Fasismi í uppsiglingu

Steingrímur Joð Sigfússon, segir að yfirstjórn efnahagsmála eigi að vera samræmd á einum stað. Þeirri hugmynd var fleygt fyrir helgi að sameina efnahags- og viðskiptaráðuneytið við fjármálaráðuneyti Steingríms, og hefur sú fyrirætlan þar með fengist staðfest.

Með slíkri samþjöppun valds yfir öllu sem snýr að peningamálum, ríkisfjármálum og bankakerfinu, hjá Steingrími sjálfum, fengi hann auðvitað mun frjálsari hendur um að moka úr sjóðum almennings inn í vonlaus og gjaldþrota fjármálafyrirtæki. Hann réði þá yfir tékkhefti almennings, bókhaldinu, eftirlitinu, og gæti þar af leiðandi loksins skrifað ríkisbókhaldið eins og honum hefur alltaf fundist að það eigi að vera skrifað: allt öðruvísi en þegar ljótu sjallarnir voru við völd. Það er alltaf rétta svarið við öllum spurningum.

Með lyklavöld yfir öllum þessum fjárhirslum gæti Steingrímur bara farið sjálfur og fært úr einum vasa í annan efir geðþótta, sem er miklu auðveldara og fljótlegra en hið tafsama lýðræðislega ferli. Þannig mun það ganga mjög hratt fyrir sig að endurreisa bankakerfið í sinni upphaflegu mynd og láta almenning borga, en samt Sjálfstæðismenn meira en aðra. Gott ef Steingrímur gæti ekki líka laumast til að borga Icesave eitthvað kvöldið eftir lokun þegar enginn sér til og skríllinn er heima sofandi.

En það má ekki undanskilja neitt, Steingrímur verður að komast yfir Íbúðalánasjóð líka. Í stað þess að reiða sig enn og aftur á hið tafsama lýðræðislega ferli gerist Steingrímur einfaldlega velferðarráðherra auk alls hins. Hann gæti þá jafnframt endurritun ríkisbókhaldsins látið fara fram vinnu við endurskilgreiningu velferðarhugtaksins þannig að það gæfi alltaf þá niðurstöðu að frá hruni hafi hér orðið stórfelld velferðaraukning sem undantekningalaust megi rekja til hárréttra ákvarðana Steingríms.

Ríkisstjórnin stendur auðvitað í stórræðum við að moka flórinn eftir vondu fasista-óvinina í Sjálfstæðisflokknum, verkefni sem mun taka áraraðir og á meðan á því stendur er algjörlega nauðsynlegt. Nauðsynlegt! Að Steingrímur fái í hendur öll þau völd og verkfæri sem hann þarf til að hjálpa sér vinnuna við að þrífa upp eftir vondu fasistana sem kafsigldu þjóðarskútuna, og gera svo allt sem mögulegt er til að koma í veg fyrir að þeir komist nokkurntíma aftur til valda.


mbl.is Yfirstjórn efnahagsmála á einum stað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Ef til eru landráð eru þau .þarna!!! hjá Steingrími og Jóhönnu ekki geyma henni!!!!Kveðja

Haraldur Haraldsson, 6.12.2011 kl. 00:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband