Lýðræðisleg ákvarðanataka?

Í gær náðu forseti Frakklands og kanslari Þýzkalands samkomulagi um að aðildarríki evrusvæðisins innleiði ákvæði í stjórnarskrár sem kveði á um hámarkshalla í ríkisrekstri sem nemur 3% af landsframleiðslu. Ákvörðunin var ekki tekin af ríkjunum sjálfum eða stjórnendum Evrópusambandsins, heldur af leiðtogum tveggja ríkja sem hafa aðeins lýðræðislegt umboð sinna eigin þegna til að taka slíkar ákvarðanir. Þegnar hinna evruríkjanna 15 hafa aldrei greitt Merkel eða Sarkozy atkvæði sín.

Reynt hefur verið að halda því fram að fari Ísland inn í ESB fengjum við aukin völd í þeim málum sem varða okkar hagsmuni innan ESB, og það myndi einhvernveginn vega upp þá skerðingu fullveldis sem aðildin hefði óhjákvæmilega í för með sér. Forvitnilegt væri að heyra skoðanir Spánverja, Finna, og annara evruþjóða á þessari kenningu, nú þegar lagt er á ráðin um endurritun stjórnarskráa þeirra á lokuðum einkafundum í París eða Berlín. Í þágu þýzkra ríkishagsmuna eins og segir í fréttinni, umfram franska hagsmuni og auðvitað enn lengra umfram hagsmuni hinna ríkjanna 15 sem áttu enga fulltrúa á umræddum einkafundi og eru ekki einu sinni nefnd á nafn í þessu samhengi.

Merkel virðist ætla að takast að gera með samningatækni og pennastrikum það sem þýzkir kanslarar fortíðarinnar hafa margoft reynt með vopnavaldi, að sölsa undir sig völdin á meginlandi Evrópu. Það á hinsvegar eftir að koma á daginn að herkostnaðurinn reynist óviðráðanlegur, eins og hefur alltaf verið rauninn í gegnum söguna. Það er dýrt að viðhalda heimsveldi og kostnaðurinn verður ekki greiddur nema með enn frekari útþenslu og landvinningum.

Í næstu skoðanakönnun um afstöðu Íslendinga til Evrópusamruna og upptöku evru ættu svarmöguleikarnir í raun að vera þessir:

Hvort viltu: a) möguleika á lýðræðislegri ákvarðanatöku í fullvalda ríki,

eða b) aðild að myntbandalagi undir járnhæl ríkiskanslara í þýzkri hjáleigu.

Veldu annaðhvort a) eða b).

Schnell!


mbl.is Stöðugleikasáttmáli á sterum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þeir hafa ekki tíma fyrir lýðræðið. Þeir eru að forðast fasismann.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 6.12.2011 kl. 12:47

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

The Telegraph's Bruno Waterfield reports, "EU to avoid any votes - parliamentary or popular on treaty change - via obscure Lisbon Treaty 'passerelle' clause, Art. 126 (14) via protocol 12. "This decision does not require ratification at national level. This procedure could therefore lead to rapid and significant changes," says confidential Van Rompuy text.

Guðmundur Ásgeirsson, 6.12.2011 kl. 19:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband