Í tilefni dagsins - 4. hluti: ársreikningur NBI

Þó það sé tæknilega ekki lengur 1. apríl þá er dagurinn ekki alveg búinn fyrr enn maður fer að sofa.

Nýi Landsbankinn sendi frá sér afkomutilkynningu ársins 2010 og ársreikning í dag. Það var kannski táknrænt að þessi furðulegi efnahagsreikningur sem allavega þessa stundina er álitinn rekstrarhæfur banki, skuli senda frá sér þessar upplýsingar í dag, föstudaginn 1. apríl 2011. Vonandi er ársreikningurinn ekki jafn falskur og öll hin aprílgöbbin í dag.

Ég er ekki búinn að kryfja rekstrarniðurstöðrnar sérstaklega en bæti kannski meiru við smám saman hér um það. Bankinn skilar myndarlegum hagnaði eins og hinir tveir, 27,2 ma.kr. eða rétt rúmlega sá vaxtakostnaður sem myndi gjaldfalla við undirritun IceSave samninga á þessu ári. Ætli upphæðin sé eitthvað meira en tilviljun?

Einnig vekur athygli að sveiflur í verðmati, bæði vegna gengisdóma og bjartsýnni endurheimtuhorfum, eru umtalsverðar. Getur verið að hagnaðurinn sé eintóm froða sem er búin til með því að breyta matsreglum? Íslandsbanki hagnaðist um álíka upphæð og helmingur hennar var tilkomin vegna slíkra bókhaldsfimleika.

Einnig er rétt að benda á að hækkað eignamat jafngildir hækkun endurheimtumats skilanefndar gamla bankans vegna IceSave. Þetta hangir allt saman eins og ég hef áður lýst, um naflastreng frá IceSave inn í hjartað á íslensku atvinnulífi.

Meira um um þetta síðar. Miklu meira!


mbl.is 27,2 milljarða hagnaður Landsbanka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband