Kosningasprengjur

Þingkosningar fóru fram í Nígeríu í dag. Nokkuð hefur borið á hryðjuverkum, en þrjár sprengjur hafa verið sprengdar undanfarinn sólarhring, sú síðasta við talningarstað í norðausturhluta landsins. Tölur um mannfall eru á reiki en ljóst er að minnst tugir hafa látið lífið eða særst.

Þjóðaratkvæðagreiðsla var haldin á Íslandi í dag. Nokkuð hefur borið á stríðni og prakkaraskap, og hatrammur áróður hefur heyrst úr ýmsum áttum. Flestir hafa þó sem betur fer haldið sig við málefnalega umræðu eða beitt fyrir sig húmor og léttleika í áróðursskyni. Engar fregnir hafa borist af beinum átökum.

Að mínu mati er hollt fyrir okkur Íslendinga að staldra við og skoða aðeins þessar hliðstæður. Hugtakið í fyrirsögn þessarar greinar hefur líklega aðra merkingu í Nígeríu en það gerir hér. Bestu kveðjur til kjörstjórna um land allt, án ykkar starfs á kjördag væri sjálf kosningabaráttan tilgangslaus.


mbl.is Sprengingar í Nígeríu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kosningakaffi og kosningavaka NEI-hreyfingar

Til hamingju mín kæra þjóð, dagurinn er ykkar. Ég hvet alla sem vettlingi geta valdið að nýta kosningarétt sinn, en læt þar við sitja í kosningaáróðri að svo stöddu. :)

Ég ber gríðarlegt þakklæti í brjósti til þeirra fjölmörgu sem lagt hafa hönd á plóginn. Það hefur verið hreint ótrúlegt að taka þátt í þessari baráttu og finna fyrir því hversu margir eru boðnir og búnir að hjálpa góðum málstað.

Samstaða þjóðar gegn IceSave (Kjósum.is) og Advice bjóða upp á kosningakaffi á Amokka í Borgartúni til kl. 18:00 í dag. Þar verður starfrækt óformleg kosningamiðstöð og eru allir velkomnir. Fyrstu tölur eru væntanlegar um ellefuleytið í kvöld, en kl. 22:00 hefst sameiginleg kosningavaka nei-hreyfinganna á skemmtistaðnum Esju í Austurstræti. Kaldhæðni örlaganna réð því að við fengum inni á hæðinni fyrir neðan skilanefnd Landsbankans og skáhallt á móti höfuðstöðvunum þar sem IceSave var búið til.

Áfram Ísland !


mbl.is Kjörstjórnir á kosningavakt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afhverju NEI? - fleiri viðtalsbútar

Ef einhver skortur skyldi hafa verið á ástæðum til að hafna IceSave þá er hér gert ágætlega grein fyrir einni í tengdri frétt: stærsta eign skilanefndarinnar er þegar öllu er er á botnin hvolft, ekkert svo afskaplega traust eign.

Hér má sjá Íslendinga úr ýmsum áttum gera grein fyrir atkvæði sínu í komandi þjóðaratkvæðagreiðslu um IceSave. Fleiri myndbönd hér: Kjósum!

Ásmundur Einar Daðason:

Björg Fríður Elíasdóttir:

Kristján Jóhann Matthíasson:

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir:

Hákon Einar Júlíusson:

Björg Sigurðardóttir:

Þórarinn Einarsson:

Viktor Vigfússon:

Tholly Rosmunds:

Munið að nota tækifærið á morgun og sýna umheiminum að það er ekki lögmál að almenningur borgi brúsann fyrir hrakfarir hins svokallaða bankakerfis.


mbl.is Gæti þurft að endurreikna allt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sumir segja hvorki NEI eða já

Bergur Ebbi Benediktsson flutti uppistand í gær um IceSave (sjá myndband hér). Hann komst að þeirri niðurstöðu að vegna óvissunnar sem umlykur málið vantaði einfaldlega þriðja valmöguleikann á kjörseðilinn: Ha?

Jóhanna Sveinsdóttir á RÚV ætlar að segja kannski, því hún vill hvorki það sem hún kallar byssukúlu í hnakkann eða snöru um hálsinn.

Bæði þessi innlegg finnst mér afskaplega skemmtileg, burtséð frá persónulegri afstöðu til málefnisins.

En að öllu gamni slepptu óska ég kjósendum ánægjulegs kjördags.
mbl.is 72% segja nei við Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

IceSave deilan hófst svona 8. október 2008

Hér má sjá upprifjun frá þeim örlagaríka degi 8. október 2008, þegar bresk stjórnvöld ákváðu að fara í hart gegn Íslandi.

  "Dómstólar eru ein af mörgum leiðum fyrir siðmenntuð samfélög til að útkljá ágreining" - Geir H. Haarde

Rétt er að staldra aðeins við og velta fyrir sér þessum sögulegu ummælum þáverandi forsætisráðherra. Í máli Gordon Brown og Alistair Darling tjá þeir hinsvegar fyrirætlan sína að koma fram af fullri hörku við Íslendinga, frysta eignir okkar og siga Alþjóðagjaldeyrissjóðnum á okkur.


mbl.is Berjist gegn óréttlætinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjóðarátak: Áfram! IceSave

Aðstandendur vefsíðunnar Menn.is hafa látið ómetanlegt framlag af hendi rakna fyrir ríkisstjórn hinna vinnandi stétta. Þeir hafa nú hleypt af stokkunum landssöfnun til styrktar IceSave ríkisábyrgð. Markmiðið er að ná allri upphæðinni með því að hringja í...

Ríkisstjórn í kröppum dansi á hálum ís

Ríkisstjórnarflokkarnir mælast nú aðeins með 29,8% fylgi samtals, og fyrirsjáanlegt er að þeir muni bíða skipbrot með eitt sitt helsta áherslumál í þjóðaratkvæðagreiðslu á næstkomandi laugardag. Sjaldan hefur skopmyndateiknurum Morgunblaðsins tekist að...

Afhverju JÁ? - Jón Gnarr segir það

Þess má geta að fáninn efst á myndinni er þjóðfáni Grænhöfðaeyja, en þangað hefur borgarstjórinn í Reykjavík einmitt lofað að fara ef IceSave verður hafnað.

Afhverju NEI? - Viðtalsbútar

Hérna eru valin brot úr þeim myndböndum sem þegar hafa verið birt hér: Kjósum! Þar má sjá Íslendinga úr ýmsum áttum gera grein fyrir atkvæði sínu í komandi þjóðaratkvæðagreiðslu um IceSave. Þór Saari: Ragnar Þór Ingólfsson: Sveinbjörg Birna...

Brennum IceSave upp til agna

Hönnunarstofan Björg í bú hefur hannað sérstök Icesave-kerti með vörumerkinu inngreyptu í vaxið, og eru þau fáanleg í öllum i c e s a v e litunum. Kertin verða til sölu í Kirsjuberjatrénu, Vesturgötu 4 á föstudag og laugardag, og alla helgina í...

Afhverju NEI? - fyrir byrjendur

Skemmtileg teiknimynd sem útskýrir IceSave-málið á einfaldaðan hátt: Bestu þakkir fá: Handrit og samsetning: Viðar Freyr Guðmundsson Teikningar: Kjartan Daníel Haraldsson Raddir: Jóhann Ingvi Axelsson Nýtið tækifærið 9. apríl og segið NEI við...

Afhverju NEI? - 5. hluti

Hér má sjá Íslendinga úr ýmsum áttum gera grein fyrir atkvæði sínu í komandi þjóðaratkvæðagreiðslu um IceSave. Þetta er 5. hluti, fylgist með hér: Kjósum! Og við þetta má bæta áríðandi tilkynningu til landsmanna um hvers vegna löghlýðnu fólki ber að...

Flestir líklega kosið NEI

Á sjöunda þúsund manns hafa nú þegar greitt atkvæði utan kjörfundar um ríkisábyrgð vegna IceSave-III. Þetta eru meira en tvöfalt fleiri en höfðu kosið á sama tíma fyrir síðustu IceSave kosningar. Ef eitthvað er að marka þessa vísbendingu er útlit fyrir...

Afhverju NEI? - 4. hluti

Hér má sjá Íslendinga úr ýmsum áttum gera grein fyrir atkvæði sínu í komandi þjóðaratkvæðagreiðslu um IceSave. Þetta er 4. hluti, fylgist með hér: Kjósum! Nýtið tækifærið 9. apríl og segið NEI við ríkisvæðingu

Matsfyrirtæki hafa viðurkennt gagnleysi sitt

Gagnsleysi lánshæfimatsfyrirtækja kemur best fram í því að alveg fram undir hrunið kepptust þau við að gefa íslensku bönkunum hæstu mögulegu einkunn. Þau fullyrtu með öðrum orðum að það væri nánast útilokað að bankarnir myndu fara á hausinn. Getur verið...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband