Rússa lýsa formlega yfir upphafi WWWIII

Það er að segja ef við teljum hvorki kalda stríðið né hryðjuverkastríðin sem heimsstyrjöld. Sjá meðfylgjandi sjónvarpsávarp Dmitry Medvedev, forseta Rússlands (smellið á CC til að fá enskan texta):

Á 7. mínútu: "First, I am instructing the Defense Ministry to immediately put the missile attack early warning radar station in Kaliningrad on combat alert. Second, protective cover of Russia's strategic nuclear weapons, will be reinforced ... Third, the new strategic ballistic missiles commissioned by the Strategic Missile Forces and the Navy will be equipped with advanced missile defense penetration systems and new highly-effective warheads. Fourth, I have instructed the Armed Forces to draw up measures for disabling missile defense system data and guidance systems if need be... Fifth, if the above measures prove insufficient, the Russian Federation will deploy modern offensive weapon systems in the west and south of the country, ensuring our ability to take out any part of the US missile defense system, in Europe. One step in this process will be to deploy Iskander missiles in Kaliningrad Region"

Wikipedia: "The Iskander appeared to have several different conventional warheads, including a cluster munitions warhead, a fuel-air explosive enhanced-blast warhead, an earth penetrator for bunker busting and an electro-magnetic pulse device for anti-radar missions."

Með öðrum orðum þá er þetta óbein hótun um að uppbyggingu eldflaugavarnakerfa NATO í Evrópu kunni að verða svarað með bæði loftárásum og rafrænum hernaði, og fyrsta skrefið verður að koma slíkum vopnum fyrir, meðal annars í Kaliningrad sem liggur á milli NATO og ESB-ríkjanna Póllands og Litháens, 500 kílómetra frá landamærum Þýskalands.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

HVAÐA EINFELDNI ER ÞETTA AÐ RUGLA SAMAN ÞRIÐJU HEIMSSTYRJÖLD EÐA WWIII OG WWW SEM ER UPPHAF NETFERLIS?

geirmagnusson (IP-tala skráð) 25.11.2011 kl. 00:08

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það er skiljanlegt að Rússar séu búnir að fá nóg af yfirgangi Ameríkana og ósveiganleika í þessu máli. Þeir eru komnir með svokölluð eldflaugavarnarkerfi inn í kálgarða hjá þeim. Vopn sem eru tvíeggjuð sverð í raun. Rússar vita líka sem er að efnahagslega ráða bandaríkjamenn ekki við átök né annað vígbúnaðarkapphlaup og víst er að Kínverjar standa með Rússum í þessu máli, svo þetta er double whammy fyrir Kanann og Evrópubandalagið.

Hann er að segja: Hingað og ekki lengra og við meinum það.

Jón Steinar Ragnarsson, 25.11.2011 kl. 01:04

3 identicon

Heilir og sælir; Guðmundur; sem og aðrir gestir, þínir !

Í rauninni; má furðu gegna, hversu þolinmæði Rússa, í garð Bandaríkja manna, og ESB leppa þeirra, hefir verið teygjanleg, í ljósi atburðarásar Vestur- og Mið Asíu, hin seinni misserin - sem áratuginn.

Löngu er orðið tímabært; að stöðva uppivöðzlu Vestrænna ''lýð ræðis''pésa, eins og Obama´s og annarra, honum áþekkum, áður en þeir ná að valda enn meira tjóni, en þó er orðið, piltar.

Með beztu kveðjum; sem jafnan, úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 25.11.2011 kl. 01:17

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Einu W-i ofaukið í fyrirsögn by the way.

Jón Steinar Ragnarsson, 25.11.2011 kl. 02:47

5 Smámynd: Gunnar Waage

Eitt er víst að Medvedev slær ekkert af. Aðkoma Evrópusambandsins er wildcard í þessari sviðsmynd. Hve mikil áhrif mun sambandið hafa á stjórn NATO á næstu árum, logik segir okkur að þau áhrif verða mikil, jafnvel algjör.

Evrópusambandsmenn gelta hærra og hærra utan í Rússa og hafa jafnvel í hótunum samanber gasdeilunni. 

Gunnar Waage, 25.11.2011 kl. 02:50

6 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

WWW = World Wide War

Reyndar er tilvísunin til netheima ekkert fjarstæðukennd því svona eldlfaugavarnakerfi sem nær yfir heilu heimsálfurnar eru ekkert nema ristórt nettengt upplýsinga- og stýrikerfi. Meðal þess sem Medvedev er að hóta er að einmitt að beita tölvuárásum til að óvirkja þessi kerfi, ásamt flugskeytum sem geta sent frá sér rafpúls og eyðilagt rafkerfi á jörðu niðri. Rússar hafa ýmsa aðra möguleika til að ráðast á eldflaugavarnakerfið án þess að grípa til hernaðar af því tagi sem stofnar almennum borgurum í beina hættu, t.d. er hægt að tortíma gervihnöttum fyrir staðsetningarkerfi með eldflaug, skjóta nákvæmum stýriflaugum á fjarskiptastöðvar o.s.frv.

Svona sviðsmynd er mjög í samræmi við efni bókarinnar Unrestricted Warfare frá árinu 1999 (超限战 á frummálinu).

http://upload.wikimedia.org/wikipedia/en/d/d7/Unconditional_warfare.jpg

Bókin er skrifuð af Qiao Liang og Wang Xiangsui en þeir eru ofurstar í kínverska alþýðuhernum. Titill bókarinnar gæti útlagst bókstaflega sem "hernaður án takmarkana" en hún fjallar m.a. um hvernig "minna þróað" ríki (eins og Kína eða Rússland) geti hugsanlega náð yfirhöndinni gagnvart háþróuðu herveldi (eins og Bandaríkjunum) í hátæknistyrjöld. Þar er útgangspunkturinn sá að í þessu nýja stríði munu öll óþverrabrögð verða leyfileg (og þar með nauðsynleg) þ.m.t. skæruhernaður og hryðjuverk í stórum stíl (varð að veruleika 9/11 2001), umfangsmeiri beiting fjölmiðla í áróðursskyni en áður hefur þekkst, árásir og/eða misnotkun á tölvukerfum með nethernaði (Eistland 2007, Georgia 2008), átök á grundvelli lagasetninga og dómstóla ("lawfare" sbr. IceSave og Grikkland), og ekki síst efnahagsleg skemmdarverk (öhh FED, TARP, ZIRP, ECB, ESM, EFSF...).

Margt af þessu ætti að vera orðið Íslendingum vel kunnugt nú í seinni tíð, eins og þegar netsnúru íslenska bankakerfisins var kippt úr sambandi í London. Íslenskir aktívistar eru líka í seinni farnir að hagnýta sér upplýsingatæknina í auknum mæli sem verkfæri. Fjölmiðlar eru jafnframt daglegir þáttakendur í upplýsingahernaði.

Tilvitnun úr viðtali við Qiao Liang, annan höfunda Unrestricted Warfare: "the first rule of unrestricted warfare is that there are no rules, with nothing forbidden."

Svo er nýkomin út þessi hérna bók: Currency Wars, eftir James Rickards:

Þar fjallar höfundurinn um efnahagsstyrjaldir bæði í sögulegu samhengi sem og út frá reynslu sinni sem þáttakandi í fyrstu formlegu efnahagsheræfingu bandaríska varnarmálaráðuneytisins.

Niðurstaðan af þessu öllu er sú að styrjaldir framtíðarinnar verða í grundvallaratriðum ólíkar því sem áður hefur þekkst. Í stað þess að reyna að vinna andstæðinginn með því að sprengja hann í tætlur, snýst þetta um að ná yfirráðum með sem minnstum dauða og eyðileggingu umfram það sem þarf til að ná yfirhöndinni. Þannig getur sigurvegarinn komist yfir miklu meiri ávinning, með því að taka íbúa og atvinnulíf andstæðingsins í þjónustu sína með óskerta framleiðslugetu.

Guðmundur Ásgeirsson, 25.11.2011 kl. 12:51

7 Smámynd: Gunnar Waage

Athyglisvert stuff !

Hér er Currency Wars; download

Unrestricted Warfare

Takk fyrir ábendingarnar Guðmundur.

Gunnar Waage, 25.11.2011 kl. 16:10

8 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Ég hugsa að þessa yfirlýsingu megi tengja býsna sterkt við komandi þingkosningar í Rússlandi.  Það er vænlegt til árangurs þar að segja útlendingum til syndanna og standa fastur fyrir.

Ég get ekki tekið undir það að sjálfstæð ríki Austur-Evrópu skuli vera talin"kálgarðar" Rússlands.  Vissulega er þörf á samningum og tilslökunum í þessum málum sem öðrum, en það þarf sömuleiðis að bera virðingu fyrir þjóðum A-Evrópu, sem flestar ef ekki allar hafa einöngu slæmar minningar of reynslu af Rússum og yfirgangi þeirra og morðum.

Það er því ekki óeðlilegt að þau reyni að tryggja sína hagsmuni og ganga í bandalög sem geta vonandi boðið þeim einhverja vernd gegn yfirgangi Kremlverja.

En eins og ég sagði áður verðum við að vonast eftir að samningar og tilslakanir verði ofan á, en sjálfsákvörðunarréttur, sjálfstæði og fullveldi A-Evrópuríkja þarf að stand vörð um or virða. 

Það þurfa Rússar að læra.

G. Tómas Gunnarsson, 25.11.2011 kl. 17:09

9 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Takk fyrir tengilinn á hljóðbókina Gunnar.

Það er líka til prentað eintak í Grasrótarmiðstöðinni, Brautarholti 4.

Guðmundur Ásgeirsson, 25.11.2011 kl. 21:07

10 identicon

Evrópusambandið er ekkert annað en "Goldman Sachs" í nýjum búningi, og er stjórnað af pengingagráðugum mönnum, sem eru lítið annað en "gangandi lík". Og það í fleiri en einum skilningi.

Síðan skulu menn ekki gera of mikið  úr þessari ákvörðun Rússa, því þeir fara ekkert að atast eitt eða neitt.  Þessi rakettu kerfi, sem verið er að setja upp í Evrópu, eru álíka effektív og skud kerfi Saddam Husseins.  Rússar eru að notfæra sér aðstöðuna, til að geta hafið framleiðslu á betri búnaði og sett þennan búnað í notkun ... í stað þess að sjá flota sinn riðga.

Enginn þriðja heimstyrjöldin í aðsigi ...

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 25.11.2011 kl. 22:04

11 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

WWWIII þó. Annars er önnur villa þarna í fyrirsögninni svo ég gerist nú grammar Nazi. Stendur Rússa lýsa...í stað Rússar lýsa.

Jón Steinar Ragnarsson, 25.11.2011 kl. 22:43

12 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Á hverju var ég eiginlega þegar ég skrifaði þessa fyrirsögn?

Guðmundur Ásgeirsson, 26.11.2011 kl. 18:05

13 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Flóka inniskóm,Guðmundur minn.

Helga Kristjánsdóttir, 28.11.2011 kl. 02:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband