Gríðarlegur áhugi á nákvæmlega hverju?

Guðmundur Steingrímsson alþingismaður heldur því fram að gríðarlegur áhugi sé fyrir meintum flokki sem hann segist vinna að því að stofna með Besta flokknum og fleirum. Í fjölmörgum viðtölum hefur hann verið spurður hverjir fleiri standi að þessu með honum, en aldrei hefur hann getað svarað á þann veg að ótvírætt sé hvort um raunverulegt fólk sé að ræða.

Í rauninni hefur ekkert komið fram haldbært um innihald meints framboð, annað en nafn Guðmundar, Besta Flokksins, og svo núna heimasíða sem heitir því frumlega nafni "Heimasíðan", og inniheldur ekki neitt nema að þar stendur að hún sé í vinnslu. Ekkert hefur heldur bólað á neinum stefnumálum hins meinta framboðs, ef þau eru þá einhver.

Í rauninni gæti flest sem þessu tengist allt eins verið þjóðsaga frá sjónarhóli þess sem ekki er innvígður í umrædda 150-200 manna klíku, ef hún er þá til á annað borð. Og til þess að setja þennan fjölda í samhengi þá þarf að minnsta kosti tífalt fleiri undirritaða stuðningsmenn til þess eins að fá úthlutað listabókstaf á landsvísu.

En kannski er öll þessi móðursýki bara birtingarmynd gríðarlegs áhuga Besta Flokksins á því að fá sitjandi alþingismann til liðs við sig og koma flokknum þannig á þing án þess að hafa nokkurntíma tekið þátt í þingkosningum. Það myndi sennilega toppa allt sem háðfuglunum í besta hefur tekist að áorka hingað til, ef af yrði. En eins og flest annað sem þessu tengist, hefur lítið sem ekkert fengist staðfest opinberlega um raunverulegar fyrirætlanir þessa fólk í málefnum lands og þjóðar.

Stærsta afrekið í þessu öllu er samt þrautseigja fjölmiðlanna við að reyna frekar að gera sér mat úr rýru eða engu hráefni, á meðan talsvert innihaldsmeira efni liggur í kyrrþey.


mbl.is Gríðarlegur áhugi á framboðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Guðmundur er ekki föður-betrungur. Hverjir ættu að kjósa flokk sem hefði eins og fyrirmyndin S.F. nr.1 að ganga í Esb,ið (mér verður illt við að sjá skammstöfunina á prenti,hvað þá að framkvæma hana sjálf). Besti &co verða ekki einir fyrir utan svokallaðan fjórflokk,þar koma Frjálslyndir og fleiri til að næla í mörg atkvæði.

Helga Kristjánsdóttir, 3.12.2011 kl. 16:18

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Það hvarflar nú að mér að þessi "gríðarlegi áhugi" stafi einungis af því að margir séu forvitnir um stefnuskrá þessa meinta flokks. Það er svo auðvitað ágæt aðferð til þess að viðhalda þeim áhuga með því að fara með stefnuskrána - ef einhver er, sem hernaðarleyndarmál.

Kolbrún Hilmars, 3.12.2011 kl. 17:59

3 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Guðmundur Steingrímsson er orðin flokka flækingur og vindmillu bani vegna ístöðuleysis og oftrú á eigin ágæti og lítur helst útfyrir að hann hafi erft þessa sérstaklega óhentugu eiginleika frá föður. 

Velgengni skiptir máli og ég vænti þess að Guðmundi gangi vel í sínum draumum svo við Íslendingar getum fengið að losna við annað tímabil sértækra aðgerða í líkingu við Steingríms tíma bilið sem nær gekk af mér dauðum.   

 

   

Hrólfur Þ Hraundal, 3.12.2011 kl. 18:44

4 identicon

Ég held að það séu gríðarleg mistök hjá Besta að spyrða sig við Guðmund Steingríms.  Þetta er blanda sem höfðar ekki nema til Samfylkingarfólks en nær ekki tengingu við óánægju fylgið. Þess utan er erfitt að sjá fyrir sér að ESB sinnaðir Sjálfstæðismenn séu að fara að kjósa Besta flokks liðið.

Ég bíð ennþá eftir því að Marínó og Benedikt Sigurðsson gangi til liðs við Lilju Móses.  Það væri mannskapur sem gæti hreinsað upp þau 40-50% af kjósendum sem vilja ekki 4-flokkinn samkvæmt könnunum.

Seiken (IP-tala skráð) 3.12.2011 kl. 18:59

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Pressan er með beinlínis broslegt innlegg: Framboð Guðmundar orðið alvöru: Leigir húsnæði í Brautarholti - Boðar til nafnasamkeppni

Samkvæmt fréttamati Pressunnar er það sem sagt forsenda fyrir því að vera "alvöru" framboð að hafa tekið á leigu húsnæði í Brautarholtinu. Að sú hálfmerkilega heimasíða skuli kenna sig við blaðamennsku er reyndar í besta falli misheppnaður brandari, sem er svosem alveg passlegt þegar Besti flokkurinn og hugsanlegir samstarfsaðilar hans eru til umfjöllunar.

Enn furðulegra er þetta "fréttamat" sé það skoðað í ljósi þess að á sama tíma hefur á vefsíðum Pressunnar aldrei verið minnst aukateknu orði á að fjölmargar stjórnmálahreyfingar, áhugaverðir þrýstihópar og hugveitur hafa nýlega komið sér fyrir í Grasrótarmiðstöðinni Brautarholti 4:

Ekki nóg með að þegar sé búið að halda nafnasamkeppni til að ákveða nafn á miðstöðina og koma upp virkri vefsíðu, heldur hafa flestir þáttakendanna reynslu af kosningabaráttu nú þegar, sem hjá sumum nær talsvert aftur á síðustu öld. Forseti Íslands var jafnvel viðstaddur fyrsta opna kynningarkvöld miðstöðvarinnar sem var haldið í síðasta mánuði við takmarkaða athygli svokallaðra fjölmiðla. Í samanburði við tilburði nafna míns með ónefndan flokk í sínu ónefnda húsnæði við sömu götu, get ég því fullyrt að í næsta nágrenni eru fyrir aðilar sem eru ljósárum á undan honum í þessu. Hvenær ætli Pressan muni fjalla um það af jafn mikilli "alvöru" og sagðar eru þjóðsögur um meinta hulduflokka sem velji sér popptónlistarmenn og spaugara sem leiðtoga?

Í kvöld er sameiginleg aðventugleði Grasrótarmiðstöðvarinnar og búist er við húsfylli. Það verður spennandi að fylgjast með umfjöllun Pressunar um vænta aðventugleði Gumma Best & co. ofar í götunni, ekki síst hversu margir mæta. Ef aðsóknin verður í samræmi við hýperbólíska umfjöllun um apparatið, hlýtur að enda með því að röðin nái alla leið niður Brautarholtið svo við í nr. 4 hljótum að taka vel eftir því þegar þar að kemur.

Ég bíð spenntur til jóla eftir slíkum vitnisburði um fréttamat Pressunnar.

Guðmundur Ásgeirsson, 3.12.2011 kl. 21:12

6 identicon

Hvernig ætlar svona maður sem á ekki samleið með flokki að stofna flokk og fara í framboð. Svona manni er ekki treystandi fyrir neinu...

Bjarni (IP-tala skráð) 3.12.2011 kl. 22:49

7 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Er Guðmundur Steingrímsson ekki Samspillingarmaður?  Er hann ekki mest sammála Samspillingunni, hann vill hraðferð inn í ESB?  Ætli þetta sé leið Samspillingarinnar til þess að ná í óánægjufylgi?  Það er margt skrýtið í kýrhausnum....

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 4.12.2011 kl. 02:24

8 Smámynd: Kristinn Pétursson

Nýi flokkurinn mun líklega gefa út blaðið "samstöðu"  á sömu forsendum og í "Útvarp Matthildi" forðum á RÚV:

Fréttamaðurinn:    "Hver voru tildrög þess að gefa út blaðið "samstöðu" hjá ykkur sameiningarmönum?"

Viðmælandinn:    "Sko, - við komum okkur ekki saman um að gefa blaðið ekki út, - svo við urðum að gefa það út."....

Kristinn Pétursson, 4.12.2011 kl. 05:42

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ekki beint uppörfandi ef herra Guðmundur les þessa færslu og kommentin.  Ef laust myndi hann hugga sig við það að þetta væru öfundarmenn og hælbítar.  Málið er bara að ég held satt að segja að hér ríki einlægnin ein og ég tek undir hvert orð.  Þetta framboð er í raun dauðadæmt frá upphafi, vegna þess hvernig staðið er að því í einn stað, í annann árangurslausir tilburðir fjölmiðla til að fá eitthvað af viti út úr þessu, meðan þeir eins og Guðmundur bendir á hér að ofan, reynt er að þagga niður starfsemina í Brautarholti 4, sem ég virkilega vona að takist að tala sig saman um sameiginlegt framboð.  Því það er nákvæmlega það sem við þurfum, samtök fólks úr ólíkum grunni sem tekst að tala sig saman og gefa okkur kost á því að velja þau til forystu í íslenskum þjóðmálum.

Látum skrumarana eiga sig, flottu andlitinn og þekktu dekurrófurnar, og veljum hinn almenna íslending sem virkilega hefur sýnt að hann vill þorir og getur.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.12.2011 kl. 09:44

10 Smámynd: Sigurður Alfreð Herlufsen

Um leið og stefnuskráin kemur fram, þá kemur um leið fram sundrungin og hið meinta fylgi kvarnast niður.

Það er ekki hægt að stofna stjórnmálaflokk utanum ekki neitt.

Stefnumálin eru grundvallaratriði.

Síðan þeir menn sem ætla að bera þau fram.

Sigurður Alfreð Herlufsen, 4.12.2011 kl. 13:28

11 Smámynd: Sólbjörg

Gummi segir sjálfurí fréttinni: "Það er gríðarlegur áhugi á þessu framboði og fullt af fólki sem hefur gefið sig fram. Samstarfið við fólkið í Besta flokknum hefur gengið gríðarlega vel .."

Ekki skrýtið að það gangi vel, þetta er samansafn af fólki sem hefur eingöngu gríðarlegan áhuga á sjálfu sér og sínu eigin framboði og fréttin er að þeim hefur gengið ofsa vel að deila þessari sjálfshyggju með hvert öðru. Það hjálpar flokknum tilvonandi að vera ekki með neina stefnuskrá, það bara flækjir málið frá aðalatriðinu og skapar sundrung.

Nafnið er komið: SJÁLFHYGGJUFLOKKURINN - Má stytta í ÉG -flokkurinn í ræðum og riti.

Sólbjörg, 4.12.2011 kl. 13:37

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hvernig væri Bara ÉG flokkurinn.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.12.2011 kl. 15:59

13 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Eða kannski: Skárren ekkert

Guðmundur Ásgeirsson, 5.12.2011 kl. 08:57

14 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

hahaha já stytt í SKE

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.12.2011 kl. 11:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband