Fjármálakreppan útskýrð með teiknimynd

Hér er nokkuð skemmtileg myndband með teiknuðum skýringamyndum við fyrirlestur David Harvey þar sem hann reynir að varpa ljósi á vandamálin í fjármálakerfinu. Hann setur meðal annars fram þá spurningu hvort ekki sé kominn tími til að taka þjóðfélagsfyrirkomulagið til endurskoðunar með því markmiði að koma á kerfi sem væri sanngjarnt og samfélagslega ábyrgt.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vendetta

Þetta er mjög athyglisvert myndband og frumlega sett fram, þótt það sé einfaldað. Það eru aðrir sem hafa líka gert myndbönd og fræðslumyndir með efnislega gagnrýni á blekkingarnar í fjármálakerfinu, t.d. Zeitgeist, sem fjallar um hvernig peningar eru sama sem skuldir (No debt => No money) og The Obama Deception, sem fjallar um hvernig stjórn Obama mun ekki breyta neinu og það stóð heldur aldrei til (No, we can't).

Svo spurningin er: Hvernig er hægt að eyða hinum mörgu ókostum kapítalismans án þess að gera þau mistök að innleiða einræði/kommúnisma? Hvernig á að byggja upp þjóðfélag, þar sem þegnarnir eru ekki þjónar fjármagnseigendanna, heldur öfugt? Er hægt að byrja upp á nýtt með fjármálakerfi í heiminum, þar sem ekki er pláss fyrir IMF og önnur sníkjudýr? 

(Með sníkjudýrum á ég við stjórnendur skúffufyrirtækja sem taka yfir raunveruleg fyrirtæki, hirða eignirnar en láta skuldirnar verða eftir. Þessi svívirða, sem virðist enn vera lögleg á Íslandi, er enn í fullum gangi).

Vendetta, 27.12.2010 kl. 23:00

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Já, ég hef reynt að gera það að vana að setja svona myndbönd inn hér þegar ég rekst á þau á netinu. Ég kannast að sjálfsögu við hinar myndirnar sem þú nefnir. Hér er líka önnur nokkuð skemmtileg: Peningasvindlið útskýrt fyrir ömmu gömlu

Ég trúi því staðfastlega að það sé hægt að búa til öðruvísi kerfi sem er laust við marga af þessum ókostum. Ég hef því miður ekki stutt og laggott svar við því hvernig nákvæmlega slíkt kerfi myndi líta út, en nokkrir af grunnþáttunum liggja samt fyrir nú þegar. Einn af þeim er ekkert endurgjald skuli vera án áhættu, því annars er verið að umbuna einhverjum fyrir ekki neitt og það er ekki hægt nema á kostnað einhvers annars. Annað lykilatriði er fullkomið gegnsæi, það er miklu erfiðara að svindla í kerfinu ef allir geta séð svindlið eiga sér stað. Enn eitt lykilatriði er fræðsla um virkni kerfisins, það er ekki nóg að geta séð svindlið því ef þú skilur ekki hvernig það á sér stað ertu líka varnarlaus. Svo má nefna að einfaldleiki er líka mikilvægur, því þeir sem vilja nota kerfið til að svindla gera það gjarnan með því að fela svindlið á bak við flækjustig ofar mannlegum skilningi. Loks má nefna spurninguna um vexti og verðbólgu, eða hvort við værum ekki einfaldlega betur sett án hvorutveggja, það eina sem þarf til þess eru pólitískar ákvarðanir. Á sveiflum og óvissu þrífst braskið, en það sem þjónar best hagsmunum almennings er hinsvegar stöðugleiki.

Loks er algjört lykilatriði þegar kemur að slíkum pælingum að gera sér grein fyrir því að þetta er allt saman mannanna verk. Það eru engin náttúrulögmál sem segja að fjármálakerfi verði að vera svona eða hinseginn, heldur eru það allt saman ákvarðanir sem eru teknar við hönnun kerfisins. Þess vegna verðum við líka að passa okkur sérstaklega vel að falla ekki í þá gryfju að móta hugmyndir að nýju kerfi á grundvelli þess gamla.

Guðmundur Ásgeirsson, 29.12.2010 kl. 01:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband