Afhverju NEI? - fyrir byrjendur

Skemmtileg teiknimynd sem útskýrir IceSave-málið á einfaldaðan hátt:

Bestu þakkir fá:

Handrit og samsetning: Viðar Freyr Guðmundsson
Teikningar: Kjartan Daníel Haraldsson
Raddir: Jóhann Ingvi Axelsson

Nýtið tækifærið 9. apríl og segið NEI við ríkisvæðingu einkaskulda. 


mbl.is Aukning um 13 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Hvernig sem já-sinnar eða nei-sinnar velta Icesavemálinum fyrir sér og ræða „dómstólaleiðina“ eða aðra mögulega niðurstöðu þessa máls þá er í raun aðeins ein leið til að meta það.

Hver sá sem ætlar að kjósa ætti að setja sig í spor þess sem málið snýst um. Það er hinn venjulegi sparifjáreigandi.

Allir sen setja fé á bankareikning ætlast til þess að peningarnir séu til staðar þegar þeim hentar að taka féð út aftur. Bankar verða að vera öruggar stofnanir, jafnvel þótt þeir hafi verið einkavinavæddir.

Þetta er svo augljóst að það ætti varla að þurfa að benda á þetta - en í öllum látunum kringum þetta mál þá er eins og að sumir hafi gleymt þessari grundvallarreglu.

Í samstarfi okkar við aðrar Evrópuþjóðir á mörgum sviðum þá gilda reglur sem banna mismunun eftir þjóðerni eða búsetu. Banki má ekki mismuna Englendingi sem býr í Reykjavík og geymir sitt sparifé í útibúi bankans í Reykjavík gagnvart Englendingi sem býr í London og geymir sitt fé í útibúi sama banka í London. Sama gildir um Íslendinga sem búa á Íslandi eða í Englandi. Allir innistæðueigendurnir skulu eiga sömu réttindi og sofa því sælir í sínum heimabæ.

Þetta er grundvallarreglan í Icesavemálinu. Nú er ljóst að neiti Íslendingar að ganga frá málinu með fyrirliggjandi samningi þá eru þeir að segja að þessi regla sé ekki í gildi. Það má mismuna.

Sömu aðilar virðast aðallega byggja afstöðu sína á því að það sé verið að kúga þá til að borga „ólögvarðar einkaskuldir óreiðumanna“. Jafnaðarreglan sem samskipti Íslendinga við aðildarþjóðir EES-samningsins byggðist á er skyndilega orðin „kúgun“ (fyrrum nýlendukúgara, útlendinga etc.).

Íslenskt innistæðutryggingakerfi brást, bæði gangvart íslenskum innistæðueigendum á Íslandi og innistæðueigendum Landsbankans erlendis. Íslenska ríkið hljóp undir bagga og tryggði innistæður hér heima. Og nú er búið að semja um að íslenska standi með sama hætti að baki tryggingasjóðnum gagnvart erlendum innistæðueigendum. Sem betur fer þá duga eiginir þrotabús Landsbankans næstum fyrir allri greiðslunni.

Segjum já!

Hjálmtýr V Heiðdal, 6.4.2011 kl. 09:53

2 Smámynd: Sigurður Helgason

Hjálmtýr ertu bjáni ?????????

Á ég að borga, af því að einhver átti peninga inn á banka sem fór á hausinn ????

NEI

Sigurður Helgason, 6.4.2011 kl. 10:02

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

 Málið snýst um að bankakerfi vestursins eru ræningjastofnanir sem ekki eiga tilverurétt. Bankastofnanir ljúga, ræna, svíkja og blekkja heiðarlegt fólk sem er skyldað til að setja afrakstur erfiðis síns sem eru laun inn í þessa svikulu ræningjabanka! Þessa þróun verður að stoppa til að almenningur í hinum vestræna heimi eigi einhverja von! Þetta snýst ekki bara um almenning á Íslandi!

 Stöndum með heiðarlegum almenningi í vestrænum ríkjum og segjum nei við bankaráns-vafningum misviturra auðjöfra! Ég ætla ekki að styðja auðjöfra, stjórnmálasvikara og bankaræningjana með því að gangast við þeirra skuld og afbrotum gagnvart heiðarlegum almenningi! Þetta er mitt sjónarmið eftir skrautreið hvítflibba-stjórnmálamannanna í dagblöðum landsins sem kostuð eru af skattpeningum heiðarlegs fólks! Þar sá ég hvað stóð á bak við jáið! Þessar skrautfjaðrir dagblaðanna eiga það flest sameiginlegt að vera með rekstur í öðrum löndum og heimsálfum. Svei þessu fólki sem borgar ekki einu sinni skatt af sínum fyrirtækjum á Íslandi!

 M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 6.4.2011 kl. 17:05

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hver sá sem ætlar að kjósa ætti að setja sig í spor þess sem málið snýst um. Það er hinn venjulegi sparifjáreigandi.

Nei, það er hinn venjulegi skattgreiðandi. Afhverju á hann að greiða erlendum sparifjáreigendum bætur fyrir tjón sem einkafyrirtæki olli?

Allir sem setja fé á bankareikning ætlast til þess að peningarnir séu til staðar þegar þeim hentar að taka féð út aftur. Bankar verða að vera öruggar stofnanir, jafnvel þótt þeir hafi verið einkavinavæddir

Samkvæmt þessum rökum var Landsbankinn ekki örugg stofnun. En hann var ekkert öðruvísi en aðrir bankar hvað það varðar. Núna er írsku bankarnir til dæmis ALLIR á hausnum og það lendir ALLT í hausnum á skattgreiðendum vegna þess að stjórnamálamenn voru búnir að taka ákvörðun um ríkisábyrð. Ég er sammála því að Landsbankinn hafi alveg eins og allir aðrir bankar sem stunda það að búa til peninga úr engu nema skuldum, verið rekinn með glæpsamlegum hætti. Það eru þeir sem stálu peningunum sem eiga að endurgreiða þá, ekki ég og börnin mín. Þetta á líka við um ríkisvæðingu taprekstrar bankakerfisins í öðrum löndum.

Hvað segirðu voru peningarnir ekki öruggir í bankanum? Til hvers höfum við þá banka? Hvers vegna erum við að treysta þeim fyrir peningunum okkar ef þeir eru ekki öruggir? Innstæðutryggingakerfi fyrir banka er eins og tryggingafélag sem kaupir tryggingu fyrir tapi hjá öðru trygingafélagi. Ef stóráfall ríður yfir sem skapar bótskyldu verða bæði félögin einfaldlega gjaldþrota, og ryggingin er þar af leiðandi gagnslaus. Ég bjó ekki til ónýtt kerfi sem virkar svona illa og ég vil ekki hafa svona kerfi sem virkar svona illa. Þess vegna vil ég ekki eyða peningum í að festa það enn frekar í sessi.

Guðmundur Ásgeirsson, 6.4.2011 kl. 17:22

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Enn einu sinni tvíbirtist þessi færsla fyrir mistök. Ég eyddi hinu eintakinu, en þar hafði eins athugasemd verið skrifuð. Vegna þess að ég hef fyrir reglu að eyða ekki athugasemdum þá endurbirti ég hana hér:

1 Smámynd: Dagný Dagný, 6.4.2011 kl. 09:19

Flott teiknimynd og auðsær sannleikur. Dreifi þessu til vinanna

Guðmundur Ásgeirsson, 6.4.2011 kl. 17:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband