Ekki háð niðurstöðu IceSave kosninga

Seðlabanki Íslands hefur gefið út áætlun um afnám gjaldeyrishafta, sem var kynnt á blaðamannafundi í beinni útsendingu frá efnahags- og viðskiptaráðuneytinu í dag. Meðal athyglisverðra atriða sem þar komu fram:

Aðspurður sagði Árni Páll viðskiptaráðherra að yfirlýsing stjórnvalda um að innstæðum verði forðað frá tjóni á kostnað ríkissjóðs muni standa þar til ný lög um innstæðutryggingar hafi verið afgreidd frá Alþingi, en þau eru nú á leið til þriðju umræðu og í breytingatillögum viðskiptanefndar er gert ráð fyrir að þau taki gildi 1. júní næstkomandi. Þetta er mikilvægt atriði til að hafa í huga fyrir innstæðueigendur og búast má við að áætlunin um afnám hafta taki mið af þessu.

Seðlabankastjóri sagði að til greina komi að skattleggja gjaldeyrisútflæði vegna innstreymis á aflandskrónum. Þetta er ekki svo ósvipað því í reynd að hafa tvöfalt gengi, svipað og Lilja Mósesdóttir lagði nýlega til að yrði gert með innköllun á krónum í umferð gegn útgáfu á nýjum gjaldmiðli á mismunandi gengi eftir því hver uppruni peninganna er. Athyglisvert verður að sjá hvernig stjórnvöld munu útskýra hvernig þetta er samt ekki áhyggjuefni vegna möguleika á málshöfðun fyrir mismunun á grundvelli EES, miðað við allan hræðsluáróðurinn sem snýst um það sama í hinu málinu, þið vitið...

Már sagði reyndar framkvæmd áætlunar um afnám hafta ekki háða niðurstöðu IceSave. Formaðurinn lét þess hinsvegar getið að þetta gilti, að því marki sem ríkið væri fært um að fjármagna sig með erlendri lántöku. Athygli mína vakti að þarna virtist vera samhengi milli 2. áfanga í afnámi hafta og aukinnar skuldsetningar ríkissjóðs. Í næstu setningu á undan eða eftir minntist hann svo á gjaldeyrisforðann sem við erum með í láni hjá AGS og hefur verið marglofað að verði ekki undir nokkrum kringumstæðum hreyfður, heldur eigi aðeins að vera til sýnis. Getur verið að þetta sé dulmál yfir að hugsanlega muni AGS-forðanum verða eytt í friðþægingu aflandsspákaupmanna? Einnig kom fram að aflandskrónurnar sem um ræðir nemi 460 milljörðum króna. Þetta þætti mér afskaplega vænt um að yrði útskýrt betur!

Úr þessu má líka lesa milli línanna þá óbeinu hótun að ef IceSave verði fellt í þjóðaratkvæðagreiðslu muni lánshæfismatið versna, fjármögnun verða erfiðari, og allt fara á hliðina. Þetta eru kunnugleg rök, og borgunarsinnar keppast nú um að hengja málflutning sinn á þennan snaga, sem er þó byrjaður að kikna allverulega eins og kom fram nú í vikunni þegar lán til Búðarhálsvirkjunar voru afgreidd frá norrænu og evrópsku fjárfestingarbönkunum, þrátt fyrir óleyst IceSave mál.

Það hefur enn ekki verið útskýrt hvernig það getur verið skynsamlegt að fjármagna endurreisn eftir skuldakreppu með endurtekinni skuldaaukningu þjóðarinnar. Það hefur heldur ekki verið útskýrt hvernig stóraukin áhættuskuldbinding eigi að geta haft jákvæð áhrif á lánshæfi. Bæði þessi atriði stangast hreinlega á við það sem heilbrigð skynsemi segir manni. En skynsemi hefur reyndar afskaplega lítið að segja þegar lánshæfismatsfyrirtæki eru annars vegar. Ef málið er skoðað ofan í kjölinn kemur bersýnilega í ljós að eina skynsemin er að forðast að taka mark á lánshæfismati. Fyrirtækin sem gefa matið út ráðleggja manni þetta meira að segja sjálf!

Nánar um lánshæfismat

Gagnsleysi lánshæfimatsfyrirtækja kemur best fram í því að alveg fram undir hrunið kepptust þau við að gefa íslensku bönkunum hæstu mögulegu einkunn. Þau fullyrtu með öðrum orðum að það væri nánast útilokað að bankarnir myndu fara á hausinn. Getur verið að þær skýrslur hafi verið pantaðar af íslensku bönkunum sjálfum? Ég veit ekki, en eitthvað svipað virðist hafa verið uppi á teningnum með aðrar þekktar svikamyllur eins og t.d. Enron.

Fjármálakrísuna í Bandaríkjunum sem byrjaði haustið 2007 og náði hámarki haustið 2008, má að stóru leyti rekja til þess að umrædd matsfyrirtæki gáfu hæstu einkunn fyrir skuldabréfavafninga úr svokölluðum "undirmálslánum" og allskonar rusli sem voru svo seld út um allan heim sem "skotheld fjárfesting". Haustið 2008 kallaði eftirlitsnefnd bandaríska þingsins á sinn fund alla forstjóra matsfyrirtækjanna þriggja, Moody's, Fitch og Standard & Poor's, sem hafa markaðsráðandi stöðu en þau deila með sér 94% markaðshlutdeild (cartel).

Við vitnaleiðslur voru forstjórarnir meðal annars spurðir út í ábyrgð sína á afleiðingum þess að fyrirtækin hefðu gefið svo villandi upplýsingar um undirmálsvafningana. Skemmst er frá því að segja að forstjórarnir afneituðu samtals þrisvar allri ábyrgð á afleiðingum gjörða sinna og þeirra fyrirtækja sem þeir stýra. Eins lesa má í handriti þingnefndarinnar lögðu þeir sérstaka áherslu á að lánshæfismat væri aðeins álit starfsmanna þeirra en fæli ekki í sér neina ráðgjöf um fjárfestingar eða ábyrgð á slíku:

  1. Deven Sharma, Standard & Poor's Credit Rating (bls. 142): "S&P’s ratings express our opinion about the ability of companies to repay their debt obligations, but they do not speak to the market value for the security, the volatility of its price, or its suitability as an investment."
  2. Raymond McDaniel, Moody's Corporation (bls. 174): "...they become more reliant on rating opinions - and they are just opinions"
  3. Stephen Joynt, Fitch Ratings (bls. 185): "I think we’re emphasizing the fact that our ratings are opinions... it’s better that we disclose the fact that they are opinions as clear as we can."

Loks er afar upplýsandi að skoða opinbera notkunarskilmála um lánshæfismat eins og þeir eru birtir á vefsíðum fyrirtækjanna sjálfra:

Moody's: "The credit ratings and financial reporting analysis observations, if any, constituting part of the information contained herein are, and must be construed solely as, statements of opinion and not statements of fact or recommendations to purchase, sell or hold any securities. No warranty, express or implied, as to the accuracy, timeliness, completeness, merchantability or fitness for any particular purpose of any such rating or other opinion or information is given or made by Moody’s in any form or manner whatsoever."

Mannamál: Lánshæfismatið er aðeins ábyrgðarlaust álit eins aðila.

Standard & Poor's: "The ratings and credit related analyses of Standard & Poor's... are statements of opinion as of the date they are expressed and not statements of fact or recommendations to purchase, hold, or sell any securities or make any investment decisions. Users of the information provided through this Web Site should not rely on any of it in making any investment decision. Standard & Poor's opinions and analyses do not address the suitability of any security. Standard & Poor's does not act as a fiduciary or an investment advisor. While Standard & Poor's has obtained information from sources it believes to be reliable, Standard & Poor's does not perform an audit and undertakes no duty of due diligence or independent verification of any information it receives. Standard & Poor's keeps certain activities of its business units separate from each other in order to preserve the independence and objectivity of each of these activities. As a result, certain business units of Standard & Poor's may have information that is not available to other Standard & Poor's business units. Standard & Poor's has established policies and procedures to maintain the confidentiality of certain non-public information received in connection with each analytical process."

Mannamál: Ábyrgðarlaust álit frá aðila sem ræður manni sjálfur frá því að byggja ákvarðanatöku á áliti sínu, og framkvæmir sjálfur enga óháða athugun á þeim upplýsingum sem unnið er með. Starfsemin er svo kirfilega hólfuð niður að ekki er víst að matsskýrsla byggi á öllum fyrirliggjandi upplýsingum, auk þess sem sumar þeirra kunna að vera leyndarmál.

Fitch Ratings: "Each user of this website acknowledges that a Fitch rating is an opinion as to the creditworthiness of a security... ratings are the collective work product of Fitch and no individual, or group of individuals, is solely responsible for a rating. The rating does not address the risk of loss due to risks other than credit risk, unless such risk is specifically mentioned. ... A report providing a Fitch rating is neither a prospectus nor a substitute for the information assembled, verified and presented to investors by the issuer and its agents in connection with the sale of the securities. Ratings may be changed or withdrawn at anytime for any reason in the sole discretion of Fitch. Fitch does not provide investment advice of any sort. In issuing and/or maintaining a rating, Fitch is not making any recommendation or suggestion, directly or indirectly to you, or any other person, to buy, sell, make or hold any investment, loan or security or to undertake any investment strategy with respect to any investment, loan or security of any issuer... Any person or entity who uses a rating does so entirely at his, her or its own risk."

Mannamál: Lánshæfismat er aðeins álit eins aðila sem getur þar að auki breyst hvenær sem er eftir geðþótta viðkomandi. Fitch gefur sig ekki út fyrir að veita ráðgjöf um fjárfestingar, og hver sá sem treystir á upplýsingar um lánshæfismat gerir það af fullkomnu ábyrgðarleysi.

P.S. Síðast þegar ég las svona varfærnislega ábyrgðarfirringarskilmála voru þeir á flugeldatertu. En hún var líka beinlínis hönnuð til að brenna upp og springa, og vera hættuleg á fjölmarga mismunandi vegu.


mbl.is Höft til 2015
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

"Már sagði reyndar framkvæmd áætlunar um afnám hafta ekki háða niðurstöðu IceSave." "Mannvitsbrekkan" og hinn annálaði hugsuður Árni Páll Árnason segir hins vegar kokhraustur að lausn Icesave geti skekkt málið allt!!!!

Markmiðið með þessari tilkynningu er ekkert annað en það, að auka enn á hræðsluáróðurinn og ringulreiðina meðal almennings og er hreint með ólíkindum hve herferð ríkisstjórnarinar virðist renna eins og ræpa gegnum alla fjölmiðla þessa dagana. Íslensk frétta og blaðamannastétt er orðin að skeinipappír stjórnvalda og almenningur klóarar sér bara í hausnum eins og lúsugir forfeður þeirra, undir oki erlends valds og yfirgangs, sem kryddaður er með undirlægjuhætti og aumingjaskap stjórnvalda. Hin "tæra vinstri stjórn", "skjaldborg heimilanna", boðberi gegnsæis og upplýstrar umræðu......og ég veit ekki hvað, sýnir enn og aftur að fyrir utan það eitt að vilja halda völdum, skal aumingjavæðing Íslands vera það eina sem hún hefur á stefnuskrá sinni..

UTANÞINGSSTJÓRN STRAX!

Engum flokki á Alþingi er lengur treystandi til endurreisnar Íslandi!

Halldór Egill Guðnason, 25.3.2011 kl. 23:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband