Dularfullur fiska- og fugladauði á nýju ári

Það sem af er nýju ári hefur varla ekki liðið dagur án frétta af því að einhversstaðar í heiminum hafi fiskum og öðrum sjávardýrum skolað dauðum á land eða fuglar dottið dauðir til jarðar í hundruða og jafnvel þúsundatali. Svona atburðir þurfa ekki endilega að vera óeðlilegir, en það er samt óvenjulegt að heyra svona mikið um þetta og vonandi verður það vel rannsakað hvað er á seyði. Þetta ásamt óvenjulegu og öfgakenndu veðurfari að undanförnu bendir til þess að hugsanlega sé eitthvað undarlegt á seyði í lofthjúp og lífkerfi jarðarinnar. Hér má sjá yfirlitskort sem sýnir þessa atburði:

Í áramótavikunni fundust hundruðir smáfugla dauðir í vesturhluta Kentucky fylkis: sjá umfjöllun Huffington Post.

30 des.: 100 þúsund fiskum skolaði upp á bakka Arkansas-fljóts: sjá umfjöllun CNN.

Á gamlársnótt rigndi þúsundum smáfugla niður dauðum í smábænum Beebee í Arkansas: sjá umfjöllun First Arkansas News.

3. janúar: Hundruðir smáfugla fundust dauðir í Pointe Coupee umdæmi Louisiana fylkis: sjá umfjöllun WBRZ.

4. janúar: Þúsundir fiska fundust dauðir í árfarvegi í Volusia sýslu í Flórída: sjá frétt Daytona Sun.  

4. janúar: Tvær milljónir fiska skoluðust á land í Maryland fylki við Chesapeake flóa: sjá umfjöllun Baltimore Sun.

4. janúar: Yfir hundrað tonnum af sardínum og öðrum fiski skolar upp á strönd Paranaguá í Brasilíu: sjá umfjöllun Mediaite.

4. janúar: hundruðum fiska skolaði á land við Coromandel skaga á Nýja Sjálandi: sjá umfjöllun NZ Herald.

5. janúar: Hópur smáfugla fannst dauður í bænum Falköping í Svíþjóð: sjá umfjöllun BBC.

5. janúar: Þúsundum dauðra krabbadýra skolar dauðum á land í Kent á Bretlandi: sjá umfjöllun Daily Mail.

5. janúar: Yfir áttaþúsund turtildúfur féllu dauðar af himnum ofan í Faenza á Ítalíu: sjá umfjöllun Examiner.

Nú hefur verið upplýst að fuglarnir í Svíþjóð létust að öllum líkindum í umferðarslysi, og krabbadýrin í Kent dóu líklega úr ofkælingu vegna kuldakastsins þar að undanförnu. Atburðirnir í Ameríku eru hinsvegar óupplýstir að svo stöddu. Ef ég ætti að giska út í loftið myndi ég benda á að Flórída, Lousiana og jafnvel Arkansas eru einmitt á áhrifasvæði olíuslyssins á Mexíkóflóa.

UPPFÆRT: Hér er enn betra kort með mun fleiri atburði skráða. Ég er ekki búinn að taka saman lista yfir þetta allt en býð fólki einfaldlega að skoða sjálft á Google Maps:

animaldeath.png

VIÐBÓT: Enn eitt kortið, úr ágætri samantekt GlobalResearch:


mbl.is Áverkar á dauðum fuglum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er ekki tilbúin að kaupa það að fuglarnir í Svíþjóð hafi lent í umferðarslysi. Hvaða rök hefur þú fyrir því?

Ingibjörg Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 7.1.2011 kl. 02:49

2 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

svaka er þetta fín samantekt hjá þér!

Jóhanna Magnúsdóttir, 7.1.2011 kl. 06:02

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Takk Jóhanna. Þessi upptalning er samt ekki tæmandi.

Guðmundur Ásgeirsson, 7.1.2011 kl. 11:41

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

VIÐBÓT: 5. janúar: Yfir áttaþúsund turtildúfur féllu dauðar af himnum ofan í Faenza á Ítalíu: sjá umfjöllun Examiner.

Guðmundur Ásgeirsson, 7.1.2011 kl. 16:23

5 identicon

Já Flott samantekt takk fyrir þetta

Guðmundur

Global Warming = Global Death

Hinn Vitiborni Maður Grefur sína eigin gröf

Kveðja

Æsir (IP-tala skráð) 8.1.2011 kl. 00:12

6 Smámynd: Vendetta

Já, hér eru ekki öll kuml komin til grafar.

Annars kom það fram í fréttum í gær, að fiskarnir í firðinum í Maryland, Chesapeake Bay hafi hreinlega drepizt úr kulda, sjá hér, og er þá átt við skyndilegt fall í hitastigi sjávar í þessum tiltölulega langa og þrönga firði. Þannig að þetta orsakaðist ekki af hlýnun jarðar. Það kemur einnig fram í fréttinni, að þessi fiskstofn á þessum stað hafi verið of stór hvað varðar þann árgang sem drapst. En fæðuskortur í sjálfu sér hefði ekki orsakað svona mikinn dauða á einu bretti, heldur hafi haft neikvæð áhrif á getu fisksins til að lifa af eða til að synda burt til hlýrri staða.

Þetta er samt mjög óvenjulegt ef rétt reynist, því að mikill fiskadauði er yfirleitt samfara mengun og/eða súrefnisskorti. 

Vendetta, 8.1.2011 kl. 02:03

7 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Fyrir utan fiskana í Maryland er líka talið að krabbadýrin í Kent hafi dáið úr kulda. Það er langsótt að kenna hlýnun um þegar þetta gerist vegna kulda. Það er ennþá langsóttara að kenna "hinum viti borna manni" um að eiga einn sök á langtímatrendi þar sem eru aðrir og mun stærri áhrifavaldar. Ekki misskilja mig, ég held að mannkynið hafi áhrif á jörðina, en að þau áhrif séu bara stórlega ofmetin og rangtúlkuð. Ég hef enga trú á AGW kenningunni í núverandi mynd og í raun skiptir mig ekki öllu máli hvort það er hlýnun eða kólnun. Allir sem hafa verið á Íslandi undanfarin ár vita til dæmis að hér hefur farið hlýnandi á því tímabili burtséð rá öðrum heimshlutum.

Ég kýs að líta þetta sem veðurfarsbreytingar sem eru hugsanlega að hluta til af mannavöldum, en orsakist af samspili margra ólíkra þátta. Það sem er hættulegt er öfgarnar og snöggar breytingar, ekki hvort hitastig hækkar eða lækkar smám saman á lengra tímabili. En það er fleira en bara veðrið sem er að breytast, til dæmis er segulsvið jarðarinnar að taka miklum breytingum um þessar mundir, á sama tíma og segulsvið sólarinnar er beinlínis orðið óstöðugt.  Hvaða skýringu hafa AGW-sinnar á því? Hvernig ætla þeir að fara að því að klína þeirri sök á okkur mennina? Þetta eru staðreyndir komnar frá geimvísindamönnum, en samspilið þarna á milli er lítið þekkt og þessi hlið á málinu er einfaldlega hunsuð í öllum kenningum svokallaðra "loftslagsvísinda", þar með eru allar slíkar kenningar í besta falli ófullnægjandi.

Miðað við stærð sólkerfisins hlýtur að vera augljóst að þar séu kraftar að verki sem eru miklu stærri  en mannkynið. Þessvegna finnst mér útilokað að athafnir mannkynsins hafi ein og sér þau úrslitaáhrif sem AGW-kenningar byggjast á. Ég er hinsvegar líka frekar hlynntur umhverfisvernd, og mér finnst að menn ættu frekar að hafa áhyggjur af öllum þeim eiturefnum sem mannkynið er að framleiða og menga plánetuna með. Að einblína aðeins á meint áhrif af losun gróðurhúsalofttegunda þjónar í mínum huga aðeins þeim tilgangi að drepa hinu stærra málefni á dreif, sem er heildarlosun eiturefna í lífhvolfi jarðar. Ef barnabörnin mín verða ófrjó og úrkynjuð að drepast úr krabbameini vegna skaðlegra eiturefna frá allskonar iðnaði, þá held ég að hitastigið verði algjört aukaatriði fyrir velferð þeirra og annara jarðarbúa.

Guðmundur Ásgeirsson, 8.1.2011 kl. 14:55

8 Smámynd: Vendetta

As to global warming, last year we wrote a short article on this issue with the title The Global Warming Hoax. We have reproduced it here

Vendetta, 9.1.2011 kl. 22:12

9 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ingibjörg, það var vörubílsstjóri sem gaf sig fram nokkrum dögum síðar, hann sagðist hafa átt leið þarna um og hugsanlega ekið á fuglana.

Guðmundur Ásgeirsson, 14.1.2011 kl. 17:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband