Góð ráð gegn vefauglýsingum
10.12.2011 | 00:14
Hér eru leiðbeiningar fyrir þá sem vilja losna við auglýsingamennsku vefmiðla. Maður byrjar á því að ná sér í viðbót fyrir vafrann til að útiloka auglýsingar. Sú sem ég nota er Adblock Plus fyrir Firefox en fleiri slíkar viðbætur eru til fyrir ýmsa vafra.
Einfaldast er að ná í Adblock hér:
Það er einfalt að setja viðbótina upp með því að smella á stóra takkann þar sem stendur "Add to Firefox" og fylgja svo þeim leiðbeiningum þá birtast. Það þarf að smella nokkrum sinnum til að samþykkja uppsetninguna, og svo er líklega ráðlegt að endurræsa vafrann að uppsetningu lokinni.
Til að loka á auglýsingar er einfaldast að gerast áskrifandi að lokunarlista, sem einhver hefur tekið saman í þeim tilgangi að deila með fleirum. Þegar Adblock er sett upp í fyrsta skipti er manni boðið upp á nokkra slíka. EasyList og Fanboy eru ágætir valkostir. Hér er svo dæmi um einn slíkan sem lokar á bróðurpartinn af íslenskum vefauglýsingum og rekjurum.
Smelltu hérna til að gerast áskrifandi að íslenska lokunarlistanum.
Til að verjast erlendum auglýsingum og rekjurum enn betur má til dæmis benda á vefsvæði EasyList sem er hýstur hjá höfundum Adblock: http://easylist.adblockplus.org
Með því að smella á á hlekkinn Add EasyList to Adblock Plus útilokar maður rúmlega sextán þúsund auglýsingaslóðir. Þar er einnig boðið upp á Add EasyPrivacy to Adblock Plus sem útilokar slóðir rúmlega 3.500 rekjara. Síðarnefndi listinn er einnig fáanlegur fyrir Internet Explorer 9.
Annar slíkur listi er frá Fanboy:
Smella hér til að gerast áskrifandi: Add Fanboy List Adblock list to Firefox. Fanboy er einnig með rekjaralista: Add Fanboy Tracking list to Firefox og lista sem útilokar viðbætur frá samfélagsvefjum: Add Fanboy Annoyances List to Firefox. Tveir fyrrnefndu listarnir eru líka fáanlegir fyrir Internet Explorer 9: Fanboy Adblock list for Internet Explorer 9 og Fanboy Tracking list for Internet Explorer 9.
Áður en þú ákveður að loka fyrir auglýsingar á þínum uppáhalds vefmiðli eða einhverri síðu sem veitir þér virðisaukandi þjónustu, skaltu íhuga að auglýsingar eru oft stærsta tekjulind þeirra aðila sem halda úti slíkum rekstri. Hinsvegar geta verið lögmætar ástæður fyrir því að loka fyrir auglýsingar, til dæmis sparar það talsverða netumferð og vinnuálag á örgjörva og annan vélbúnað sem er fínt ef unnið er á kraftlítilli tölvu eða með hæga nettengingu. Eða bara vegna þess að þú vilt geta heimsótt vefsíður án þess að fá flogaveikiskast af auglýsingum sem blikka eins og jólatré.
![]() |
Vefpressan höfðar mál |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vefurinn | Breytt s.d. kl. 00:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Björgunarsjóður evrunnar á athugunarlista
6.12.2011 | 20:53
Það er ekki furða þó könnun sem birt var í Svíþjóð í dag sýni að 87,6% þarlenda vilji ekki aðild að evrusvæðinu. Þar er einfaldlega allt að springa í loft upp.
Í gær setti matsfyrirtækið S&P öll evruríkin í heild sinni á athugunarlista með neikvæðum horfum:
Svona voru viðbrögð leiðtoga Evrópu:
- Vilja auka aga á evrusvæðinu - mbl.is
- Samkomulagið svar við hótun S&P - mbl.is
- Juncker ræðst harkalega á S&P - fagnar tillögum Merkel og Sarkozys
- Einungis sáttmáli fyrir evrusvæðið? - mbl.is
En viðbrögð fjármálamarkaða urðu þversum:
- Misjöfn viðbrögð við niðurstöðum Merkel og Sarkozy-Asía og Evrópa lækka - Frétt - Evrópuvaktin
- Vísir - S&P veldur niðursveiflu á mörkuðum og gengisfalli evrunnar
- Lækkun í Evrópu - mbl.is
- Evrópa gæti dregið Asíu niður - mbl.is
- Lækkun í kjölfar viðvörunar - mbl.is
- Mat S&P skekur markaði - mbl.is
- Sáttmálabreytingar skapa óvissu | RÚV
Og jafnvel hörðustu rokktónlistarmönnum varð ekki um sel:
- Vísir - Metallica flýtir tónleikaferð af ótta við evrusvæðið
- Metallica óttast endalok evrusvæðisins - mbl.is
Bandaríska þungarokkhljómsveitin Metallica hefur ákveðið að flýta tónleikaferð sinni um Evrópu af ótta við að evrusvæðið kunni að liðast í sundur. Óttast hljómsveitin að ef til þess kæmi gæti það leitt til þess að erfitt gæti orðið fyrir hana að innheimta laun sín vegna tónleika í evruríkjunum.
Í dag barst svo enn ein fréttatilkynning:
Viðskiptablaðið - S&P skoðar neyðarsjóð ESB
- Björgunarsjóður evrusvæðisins h.f. settur á athugunarlista með neikvæðar horfur um langtímaeinkunn (AAA).
- Helmingslíkur á lækkun lánshæfiseinkunnar innan 90 daga.
- Tekur mið af því að öll ríkin 17 sem ábyrgjast sjóðinn voru í gær sett á athugunarlista með neikvæðar horfur.
- Óhagstætt heildarendurmat á lánshæfi evrusvæðisins gæti leitt til lækkunar EFSF um eitt til tvö þrep (AA+/AA).
- Endurskoðuð einkunn EFSF mun taka mið af lægstu einkunn meðal þeirra ríkja sem áður höfðu hæstu einkunn (AAA).
- Frakkland (AAA) gæti lækkað um allt að tvö þrep (AA).
Veðhæfi skuldabréfa með einkunn AA er umtalsvert minna en AAA. Í mörgum tegundum fjármálaviðskipta eru engin bréf gjaldgeng nema þau hafi hæstu einkunn. Björgunarsjóðurinn EFSF er ekkert annað en lítt dulbúin tilraun til að búa til vafning úr misjafnlega góðum eignum, með því markmiði að fá samt hæstu einkunn á heildarvafninginn, svo hægt sé að selja hann kröfuhörðum fjárfestum. Samskonar svikavafningar húsnæðislána hrundu fjármálakreppunni af stað í Bandaríkjunum 2007, eini munurinn er að nú eru það evrópskir ríkisskuldavafningar.
Hér má sjá yfirlit síðustu viku um áþreifanlegt eigið fé evrópskra banka:
Þarna eru þrír stærstu bankar Frakklands: Credit Agricole (sem fór hugsanlega á hausinn í kyrrþey um daginn) með aðeins 1,5%, BNP Paribas (einn stærsti banki heims) með 2,85%, og Société Générale (8. stærsti banki Evrópu) með 2,96%; allir meðal ellefu lægstu. Lánshæfiseinkunn BNP er AA en hinna tveggja A+ og þeir mega því ekki við neinum óvæntum uppákomum.
Með öðrum orðum: lánshæfiseinkunn Frakklands er myllusteinn evrunnar. Hér má glögglega sjá hvernig "ávinningur" af sameiginleigu myntinni er að engu orðinn:
En það er ekki aðeins evran sem er í hættu, heldur jafnvel lýðræðið sjálft:
Fréttaskýring: Stöðugleikasáttmáli á sterum - mbl.is
Í gær náðu [forseti Frakklands og kanslari Þýzkalands] samkomulagi um að aðildarríki evrusvæðisins innleiði ákvæði í stjórnarskrár sem kveði á um hámarkshalla í ríkisrekstri sem nemur 3% af landsframleiðslu.
Ákvörðunin var ekki tekin af ríkjunum sjálfum eða stjórnendum Evrópusambandsins, heldur af leiðtogum tveggja ríkja sem hafa aðeins lýðræðislegt umboð sinna eigin þegna til að taka slíkar ákvarðanir. Þegnar hinna evruríkjanna 15 hafa aldrei greitt Merkel eða Sarkozy atkvæði sín. Enda virðast þau ekki einu sinni ætla að bera ákvörðunina undir þjóðþing aðildarríkjanna, hvað þá kjósendur og ekki heldur sína eigin.
Eurozone To Avoid Any Popular Vote In Treaty Change | ZeroHedge
The Telegraph's Bruno Waterfield reports, "EU to avoid any votes - parliamentary or popular on treaty change - via obscure Lisbon Treaty 'passerelle' clause, Art. 126 (14) via protocol 12. "This decision does not require ratification at national level. This procedure could therefore lead to rapid and significant changes," says confidential Van Rompuy text.
Reynt hefur verið að boða þá falskenningu að með ESB-aðild fáist aukin völd innan þess sem einhvernveginn vegi upp það fullveldisafsal sem aðild hefur óhjákvæmilega í för með sér. Forvitnilegt væri að heyra skoðanir Spánverja, Finna, Hollendinga, og annara evruþjóða á þessari kenningu, á meðan stjórnarskrár þeirra eru endurskrifaðar á lokuðum einkafundum í París, Berlín eða Brüssel.
Þess er svo skemmst að minnast þegar George Papandreou forsætisráðherra Grikklands ætlaði að senda kröfur þríeykisins (ESB/ECB/IMF) um niðurskurð í ríkisfjármálum í þjóðaratkvæðagreiðslu. Hann var umsvifalaust settur af og einn af aðstoðarbankastjórum evrópska seðlabankans og meðlimur í þríhliðanefnd Rockefellers var skipaður slitastjóri í hans stað. Ekki leið á löngu áður en sami leikur var leikinn gegn Ítalíu og formaður evrópsku þríhliðanefndarinnar skipaður slitastjóri þar.
Í næstu skoðanakönnun um afstöðu til Evrópusamruna og upptöku evru ættu svarmöguleikarnir í raun að vera þessir:
Hvort viltu: a) möguleika á lýðræðislegri ákvarðanatöku í fullvalda ríki,
eða b) þegnskyldu í þýzkri hjáleigu undir járnhæl ríkiskanslara.
Veldu annaðhvort a) eða b). Schnell!
Engum þýzkum kanslara hefur tekist með fallbyssum og skriðdrekum, það sem Merkel virðist ætla að gera með skuldabréfum og pennastrikum.
![]() |
87,6% Svía vilja ekki evruna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 21:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Lýðræðisleg ákvarðanataka?
6.12.2011 | 12:37
Í gær náðu forseti Frakklands og kanslari Þýzkalands samkomulagi um að aðildarríki evrusvæðisins innleiði ákvæði í stjórnarskrár sem kveði á um hámarkshalla í ríkisrekstri sem nemur 3% af landsframleiðslu. Ákvörðunin var ekki tekin af ríkjunum sjálfum eða stjórnendum Evrópusambandsins, heldur af leiðtogum tveggja ríkja sem hafa aðeins lýðræðislegt umboð sinna eigin þegna til að taka slíkar ákvarðanir. Þegnar hinna evruríkjanna 15 hafa aldrei greitt Merkel eða Sarkozy atkvæði sín.
Reynt hefur verið að halda því fram að fari Ísland inn í ESB fengjum við aukin völd í þeim málum sem varða okkar hagsmuni innan ESB, og það myndi einhvernveginn vega upp þá skerðingu fullveldis sem aðildin hefði óhjákvæmilega í för með sér. Forvitnilegt væri að heyra skoðanir Spánverja, Finna, og annara evruþjóða á þessari kenningu, nú þegar lagt er á ráðin um endurritun stjórnarskráa þeirra á lokuðum einkafundum í París eða Berlín. Í þágu þýzkra ríkishagsmuna eins og segir í fréttinni, umfram franska hagsmuni og auðvitað enn lengra umfram hagsmuni hinna ríkjanna 15 sem áttu enga fulltrúa á umræddum einkafundi og eru ekki einu sinni nefnd á nafn í þessu samhengi.
Merkel virðist ætla að takast að gera með samningatækni og pennastrikum það sem þýzkir kanslarar fortíðarinnar hafa margoft reynt með vopnavaldi, að sölsa undir sig völdin á meginlandi Evrópu. Það á hinsvegar eftir að koma á daginn að herkostnaðurinn reynist óviðráðanlegur, eins og hefur alltaf verið rauninn í gegnum söguna. Það er dýrt að viðhalda heimsveldi og kostnaðurinn verður ekki greiddur nema með enn frekari útþenslu og landvinningum.
Í næstu skoðanakönnun um afstöðu Íslendinga til Evrópusamruna og upptöku evru ættu svarmöguleikarnir í raun að vera þessir:
Hvort viltu: a) möguleika á lýðræðislegri ákvarðanatöku í fullvalda ríki,
eða b) aðild að myntbandalagi undir járnhæl ríkiskanslara í þýzkri hjáleigu.
Veldu annaðhvort a) eða b).
Schnell!
![]() |
Stöðugleikasáttmáli á sterum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Euro Run
6.12.2011 | 01:08
Af vef evrópska seðlabankans:
Welcome to Euro Run!
Discover the world of the euro with Alex by running through all seven levels and collecting as many euro as you can. But beware, your time is limited! Each level corresponds to a different euro banknota. The game starts at the 5 level. Please note that you need to enable your browser to accept cookies.
- Download: Euro run (PC) [16.7 MB]

![]() |
Allt evrusvæðið á athugunarlista |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
ESB fagnar bráðum 10 ára afmæli Evrunnar
6.12.2011 | 00:40
1. janúar næstkomandi fagnar Evrópusambandið 10 ára afmæli evrunnar, það er að segja ef hún lifir svo lengi. Af því tilefni hefur verið gefið út meðfylgjandi myndband, sem ætti reyndar að vera með viðvörun fyrir klígjugjarna. Passið ykkur sérstaklega að fá ekki svima yfir peningaprentunaratriðinu:
![]() |
ESB fagnar niðurskurði á Ítalíu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 00:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fasismi í uppsiglingu
5.12.2011 | 22:46
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Gríðarlegur áhugi á nákvæmlega hverju?
3.12.2011 | 15:43
Credit Agricole á hausinn?
1.12.2011 | 23:22
Lalli logsuða í grjótið
1.12.2011 | 00:20
Rússa lýsa formlega yfir upphafi WWWIII
24.11.2011 | 22:53
Öryggis- og alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Leiðréttingu núna!
24.11.2011 | 19:30
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 19:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tvískinnungur hjá ESA og ESB
23.11.2011 | 19:10
Þingkonan ekki til prýði
14.11.2011 | 19:33
Mótmæli | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
Bréf frá evrópska björgunarsjóðnum
13.11.2011 | 22:57
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 23:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Súper-Maríó?
13.11.2011 | 22:38
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 23:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)