IceSave er loksins komið í réttan farveg!

Breska blaðið Telegraph skýrði í gær frá því að nú hefði efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar (SFO) útvíkkað rannsókn sína á starfsemi íslenskra banka þannig að hún næði einnig til Landsbankans. Sá hluti rannsóknarinnar er sagður beinast sérstaklega að fjármagnsflutningum í aðdraganda falls bankans, ekki síst þeirra peninga sem safnast höfðu inn á IceSave reikningana.

Það er sannkallað fagnaðarefni að bresk stjórnvöld ætli nú loksins að sinna skyldum sínum gagnvart viðskiptavinum IceSave, og þó fyrr hefði verið! Brátt verða liðin tvö og hálft ár síðan mörg hundruð milljörðum var stolið frá breskum innstæðueigendum og ekki er ráð nema í tíma sé tekið.

Rannsóknin er sögð unnin í samstarfi við löggæsluaðila á Íslandi og í Lúxemborg, þar sem bankinn átti stórt dótturfélag. Þetta kemur heim og saman við þann útbreidda skilning að miðpunktur aflandsviðskipta íslensku bankanna hafi verið í hertogadæminu, og að þar sé líklega að finna vísbendingar um afdrif þeirra fjármuna sem hurfu þegar bankarnir féllu. Hver veit nema jafnvel takist að kortleggja leiðina til "money heaven"?

Þessar fréttir gefa fullt tilefni til að stíga á bremsuna varðandi IceSave. Hvernig svo sem málum lyktar er að minnsta kosti rétt að bíða þar til niðurstaða rannsóknarinnar liggur fyrir. Þegar fulltrúar stærsta hlutaðeigandi aðila málsins hafa loksins ákveðið að afgreiða það á réttan hátt, sem sakamál, væri fullkomið ábyrgðarleysi að skuldbinda sig fyrir fram við einhverja aðra niðurstöðu. Eina skynsamlega ákvörðunin sem Íslendingar geta tekið að svo stöddu, er að merkja skilmerkilega við NEI þann 9. apríl næstkomandi.


mbl.is SFO rannsakar Landsbankann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afhverju NEI? - 2. hluti

Hér má sjá Íslendinga úr ýmsum áttum gera grein fyrir atkvæði sínu í komandi þjóðaratkvæðagreiðslu um IceSave. Þetta er 2. hluti af fleirum sem munu birtast á næstunni, fylgist með hér: Kjósum!


Ekki háð niðurstöðu IceSave kosninga

Seðlabanki Íslands hefur gefið út áætlun um afnám gjaldeyrishafta, sem var kynnt á blaðamannafundi í beinni útsendingu frá efnahags- og viðskiptaráðuneytinu í dag. Meðal athyglisverðra atriða sem þar komu fram:

Aðspurður sagði Árni Páll viðskiptaráðherra að yfirlýsing stjórnvalda um að innstæðum verði forðað frá tjóni á kostnað ríkissjóðs muni standa þar til ný lög um innstæðutryggingar hafi verið afgreidd frá Alþingi, en þau eru nú á leið til þriðju umræðu og í breytingatillögum viðskiptanefndar er gert ráð fyrir að þau taki gildi 1. júní næstkomandi. Þetta er mikilvægt atriði til að hafa í huga fyrir innstæðueigendur og búast má við að áætlunin um afnám hafta taki mið af þessu.

Seðlabankastjóri sagði að til greina komi að skattleggja gjaldeyrisútflæði vegna innstreymis á aflandskrónum. Þetta er ekki svo ósvipað því í reynd að hafa tvöfalt gengi, svipað og Lilja Mósesdóttir lagði nýlega til að yrði gert með innköllun á krónum í umferð gegn útgáfu á nýjum gjaldmiðli á mismunandi gengi eftir því hver uppruni peninganna er. Athyglisvert verður að sjá hvernig stjórnvöld munu útskýra hvernig þetta er samt ekki áhyggjuefni vegna möguleika á málshöfðun fyrir mismunun á grundvelli EES, miðað við allan hræðsluáróðurinn sem snýst um það sama í hinu málinu, þið vitið...

Már sagði reyndar framkvæmd áætlunar um afnám hafta ekki háða niðurstöðu IceSave. Formaðurinn lét þess hinsvegar getið að þetta gilti, að því marki sem ríkið væri fært um að fjármagna sig með erlendri lántöku. Athygli mína vakti að þarna virtist vera samhengi milli 2. áfanga í afnámi hafta og aukinnar skuldsetningar ríkissjóðs. Í næstu setningu á undan eða eftir minntist hann svo á gjaldeyrisforðann sem við erum með í láni hjá AGS og hefur verið marglofað að verði ekki undir nokkrum kringumstæðum hreyfður, heldur eigi aðeins að vera til sýnis. Getur verið að þetta sé dulmál yfir að hugsanlega muni AGS-forðanum verða eytt í friðþægingu aflandsspákaupmanna? Einnig kom fram að aflandskrónurnar sem um ræðir nemi 460 milljörðum króna. Þetta þætti mér afskaplega vænt um að yrði útskýrt betur!

Úr þessu má líka lesa milli línanna þá óbeinu hótun að ef IceSave verði fellt í þjóðaratkvæðagreiðslu muni lánshæfismatið versna, fjármögnun verða erfiðari, og allt fara á hliðina. Þetta eru kunnugleg rök, og borgunarsinnar keppast nú um að hengja málflutning sinn á þennan snaga, sem er þó byrjaður að kikna allverulega eins og kom fram nú í vikunni þegar lán til Búðarhálsvirkjunar voru afgreidd frá norrænu og evrópsku fjárfestingarbönkunum, þrátt fyrir óleyst IceSave mál.

Það hefur enn ekki verið útskýrt hvernig það getur verið skynsamlegt að fjármagna endurreisn eftir skuldakreppu með endurtekinni skuldaaukningu þjóðarinnar. Það hefur heldur ekki verið útskýrt hvernig stóraukin áhættuskuldbinding eigi að geta haft jákvæð áhrif á lánshæfi. Bæði þessi atriði stangast hreinlega á við það sem heilbrigð skynsemi segir manni. En skynsemi hefur reyndar afskaplega lítið að segja þegar lánshæfismatsfyrirtæki eru annars vegar. Ef málið er skoðað ofan í kjölinn kemur bersýnilega í ljós að eina skynsemin er að forðast að taka mark á lánshæfismati. Fyrirtækin sem gefa matið út ráðleggja manni þetta meira að segja sjálf!

Nánar um lánshæfismat

Gagnsleysi lánshæfimatsfyrirtækja kemur best fram í því að alveg fram undir hrunið kepptust þau við að gefa íslensku bönkunum hæstu mögulegu einkunn. Þau fullyrtu með öðrum orðum að það væri nánast útilokað að bankarnir myndu fara á hausinn. Getur verið að þær skýrslur hafi verið pantaðar af íslensku bönkunum sjálfum? Ég veit ekki, en eitthvað svipað virðist hafa verið uppi á teningnum með aðrar þekktar svikamyllur eins og t.d. Enron.

Fjármálakrísuna í Bandaríkjunum sem byrjaði haustið 2007 og náði hámarki haustið 2008, má að stóru leyti rekja til þess að umrædd matsfyrirtæki gáfu hæstu einkunn fyrir skuldabréfavafninga úr svokölluðum "undirmálslánum" og allskonar rusli sem voru svo seld út um allan heim sem "skotheld fjárfesting". Haustið 2008 kallaði eftirlitsnefnd bandaríska þingsins á sinn fund alla forstjóra matsfyrirtækjanna þriggja, Moody's, Fitch og Standard & Poor's, sem hafa markaðsráðandi stöðu en þau deila með sér 94% markaðshlutdeild (cartel).

Við vitnaleiðslur voru forstjórarnir meðal annars spurðir út í ábyrgð sína á afleiðingum þess að fyrirtækin hefðu gefið svo villandi upplýsingar um undirmálsvafningana. Skemmst er frá því að segja að forstjórarnir afneituðu samtals þrisvar allri ábyrgð á afleiðingum gjörða sinna og þeirra fyrirtækja sem þeir stýra. Eins lesa má í handriti þingnefndarinnar lögðu þeir sérstaka áherslu á að lánshæfismat væri aðeins álit starfsmanna þeirra en fæli ekki í sér neina ráðgjöf um fjárfestingar eða ábyrgð á slíku:

  1. Deven Sharma, Standard & Poor's Credit Rating (bls. 142): "S&P’s ratings express our opinion about the ability of companies to repay their debt obligations, but they do not speak to the market value for the security, the volatility of its price, or its suitability as an investment."
  2. Raymond McDaniel, Moody's Corporation (bls. 174): "...they become more reliant on rating opinions - and they are just opinions"
  3. Stephen Joynt, Fitch Ratings (bls. 185): "I think we’re emphasizing the fact that our ratings are opinions... it’s better that we disclose the fact that they are opinions as clear as we can."

Loks er afar upplýsandi að skoða opinbera notkunarskilmála um lánshæfismat eins og þeir eru birtir á vefsíðum fyrirtækjanna sjálfra:

Moody's: "The credit ratings and financial reporting analysis observations, if any, constituting part of the information contained herein are, and must be construed solely as, statements of opinion and not statements of fact or recommendations to purchase, sell or hold any securities. No warranty, express or implied, as to the accuracy, timeliness, completeness, merchantability or fitness for any particular purpose of any such rating or other opinion or information is given or made by Moody’s in any form or manner whatsoever."

Mannamál: Lánshæfismatið er aðeins ábyrgðarlaust álit eins aðila.

Standard & Poor's: "The ratings and credit related analyses of Standard & Poor's... are statements of opinion as of the date they are expressed and not statements of fact or recommendations to purchase, hold, or sell any securities or make any investment decisions. Users of the information provided through this Web Site should not rely on any of it in making any investment decision. Standard & Poor's opinions and analyses do not address the suitability of any security. Standard & Poor's does not act as a fiduciary or an investment advisor. While Standard & Poor's has obtained information from sources it believes to be reliable, Standard & Poor's does not perform an audit and undertakes no duty of due diligence or independent verification of any information it receives. Standard & Poor's keeps certain activities of its business units separate from each other in order to preserve the independence and objectivity of each of these activities. As a result, certain business units of Standard & Poor's may have information that is not available to other Standard & Poor's business units. Standard & Poor's has established policies and procedures to maintain the confidentiality of certain non-public information received in connection with each analytical process."

Mannamál: Ábyrgðarlaust álit frá aðila sem ræður manni sjálfur frá því að byggja ákvarðanatöku á áliti sínu, og framkvæmir sjálfur enga óháða athugun á þeim upplýsingum sem unnið er með. Starfsemin er svo kirfilega hólfuð niður að ekki er víst að matsskýrsla byggi á öllum fyrirliggjandi upplýsingum, auk þess sem sumar þeirra kunna að vera leyndarmál.

Fitch Ratings: "Each user of this website acknowledges that a Fitch rating is an opinion as to the creditworthiness of a security... ratings are the collective work product of Fitch and no individual, or group of individuals, is solely responsible for a rating. The rating does not address the risk of loss due to risks other than credit risk, unless such risk is specifically mentioned. ... A report providing a Fitch rating is neither a prospectus nor a substitute for the information assembled, verified and presented to investors by the issuer and its agents in connection with the sale of the securities. Ratings may be changed or withdrawn at anytime for any reason in the sole discretion of Fitch. Fitch does not provide investment advice of any sort. In issuing and/or maintaining a rating, Fitch is not making any recommendation or suggestion, directly or indirectly to you, or any other person, to buy, sell, make or hold any investment, loan or security or to undertake any investment strategy with respect to any investment, loan or security of any issuer... Any person or entity who uses a rating does so entirely at his, her or its own risk."

Mannamál: Lánshæfismat er aðeins álit eins aðila sem getur þar að auki breyst hvenær sem er eftir geðþótta viðkomandi. Fitch gefur sig ekki út fyrir að veita ráðgjöf um fjárfestingar, og hver sá sem treystir á upplýsingar um lánshæfismat gerir það af fullkomnu ábyrgðarleysi.

P.S. Síðast þegar ég las svona varfærnislega ábyrgðarfirringarskilmála voru þeir á flugeldatertu. En hún var líka beinlínis hönnuð til að brenna upp og springa, og vera hættuleg á fjölmarga mismunandi vegu.


mbl.is Höft til 2015
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Var IceSave samþykkt eða hvað?

Borgunarsinnar hafa haldið því á lofti að aðgengi að fjármálamörkuðum fáist ekki nema samningar um ríkisábyrgð vegna innstæðutrygginga Landsbankans verði samþykktir.

Eina tilvikið sem þeir hafa þó vísað til, eru lánsumsóknir Landsvirkjunar vegna framkvæmda við Búðarhálsvirkjun, sem lengi vel voru sagðar í gíslingu evrópska fjárfestingarbankans (EIB).

Lausnargjaldið væri: já við Icesave.

***

Þessi rök hafa verið notuð stíft þrátt fyrir að EIB tilheyri ekki neinum markaði heldur sé rammpólitísk stofnun á vegum ESB þar sem fjármálaráðherrar Hollands og Bretlands eru meðal stjórnarmanna.

En í síðustu viku birtist úr heiðskíru lofti frétt um að Landsvirkjun fær lán hjá Norræna fjárfestingarbankanum (NIB), það fyrsta í fjármögnun Búðarhálsvirkjunar.

Áróðursmaskínur hrukku í gang og sögðu lánið háð heildarfjármögnun, meðal annars frá evrópska fjárfestingarbankanum (EIB) sem krefjist IceSave ríkisábyrgðar.

***

Í dag birtist svo aftur úr heiðskíru lofti frétt um að Landsvirkjun fær lán hjá Evrópska fjárfestingarbankanum vegna Búðarhálsvirkjunar

Ég var í þann mund að kíkja á dagatalið og athuga hvort ég hefði ruglast á mánuðum, hvort það væri í raun kominn apríl og þjóðin búin að álpast til að ábyrgjast IceSave.

En þá varð mér litið á frétt Viðskiptablaðsins: Ekki beinn fyrirvari um Icesave í lánasamningi Landsvirkjunar.

Að sögn Landsvirkjunar er fjármögnun Búðarhálsvirkjunar langt komin og gert ráð fyrir að henni ljúki innan skamms. Enda ekki nema tæpir sjö milljarðar sem núna vantar upp á.

Einhverntíma hefðu það þótt litlir peningar.

***

Þannig að þegar við höfnum IceSave samningnum og borgum ekki 26 milljarða strax á þessu ári í vexti, þá þurfum við ekki heldur að leggja fram samsvarandi upphæð svo Landsvirkjun geti haldið áfram að byggja Búðarhálsvirkjun.

Og fyrst NIB og EIB eru búnir að lofa megninu af upphæðinni hlýtur næst að vera komið að NBI að lána það sem upp á vantar og fullkomna stafasúpuna.

Það væri "tær snilld" ef stór hluti vaxtanna færi aftur til ríkisins í gegnum bankann þess.

Slíkur samningur væri sá eini þar sem við gætum raunverulega komið út í plús!

Ég segi JÁ við því!

P.S. Staksteinar: skrifa sig næstum sjálfir í þessari viku!  ;)


mbl.is Landsvirkjun fær lán hjá Evrópska fjárfestingarbankanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heimsendir nálgast í veröld borgunarsinna

Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur stefnt Íslandi fyrir EFTA dómstólinn! Frown

ESA sendi Íslandi áminningarbréf í maí 2010 og í kjölfarið rökstutt álit í október sama ár þar sem veittur var tveggja mánaða frestur til að hlýða ákveðinni tilskipun. ESA ákvað svo þann 23. mars síðastliðinn að stefna Íslandi fyrir EFTA dómstólinn, á þeirri forsendu að Ísland hafi enn ekki staðið við skuldbindingar sínar. W00t

Hið meinta brot varðar tilskipun Evrópusambandsins um hávaða á vegum, og virðist eiga að felast í því að ekki hafi verið teiknað kort af háværum stöðum á þjóðvegum landsins, né gerðar viðbragðsáætlanir til að draga úr mestu látunum. Þótt ótrúlegt megi virðast er þetta ekki skáldskapur, en líklega verða afar fáir fyrir óþægindum af veggný í dreifbýlu landi þar sem langflestir vegfarendur eru inni í öðrum bílum. Nema kannski sá búfénaður sem víða gengur laus meðfram vegum og má hugsanlega þola einhvern heyrnarskaða eða önnur ónot. Evrópsk reglugerð um það hlýtur að vera í smíðum ef hún er ekki til nú þegar. LoL

Svo að hinn ógnvekjandi EFTA dómstóll ærist nú ekki og spúi reiði sinni yfir okkur, Devil borgar sig líklega hér eftir að vera hlýðinn og aka hljóðlega. Annars neyðumst við kannski til að teppaleggja  allt þjóðvegakerfið! En grínlaust átti Ísland víst samkvæmt umræddri tilskipun að hafa teiknað hávaðakort af þeim vegum landsins sem meira en sex milljónir ökutækja fara um á hverju ári, fyrir 30. júní árið 2007. Það var fyrir meira en þremur árum síðan! Shocking

Þetta mun líklega seint teljast glæsilegur árángur á sviði innleiðingar erlendra tilskipana í íslensk lög, en setjum þetta nú í samhengi við staðreyndir málsins: 6 milljón bílar á ári gera 16.438 bíla á dag að meðaltali. Til samanburðar fóru samkvæmt tölum frá teljurum Vegagerðarinnar, tæplega 80.000 bílar um Hellisheiði allt árið í fyrra, eða að meðaltali 217 bílar á dag. Ekið var framhjá öllum teljurunum sextán, sem staðsettir eru á ákveðnum lykilpunktum við hringveginn, samtals tæplega 700.000 sinnum allt síðasta ár eða að jafnaði 1.905 sinnum á dag.

Ef öll íslenska þjóðin myndi þéttskipa sér inn í fimm manna bíla væru þeir um 64.000 talsins og þyrfti hver þeirra að fara 94 ferðir eftir sama þjóðveginum á einu ári til þess að ná tilskildum umferðarþunga, eða að meðaltali tvisvar í viku hver bíll. Hinsvegar fara sumir Íslendingar sjaldan út fyrir þéttbýli og þeir sem gera það ferðast ekki alltaf með fólksbílum.

Vöntun á umræddu hávaðakorti virðist því fullkomlega eðlileg, því engan veg er að finna hér  á landi sem tilskipun þessi nær til. Sex milljón bílar á ári fara kannski um hraðbrautir í Þýskalandi og Hollandi, en ekki íslenska sveitavegi. Hræðsluáróður um hugsanleg málaferli fyrir EFTA dómstólnum virðist ósköp léttvægur í þessu samhengi. Kannski maður láti bara setja snjókeðjur undir og fjarlægja hljóðkútinn... Tounge


mbl.is ESA stefnir Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Opið bréf til Evrópusambandsins vegna IceSave

Íslandi 18.03.2011 Mr Herman Van Rompuy European Council Rue de la Loi 175 B-1048 Brussels Kæri herra Van Rompuy Haustið 2008 hrundi nánast allt íslenska bankakerfið (90%) á nokkrum dögum og þar með Landsbankinn og útibú hans í London og Amsterdam...

Skotfæri fyrir 7,3 milljarða ISK fuðra upp

Talsmaður Bandaríkjahers sagði í kvöld að 112 Tomahawk stýriflaugum hefði verið skotið á Líbýu (ekki Líbíu eins og það er ritað í frétt mbl). Stykkið af þessum flaugum kostar skv. Wikipedia rúma hálfa milljón USD eða 65,4 milljónir ISK mv. gengi dagsins....

IceSave: helstu rök borgunarsinna fallin

Það er merkilegt að fylgjast með borgunarsinnum fatast flugið hvað eftir annað í gengdarlausum fjölmiðlaspuna sínum. Áróðursvélin hélt því lengi vel fram að lán frá NIB ( sjá tengda frétt ) vegna Búðarhálsvirkjunar væri háð IceSave, og hefur það verið...

Staðan 8:12 fyrir Ísland í pissukeppni lögfræðinga

Átta nafngreindir lögmenn, sumir þeirra jafnvel nafntogaðir ef ekki alræmdir, hafa sent fjölmiðlum stuðningsyfirlýsingu við lög um ríkisábyrgð á IceSave-III samningnum. J Á ttmenningarnir : Garðar Garðarsson hrl., Landslög (eigandi) Gestur Jónsson hrl.,...

Afhverju NEI? - 1. hluti

Hér má sjá nokkra valinkunna Íslendinga gera grein fyrir atkvæði sínu í komandi þjóðaratkvæðagreiðslu um IceSave. Þetta er aðeins 1. hluti af fleirum sem munu birtast á næstunni, fylgist með hér: Kjósum!

Japan: staðfest meiriháttar kjarnorkuslys

Núna um helgina höfum við fylgst agndofa með atburðarásinni sem hefur verið í gangi í Japan. Fyrst geysiharður jarðskjálfti, svo flóðbylgja í kjölfarið, og núna er alvarlegt kjarnorkuslys yfirvofandi. Í kjölfar jarðskjálftans á föstudag urðu alvarlegar...

Tölvuhakkarar gegn fjármálaelítunni

Stafrænir aðgerðasinnar sem kalla sig Anonymous hafa að undanförnu beint spjótum sínum í auknum mæli að fjármálageiranum. Á vefsíðunni ZeroHedge er fjallað um einn þeirra sem gengur undir nafninu OperationLeakS, og hann sagður hafa undir höndum skjöl frá...

Slembiúrtak betra en flokkalýðræði

Þegar fólk verður pirrað á vanhæfum stjórnmálamönnum er stundum sagt í hálfu gríni, að þjóðfélaginu væri líklega betur stjórnað ef til þess veldust 63 einstaklingar af handahófi úr símaskránni, heldur en með núverandi fyrirkomulagi. Núna hafa hinsvegar...

Skulda 83% af árstekjum

Þegar rýnt er í opinberlega aðgengilegar upplýsingar um fjármál stjórnmálasamtaka kemur í ljós að íslenskir stjórnmálaflokkar fá ríflega helming samanlagðra árstekna sinna úr ríkissjóði. Samtals skulda flokkarnir tæplega 83% af árstekjum sínum, eða rúmar...

Samtök Fullveldissinna í plús og engin vanskil

Talsverð umræða hefur verið um fjármál stjórnmálasamtaka undanfarin misseri. Nú síðast hefur hún ekki síst beinst að (van)skilum stjórnmálaflokkanna á ársreikningum vegna kosningaársins 2009, en skilafrestur samkvæmt lögum rann út þann 1. október...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband