Til hamingju góðir Íslendingar

Í dag hefur lýðræðið sigrað enn á ný. Fyrir hönd Samstöðu þjóðar gegn IceSave vil ég þakka þeim tugþúsundum Íslendinga sem stutt hafa áskorun um þjóðaratkvæðagreiðslu, og ekki síst þeim fjölmörgu sem lagt hafa hönd á plógin með sjálfboðavinnu við framkvæmd og kynningu verkefnisins. Þetta er ykkar sigur, og þjóðarinnar allrar.

kjósum!


mbl.is Forsetinn staðfestir ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ég sé ekki hvernig við getum mögulega sloppið betur frá þessu. Það er og hefur aldrei verið um það deilt að fyrirfram bar okkur sennilega ekki skylda til að borga.

Það sem eftir stendur er svo það að um leið og við ábyrgðumst innistæður að fullu á Íslandi þá erum við nánast örugglega búin að skuldbinda okkur til að ábyrgjast í topp allar aðrar innistæður og að neyðarlögin gildi jafnt um íslenska bankareikninga á Íslandi sem og annarsstaðar sem fellur undir okkur (ekki 100% örugglega af því að ekki hefur reynt á þetta ákvæði í jafn stóru máli áður).

Við getum semsagt lent í því að borga upphæð sem gæti verið allt að 5-7x hærri upphæð en um var samið. Þetta ákvæði var sett inn í stofnsáttmála ESB til að varna bæði gegn rasisma og misrétti, og þetta er ein grundvallar regla Evrópusambandsins. Að mörgu leyti er ég sammála þessu ákvæði en það var ríkisstjórn D og Framsóknar sem ákvað að setja ekki nándar nærri (og í raun akkúrat í hina áttina farið) jafn strangar reglur og við gátum þegar frjálst fjármagnsflæði var leyft.

Spurningin er: þegar að því kemur sem eru um 70% líkur á að gerist, að við verðum dæmd (og biðjum til guðs að dómurinn gangi út frá Icesave samningunum og ekki þrengstu túlkun jafnréttisákvæðis ESB), mun þjóðin snúast gegn Davíð, Margréti Frímanns, Halldóri Ásgríms og Óla, eða munum við halda áfram að gráta yfir núverandi stjórn sem situr uppi með skítinn.

Vil svo taka fram að ég er eindreginn hægri maður en með mikil vonbrigði með allt það sem frá D hefur komið þangað til Bjarni Ben tók sig saman í andlitinu.

b (IP-tala skráð) 20.2.2011 kl. 19:01

2 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Þakka ykkur fyrir Guðmundur, og til hamingju með árangurinn.

Magnús Sigurðsson, 20.2.2011 kl. 23:32

3 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

  Þvílíkur gleðidagur...

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 20.2.2011 kl. 23:51

4 identicon

Hollenski vefmiðillinn http://www.telegraaf.nl er að gera skoðanakönnun í þremur löndum, Hollandi, Belgíu og Frakklandi, um afstöðu íbúanna til ákvörðunar forsetans og stöðu Íslands í framhaldinu, samtals 18 spurningar.

Því miður er ég ekki vel að mér í tungumálum en var að vona að þú þekktir einhvern sem gæti snarað þessu á íslensku og látið okkur vita hvað kæmi út úr þessari könnun.

http://www.telegraaf.nl/binnenland/stelling_van_de_dag/9043589/__Stelling_van_de_dag__.html?p=6,1

Grefill (IP-tala skráð) 21.2.2011 kl. 10:41

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já svo sannarlega sigraði lýðræðið í gær.  Þökk sé Ólafi Ragnari, Kjósum.is og fleiri aðiljum sem unnu að þessu máli. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.2.2011 kl. 11:08

6 Smámynd: Einar Karl

Ekki fá breskir og hollenskir skattgreiðendur að taka þátt í atkvæðagreiðslu um þetta mál, sem er mál sem þrjár þjóðir eiga aðild að.

Samt telja sumir þegnar einnar þjóðarinnar, að sú þjóð geti algjörlega á eigin spýtur ráðið niðurstöðu málsins.

Lýðræði? Veit ekki. Frkear myndi ég kalla þetta frekju.

Einar Karl, 21.2.2011 kl. 13:36

7 identicon

Það er mikill misskilningur að Ísland hafi skuldbundið sig til þess að greiða erlendum kröfuhöfum vegna þess að íslenskir sparifjáreigendur voru varðir. Það er löng hefð fyrir að verja innlenda innistæðueigendur vegna þess að annars hrynur hagkerfið til grunna.

 Þetta eru reyndar tvö aðskilin mál. (1) Einkabankar stela af útlendingum. (2) Íslenska ríkið ákveður að verja þegna sína. Bretar og Hollendingar vilja alls ekki dómsleiðina vegna þess að Ísland vinnur það mál. Punktur.

jóhannes björn (IP-tala skráð) 21.2.2011 kl. 16:37

8 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Í fyrstu athugasemdinni frá nafnleysingjanum "b" kemur fram ákveðinn málflutningur sem er algengur, en byggir því miður á útbreiddum misskilningi sem ég má til með að leiðrétta hér:

Það er engin ríkisábyrgð á innstæðum á Íslandi.

Ég skora á hvern þann sem er ósammála þessari fullyrðingu að:

  1. Lesa neyðarlögin (það eru þau sem oftast er vísað til)
  2. Koma svo aftur og benda mér á hvar þetta stendur
  3. Fara svo og leita að þessu í öðrum gildandi lögum á Íslandi 
  4. ... það er ekkert #4, þar sem ekkert mun finnast

Einar Karl: Er það sem sagt "frekja" ef maður bankar á dyrnar hjá þér og heimtar að þú greiðir eitthvað sem þér ekki ber, og þú segir nei takk? Myndirðu samþykkja að greiða ef einhver enn annar maður úti í bæ hótar þér svo að þú verðir annars dreginn fyrir dómstóla? Vinsamlegast útskýrðu þá hvað væri að þínu mati lýðræðislegast lausnin á slíkum ágreiningi.

Ef þú færð sendan sektarmiða fyrir að fara á rauðu ljósi en átt ekki bíl, ætlarðu þá að fara að semja um afslátt af sektinni? Fyrr mætti nú vera linkindin. Ég hef aldrei átt banka og er þar af leiðandi ekki að fara borga eitthvað tjón sem banki í eigu annara olli erlendis.

Ef við eigum að borga fullar bætur fyrir þetta tjón af völdum einkaaðila, ættum við þá ekki alveg eins að borga Norðmönnum skaðabætur fyrir umhverfistjónið sem Goðafoss olli við Frederikstad ásamt kostnaðinum við björgunina, og taka skipafélagið svo í ríkiseigu og borga fyrir viðgerðina á skipinu úr ríkissjóði? Eða væri kannski eðlilegra að skipafélagið sjálft og eigendur þess sjái um að leysa úr þessu máli eftir megni? Það hlýtur að liggja í augum uppi hvor afgreiðslan væri sanngjörn og eðlileg.

Vangaveltur um málaferli og afleiðingar þeirra eru ekkert annað en hræðsluáróður. Slíkur málflutningur gengur út á að breiða út misskilning á svipaðan hátt og nafnleysinginn "b" gerir hér að ofan, en stenst ekki nánari skoðun af eftirfarandi ástæðum:

1) Skilanefnd Landsbankans lýsti því yfir í hitteðfyrra að það yrði ekki króna greidd úr þrotabúinu fyrr en leyst hefði verið úr ágreiningi um kröfuröð fyrir dómstólum. Það skiptir þar af leiðandi engu máli hvort við segjum já eða nei við ríkisábyrgð, það verða samt sem áður dómsmál vegna IceSave. Núna eru þessi mál einmitt að detta inn í dómstóla og því væri það ekki bara fljótfærni heldur fullkomið ábyrgðarleysi að festa í sessi eitthvað sem veltur á niðurstöðu þeirra.

2) Það skiptir engu máli hverjar líkurnar eru á sakfellingu færu Bretar og Hollendingar í dómsmál við okkur, vegna þess að líkurnar á því að þeira höfði slíkt mál eru nákvæmlega engar. Með því væri allt bankakerfi álfunnar undir, og ef þeir ætla að taka þann séns til að rukka smáþjóð á úthjara um upphæð sem er innan við 1% þjóðarframleiðslu þeirra, þá væri fyrirbærið  "áhættusækni" komið á alveg nýtt og áður óþekkt stig.

3) Dómsmálið sem ætti raunverulega að sækja er fyrst og fremst gagnvart þeim einstaklingum sem báru ábyrgð á rekstri IceSave svikamyllunnar, og þar næst gagnvart þeirri efnahagslegu hryðjuverkastarfsemi sem hafði íslensku þjóðina að skotmarki sínu á haustmánuðum 2008.

Ég vil svo stinga hér upp á alveg nýrri hugmynd að lausn IceSave deilunnar, sem eins sáraeinföld og hún er, engum virðist hafa dottið í hug ennþá:

Skilanefndin veit núna hvað varð um IceSave peningana!

Hverskonar skilanefnd er það sem engu skilar? Fyrst vitað er hvar góssið er niðurkomið er auðvitað algjörlega borðleggjandi að skila því einfaldlega til réttmætra eigenda. Að það skuli ekki hafa verið gert strax er reyndar svo arfavitlaust að engin orð fá lýst á fullnægjandi hátt. Ef þú hefðir lagt peninga í banka, og bankinn segðist hafa tapað þeim, en viti svo núna "alveg óvænt" hvar þeir eru, væri þá ekki eðlilegasti hlutur í heimi að bankinn skilaði þér einfaldlega peningunum? Og væri ekki eðlilegt að fram færi sakamálarannsókn á því hvernig bankinn gat bara týnt peningunum, eins og það væri eitthvað léttvægt, eða hvort hann vissi ekki bara um þá allan tímann þó öðru hafi verið haldið fram? Þetta á einfaldlega að afgreiða eins og hvert annað sakamál, og skila ránsfengnum.

Guðmundur Ásgeirsson, 22.2.2011 kl. 03:53

9 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

@Magnús @Jóna @Ásthildur. takk fyrir undirtektirnar, Áfram Ísland!

@Grefill ég missti því miður af þessu og núna er komið eitthvað allt annað á þessari vefslóð. Ég hef því miður ekki tíma til að fylgjast með allri umfjöllun erlendra fjölmiðla um málið, hinsvegar væri gott ef einhver væri tilbúinn að hjálpa með því að gera það, t.d. með daglegri samantekt fram að kosningu.

@Jóhannes Björn sæll og blessaður, gaman að fá þig í heimsókn. Þessi punktur sem þú kemur með ræðst einmitt að kjarnanum á hræðsluáróðrinum. Eins og ég útskýri hér í minni athugsemd er nánast útilokað að Bretar og Hollendingar sæki mál á hendur okkur. Þeir geta hinsvegar stefnt trygginasjóðnum fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur ef þeir telja sig órétti beitta, og þá væri bara sjálfsagt að gert verði kleift að skera úr slíkum ágreiningi á eðlilegan hátt, þ.e. fyrir íslenskum dómstóli eins og aðrir kröfuhafar gamla Landsbankans þurfa að gera skv. skilanefndinni.

Guðmundur Ásgeirsson, 22.2.2011 kl. 11:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband