Tvímælalaust: NEI við IceSave

Í þessu atriði úr þættinum Tvímælalaust, sem hefur farið eins og eldur í sinu um netheima, útskýra þeir félagar Pétur Jóhann Sigfússon, Þorsteinn Gunnarsson og Karl Berndsen í frekar einföldu en auðskiljanlegu máli afstöðu sína til IceSave.

 

Hér er svo hægt að horfa á Jón Helga Egilsson í Silfri Egils.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Þetta er ekki flókið, en alveg skothelt.

Magnús Sigurðsson, 1.4.2011 kl. 06:42

2 identicon

Grínið er ágætt en þetta er bara grín. Alvara lífsins er:

Ef Icesave-samningnum er hafnað má búast við að lánshæfiseinkunn Íslands fari í ruslflokk og þá hækkar fjármögnunarkostnaður opinberra aðila um tugi milljarða króna, segir Tryggvi Þór Herbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag.

Tryggvi Þór bendir á að samanlagðar skuldir hins opinbera, Landsvirkjunar og Orkuveitu Reykjavíkur séu um 1.350 milljarðar króna. Endurfjármagna þurfi hluta þessara skulda og stofna til nýrra vegna nýrra framkvæmda.

Verði Icesave hafnað og lánshæfismatseinkunn ríkisins fari í ruslflokk, eins og matsfyrirtækið Moody's hefur gefið til kynna, er "líklegast að fjármögnunarkostnaður verði 27-43 milljörðum hærri á ári vegna lélegra lánshæfismats sem gefur 135 til 216 milljarða á fimm árum," segir Tryggvi Þór í grein sinni.

Hann miðar þar við að vextir verði um 2 til 3,2 prósentum hærri fari skuldirnar í ruslflokk. Þennan kost ber Tryggvi saman við líklegan kostnað af því að samþykkja Icesave, sem hann gerir ráð fyrir að verði 47 milljarðar króna. "Þetta er hið ískalda hagsmunamat," segir Tryggvi Þór. - gb

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 1.4.2011 kl. 08:44

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hrafn, vissirðu að Ísland er nú þegar í ruslflokki hjá a.m.k. einu matsfyrirtæki, og það hefur ekkert með IceSave að gera heldur að hér lítur út fyrir að stjórnvöld séu að vaða reyk á meðan allt er í skralli.

Hér er gáta handa þér: veistu hver lánshæfiseinkunnin er hjá hinum tveimur? Veistu hver hún þarf að vera til að fá þau lán sem vísað er til að þurfi að taka? Veistu hvaða lán það eru? (Mér þætti sjálfum gaman að vita.)

Eina dæmið sem hefur hingað til verið nefnt um lán sem tengist lánshæfismati er frá EIB til Landsvirkjunar. Veistu hver lánshæfiseinkunn þarf að vera svo skilyrði þess séu uppfyllt?

Og spurning sem hefur hingað til aðeins verið svarað með ærandi þögn: Hvernig felst lausnin við afleiðingum óhóflegrar lántöku, í aukinni lántöku?

Ég segi ef við fáum ekki erlent lánsfé: fínt! Skuldir okkar í erlendum gjaldmiðlum hækka ekki á meðan. Það er heilbrigð skynsemi.

Og Tryggvi Þór, með fullri virðingu en af verkunum skulum við dæma þá. Maðurinn setti Íslandsmet í taprekstri meðalstórra fjármálafyrirtækja árin 2007-2008 hjá Askar Capital og þegar það var farið á hliðina gerðist hann efnahagsráðgjafi forsætisráðherra. Árangurinn af þeim ráðgjafarstörfum ætti flestum að vera kunnur. Tveimur árum áður hafði hann skrifað skýrslu sem virðist eftir á að hyggja vera prýðileg heimild um hópgeðrof íslenskrar fjármálastéttar árin fyrir hrun. Þar áður skrifaði hann skýrslu þar sem því var haldið fram að sama verð á öllum bensínstöðvum væri ekki afsprengi ólöglegs verðsamráðs, því markðsverð væri einfaldlega það sama fyrir öll félögin. Enda kom á daginn að þetta markaðsverð var ákveðið af þeim öllum sameiginlega, svo Tryggvi hafði á vissan hátt rétt fyrir sér en samt í meginatriðum rangt fyrir sér.

Ég skal segja þér hvað er öruggt veðmál: hlusta á hvað Tryggvi segir og gera svo hið gagnstæða.

Og já, ég átti eftir að afgreiða matsfyrirtækin: Forstjórar þeirra báru vitni fyrir bandarískri þingnefnd haustið 2008 og afneituðu þrisvar ábyrgð á verkum sínum. Þeir sögðu lánshfismatsskýrslur aðeins vera geðþóttaálit þeirra sem þæra gera, og enginn ábyrgur einstaklingur ætti að styðjast við það þegar teknar eru ákvarðanir um fjárfestingar.

Komdu með eitthvað haldbært, sem stenst rök og heilbrigða skynsemi, eða hefur í það minnsta innra samræmi. Eins og hér er útlistað þá uppfylla það skilyrði hvorki Moody's, Fitch, S&P né efnahagsráðgjafinn sem orðinn er þingmaður. Og það gerir Seðlabankinn ekki heldur (segir hann sjálfur).

Guðmundur Ásgeirsson, 1.4.2011 kl. 22:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband