Bankasýslan gerir óraunhæfa ávöxtunarkröfu
4.2.2011 | 00:15
Bankasýsla ríkisins gerir 7% ávöxtunarkröfu umfram áhættulausa vexti á þá eignarhluti í fjármálafyrirtækjum sem hún fer með fyrir hönd ríkisins.
Síðan hvenær er til eitthvað sem heitir "áhættulausir vextir"? Forsenda þess að innheimta vexti er að þeir séu einhverskonar endurgjald fyrir áhættu lánveitandans af endurheimtu lánsins. En þegar innheimtir eru vextir án þess að nein áhætta sé fyrir hendi, þá er það eins og að fá eitthvað fyrir ekkert, einnig þekkt sem eignaupptaka. En nóg um það, Bankasýslan hefur vafalaust á þessu afar tæknilegar skýringar sem enginn nema Bankasýslan skilur.
Það sem er hinsvegar mikilvægara við þessa frétt er sú ávöxtunarkrafa sem bankasýslan gerir til eignarhluta sinna í bönkunum. Það er athyglisvert að ríkið skuli ætla sér að græða svona vel á bönkunum og þar með viðskiptavinum þeirra. Steingrímur tekur því vafalaust fagnandi að þarna sé komin fram ein leið í viðbót til að skattleggja almenning. Merkilegust hlýtur samt að vera sú firra að gert skuli ráð fyrir fyrir sambærilegri ávöxtun af eigin fé Landsbankans (NBI) eins og hinna bankanna, bæði í ljósi þess að frá því hann var stofnaður hefur honum ekki tekist það hingað til, og ekki síst hversu skuldsettur hann er.
Landsbankinn, sá eini sem er í meirihlutaeigu ríkisins, er nefninlega skuldbundinn til að greiða u.þ.b. 300 milljarða inn í þrotabú gamla bankans á næstu 10 árum (tölur fengnar úr árshlutauppgjöri skilanefndar LBI siðasta haust), en þeir peningar munu svo ganga upp í kröfur vegna IceSave. Þetta er falinn kostnaður við yfirtöku ríkisins á bankanum, því þetta verður ekki greitt nema af því sem annars hefði orðið rekstrarafgangur bankans í framtíðinni. Á sömu forsendum er kolrangt að halda öðru fram en að Íslendingar hafi nú þegar skuldbundist til að taka á sig umtalsverðar greiðslur vegna IceSave svikamyllunnar. En það er vandséð hvernig bankinn (NBI) á að fara að því greiða af þessu gengistryggða skuldabréfi og skila samt nógu miklum hagnaði til að standa undir ávöxtunarkröfu Bankasýslunnar á eigin fé.
Til að setja þetta í samhengi er hægt að fara í smá talnaleik. Samkvæmt stofnefnahagsreikningi bankans er eignarhlutur ríkisins rúm 80%. Samkvæmt árshlutareikningi NBI síðasta haust er eigið fé bankans 170 milljarðar og er hlutur ríkisins því um 136 milljarðar. Nú skulum við líta á nokkrar lykiltölur úr síðasta árshlutareikningi bankans til að átta okkur á stærðargráðu og mögulegum afleiðingum umræddrar skuldbindingar:
- Eigið fé: 170 milljarðar. 300 milljarðar eru 176% af eigin fé bankans. Nýlega komst í hámæli rannsókn sérstaks saksóknara á lánveitingum Kaupþings á nánast öllu eigin fé bankans rétt fyrir hrun sem þótti ámælisvert. Hérna erum við að tala um næstum tvöfalt hærra hlutfall í einni áhættuskuldbindingu.
- Eignir: 1.085 milljarðar. 300 milljarðar eru tæp 29% af verðmæti eigna bankans.
- Skuldir: 915 milljarðar. 300 milljarðar eru tæpur þriðjungur af heildarskuldum.
- Útlán til viðskiptavina: 600 milljarðar. 300 milljarðar eru helmingur af því.
- Innlán frá viðskiptavinum: 382 milljarðar. 300 milljarðar eru 79% af því.
- Afborgun á ári: 300/10 = 30 milljarðar sem NBI mun þurfa að greiða LBI árlega næstu 10 árin, að viðbættum vöxtum.
Það er ekki síður merkilegt að skoða þetta í samhengi við árshlutareikning skilanefndar gamla bankans (LBI) frá því síðasta haust:
- Eigið fé: neikvætt. Gamli bankinn er gjaldþrota og sú tala því merkingarlaus í þessu samhengi.
- Eignir (bókfærðar): 2.251 milljarðar. 300 milljarðar eru rúm 13% af eignum skilanefndarinnar
- Eignir (matsvirði): 1.138 milljarðar eða um helmingur af bókfærðu virði. Skuldabréf NBI er hinsvegar metið á fullu verði (sem miðað við áðurnefndar efnahagsstæðrir NBI og aðrar kringumstæður er afar bjartsýnt) en það gerir 26% af matsvirði heildareigna.* Á móti þessum heildareignum er forgangskrafa vegna innstæðna (sjá innlán**).
- Skuldir: 3.427 milljarðar. 300 milljarðar eru tæp 9% af því.
- Útlán til viðskiptavina (bókfærð): 1.060 milljarðar. 300 milljarða skuld NBI er 28% af því.
- Útlán til viðskiptavina (matsvirði): 346 milljarðar. Skuld NBI er tæp 87% af því.
- Smásöluinnlán: 1.161 milljarðar. 300 milljarðar eru rúm 25 prósent af þessu. Athugið að hérna erum við að tala um IceSave innstæðurnar sem Bretar og Hollendingar vilja fá endurgreiddar.**
**IceSave innstæðurnar eru forgangskrafa í þrotabúið sem nemur örfáum prósentum hærri upphæð en eignirnar. Miðað við 80% eignarhlut ríkisins er því gert ráð fyrir að Íslendingar muni greiða a.m.k. rúman fimmtung af kröfum vegna IceSave. Athugið að þetta er algjörlega óháð þeim samningum sem nú liggja fyrir Alþingi vegna ábyrgðar á lántöku innstæðutryggingasjóðs (TIF), sú ábyrgðarkrafa er aðeins fyrir mismuninum á heildareignum skilanefndarinnar og kröfum Hollendinga og Breta í þrotabúið, sem samkvæmt þessum tölum er ekki nema 26 milljarðar þó vissulega megi deila um hvort það mat sé óhóflega bjartsýnt. Miðað við þessar tölur er ekki annað að sjá en að svo sé.
Skyldi einhver enn velkjast í vafa um hverjir raunverulegir eigendur bankanna eru, þá er út frá þessum upplýsingum nú hægt að svara þeirri spurningu í tilviki Landsbankans. Nýi Landsbankinn (NBI) er í 80% eigu íslenska ríkisins í gegnum bankasýsluna, hin 20% tilheyra þrotabúinu og munu því ganga upp í forgangskröfur vegna IceSave sem þýðir að raunverulegir meðeigendur eru (eða munu verða) Bretar og Hollendingar. Þetta verður semsagt 100% ríkisbanki, í eigu þriggja ríkja. Enn fremur, ef hinu 300 milljarða skuldabréfi yrði síðar breytt í hlutafé í nýja bankanum (NBI) þá myndi eignarhlutur Íslands þynnast niður í 29% en afgangurinn, 71% skiptast milli Bretlands og Hollands. Hinir bankarnir eru svo aftur í meirihlutaeigu skilanefnda, þannig að til að greina eignarhald þeirra nánar þyrfti að rýna í kröfulistana ef þeir eru aðgengilegir, en það er efni í aðra grein og síst viðaminni en þessa.
![]() |
Bankasýslan gerir háa ávöxtunarkröfu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 03:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Heimsmet í lyfjaáti samt kolofvirk upp til hópa
29.1.2011 | 16:19
Íslenska þjóðin á heimsmet í amfetamínneyslu gegn lyfseðli, en lyfið er gefið við ástandi sem kallað er ofvirkni og skilgreint sem sjúkdómur.
Á Íslandi er þetta ástand hinsvegar meðal þess sem hefur gert okkur kleift að þrífast hér á hjara veraldar allan ársins hring, sem er auðvitað ákveðin bilun í sjálfu sér.
Enda er engin þjóð jafn ofvirk, hvort sem er í samhengi við höfðatölu eða bara yfir höfuð. En hvernig ætli við værum án lyfjanna?
![]() |
Dæmi um að foreldrar selji rítalín ætluð börnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 17:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Verðhjöðnun = almenn skuldalækkun :-)
26.1.2011 | 12:07
Vísitala neysluverðs lækkaði í janúar um 0,9% en 12 mánaða verðbólga mælist nú 1,8%.
Samkvæmt þessu ættu öll verðtryggð lán að lækka eftir tvo mánuði, sem er að sjálfsögðu gríðarmikið fagnaðarefni, eitthvað sem verðtryggðir skuldarar hafa beðið eftir lengi. Almenn skuldalækkun, sama hvort stjórnvöldum líkar betur eða verr.
![]() |
Verðbólgan komin í 1,8% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 12:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Ameríski Draumurinn
25.1.2011 | 16:51
Skemmtileg teiknimynd frá the Provacateur Network: The American Dream
Meira tap hjá VG og Sjálfstæðisflokki
20.1.2011 | 17:26
Talsverð umræða hefur skapast að undanförnu um fjármál stjórnmálasamtaka, ekki síst vegna vanskila þeirra flestra á ársreikningum sínum. Í fyrirsögn þeirrar fréttar sem hér tengist er vísað til þess að árið 2009 hafi Samfylkingin verið rekin með 27,4 milljón króna tapi. Áróðursgildi fyrirsagnarinnar er augljóst og ótvírætt, en svo á engan sé hallað er líklega rétt að geta þess að sama ár var Sjálfstæðisflokkurinn rekinn með meira tapi eða tæpum 46 milljónum króna, og VG var á svipuðum slóðum með 38,6 milljóna króna tap árið 2009. Þetta ásamt fullt af áhugaverðri tölfræði má lesa um hér:
20.1.2011 Þegar þetta er skrifað hafa allir flokkar sem eiga fulltrúa á Alþingi skilað ársreikningi, nema Framsóknarflokkurinn. Búast má við að þessi gögn verði uppfærð þegar þar að kemur.
Í Morgunblaðinu í gær birtist umfjöllun á bls. 12 undir fyrirsögninni "Afkoman 2009 markast af þingkosningum" (tengill hér fyrir áskrifendur mbl) þar sem fjallað er um fjárhagslega afkomu stjórnmálaflokkanna. Í rammagrein sem ég leyfi mér að birta hér tilvitnaða, er sérstaklega getið um þau samtök sem ein skiluðu ársreikningi á réttum tíma:
SAMTÖK FULLVELDISSINNA
Hagnaður 5.000 krónur
Ársreikningar Samfylkingar og Framsóknarflokksins eru samkvæmt upplýsingum frá Ríkisendurskoðun væntanlegir til birtingar en flokkarnir áttu að hafa skilað um áramót.Samtök fullveldissinna skiluðu hins vegar inn reikningi á réttum tíma. Í samanburði við aðra flokka er hann ekki burðugur, sýnir 34.000 krónur í tekjur gegnum félagsgjöld og tæp 29.000 í gjöld. Hagnaður ársins er rúmar 5.000 krónur. Engin framlög eru skráð til samtakanna þetta árið en þau starfa enn og halda m.a. úti bloggsíðunni www.fullvalda.blog.is.
Ég fagna því að sjálfsögðu að þessi rúmlega ársgömlu samtök sem ég tilheyri skuli fá svona jákvæða umfjöllun. Engu að síður langar mig að koma á framfæri tveimur leiðréttingum: Annars vegar er ranghermt að skilafrestur ársreikninga hafi verið um áramót, hið rétta er að skilafrestur ársreikninga samkvæmt 9. gr. laga um fjármál stjórnmálasamtaka er 1. október ár hvert eins og kemur einnig fram í fréttatilkynningu Ríkisendurskoðunar frá 17. des. sl. Hins vegar er ranghermt að tekjur Samtaka Fullveldissinna séu í gegnum félagsgjöld, en hið rétta er að í samtökunum hafa hingað til ekki verið innheimt félagsgjöld og allar tekjur verið í formi frjálsra framlaga frá einstaklingum. Loks má benda á að auk bloggsíðunnar er aðalsíða Samtaka Fullveldissinna: fullvalda.is. Eins og réttilega segir í fréttinni erum við enn starfandi, við erum líka bara rétt að byrja en áhugasamir eru hvattir til að kynna sér stefnuna og nýir félagar eru velkomnir í samtökin.
![]() |
Tap hjá Samfylkingunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 3.3.2011 kl. 20:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Fjármál stjórnmálasamtaka
15.1.2011 | 00:40
Stjórnmál og samfélag | Breytt 3.3.2011 kl. 20:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Grikkland í ruslflokk
14.1.2011 | 20:48
Tók einhver eftir þessu?
14.1.2011 | 20:03
Stefna ASÍ hefur skaðað stöðu Íslendinga
14.1.2011 | 13:17
IceSave | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Metanoia Films
10.1.2011 | 09:00
Vefurinn | Breytt s.d. kl. 10:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Dularfullur fiska- og fugladauði á nýju ári
6.1.2011 | 18:41
Vísindi og fræði | Breytt 8.1.2011 kl. 02:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Bankarán ennþá í tísku? Svoooo 2008!
5.1.2011 | 16:49
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Nýárskveðja
1.1.2011 | 21:04
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Stóraukin veðlánaviðskipti Seðlabankans
30.12.2010 | 16:29
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 16:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Fjármálakreppan útskýrð með teiknimynd
27.12.2010 | 21:20