Flestir líklega kosið NEI

Á sjöunda þúsund manns hafa nú þegar greitt atkvæði utan kjörfundar um ríkisábyrgð vegna IceSave-III. Þetta eru meira en tvöfalt fleiri en höfðu kosið á sama tíma fyrir síðustu IceSave kosningar. Ef eitthvað er að marka þessa vísbendingu er útlit fyrir góða kjörsókn. Vísbendingar eru einnig uppi um að flestir muni kjósa NEI:

 
Hér eru niðurstöður spálíkans sem byggir á þessari þróun:
IceSave-III kannanir Bylgjunnar með spá

Takið eftir að spálíkanið bendir til þess að niðurstaðan verði allt að 65% NEI!


mbl.is Margir hafa kosið um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Það yrði skandall ef NEI-ið yrði undir 80%.

Magnús Sigurðsson, 6.4.2011 kl. 06:05

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður greint frá niðurstöðum skoðanakönnunar sem fréttastofan hefur látið gera. Það verður spennandi að sjá stöðuna.

Guðmundur Ásgeirsson, 6.4.2011 kl. 17:37

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Könnun MMR fyrir Stöð 2 segir 57% NEI!

Guðmundur Ásgeirsson, 6.4.2011 kl. 20:44

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Trendið hjá Bylgjunni er ennþá upp fyrir NEI-ið.

Í dag komu nýjar niðurstöður sem styðja spá mína frá í gærkvöldi: NEI 65%, JÁ 27% og óákveðnir 8%. Athygli vekur hve óákveðnum fækkar jafnt og þétt, og virðist keppni milli fylkinga snúast mest um það núna.

Guðmundur Ásgeirsson, 7.4.2011 kl. 03:53

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Við óákveðna kjósendur vil ég segja: ef það stefnir í að lögunum verði hafnað á annað borð, þá sendir það sterkari skilaboð til umheimsins ef það er gert með afgerandi hætti. Þetta er ekki bara venjulegt innanríkismál heldur fordæmisgefandi fyrir alla Evrópu og jafnvel víðar.

Guðmundur Ásgeirsson, 7.4.2011 kl. 03:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband