Jólakveðja

Ágætu lesendur, um leið og ég óska ykkur gleðilegra hátíða, þá vil ég þakka fyrir samfylgdina og þann áhuga sem þið hafið sýnt með heimsóknum á síðuna, skrifum á athugasemdum og víðar. Í tilefni hátíðarinnar ætla ég að spara pólitíska eða fréttatengda umfjöllun á þessum degi og líta þess í stað yfir farinn veg.

Frá því að ég byrjaði að skrifa þetta blogg fyrir tæpum þremur árum hefur aðsóknin aukist jafnt og þétt, færslurnar eru orðnar yfir 600 talsins og reglulegir gestir fjölmargir. Núna heyrir það til undirtekninga ef fjöldi heimsókna fer undir þúsund á viku, og orðið nokkuð algengt að lenda ofarlega á vinsældalista blog.is án þess að hafa þó verið sérstaklega að sækjast eftir slíkum vinsældum.

Núna á aðventunni hefur enn orðið aukning, sem endaði með því að í gær náði bofsið sínu efsta sæti á þeim lista frá upphafi svo ég viti, sem sést á meðfylgjandi skjámynd. Þó maður sé alls ekki að þessu til að eltast við umferðarmælingar, þá er samt gaman að þessu. Auk þeirra sem hafa sýnt jákvæðar undirtektir þá vil ég ekki síst þakka þeim sem hafa skrifað athugasemdir um ólíka afstöðu til ýmissa mála, út úr því koma oft skemmtileg skoðanaskipti sem eru mikilvægur hluti af hráefninu í síðuna.

Gleðileg jól og farsælt ár. Með hækkandi sól og gleðitár.

 Vinsældalisti blog.is 23.12.2010


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband