Úlfur! Úlfur!

Matsfyrirtækið Moody's segir að hafni íslenskir kjósendur Icesave-samningnum muni lánshæfismat íslenska ríkisins að öllum líkindum fara í ruslflokk

Hmmm...  höfum við ekki heyrt svona hræðsluáróður einhverntímann áður?

18.1.2010 S&P: Lánshæfismat íslenska ríkisins lækkar verði Icesave-lögin felld

Þar var um að ræða svokölluð IceSave-II lög um Svavarssamninginn, sem voru felld úr gildi í þjóðaratkvæðagreiðslu fyrir tæpu ári. En hvað gerðist raunverulega þá?

23.4.2010 Moody’s hækkar mat á Íslandi. Búist við hagstæðari samningum í Icesave

Skoðum hinsvegar hvað gerðist eftir að Alþingi hafði samþykkt IceSave-I sem Bretar og Hollendingar höfnuðu, og virtist svo ætla að gefa eftir kröfum þeirra með IceSave-II:

11.11.2009 Moody's lækkar lánshæfismat ríkisins

Lítum svo á þróun lánshæfismats ríkissjóðs í erlendri mynt frá hruni: Fitch Ratings gaf Íslandi einkunnina BBB- haustið 2008. Hún var lækkuð um eitt þrep í BB+ þann 5. janúar 2010 þegar forseti Íslands neitaði að staðfesta IceSave-II en hefur síðan þá verið óbreytt þrátt synjun IceSave-II. í þjóðaratkvæðagreiðslu. Moody's gaf Íslandi einkunnina Baa1 haustið 2008. Hún var lækkuð í Baa3 þann 11. nóvember 2009 þegar Alþingi hafði IceSave-II til umfjöllunar en hefur verið óbreytt síðan. Standard & Poor's gaf Íslandi einkunnina BBB- haustið 2008. Hún hefur haldist óbreytt síðan, þrátt fyrir IceSave.

Af þessu má ráða að framvinda IceSave málsins hefur í besta falli takmörkuð áhrif á lánshæfismat. Hingað til hefur tíminn unnið með okkur og bætt samningsstöðuna, sem eykur líkurnar á betri niðurstöðu fyrir Ísland og þar af leiðandi meiri greiðslugetu. Svo eru til fleiri mælikvarðar en lánshæfismat, t.d. skuldatryggingarálag sem hækkaði alls ekki þó IceSave-II hafi verið synjað í þjóðaratkvæðagreiðslu í fyrra.

Látum heldur ekki ummæli matsfyrirtækja hræða okkur frá því að taka upplýsta afstöðu í komandi þjóðaratkvæðagreiðslu um IceSave-III. Gleymum því ekki að þetta eru þeir sömu og gáfu íslensku bönkunum fyrsta flokks einkunnir alveg fram að endalokum þeirra haustið 2008, og gáfu út greiðslumat á eitraða skuldabréfavafninga sem seldir voru um allan heim og eru gjarnan nefndir sem ein af höfuðorsökum hrunsins 2008. Að halda því fram að þessar stafrófsstofnanir séu marktækari en aðrir spámenn er í besta falli langsótt, og greiningar þeirra jaðra á köflum við öfugmæli.

Látum ekki draugasögur hræða okkur. Það er ekkert að óttast nema óttann sjálfan.


mbl.is Moody's: Nei sendir ríkið í ruslflokk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hamingju góðir Íslendingar

Í dag hefur lýðræðið sigrað enn á ný. Fyrir hönd Samstöðu þjóðar gegn IceSave vil ég þakka þeim tugþúsundum Íslendinga sem stutt hafa áskorun um þjóðaratkvæðagreiðslu, og ekki síst þeim fjölmörgu sem lagt hafa hönd á plógin með sjálfboðavinnu við framkvæmd og kynningu verkefnisins. Þetta er ykkar sigur, og þjóðarinnar allrar.

kjósum!


mbl.is Forsetinn staðfestir ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Beðið í ofvæni eftir ákvörðun forseta

Eins og fastagestir hér hafa líklega tekið eftir þá hef ég látið bloggið mestmegnis afskiptalaust undanfarna viku. Ástæðan er, eins og flestum er væntanlega ljóst, sú vinna sem staðið hefur yfir vegna undirskriftasöfnunar Samstöðu þjóðar gegn IceSave á vefsíðunni Kjósum.is, með áskorun á forseta Íslands að synja lögum um ríkisábyrgð vegna IceSave undirritun og vísa málinu þar með til þjóðarinnar.

Hlutirnir hafa gerst svo hratt á þessari rúmu viku sem liðin er síðan undirskriftasöfnunin hófst að maður hefur varla mátt vera að því að setjast niður og varpa öndinni. Ballið byrjaði á föstudagskvöldi fyrir viku og söfnuðust strax 10.000 undirskriftir þá um helgina. Á mánudegi kynntum við verkefnið og hópinn sem að því stendur á fréttamannafundi í Þjóðmenningarhúsinu. Á þriðjudegi upphófst mikið kapphlaup við meirihluta Alþingis sem lagði á flótta undan lýðræðinu. Á miðvikudegi var atkvæðagreiðsla þar sem Alþingi samþykkti lög um ríkisábyrgð á IceSave-III samningunum eftir afbrigðilega og umdeilda málsmeðferð, sendi svo lögin volg úr prentaranum með hraðsendli til undirritunar forseta. Á fimmtudegi ætlaði svo allt að fara á límingunum þegar aðstandendur Samstöðu voru boðaðir í skyndi til fundar við forseta. Á föstudegi, tæpri viku eftir að undirskriftasöfnunin hófst var haldið til Bessastaða og forseta afhentar þær 37.488 undirskriftir sem þá höfðu safnast, en vefsíðan Kjósum.is hélt þó áfram að taka við undirskriftum og mun gera það þar til forseti tilkynnir um ákvörðun sína. Í gær var svo fyrsti dagurinn sem kom nálægt því að geta talist eðlilegur fyrir okkur sem höfum staðið í eldlínunni þessa viku.

Í morgun boðaði svo forsetaembættið til fréttamannafundar klukkan 15:00 í dag þar sem líklegt má telja að forsetinn muni tilkynna um ákvörðun sína. Þegar þetta er skrifað, tæpum stundarfjórðungi fyrir boðaðan fréttamannafund, höfðu 42.395 manns skráð nafn sitt á vefsíðunni Kjósum.is. Við bíðum nú spennt eftir að heyra ákvörðun forseta, og getum ekki annað en verið bjartsýn.

Hér verður opið fyrir athugasemdir og er öllum frjálst að tjá sig um þetta mál. Það eina sem ég vil fara fram á er að fólk haldi sig við málefnin. Gagnrýni er að sjálfsögðu leyfileg líka, ég minni á að aldrei hefur athugsemd verið eytt af þessari bloggsíðu. Góðar stundir, Áfram Ísland!


mbl.is Forsetinn kominn að niðurstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

10.000 undirskriftir fyrir miðnætti

Á miðnætti höfðu 10.000 manns skrifað undir áskorun um synjun IceSave samninganna á vefsíðunni kjósum.is. Tugþúsundasta undirskriftin var að sögn vefstjóra kjósum.is skráð liðlega hálfri mínútu fyrir miðnætti á sunnudagskvöldið. Þar með hafa safnast á 50 klukkustundum að jafnaði 200 undirskriftir á klukkustund, en vefurinn var opnaður um tíuleytið síðastliðið föstudagskvöld. Aðstandendur undirskriftasöfnunarinnar munu svo kynna framtakið og hleypa því formlega af stað með fjölmiðlafundi á morgun, mánudag.

kjósum.is


mbl.is Undirskriftir nálgast 9.000
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samningurinn jafn ólöglegur og sá fyrri

Í Silfri Egils í dag kom fram það mat manna að sá samningur sem nú liggur fyrir Alþingi um Icesave sé mun betri en sá fyrri. Vissulega er það rétt að skilmálar samningsins virðast ekki alveg jafn íþyngjandi, en það er hinsvegar óviðeigandi að reyna að leggja kostnaðarmat á réttlætið. Innheimtukrafa Breta og Hollendinga á hendur íslenskum skattgreiðendum er nefninlega ennþá jafn löglaus, og samningur á grundvelli slíkrar kröfu þar af leiðandi alveg jafn ólöglegur og sá fyrri.

Í gildandi lögum um innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta er í 2. gr kveðið á um stofnun tryggingasjóðs þannig að: "Sjóðurinn er sjálfseignarstofnun" (ekki ríkisstofnun). Í 3. gr. er enn fremur skilgreint að aðildarfyrirtæki hans skuli vera "Viðskiptabankar, sparisjóðir, fyrirtæki í verðbréfaþjónustu" o.s.frv. Í öðrum greinum laganna er svo skilgreint hvernig starfsemi sjóðsins skuli vera fjármögnuð af aðildarfyrirtækjunum sjálfum.

Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um endurskoðun ríkisreiknings 2007 stendur á bls. 9 og er áréttað aftur á bls. 57 að fella skuli sjálfseignarstofnunina Tryggingasjóð Innstæðueigenda úr D-hluta ríkissjóðs, þar sem "Sjóðurinn getur með engu móti talist eign ríkisins og það ber heldur ekki ábyrgð á skuldbindingum hans."

Í 3.gr. þágildandi evróputilskipunar 94/19/EB um innstæðutryggingar er enn fremur beinlínis lagt bann við því að tryggingakerfið feli í sér ríkisábyrgð.

Ef við viljum fara að lögum og reglum verður að hafna þessum samningi. Okkur myndi ekki detta í hug að brjóta t.d. umferðarlög þótt um það væri gerður "betri samningur".

Svo má deila um hvort Íslandi beri einhver siðferðisleg skylda til að bæta innstæðueigendum tjónið. Mér finnst að eigi einmitt að gera það, t.d. með því að aðstoða þá við að hámarka endurheimtur sínar úr þrotabúi gamla Landsbankans.

Almennt er samt ekki siðferðislega réttlætanlegt að brjóta lög.


mbl.is Samingurinn betri en sá fyrri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kjósum.is

Undirskriftasöfnun er hafin um áskorun til Alþingis og forseta um synjun laga um ríkisábyrgð á IceSave samningum við Breta og Hollendinga. Hægt er að skrifa undir hér: k j ó s u m . i s Ég skora á Alþingi að hafna frumvarpi um ríkisábyrgð vegna...

Kjósum.is (um IceSave)

Undirskriftasöfnun er hafin um áskorun til Alþingis og forseta um synjun laga um ríkisábyrgð á IceSave samningum við Breta og Hollendinga. Hægt er að skrifa undir áskorunina hér: k j ó s u m . i s Ég skora á Alþingi að hafna frumvarpi um ríkisábyrgð...

Hvað þýða neyðarlögin eiginlega?

Fá eða engin lög sem Alþingi Íslendinga hefur sett hafa verið jafn umdeild og jafn misskilin eins og hin svokölluðu "neyðarlög" sem sett voru aðfaranótt 7. október þegar hrun bankakerfisins var yfirvofandi. Ég ætla því að birta hér greiningu á innihaldi...

Fjölmiðlar: birtið lánabækur og skýrslur!

Þetta kemur fram í lánabók Byrs sem fréttastofa RÚV hefur undir höndum. Hver vegna eru allar þessar lánabækur og rannsóknarskýrslur sem fjölmiðlar hafa undir höndum ekki einfaldlega birtar á vefnum? Getur einhver svarað því? Ég er búinn að senda áskorun...

WikiLeaks/FOX: Olía að þrotum komin

Búast má við að úr því sem komið er muni olía aldrei aftur lækka í verði. ZeroHedge: Did WikiLeaks Confirm "Peak Oil"?

150 kíló af pappír send að óþörfu

Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari ... hefur fengið í hendur gögn sem lagt var hald á við húsleit í Banque Havilland, áður Kaupþingi í Lúxemborg. "Miðað við fraktseðlana þá hefur þetta legið eitthvað í kringum 150 kíló" Afhverju sendu þeir ekki...

Dulmál fyrir heilauppskurð?

Jón Gnarr, borgarstjóri Reykjavíkur, verður frá vinnu út þessa viku vegna aðgerðar sem hann gekkst undir í morgun. Hann hefur átt við ennisholusýkingu að stríða um skeið, sem ekki hefur tekist að komast fyrir með lyfjum og er aðgerðinni ætlað að ráða bót...

Innstæður EKKI að fullu tryggðar

Amagerbankinn, einn af 15 stærstu bönkum Danmerkur, er gjaldþrota. Nýr banki, sem reistur er á rústum hins gamla, verður opnaður í fyrramálið. Það þýðir þó ekki, að allir þeir, sem áttu innistæður í gamla bankanum, fái allt sitt fé til baka. Að sögn...

Stríðglæpamaður forðast athygli

Heimsókn George W. Bush fyrrum Bandaríkjaforseta á fjáröflunarsamkomu í þágu zíonisma í Sviss, hefur verið aflýst vegna boðaðra mótmæla og hættu á óróa. Þetta má rekja til réttmætrar kröfu samtaka gegn pyntingum og stríðsglæpum, um að hafin verði...

Samtök Fullveldissinna hafa líka ályktað...

... um IceSave v3.0. Ályktun stjórnar samtakanna hefur verið send til alla helstu fjölmiðla, en enginn þeirra hefur séð sér sóma í því að birta hana svo ég viti. Það skal látið liggja milli hluta hvort um sé að ræða hlutlaust og ábyrgt fréttamat, þegar...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband