans ? Það eru kröfuhafarnir og í hópi þeirra er Deutsche Bank. Kröfuhafarnir skilja, að því fyrr sem forsendulausum Icesave-kröfunum er vísað á bug, eða þeim komið á þrotabú Landsbanks, þeim mun fyrr og betur er hagsmunum kröfuhafanna borgið.

 

 

Loftur Altice Þorsteinsson, 16.12.2010 kl. 21:17

17 identicon

Kurteisislega orðað Jón Valur Jensson! 

Ég skal ekki segja orð. Ég skal gera gott betur og biðjast afsökunar á því að ég skyldi hafa slysast til að blanda mér inn í þessa  MÁLEFNALEGU umræðu. þína. Ekki svo að skilja að mitt innskot hafi verið þér ætlað persónulega.Það var meint sem almenn gagnrýni á umræðumenningu okkar almennt.

Ég vil hinsvegar taka það fram að ég er Guðmundi hjartanlega sammála þegar hann segir:  " Ég áréttta að ég tek þessari frétt með fyrirvara enda er tímasetning birtingar hennar augljóslega frekar spunakennd. Ef þetta er hinsvegar satt þá eru það augljóslega stórtíðindi og það sem væri þá undarlegast er af hverju var ekki sagt frá þessu í vor þegar tilboðið var sett fram."

Spurningin sem kom enn einu sinni upp í mínum huga við lestur færslu Guðmundar er hvernig við getum metið trúverðugleika þessar fréttar eða annara sem okkar "traustu" fjölmiðlar birta.

Agla (IP-tala skráð) 16.12.2010 kl. 21:32

18 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Agla: Það er rétt að auðvitað er erfitt að gera sér grein fyrir fyrir sannleiksgildinu þegar fréttin er augljóslega sett fram sem áróður. Af þessu er hinsvegar hægt að draga eftirfarandi ályktun: annað hvort er þarna um að ræða líklega eitt mesta klúður Íslandssögunnar, eða þá að mbl.is hefur algjörlega hent trúverðugleika sínum í vaskinn. Þangað til að fæst botn í málið ríkir óvissa um hvort af þessu tvennu gildir.

Loftur: "hvað starfsmenn Deutsche Bank hljóti að vera miklir aular, ef þeir vilja hjálpa til við að leysa Icesave-málið ?"

Ef ég leyfi mér að vera með getgátur, þá myndi ég greina þetta þannig:  Mótífið á bakvið þetta tilboð, ef það var þá raunverulegt, gæti hafa verið ósköp einfaldlega spákaupmennska. Ekki að henda slæmum peningum á eftir vondum heldur vondum peningum á eftir vondum, í þeim skilningi að veðja á hugsanlega betri endurheimtur en 100% úr þrotabúinu og koma þannig út í plús. Það er þetta sem mig grunar að hafi einmitt verið ætlunin þegar Landsbankinn var yfirtekinn af stjórnvöldum, að í stað þess að skila honum í hendur Breta og Hollendinga að reyna í staðinn að selja eignir úr þrotabúinu í þeirri von að hagnast á því. Hvað liggur að baki er auðvitað engin leið fyrir mig að vita, en ég hef þó fyrir mér vísbendingar um að þessi kenning sé ekki út í hött.

Mín persónulega skoðun er hinsvegar sú að það hefði einfaldlega átt að láta gömlu bankana fara á hausinn, og í stað þess að endurfjármagna þá að leggja til eigið fé í einn nýjan ríkisbanka sem myndi kaupa kröfur innstæðueigenda í gömlu bankana til sín og semja við skilanefndirnar um yfirtöku innlendra lánasafa á móti til þess að tryggja rekstrarsamfellu, en restin hefði farið í eðlileg gjaldþrotaskipti. Eftir það hefði verið hægðarleikur að gera upp skuldavanda íslenskra heimila og fyrirtækja á gegnsæjan, einfaldan og sanngjarnan hátt í þessum eina ríkisbanka. Setja girðingu í kringum landið og stokka upp á nýtt, og búa til öðruvísis fjármálakerfi sem þjónar hagsmunum almennings. Ég held að það hefði varla tekið meira en tvö ár og þá værum við núna í þeim sporum að geta horft fram á veginn í stað þess að vera ennþá með áhyggjur frá 2007 hangandi yfir okkur. Og þetta er ekki eftirávizka heldur hefur verið samræmi í þessum málflutningi mínum frá því í september 2008 eins og er skjalfest á þessu bloggi! <sjálfumgleði lýkur /> ;)

Guðmundur Ásgeirsson, 17.12.2010 kl. 02:25

19 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

mbl.is hefur greinilega áttað sig á orðsporsáhættunni og ákveðið að nafngreina heimildarmann fyrir þessari frétt, en það mun vera Rósa Björk Brynjólfsdóttir fjölmiðlafulltrúi fjármálaráðuneytisins. Hún virðist hinsvegar ekki vera að meina það sama og skilja má af frétt mbl.is og því er ennþá nokkur óvissa fyrir hendi um staðreyndir málsins. Maður ætti kannski bara að taka upp símann, hringja í ráðuneytið og spyrja hana Rósu út í þetta... ?

Sjá: Gegn eðli neyðarlaganna - mbl.is

Guðmundur Ásgeirsson, 17.12.2010 kl. 07:02

20 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Guðmundur, af frásögn Morgunblaðsins í dag er algerlega ljóst hvað kröfuhöfunum gekk til. Þeir buðu upp á lausn sem hefði leyst Icesave-deiluna, en á því hefur Fjármálráðuneytið ekki áhuga, eða ekki skilning á lausninni. Í stórum dráttum hefði þetta gengið fyrir sig á eftirfarandi hátt:

 

  

1.      Almennir kröfuhafar hefðu lánað Landsbankanum fjármagn til að tryggja strax tryggingasjóðum Íslands, Bretlands og Hollands greiðslur úr þrotabúinu á lágmarkstryggingu (&#128;20.887) samkvæmt Tilskipun 94/19/EB.

 

2.      Þessa greiðslu hefðu þeir að sjálfsögðu fengið tryggða með fyrsta veðrétti í eignum Landsbankans.

 

3.      Tryggingasjóðir Bretlands og Hollands fengju þannig strax það fjármagn, sem þeir hafa greitt úr sjóðunum. TIF hefur líklega ekkert greitt.

 

4.      Ríkisstjórnir nýlenduveldanna hefðu samþykkt að fella niður kröfuna um að þeirra framlög umfram lágmarkið &#128;20.887, nyti forgangs í samræmi við Neyðarlögin.

 

5.      Þar með fengju almennu kröfuhafarnir meira í sinn hlut þegar þrotabúið verður gert upp.

 

Þetta var því tilboð um að ljúka Icesave-deilunni á sanngjarnan hátt. Almennu kröfuhafarnir fengju meira í sinn hlut, en það kæmi löngu seinna. Á móti gæfu nýlenduveldin eftir þann rétt sem þeim var úthlutað með Neyðarlögunum.

 

Einhverjum kann að detta í hug, að það hafi verið mistök að binda forgang innistæðu-eigenda ekki við lágmarkið &#128;20.887, heldur allar innistæður. Menn hafa líklega verið að hugsa um innistæðurnar innanlands, eða ekkert hugsað sem er jafn líklegt.

 

 

Við sjáum af svari Rósu Bjarkar, að ekki mátti ganga gegn hugmyndafræði Neyðarlaganna. Við sjáum hvað þetta er heimskuleg röksemd í ljósi þess sem sagt er í Morgunblaðinu, síðast í greininni:

 

 

»Þeir fulltrúar óvörðu kröfuhafanna sem blaðið hefur rætt við telja að útfærsla þeirra hefði einmitt ekki gengið þvert á neyðarlögin, þar sem Bretsk og Hollendsk stjórnvöld hefðu þegar tryggt Icesave-innistæðu-eigendum í löndunum tveim endurgreiðslur á innlánum sínum«

 

   

Loftur Altice Þorsteinsson, 17.12.2010 kl. 10:39

21 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Rósa er augljóslega ekkert ,,heimildarmaður" að þrugli dabba í gær.  Hún er aðeins að benda á að almennir kröfahafar hafa reynt að fá neyðarlögunum hnekkt.  Það er ekkert nýtt.

En þið látið ekki af þrotlausri vinnu ykkar við að skaða landið sem mest þíð megið sjallar.  Eftir rústalagningu ykkar á landinnu þá hafið þið unnið linnulaust við að reyna að sökkvað því.  Linnulaust.  Núna viljið þið hnekkja neyðarlögunum!

Eg er viss um að sjalladómarar hérna eiga eftir að dæma neyðarlögin ólögleg bara í rústalagningaskyni eða öllu heldur sökkvunarskyni á landinu.  Þá er bara ein von eftir.  Að Evrópa komi til bjargar í formi ESA og EFTA og stöðvi sjalla við níðsskap þeirra gagnvart þjóðinni hérna.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 17.12.2010 kl. 12:32

22 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Ég veit að þú er vangefinn Ómar Bjarki, en gætir þú ekki fengið einhvern til að lesa textann fyrir þig og  útskýra málið ?

 

Það er ekki verið að reyna að hnekkja Neyðarlögunum þótt almennir kröfuhafar reyni að leysa Icesave-málið og ná smávegis hagnaði í leiðinni. Ef nýlenduveldin hefðu samþykkt leið kröfuhafanna, þá hefði það ekki hnekkt Neyðarlögunum. Engir aðrir en ríkisstjórnir nýlenduveldanna njóta skjóls af Neyðarlögunum, fyrir utan tryggingasjóðina.

 

Annars minnir mig, að þú hafið gagnrýnt Neyðarlögin og talið þau vera gagnslaus. Það er þá ekki í fyrsta skipti sem hú hringsnýst.

 

 

Loftur Altice Þorsteinsson, 17.12.2010 kl. 14:03

23 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ómar Bjarki: "þið sjallar" ??? "rústlagning"?

Ertu með Sjálfstæðisflokkinn á heilanum? Eins og ég hef margoft reynt að benda þér á þá ER ÉG EKKI Í SJÁLFSTÆÐISFLOKKNUM. Í upplýsingaboxi "um höfundinn" á þessari síðu stendur skýrum stöfum að ég er stjórnarmaður í Samtökum Fullveldissinna, sem eru löglega skráð stjórnmálasamtök og hafa skilað ársreikningi í samræmi við 9. gr. laga um fjármál stjórmálasamaka.

"Eftir rústalagningu ykkar á landinnu þá hafið þið unnið linnulaust við að reyna að sökkvað því... Núna viljið þið hnekkja neyðarlögunum!"

Ef þú ert að meina Sjálfstæðismenn þá tek ég þetta ekki til mín, enda alsaklaus af gjörðum þeirra. Stutt skoðun á þessu bloggi leiðir enn fremur í ljós að ef það er eitthvað sem ég vil þá er það að koma í veg fyrir frekari eyðileggingu á hagsmunum Íslands.

Auk Samtaka Fullveldissinna tilheyri ég líka þrýstihópi sem beitir sér fyrir úrbótum á fjármálakerfinu í þágu almannahagsmuna (IFRI). Á þeim vettvangi hef ég lagt á mig mikla vinnu undanfarið, kauplaust, og þannig lagt mitt af mörkum til þess að stuðla að betra samfélagi. Þeiri vinnu er ekki lokið.

Ég held að það væri vel við hæfi Ómar Bjarki, áður en þú rakkar niður þá sem fórna tíma sínum og orku án endurgjalds í þágu ÞINNA hagsmuna, að þú gerir fyrst grein fyrir því hvað það er nú eiginlega sem þú hefur lagt af mörkum, annað en að rífa kjaft um að fá að skuldsetja okkur enn meira en orðið er.

"Þá er bara ein von eftir.  Að Evrópa komi til bjargar"

Kanntu annan? Ef það er einhver sem er að reyna að sökkva Íslandi þá eru það Evrópuríkin sem krefjast þess að við tökum á okkur að greiða það sem okkur ekki ber, í ofanálag við allar aðrar skuldir sem á okkur hvíla nú þegar. Gjaldþrotabandalag Evrópu á í mestu vandræðum með að að bjarga sjálfu sér, og eina ráðið sem það virðist kunna er að sökkva öllum í sömu skuldasúpuna.

Fjármálakerfi Evrópu er nákvæmlega sömu gerðar og það sem hrundi hér, og þ.a.l. þjakað af samskonar vandamálum og urðu því íslenska að falli. Við erum nú þegar búin að hafa bankahrun og eitt stk. milliríkjadeilu upp úr því að apa eftir Evrópu, og þurfum ekki meira af slíku.

Guðmundur Ásgeirsson, 17.12.2010 kl. 16:45

24 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég er ekki heldur í Sjálfstæðisflokknum! Sagði mig úr honum vegna afstöðu þingflokks hans í afgreiðslu Icesave2-málsins seint í ágúst 2009 &#150; allir nema tveir þingmenn sviku lit!

Ég tilheyri Kristnum stjórnmálasamtökum, svo að það sé á hreinu!

Ómar Bjarki ESB-viðhengi og Icesave-boðandi, þessi Mbl.is-frétt var ekki "þrugl Dabba", heldur skrifuð af Erni Arnarsyni, viðskiptablaðamanni Morgunblaðsins, mjög sjálfstæðum og klárum blaðamanni. Frétt af sama máli eru í blaðinu í dag eftir Agnesi Bragadóttur, alkunna, og Jónas Margeir Ingólfsson, ungan blaðamann sem hefur stimplað sig inn frá í vor eða sumar sem mjög efnilegan.

Tek sérstaklega undir tvær lokaklausur Guðmundar hér á undan.

Jón Valur Jensson, 17.12.2010 kl. 19:09

25 Smámynd: Elle_

Sorglegt hvað Ómar og Óskar eru komnir langt út í Atlantshaf með þeirra endalausa SJALLA-KJAFTÆÐI og sakandi alla sem ekki vilja EU-miðstýringuna og -yfirtökuna og ICESAVE-KÚGUNINA um að vera SJALLAR.  Sjálf hef ég orðið fyrir bullinu um að vera SJALLI af þeirra hálfu beint eða óbeint og þó er ég fullkomlega óháður kjósandi og hef ég aldrei verið í stjórnmálaflokki.  Og get þessvegna ekki komið til FULLVALDA þó ég styðji ykkur fullkomlega.  Þeir HATA Sjálfstæðisflokkinn og allt sem þeir segja virðist snúast um það persónulega hatur.  NÁKVÆMLEGA EINS OG HJÁ STEINGRÍMI JOÐ.  Kemur okkur hinum ekkert við, Ómar og Óskar.

Elle_, 17.12.2010 kl. 22:11

26 identicon

Elle !veistu að ég gleðst orðið yfir hverri færslu þeirra félaga Ómars og Óskars, því þeim hefur tekist sem mér tókst ekki á mörgum árum að snúa harðsvíruðum samfylkingarESBsinnum frá sinni  sannfæringu og því fleirum sem þeir snúa frá villu sínar vegar því betra . Þegar hinir fyrrum ESB sinnar voru búnir að lesa vaðalinn eftir þá og heimfærðu og báru saman við þingmenn sem eins bulla þá var engin spurning, málið unnið .  Þeri félagar hafa semsagt reynst mitt beittasta vopn við að snúa fólki frá ESB ruglinu.  And I love it

(IP-tala skráð) 17.12.2010 kl. 23:41

27 Smámynd: Elle_

Elle_, 18.12.2010 kl. 00:28

28 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Sárt svíður Sjöllum.  Skiljanlega.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 18.12.2010 kl. 01:42

29 identicon

Hér eru skiptar skoðanir eins og eðlilegt er. En alltaf er jafn leiðinlegt að sjá hvernig sumir geta alls ekki rætt málin án þess að vera með persónulegt skítkast ef að menn eru ekki sömu skoðanir og þeir sjálfir.

Merkilegt finnst mér líka að Jóni Vali skuli finnast að trúverðugleiki fjölmiðla sé EKKI málefnaleg umræða...jahérnahér...það er nú margra álit að við þyrftum nú heldur betur að vera betur vakandi yfir trúverðugleika "fjórða valdsins", það er nú kristaltær þörfin á því þegar við horfum til baka t.d. fyrir hrun.

Valgerður (IP-tala skráð) 18.12.2010 kl. 02:55

30 Smámynd: Elle_

Ómar ætlar víst ekki að gefast upp á að ljúga SJÖLLUM upp á okkur hin.  Merkileg þörf að ljúga endalaust pólistískum flokkum að eigin geðþótta upp á fólk.

Elle_, 18.12.2010 kl. 03:11

31 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Næsta frétt í mogga gæti verið:  ,,Múmínpabbi bauðst til að greiða icesaveskuld okkar sjalla - Stjórnvöld neituðu!"

Og allir alveg bara:  Vonda jóhanna!  Vondi sjs! Etc. og blogg svoleiðis í fermetrunum því viðvíkjandi.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 18.12.2010 kl. 15:03

32 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ég er búinn að skipta um skoðun. Ég var hættur að munnhöggvast við tröll en er núna að spá í að byrja á því aftur. Frá því þetta blogg var skrifað hefur það nefninlega hangið efst í "heitar umræður" og ég er kominn í 31. sæti á vinsældalista blog.is.

Og allir sem hafa komið hingað á þeim tíma sjá hvað tröllin eru vitlaus. 

Takk Ómar Bjarki og fleiri. 

Guðmundur Ásgeirsson, 18.12.2010 kl. 18:37

33 identicon

Elle einmitt.

Nákvæmlega Guðmundur Það er bara hægt að gleðjast yfir þeim og þeim er svo sannarlega frjást að kalla mig sjalla ef það gleður þá. Því allir sem mig þekkja vita betur, og sjá þar með strax hvað þessar elskur eru ótrúverðugar og þar með þarf ég ekki að fræða einn eða neinn í kringum mig lengur. ESB sinnar eru farnir að vinna mína vinnu. Já þau eru snemma jólin í ár

(IP-tala skráð) 18.12.2010 kl. 20:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband