Súper-Maríó?

Má ég kynna nýjan forsætisráðherra Ítalíu:

Mario MontiSuper Mario

Mario Monti (f. 19.3.1943):

Monti is a Praesidium member of Friends of Europe, a leading European think tank, was the first chairman of Bruegel, a European think tank founded in 2005, and he is European Chairman of the Trilateral Commission, a think tank founded in 1973 by David Rockefeller. He is also a leading member of the Bilderberg Group.

Monti is an international adviser to Goldman Sachs and The Coca-Cola Company.

Með öðrum orðum þá er þessi svokallaði hagfræðingur í fullu starfi sem boðberi hins gerspillta og mannskemmandi fyrirkomulags alþjóðastjórnmála og fjármálakerfis sem tröllríður, nei raðnauðgar, heimsbyggðinni í gróðaskyni.

In December 2009, he became a member of the reflection group for the future of Europe, chaired by former Spanish Premier Felipe Gonzalez. In this forum, he advocated an economic government for Europe and a European Monetary fund. He also supported a New European Deal with a better coordination between social and economic issues in Europe.

Monti is a founding member of the Spinelli Group, an organization launched in September 2010 to facilitate integration within the European Union.

Hinn hreinræktaði teknókrati hefur sem sagt unnið að því hörðum höndum nánast alla ævi að sameina Evrópu undir eina ríkisstjórn, einn gjaldeyrissjóð og seðlabanka, í eina þjóð undir einum fána á einni fósturjörð, ofar öllu! Bíddu var ekki einhver annar Ítali búinn að reyna þetta áður í samstarfi við Þjóðverjana? Minnir að hann hafi heitið Benni-Musso-eitthvað... jæja nóg um það.

In 1994 Monti was appointed to the European Commission, along with fellow-Italian, Emma Bonino, by the first Silvio Berlusconi government.

On 9 November 2011 Monti was appointed a Lifetime Senator by Italian President Giorgio Napolitano.

Athyglisvert hvernig maðurinn er aldrei kjörinn heldur alltaf skipaður í þessi háu embætti, af öðrum háum embættismönnum, þ.á.m. Bunga-meistaranum sjálfum. Það hlýtur að vera óþarfi að halda kosningar þarna framar, þegar það er miklu einfaldara að skipa einfaldlega einn af dyggum starfsmönnum Evrópusambandsins sem forsætisráðherra yfir einu af aðildarríkjunum. Enda er það þá varla merkilegra en deildarstjórstaða, eða hvað?

- Og rúsínan í endanum á þessari pepperónípylsu:

His research has helped to create the Klein-Monti model, aimed at describing the behaviour of banks operating under monopoly circumstances.

- Líkan af einokun fjármálakerfis er beinlínis nefnt eftir honum!

Nei, ég gæti ekki skáldað svona lagað upp sama hvað ég reyndi. Séu þessi ólíkindi borin saman við tölvuleikinn með nafna hans píparanum, þá er það líklega gott dæmi um hvernig veruleikinn getur tekið mannlegu hugmyndaflugi fram í faránleika. Mér finnst allt í einu tvívíður pípulagningamaður sem hleypur um á sveppatrippi og grýtir eldglæringum í banvænar skjaldbökur, alls ekki vera mjög súrrealískt fyrirbrigði. Svo lengi sem það er bara tölvuleikur.


mbl.is Monti falin stjórnarmyndun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vendetta

Það kaldhæðnislega við við þetta er að Ítalir urðu svo hneykslaðir á öllu sem lítilmennið Benito "afrekaði", að þeir gerðu allt sem þeir gátu til að hafa allt annan ríkis-strúktúr en þann sem var við lýði meðan fascistarnir réðu. En nú eru þeir komnir heilan hring.

Allt átti að verða svo opið og lýðræðislegt eftir að Mussolini var hengdur, allt leynilegt var bannað, allt annað var leyft. 49 flokkar í framboði, þar af 19 kommúnistaflokkar. Stærsti kommúnistaflokkurinn tók ekki við neinu kjaftæði frá Moskvu og var hreykinn af því. Náin samvinna með 5 öðrum Evrópuríkjum og síðar fleirum átti að fyrirbyggja valdarán, samvinna sem átti að leiða til samruna. Hins vegar var öll þessi barátta gegn baktjaldamakki og spillingu einungis á yfirborðinu.

  • Mafían starfaði áfram óáreitt allt fram til níunda áratugsins eða lengur.
  • Stjórnvöld hafa verið djúpt sokkin í spillingarfeni frá stríðslokum og þangað til í dag.
  • Leyniklúbbur Vatikansins, Opus Dei er enn starfandi á Ítalíu.
  • Ólýðræðislegustu stofnanir í Evrópu (ESB) hafa í dag kverkatak á Ítalíu.
  • Nýi forsætisráðherrann mun draga ítalska þjóðfélagið ennþá lengra burt frá lýðræði og velferð. 

Það má segja, að á 65 árum hafi Ítalir farið úr einni ösku yfir í aðra. Sorgleg örlög fyrir þjóð sem hafa átt sér merkilegri menningarsögu en flest önnur ríki í heiminum. Að vísu blóði drifin ...

Vendetta, 13.11.2011 kl. 23:30

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Guðmundur Ásgeirsson, 14.11.2011 kl. 02:31

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

The pattern that has emerged in the eurozone is that austerity measures are demanded of a particular country, the government of that country is either unable or unwilling to implement the austerity measures, then bond yields skyrocket and the government collapses. During the transition, one form or another of the austerity measures demanded are enacted, and then the incoming administration is tasked with implementing these measures.

Við þetta er því aðeins að bæta að nú síðast hafa þessar yfirtökustjórnir í auknum mæli verið skipaðar leiðtogum sem eins og áður sagði eru teknókratískir starfsmenn ESB og alþjóðlegu bankaelítunnar.

Hér er t.d. gríski landsstjórinn: Lucas Papademos (f. 11 10.1947)

He has served as Senior Economist at the Federal Reserve Bank of Boston in 1980. He joined the Bank of Greece in 1985 as Chief Economist, rising to Deputy Governor in 1993 and Governor in 1994. During his time as Governor of the national bank, Papademos was involved in Greece's transition from the drachma to the euro as its national currency.

Enn einn hagfræðingurinn sem hefur eftir áralangt framlag sitt til sameiningar Evrópu uppskorið starf hjá bákninu. 

After leaving the Bank of Greece in 2002, Papademos became the Vice President to Jean-Claude Trichet at the European Central Bank from 2002 to 2010. In 2010 he left that position to serve as an advisor to Prime Minister George Papandreou.

Aðstoðarseðlabankastjóri Evrópu um árabil, og svo efnahagsráðgjafi...

He has been a member of the Trilateral Commission since 1998.

Hmmm... hvort er Evrópusambandið að ræna völdum í Grikklandi eða þríhliðanefndin að auka völd sín í Evrópu? Það er afar fróðlegt að skoða hversu margir lykilmenn í Evrópu eru einnig þríhliðanefndarmenn.

Lucas Papademos set two conditions in order to accept being the prime minister of an interim government. First, that the new government would not have a very restricted life span as the New Democracy party had demanded and secondly, that political figures from both main political parties, PASOK and New Democracy, would participate

"Bráðabirgðastjórnin" er sem sagt komin til að vera, og ætlast er til af heimamönnum að þeir taki fullan þátt í yfirtökunni.

Guðmundur Ásgeirsson, 14.11.2011 kl. 04:16

5 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Góður!

En bíddu við? Almenningur fagnaði á götum úti þegar að Berlusconi fór frá völdum

Það er með ólíkindum hve þeir eru margir þarna þessi Lúsarskóleppir. Sem sagt úr Öskunni í Eldinn.

Maður veltir því óneitanlega fyrir sér hvort þetta allt saman hafi verið með ráðum gert? Að koma því svo fyrir að þjóðir eins og Ítalir og Grikkir yrðu gjaldþrota, til að geta sett inn eigin leppi inn í staðinn? 

Guðni Karl Harðarson, 14.11.2011 kl. 10:42

6 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hvort þetta sé með ráðum gert er auðvitað samsærikenning. Ég hef gaman af (raunhæfum) samsæriskenningum, og þessi er alls ekki ólíkleg.

Líkindin með gríska dæminu og IceSave eru t.d. alveg fáránleg. Mér skilst að þess hafi verið krafist af þeim að skuldbindingar vegna björgunarpakkans færu ekki samkvæmt grískum lögum heldur breskum, og væru veðtryggðar í eignum ríkisins. Þetta myndi þýða að ef Grikkir gengju úr evrópska myntbandalaginu, þá yrðu þeir samt að endurgreiða björgunarpakkann í evrum en ekki drökmum, eða annars yrðu eignir ríkisins teknar af þeim. Meðal þess sem var tekist á um varðandi IceSave voru einmitt veð í ríkiseignum, lögsaga, og hvort heimilt væri að greiða kröfuna með íslenskum krónum eins og íslensk lög um kveða tvímælalaust á um, eða í erlendum gjaldeyri. Í báðum skiptum voru ESB og IMF ekki bara puttana í öllu ferlinu, heldur alla hendina upp að öxlum og lengra.

Í báðum tilvikum er framtíð evrusvæðisins í húfi.

Í báðum tilvikum er gjaldmiðillinn í raun erlendur.

(Evrur eru gefnar út af hlutafélagi í Frankfurt í Þýskalandi.)

Guðmundur Ásgeirsson, 14.11.2011 kl. 18:21

7 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það var auðvitað aðeins tímaspursmál hvenær þessi mynd birtist á vefnum:

http://farm7.static.flickr.com/6038/6343138802_5969a25c53.jpg

Sá til vinstri er auðvitað Mario Draghi (f. 3.9.1947) hinn nýskipaði ítalski yfirmaður evrópska Seðlabankans:

From 1984 to 1990 he was the Italian Executive Director at the World Bank. In 1991, he became director general of the Italian Treasury, and held this office until 2001. During his time at the Treasury, he chaired the committee that revised Italian corporate and financial legislation and drafted the law that governs Italian financial markets.

Stýrði sem sagt smíði núgildandi regluverks ítalskra fjármálamarkaða, sem eru dauðadæmdir. Maður veltir því í raun fyrir sér hvort það sé ekki líka bara tímaspursmál hvenær Davíð Oddsson sækir um vinnu þarna. Það virðist vera mikil eftirspurn í Evrópu eftir mönnum sem hafa reynslu af uppbyggingu fjárhagslegra gereyðingarkerfa sem springa svo í loft upp.

He was previously the governor of the Bank of Italy from January 2006 until October 2011.

He is also a former board member of several banks and corporations (Eni, IRI, BNL and IMI).

Hmmm... svona eins og ef Dabbi eða Geir hefðu setið í stjórnum Kaupþings, Glitnis og Landsbankans? Bíðið hæg... góðvinur beggja sat í bankaráði LBI og eiginkona annars í stjórn FL sem skuggastýrði Glitni, og eiginmaður varaformanns flokks þeirra var háttsettur stjórnandi og 1,9 milljarða kúlulánþegi Kaupþings. Er nokkur munur á drullu og skít?

Eins og ég hef oft sagt: vandamálið er engan veginn séríslenskt!

Draghi was then vice chairman and managing director of Goldman Sachs International and a member of the firm-wide management committee (2002–2005).

Kannski hefur hann lært þar hvernig Goldman aðstoðaði Grikkland við að falsa ríkisbókhaldið til að standast Maastricht inntökuskilyrðin í evrópska myntbandalagið. En rétti maðurinn til að fást við afleiðingarnar...?

In his capacity as Bank of Italy governor, he was a member of the Governing and General Councils of the European Central Bank and a member of the Board of Directors of the Bank for International Settlements. He is also governor for Italy on the Boards of Governors of the International Bank for Reconstruction and Development and the Asian Development Bank. In April 2006 he was elected Chairman of the Financial Stability Forum, which became Financial Stability Board in spring 2009.

Þvílíkur listi kolkrabbastofnana... sú síðastnefnda (FSB) er nýjasta sköpunarverkið,fjármálastöðugleikaráð G-20 ríkjanna, sem er líklegur kandídat til að verða falin slitameðferð evrusvæðisins þegar þar að kemur. Samkvæmt Newspeak orðabókinni er "stöðugleiki" nefninlega afstæður.

Draghi is a trustee at the Institute for Advanced Study in Princeton, New Jersey and also at the Brookings Institution, in Washington, D.C.. He has been a Fellow of the Institute of Politics at the John F. Kennedy School of Government, Harvard University.

Ég ætla ekki að útskýra þetta í smáatriðum, þeir sem á annað borð kannast við nöfn þessara stofnana vita hvaða þýðingu þær hafa. Það ætti ekki að koma neinum á óvart þó hann hefði þetta tattóverað á afturendann:

Trilateral.svg

Guðmundur Ásgeirsson, 14.11.2011 kl. 22:25

8 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ráðherralisti ríkisstjórnar Montis hefur verið birtur.

Iðnaðar- og samgönguráðherrann er bankastjóri stærsta banka Ítalíu.

Monti ætlar sjálfur að vera bæði forsætisráðherra og fjármálaráðherra.

Með öðrum orðum: í stað ríkisstjórnar er nú komin bankastjórn Ítalíu.

Guðmundur Ásgeirsson, 16.11.2011 kl. 14:38

9 Smámynd: Vendetta

Með öðrum orðum: í stað ríkisstjórnar er nú komin bankastjórn Ítalíu.

Er það eitthvað frábrugðið Íslandi eftir hrunið? Ég sé ekki betur en að fjármálastofnanir, bæði íslenzkar og erlendar, hafi ráðið ferðinni í íslenzku efnahagslífi sl. 3 ár.

Vendetta, 17.11.2011 kl. 02:09

10 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Vendetta, samkvæmt því má segja að ríkistjórnin sé ekkert annað en leppstjórn AGS og ESB?

Allavega er þetta svipað hér á landi, nær eini munurinn er að við íslendingar eigum ekki fólk í efstu stöðum þessara sambanda.

Varðandi ESB þá má tildæmis segja að tld. Össur gangi erinda ESB frekar en Íslands. 

Guðni Karl Harðarson, 17.11.2011 kl. 12:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband