Heimsendir nálgast í veröld borgunarsinna

Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur stefnt Íslandi fyrir EFTA dómstólinn! Frown

ESA sendi Íslandi áminningarbréf í maí 2010 og í kjölfarið rökstutt álit í október sama ár þar sem veittur var tveggja mánaða frestur til að hlýða ákveðinni tilskipun. ESA ákvað svo þann 23. mars síðastliðinn að stefna Íslandi fyrir EFTA dómstólinn, á þeirri forsendu að Ísland hafi enn ekki staðið við skuldbindingar sínar. W00t

Hið meinta brot varðar tilskipun Evrópusambandsins um hávaða á vegum, og virðist eiga að felast í því að ekki hafi verið teiknað kort af háværum stöðum á þjóðvegum landsins, né gerðar viðbragðsáætlanir til að draga úr mestu látunum. Þótt ótrúlegt megi virðast er þetta ekki skáldskapur, en líklega verða afar fáir fyrir óþægindum af veggný í dreifbýlu landi þar sem langflestir vegfarendur eru inni í öðrum bílum. Nema kannski sá búfénaður sem víða gengur laus meðfram vegum og má hugsanlega þola einhvern heyrnarskaða eða önnur ónot. Evrópsk reglugerð um það hlýtur að vera í smíðum ef hún er ekki til nú þegar. LoL

Svo að hinn ógnvekjandi EFTA dómstóll ærist nú ekki og spúi reiði sinni yfir okkur, Devil borgar sig líklega hér eftir að vera hlýðinn og aka hljóðlega. Annars neyðumst við kannski til að teppaleggja  allt þjóðvegakerfið! En grínlaust átti Ísland víst samkvæmt umræddri tilskipun að hafa teiknað hávaðakort af þeim vegum landsins sem meira en sex milljónir ökutækja fara um á hverju ári, fyrir 30. júní árið 2007. Það var fyrir meira en þremur árum síðan! Shocking

Þetta mun líklega seint teljast glæsilegur árángur á sviði innleiðingar erlendra tilskipana í íslensk lög, en setjum þetta nú í samhengi við staðreyndir málsins: 6 milljón bílar á ári gera 16.438 bíla á dag að meðaltali. Til samanburðar fóru samkvæmt tölum frá teljurum Vegagerðarinnar, tæplega 80.000 bílar um Hellisheiði allt árið í fyrra, eða að meðaltali 217 bílar á dag. Ekið var framhjá öllum teljurunum sextán, sem staðsettir eru á ákveðnum lykilpunktum við hringveginn, samtals tæplega 700.000 sinnum allt síðasta ár eða að jafnaði 1.905 sinnum á dag.

Ef öll íslenska þjóðin myndi þéttskipa sér inn í fimm manna bíla væru þeir um 64.000 talsins og þyrfti hver þeirra að fara 94 ferðir eftir sama þjóðveginum á einu ári til þess að ná tilskildum umferðarþunga, eða að meðaltali tvisvar í viku hver bíll. Hinsvegar fara sumir Íslendingar sjaldan út fyrir þéttbýli og þeir sem gera það ferðast ekki alltaf með fólksbílum.

Vöntun á umræddu hávaðakorti virðist því fullkomlega eðlileg, því engan veg er að finna hér  á landi sem tilskipun þessi nær til. Sex milljón bílar á ári fara kannski um hraðbrautir í Þýskalandi og Hollandi, en ekki íslenska sveitavegi. Hræðsluáróður um hugsanleg málaferli fyrir EFTA dómstólnum virðist ósköp léttvægur í þessu samhengi. Kannski maður láti bara setja snjókeðjur undir og fjarlægja hljóðkútinn... Tounge


mbl.is ESA stefnir Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað gera þeir athugasemdir við næst?

Herinn, járnbrautirnar, sporvagnana?

Björn I (IP-tala skráð) 23.3.2011 kl. 17:57

2 Smámynd: Brynjar Þór Guðmundsson

Hvað ætli þetta nái yfir marga vegi hér á Íslandi? það eru ekki margir vegir sem ná þeirri 9.000 bílum á ári sem þarf til að uppfylla þessa ESB vitleysu. Vegirnir í kringum höfuðborgarsvæðið eru flestir með 3000-4000 á dag. Vegirnir út á landi eru flestir með undir 1.000. Ég hugsa að það sé bara ártúnsbrekkan sem nær þessu marki. Enda er þetta bara dæmigerð ESB gloría

Brynjar Þór Guðmundsson, 23.3.2011 kl. 19:08

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Brynjar: sjá upplýsingar sem ég er núna búinn að bæta við færsluna. (Ekkert efnislegt var fjarlægt heldur bætti ég við og breytti uppsetningu textans dálítið til að gera hann læsilegri.)

Guðmundur Ásgeirsson, 24.3.2011 kl. 03:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband