Kosningasprengjur
9.4.2011 | 21:40
Þingkosningar fóru fram í Nígeríu í dag. Nokkuð hefur borið á hryðjuverkum, en þrjár sprengjur hafa verið sprengdar undanfarinn sólarhring, sú síðasta við talningarstað í norðausturhluta landsins. Tölur um mannfall eru á reiki en ljóst er að minnst tugir hafa látið lífið eða særst.
Þjóðaratkvæðagreiðsla var haldin á Íslandi í dag. Nokkuð hefur borið á stríðni og prakkaraskap, og hatrammur áróður hefur heyrst úr ýmsum áttum. Flestir hafa þó sem betur fer haldið sig við málefnalega umræðu eða beitt fyrir sig húmor og léttleika í áróðursskyni. Engar fregnir hafa borist af beinum átökum.
Að mínu mati er hollt fyrir okkur Íslendinga að staldra við og skoða aðeins þessar hliðstæður. Hugtakið í fyrirsögn þessarar greinar hefur líklega aðra merkingu í Nígeríu en það gerir hér. Bestu kveðjur til kjörstjórna um land allt, án ykkar starfs á kjördag væri sjálf kosningabaráttan tilgangslaus.
![]() |
Sprengingar í Nígeríu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Kosningakaffi og kosningavaka NEI-hreyfingar
9.4.2011 | 14:24
Til hamingju mín kæra þjóð, dagurinn er ykkar. Ég hvet alla sem vettlingi geta valdið að nýta kosningarétt sinn, en læt þar við sitja í kosningaáróðri að svo stöddu. :)
Ég ber gríðarlegt þakklæti í brjósti til þeirra fjölmörgu sem lagt hafa hönd á plóginn. Það hefur verið hreint ótrúlegt að taka þátt í þessari baráttu og finna fyrir því hversu margir eru boðnir og búnir að hjálpa góðum málstað.
Samstaða þjóðar gegn IceSave (Kjósum.is) og Advice bjóða upp á kosningakaffi á Amokka í Borgartúni til kl. 18:00 í dag. Þar verður starfrækt óformleg kosningamiðstöð og eru allir velkomnir. Fyrstu tölur eru væntanlegar um ellefuleytið í kvöld, en kl. 22:00 hefst sameiginleg kosningavaka nei-hreyfinganna á skemmtistaðnum Esju í Austurstræti. Kaldhæðni örlaganna réð því að við fengum inni á hæðinni fyrir neðan skilanefnd Landsbankans og skáhallt á móti höfuðstöðvunum þar sem IceSave var búið til.
Áfram Ísland !
![]() |
Kjörstjórnir á kosningavakt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
IceSave | Breytt s.d. kl. 14:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Afhverju NEI? - fleiri viðtalsbútar
9.4.2011 | 01:26
Ef einhver skortur skyldi hafa verið á ástæðum til að hafna IceSave þá er hér gert ágætlega grein fyrir einni í tengdri frétt: stærsta eign skilanefndarinnar er þegar öllu er er á botnin hvolft, ekkert svo afskaplega traust eign.
Hér má sjá Íslendinga úr ýmsum áttum gera grein fyrir atkvæði sínu í komandi þjóðaratkvæðagreiðslu um IceSave. Fleiri myndbönd hér: Kjósum!
Ásmundur Einar Daðason:
Kristján Jóhann Matthíasson:
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir:
Hákon Einar Júlíusson:
Björg Sigurðardóttir:
Þórarinn Einarsson:
Viktor Vigfússon:
Tholly Rosmunds:
Munið að nota tækifærið á morgun og sýna umheiminum að það er ekki lögmál að almenningur borgi brúsann fyrir hrakfarir hins svokallaða bankakerfis.
![]() |
Gæti þurft að endurreikna allt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
IceSave | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sumir segja hvorki NEI eða já
9.4.2011 | 01:20
Bergur Ebbi Benediktsson flutti uppistand í gær um IceSave (sjá myndband hér). Hann komst að þeirri niðurstöðu að vegna óvissunnar sem umlykur málið vantaði einfaldlega þriðja valmöguleikann á kjörseðilinn: Ha?
Jóhanna Sveinsdóttir á RÚV ætlar að segja kannski, því hún vill hvorki það sem hún kallar byssukúlu í hnakkann eða snöru um hálsinn.
Bæði þessi innlegg finnst mér afskaplega skemmtileg, burtséð frá persónulegri afstöðu til málefnisins.
En að öllu gamni slepptu óska ég kjósendum ánægjulegs kjördags.
![]() |
72% segja nei við Icesave |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
IceSave | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
IceSave deilan hófst svona 8. október 2008
8.4.2011 | 21:44
Hér má sjá upprifjun frá þeim örlagaríka degi 8. október 2008, þegar bresk stjórnvöld ákváðu að fara í hart gegn Íslandi.
"Dómstólar eru ein af mörgum leiðum fyrir siðmenntuð samfélög til að útkljá ágreining" - Geir H. Haarde
Rétt er að staldra aðeins við og velta fyrir sér þessum sögulegu ummælum þáverandi forsætisráðherra. Í máli Gordon Brown og Alistair Darling tjá þeir hinsvegar fyrirætlan sína að koma fram af fullri hörku við Íslendinga, frysta eignir okkar og siga Alþjóðagjaldeyrissjóðnum á okkur.
![]() |
Berjist gegn óréttlætinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
IceSave | Breytt s.d. kl. 21:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þjóðarátak: Áfram! IceSave
7.4.2011 | 09:00
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 04:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ríkisstjórn í kröppum dansi á hálum ís
6.4.2011 | 22:03
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 22:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Afhverju JÁ? - Jón Gnarr segir það
6.4.2011 | 20:49
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 20:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Afhverju NEI? - Viðtalsbútar
6.4.2011 | 19:33
IceSave | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Brennum IceSave upp til agna
6.4.2011 | 18:05
IceSave | Breytt s.d. kl. 18:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Afhverju NEI? - fyrir byrjendur
6.4.2011 | 08:00
IceSave | Breytt s.d. kl. 16:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Afhverju NEI? - 5. hluti
6.4.2011 | 04:10
IceSave | Breytt s.d. kl. 04:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Flestir líklega kosið NEI
6.4.2011 | 04:06
IceSave | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Afhverju NEI? - 4. hluti
6.4.2011 | 02:53
IceSave | Breytt s.d. kl. 03:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Matsfyrirtæki hafa viðurkennt gagnleysi sitt
6.4.2011 | 01:34