Öfgaþjóðernisshyggja Össurar opinberast
11.11.2011 | 00:14
Á Alþingi í dag hélt utanríkisráðherra fram þeirri skoðun að Íslendingar séu svo miklu betri og flinkari enn allir, að þeir ættu bara að taka yfir efnahagslega stjórn heillar heimsálfu. Stingur meira að segja upp á Steingrími J. Sigfússyni fjármálaráðherra til verksins. Þetta er að sjálfsögðu ekkert annað en útþenslusöm þjóðernisstefna, og svo hrokafull að það er komið út í öfga.
En síðast þegar öfga-þjóðernisjafnaðarmenn með norræna yfirburði að leiðarljósi reyndu að ná völdum í Evrópu, urðu afleiðingarnar skelfilegar. Hvernig ætli Steingrími lítist á að vera settur á stall með Hjálmari Schacht heitnum?
![]() |
Spurði hvaða ESB Ísland ætti að ganga í |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bankar hafa einungis afskrifað 33,9ma til heimila
10.11.2011 | 15:08
Enn birta fjölmiðlar tölur um niðurfærslur á lánum heimila með þeim villandi hætti sem þær eru settar fram af Samtökum Fjármálafyrirtækja. Því er slegið fram sem fyrirsögn að í lok september hafi verið búið að niðurfæra lánin okkar um 172,6 milljarða.
En í texta fréttarinnar blasir það við að stærstur hluti upphæðarinnar eða 135 ma. kr. er ekki eftirgjöf á nokkrum sköpuðum hlut, heldur er þar um að ræða ránsfeng sem er verið að skila vegna ólöglegrar gengistryggingar. Þó er þetta ekki einu sinni allt góssið því komið hefur í ljós við athugun á endurútreikningum fjármálafyrirtækja að þau beita fjarstæðukenndum reikniaðferðum sem gefa verri niðurstöðu fyrir lántakandann heldur en ef farið væri að lögum, svo munar jafnvel tugum prósenta af upphaflegri lántöku. Þar til fjármálafyrirtækin hafa skilað hinum helmingi ránsfengsins auk þess að greiða eðlilegar bætur fyrir það tjón sem brot þeirra hafa valdið, er einfaldlega fáránlegt að samtök þeirra skuli leyfa sér svona málflutning.
Þegar undirliggjandi tölur SFF eru skoðaðar kemur í ljós að raunveruleg eftirgjöf vegna 110% leiðar og sértækrar skuldaaðlögunar nemur í raun ekki nema 37,7 ma.kr. Sem er ekki upp í nös á ketti miðað við afskriftir fyrirtækja upp á mörg þúsund milljarða frá því fyrir hrun. Séu Íbúðalánasjóður og lífeyrissjóðir teknir út úr reikningnum kemur í ljós að aðildarfélög SFF hafa ekki afskrifað nema 33,9 ma.kr. Samtökunum virðist hinsvegar ekki finnast neitt athugavert við að bera fram tölur sem eru fimmfalt hærri, enda er hugtakið "talnamengun" beinlínis fundið upp af framkvæmdastjóra þeirra, Guðjóni Rúnarssyni, í beinni sjónvarpsútsendingu.
![]() |
Lánaniðurfærslan 172,6 milljarðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 15:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Fer Landsbankinn 110% leiðina í IceSave málinu?
6.11.2011 | 02:41
Nú berast af því fregnir að von sé á tilboði upp á 257 jafnvirði milljarða króna í smásölukeðjuna Iceland sem er stærsta eign þrotabús Landsbankans. Gangi þetta eftir yrðu endurheimtur úr búinu að lágmarki 1.401 milljarðar eða um 106% af öllum IceSave innstæðunum. Það miðast hinsvegar við að ekkert fáist fyrir önnur hlutbréf í eigu þrotabúsins, en meðal þeirra eru stórir eignarhlutir í verðmætum fyrirtækjum á borð við House of Fraiser og fleiri, sem hafa verið varlega metnir á jafnvirði um 50 milljarða samtals. Þar með færu endurheimtur samtals yfir 1.450 milljarða eða 110% af forgangskröfum vegna innstæðna.
Það má því segja að Landsbankinn fari líklega 110% leiðina í IceSave málinu.
Kaldhæðnislegt.
![]() |
Sameinast um boð í Iceland |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
IceSave | Breytt s.d. kl. 02:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Þjóðaratkvæði um gríska ríkisábyrgð og evruna
1.11.2011 | 09:57
Einhverjar óvæntustu fréttirnar undanfarinn sólarhring eru þær að George Papandreou forsætisráðherra Grikklands hefur boðað bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð landsins í efnahagsmálum, og þar með í reynd evrópska myntbandalagsins sem hangir á bláþræði í núverandi mynd. Sumir myndu túlka þetta sem uppgjöf fyrir skuldavanda landsins, aðrir sem skynsemi þar sem vandamálið sé í raun óleysanlegt, og enn aðrir að með þessu sé lýðræðið einfaldlega að koma "aftur heim".
Hvað sem krúttlegum skýringum líður þá er ljóst að þessi ákvörðun hlýtur að eiga sér einhverjar skýringar, hingað til hafa tillögur um þjóðaratkvæðagreiðslu um bankabjörgunarpakka ekki náð fram að ganga. Ef af verður munu Grikkir, eins og Íslendingar, fá að hafa eitthvað að segja um skuldbindingar sem ríkinu er ætlað að taka á sig vegna sjálfskapaðrar krísu fjármálakerfisins. Í reynd kjósa þeir lika um framtíð evrunnar, því ef þeir hafna björgunarpakkanum og niðurskurði sem honum fylgir myndi það líklega hafa í för með sér greiðslufall og endurupptöku grísku drökmunnar.
Atkvæðagreiðslan er þó ekki fyrirhuguð fyrr en í janúar, og í millitíðinni má búast við óvissuástandi sem er ekki í líkingu við neitt sem fjármálamarkaðir hafa áður séð. Hugsið bara um IceSave fárið hér heima, og margfaldið það með stærð evrusvæðisins.
En það sögulegasta við þetta er að í fyrsta skipti er ríki í raun og veru að kjósa um evruna sem ríkisgjaldmiðil, en ekki um að taka hana upp sem slíkan, heldur afnema. G-Pap tjáði sig jafnframt um það verkefni stjórnvalda að fara að vilja kjósenda:
The command of the Greek people will bind us. Do they want to adopt the new deal, or reject it? If the Greek people do not want it, it will not be adopted We trust citizens, we believe in their judgment, we believe in their decision."
Undirritaður vill engu við þessi orð gríska leiðtogans bæta.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 06:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Er hatursfull orðræða um karlmenn komin út í öfgar?
1.11.2011 | 09:13
Allnokkur umræða hefur skapast að undanförnu um starfsaðferðir hópa sem berjast fyrir hinu og þessu. Í dag var til dæmis sagt frá því í fréttum hvernig lögregla þurfti að beita eggvopnum til að ráða niðurlögum tjaldborgar sem reist hafði verið á Austurvelli í andófsskyni gegn ofríki fjármálakerfisins yfir hagsmunum almennings. Þar áður hafði um nokkurt skeið spunnist umræða um starfsaðferðir hóps kvenna sem telja sig í heilögu stríði gegn karlmönnum og álíta þá holdgervinga hins illa sem beri að veiða og útrýma eins og hverri annari óværu. Hefur undirritaður meðal annars blandað sér í þá umræðu að örlitlu leyti, en almennt heyrir til undantekninga að hér sé fjallað um annað en efnahags- og stjórnmál.
Yðar einlægur gat þó ekki orða bundist yfir fréttum eyjunnar af viðskiptum guðfræðingsins, fyrrum ritstjórans og radíusbróðurins Davíðs Þórs Jónssonar, við eina af hinum herskáu femínasistum sem hafa allt að því ætlað sér einkaleyfi á opinberri umræðu um holdleg samskipti kynja, samkvæmt þeirra eigin skilgreiningu á hverri einustu snertingu líffæra neðan mittis sem viðbjóðslegu ofbeldi, að því er virðist.
Davíð Þór sem er mikill grínisti og alræmdur strigakjaftur stendur nú frammi fyrir því að þurfa hugsanlega að stefna umræddum sóðabloggara fyrir meiðyrði, sem er sérstakt út af fyrir sig, en í opnu svari sínu við opnu bréfi þessarar unglegu en íhaldssömu konu skorar hann þó á hana að bera fram afsökunabeiðni áður en til þess þurfi að koma. Við svar Davíðs má ýmsu bæta, sem ég kom reyndar á framfæri við hann í athugasemd. Eftir á að hyggja þykir mér þó full ástæða til að birta það hér í sjálfstæðri grein, því þar er tekið á ýmsum hliðum þessara mála sem varða ekki bara persónu eins manns heldur alla menn, og það hverskonar þjóðfélag við viljum yfir höfuð byggja.
* * *
Davíð Þór, eftir að hafa lesið skrif þessarar augljóslega bitru manneskju, hef ég áhyggjur af því að þú sért að vanmeta alvarleika málsins, ef eitthvað er.
Þegar hún skrifar: "það er brenglað viðhorf karla (eins og greinilega þín) til kynlífs og kvenna." er hún ekki einvörðungu að ráðast gegn þér persónulega, heldur gegn tilteknum þjóðfélagshópi (körlum almennt) á grundvelli sérkennis á borð við kynferði, kynhneigð, kynþátt eða trúarbrögð. Í ljósi þess má skilja framhaldið: "Framboð fylgir eftirspurn og ef að eftirspurninni er útrýmt, þá má uppræta vændi og mansal svo það heyri sögunni til", á þann veg að hún sé að mæla með útrýmingu þeirra karla sem hún telur hafa brenglað viðhorf til kynlífs og kvenna, og hafði áður skilgreint sem alla karlmenn. Þó að hún skrifi ekki berum orðum að hún vilji lífláta okkur alla með tölu þá virðist hún að minnsta kosti ekki vera að letja neitt til ofsókna á hendur okkur. Þar með fellur þetta mögulega undir skilgreiningu hatursfullrar orðræðu í fjölmiðli.
Úr lögum nr. 38/2011 um fjölmiðla: 27. gr. Bann við hatursáróðri og hvatningu til refsiverðrar háttsemi.
Fjölmiðlum er óheimilt að hvetja til refsiverðar háttsemi. Bannað er að kynda undir hatri í fjölmiðlum á grundvelli kynþáttar, kynferðis, kynhneigðar, trúarskoðana, þjóðernis, skoðana eða menningarlegrar, efnahagslegrar, félagslegrar eða annarrar stöðu í samfélaginu.
Í refsiákvæðunum er við brotum á þessu lögð refsing allt að sex mánaða fangelsi.
Auk þess kann útrýming karla að flokkast undir refsivert athæfi, þó ekki væri nema samkvæmt dýraverndunarlögum, og hótun um slíkt félli þar með undir almenn hegningarlög nr. 19/1940:
233. gr. Hver, sem hefur í frammi hótun um að fremja refsiverðan verknað, og hótunin er til þess fallin að vekja hjá öðrum manni ótta um líf, heilbrigði eða velferð sína eða annarra, þá varðar það sektum eða fangelsi allt að 2 árum.
Nú óttast ég, kannski ekki beinlínis um líf mitt út af þessu stúlkugreyi, en um velferð mína og annara (karla) ef andfélagslegur boðskapur sem þessi fær að streyma um netheima undir því yfirskini að um fjölmiðlun sé að ræða. Fyrir utan hvað það er mikil sóun á bandvídd, en það er reyndar bara dropi í þann hafsjó af sora sem tjáningarfrelsið þó leyfir sem betur fer.
Af gefnu tilefni vil ég svo taka fram hver afstaða mín til vændis er, en hún er afar einföld og mjög eigingjörn af minni hálfu sem karlmanns: Ég er alfarið mótfallinn því að karlmenn greiði fyrir kynlíf. Þeir sem það gera eru um leið að skekkja samkeppnisstöðu flestra annara, sem af ýmsum lögmætum ástæðum hafa ekki áhuga á kynlífi gegn greiðslu heldur á grundvelli eigin verðleika. Vændiskaupendur eru þannig ekki aðeins að notfæra sér þær manneskjur sem eru til sölu, jafnt karla sem konur (!), heldur gerast þeir jafnframt svikarar við eigið kyn og stundum kynhneigð. Kynsvik eru risastórt vandamál í þjóðfélaginu sem verðskulda athygli í opinberri umfjöllun.
Ef búrkuklanið léti nú af frekara ofsóknaræði og hæfi þess í stað öfluga baráttuherferð undir slagorðinu: "Ókeypis kynlíf fyrir alla!" þá myndi ég búast við afar víðtækum stuðningi við málstaðinn. Sérstaklega meðal karlmanna.
Ég vil það gjarnan. Ókeypis. Alltaf. Já takk!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 05:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Mismunun eignarréttar er stjórnarskrárbrot
31.10.2011 | 14:08
MP Banki býður vaxtalaus lán!
29.10.2011 | 19:24
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 19:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Dönsk evruskrýtla
28.10.2011 | 20:13
Fela neyðarlögin í sér ríkisábyrgð á innstæðum?
28.10.2011 | 18:11
IceSave | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Lánaleiðréttingu og hvorki verðtryggingu né ESB
28.10.2011 | 09:04
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 15:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
The Occupied Times
26.10.2011 | 23:31
Fjölmiðlar | Breytt 27.10.2011 kl. 00:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Aulahrollur?
26.10.2011 | 15:42
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 15:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Opið bréf til ráðstefnugesta í Hörpu 27. okt.
24.10.2011 | 22:21
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 22:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Kosningaklúður Samfylkingarinnar
23.10.2011 | 23:06
Nostalgía: Financial Times og þýzka markið
21.10.2011 | 19:57
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 19:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)