Glitnisdagur í viðskiptafréttum mbl.is ?

Þegar þetta er skrifað hafa það sem af er degi birst ellefu fréttir sem mbl.is flokkar undir "viðskipti" og sex þeirra fjalla um Glitni, sem er meira en helmingur. Þess má geta að fréttir af IceSave eru allar flokkaðar undir "innlent" þó vissulega tengist það viðskiptum líka. Tilefni þessarar miklu umfjöllunar um Glitni er auðvitað upplýsingaleki um niðurstöður óháðrar rannsóknar á Glitni og endurskoðun bankans. Vissulega verðskuldar slíkt mál talsverða umfjöllun en það vakti athygli mína að svo virðist sem ritstjórn mbl eyði talsvert meira púðri í Glitni en t.d. niðurstöður sambærilegrar rannsóknar á Landsbankanum. Hmmm......

mbl.is Lenging lána í stað eðlilegra afskrifta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég horfði á fréttatíma beggja fréttastöðvanna í kvöld, ætlunin var að fylgjast með framvindu Wikileaks, og yfirheyrslu Allsherjarnefndar yfir forstjórum Visa og Eurocard á Íslandi, það kom ekki stafkrókur um þetta í fréttum sjónvarpsstöðvanna í kvöld..............

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 11.12.2010 kl. 00:27

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það er allt að drukkna í IceSave.

RÚV var reyndar með fína umfjöllun um Landsbankann.

Guðmundur Ásgeirsson, 11.12.2010 kl. 01:55

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Af hverju er þessi skýrsla ekki opinber?  Átti kannski að stinga henni undir stól? Þurfti yfirleytt að leka henni?  Pukrið er orðið verra en nokkru sinni áður.

Varðandi valkvæma blaðamennsku, þá hef ég tekið eftir því að Mbl hefur ekki birt stafkrók um uppljóstranir Wikileaks, en eru þó duglegri að segja frá persónulegum vandræðum Assange. Hollustan við kanann hefur ekki dofnað hér á bæ.

Jón Steinar Ragnarsson, 11.12.2010 kl. 16:11

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Jón Steinar Ragnarsson, 11.12.2010 kl. 17:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband