Afhverju NEI? - 3. hluti

Hér má sjá Íslendinga úr ýmsum áttum gera grein fyrir atkvæði sínu í komandi þjóðaratkvæðagreiðslu um IceSave. Þetta er 3. hluti, fylgist með hér: Kjósum!


Hvetja landsmenn til að kjósa nei

Forystumenn VG hvetja félagsmenn og stuðningsmenn VG til að taka þátt í þjóðaratkvæðagreiðslunni um Icesave og kjósa já.

Þetta eru engin ný sannindi, þeir sem hafa fylgst með umræðunni vita þetta.

Samstaða þjóðar gegn IceSave, hvetur alla kosningabæra landsmenn til að til að taka þátt í þjóðaratkvæðagreiðslunni um Icesave og kjósa nei.

Þetta eru engin ný sannindi, þeir sem fylgst hafa með umræðunni vita þetta.

       En bara til upprifjunar:

     

 


mbl.is Hvetja félagsmenn til að kjósa já
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svartháfur vs. Hvítháfur ?

http://www.amx.is/skjalasafn/71790b26b79be5410fdb908d4f9db847/crop_500x.jpg

Mér finnst hákarl lostæti, komdu meðann! ;)

Ég vil vekja athygli á vefkönnun sem visir.is er með núna um þessa helgi. Spurningin er einföld: Ef kosið yrði um IceSave lögin í dag, hvernig myndirðu kjósa? Einnig er spurt hvaða einstaklingi myndirðu treysta best til að leiða íslensku þjóðina en því má líka skila auðu ef maður vill bara tjá skoðun sína varðandi IceSave.


Í tilefni dagsins - 4. hluti: ársreikningur NBI

Þó það sé tæknilega ekki lengur 1. apríl þá er dagurinn ekki alveg búinn fyrr enn maður fer að sofa.

Nýi Landsbankinn sendi frá sér afkomutilkynningu ársins 2010 og ársreikning í dag. Það var kannski táknrænt að þessi furðulegi efnahagsreikningur sem allavega þessa stundina er álitinn rekstrarhæfur banki, skuli senda frá sér þessar upplýsingar í dag, föstudaginn 1. apríl 2011. Vonandi er ársreikningurinn ekki jafn falskur og öll hin aprílgöbbin í dag.

Ég er ekki búinn að kryfja rekstrarniðurstöðrnar sérstaklega en bæti kannski meiru við smám saman hér um það. Bankinn skilar myndarlegum hagnaði eins og hinir tveir, 27,2 ma.kr. eða rétt rúmlega sá vaxtakostnaður sem myndi gjaldfalla við undirritun IceSave samninga á þessu ári. Ætli upphæðin sé eitthvað meira en tilviljun?

Einnig vekur athygli að sveiflur í verðmati, bæði vegna gengisdóma og bjartsýnni endurheimtuhorfum, eru umtalsverðar. Getur verið að hagnaðurinn sé eintóm froða sem er búin til með því að breyta matsreglum? Íslandsbanki hagnaðist um álíka upphæð og helmingur hennar var tilkomin vegna slíkra bókhaldsfimleika.

Einnig er rétt að benda á að hækkað eignamat jafngildir hækkun endurheimtumats skilanefndar gamla bankans vegna IceSave. Þetta hangir allt saman eins og ég hef áður lýst, um naflastreng frá IceSave inn í hjartað á íslensku atvinnulífi.

Meira um um þetta síðar. Miklu meira!


mbl.is 27,2 milljarða hagnaður Landsbanka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í tilefni dagsins - 3. hluti: SÖKKÖMB

http://bofs.blog.is/users/10/bofs/img/sokkomb.pngSØKKØMB er ný og hagkvæm lausn, sérhönnuð fyrir sjálfskipað áhugafólk um beint réttlæti.

Ertu fullur orku? Hefurðu stundum meira á þinni könnu en þú ræður við? Verðurðu sífellt reiðari vegna yfirgangs bankastjóra, innheimtumanna þeirra og annara glæpamanna? Viltu útrýma skipulagðri glæpastarfsemi úr þinni heimabyggð?

Nútíminn gerir sífellt meiri kröfur um hraðvirkar og árangursríkar lausnir, og nú gefst þér tækifæri til að tryggja öryggi þitt og fjölskyldu þinnar með einni slíkri. Þegar öll fjölskyldan hjálpast að við að setja SØKKØMB fallöxina saman heima í stofu muntu finna innri frið er þú hugsar til þess að refsingin muni framvegis verða í samræmi við afbrotið. Í vernduðu friðhelgi heimilisins munt þú nú taka völdin aftur í þínar hendur og verða eigin húsbóndi á ný.

SØKKØMB er framleidd úr gegnheilli stafafuru og útbúin með sterkbyggðu blaði úr ryðfríu stáli. Hún er létt, fyriferðarlítil (tekur aðeins hálfs fermetra gólfpláss samansett), endingargóð, og hefur verið ítarlega þolpróuð við raunverulegar aðstæður! Rétt eins og allar okkar vörur fylgir henni þriggja ára verksmiðjuábyrgð m.v. heimilisnotkun (allt að 100 skipti á dag).

 

     Verð: aðeins €99,-

Skrúfur, festingar, samsetningaráhöld og leiðbeiningar innifalin. 

http://farm3.static.flickr.com/2551/3847630945_537d40c53c.jpg

http://farm4.static.flickr.com/3504/3847630949_1966cfe5f4.jpg


Í tilefni dagsins - 2. hluti: skuldhreinsivél

Ný vara birtist í vefverslun ELKO í dag og vakti athygli. WE-SAVE-U skuldhreinsivélin Engum sögum fer af því hversu margar pantanir hafi borist en fyrirfram hefði ég búist við að eftirspurnin væri umtalsverð hér á landi. Miðað við ástandið á Írlandi held...

Í tilefni dagsins - 1. hluti: svartháfur

Mér duttu allar lýs dauðar úr höfði er ég leit forsíðu Fréttablaðsins í dag, en þar blasti við frétt um ráðleggingar Íslandsmethafans í tapreksti meðalstórra fjármálafyrirtækja varðandi IceSave. Það er með ólíkindum hvernig blaðamanninum tókst að fjalla...

Hagsmunasamtök Heimilanna kjósa nýja stjórn

Í gærkvöldi var haldin aðalfundur í Hagsmunasamtökum Heimalanna þar sem meðal annars var kjörin ný stjórn. Sá er þetta ritar hefur verið óvirkur félagi í samtökunum frá því skömmu eftir stofnun þeirra en ákvað í þetta sinn að mæta á aðalfund, og skemmst...

Tvímælalaust: NEI við IceSave

Í þessu atriði úr þættinum Tvímælalaust, sem hefur farið eins og eldur í sinu um netheima, útskýra þeir félagar Pétur Jóhann Sigfússon, Þorsteinn Gunnarsson og Karl Berndsen í frekar einföldu en auðskiljanlegu máli afstöðu sína til IceSave. Hér er svo...

Ný skýrsla um lánshæfismat Bandaríkjanna

Í þetta sinn frá kínverka lánshæfismatsfyrirtækinu Dagong gegnum ZeroHedge : Bandaríkin, stærsta ríkið sem á í skuldavanda í heiminum í dag, mun halda áfram þeirri stefnu sinni að prenta peninga í massavís í hvert sinn sem hætta steðjar að, og alþjóðlega...

Staða kjarnorkumála í Fukushima

Einn eða fleiri kjarnaofnar hafa bráðnað nú þegar í Fukushima Daichi, og enn er óvíst hvort eitthvað af eldsneytinu muni bræða sig alla leið í gegnum steinsteypt undirlagið. Eldsneytisgeymslur við einn eða fleiri ofna hafa orðið fyrir miklu tjóni og spúa...

Vísindamenn þróa hagkvæmt gervilaufblað

Sem ljóstillífar reyndar ekki, en hliðstæð efnahvörf framleiða samt raforku úr sólarljósi. Taka skal stórfréttum með fyrirvara þegar framfarir á sviði vísindanna eru annars vegar. Ef rétt reynist gæti þetta hinsvegar reynst byltingarkenndur áfangi. Via:...

Forstjóri kauphallarinnar í nostalgíukasti

Á morgunverðarfundi Arion banka nýverið sagðist Páll Harðarson vilja að skortsala yrði leyfð á Íslandi svo hægt verði að hagnast á því ef verð tiltekinna hlutabréfa lækkar. Höfum við ekki nú þegar fengið að mæla árangur þess að hjálpa fjármagnseigendum...

Aðvörun um yfirvofandi allsherjarhrun

Hér er viðvörun frá fjárfestingaráðgjafanum Porter Stansberry um yfirvofandi hörmungar af völdum hins svokallaða fjármálakerfis. Þetta er ekki hræðsluáróður heldur byggt á skynsamlegri greiningu og sögulegum fordæmum.

Fjármál og trúarbrögð

Louis Farrakhan , æðsti predikari bandarísku samtakanna Nation of Islam, heldur hér reiðilestur um áhrif Gyðinga í fjármálakerfinu og á stjórnmál í alþjóðlegu samhengi. Þó að einhverjum kunni að finnast þetta harðorð ræða þá er flest sem hann er að segja...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband