Dönsk evruskrýtla

Danir stefna að því að koma skikki á efnahagsmál Evrópusambandsins þegar þeir taka við forsætinu á næsta ári, að sögn forsætisráðherra Danmerkur...

Danir nota ekki einu sinni evru, þeir hafa hafnað upptöku hennar tvisvar þjóðaratkvæðagreiðslu og kjósa frekar að sitja uppi með danska krónu bundna föstu gengi við evruna samkvæmt skilyrðum ERMII innleiðingarferlisins.

Þjóðaratkvæði um evruna á ís? - mbl.is 

Ástandið í Danmörku er síst betra en annarsstaðar í álfunni:

Amagerbankinn gjaldþrota - mbl.is 6.2.2011 

Vísir 7.2.2011 - Fjórði hver danskur banki fallinn í kreppunni 

Danski bankinn Fjordland Mors fallinn - mbl.is 24.6.2011 

Danski bankinn Max Bank kominn í þrot - Evrópuvaktin 9.10.2011 

Þetta hlýtur auðvitað að vera grín hjá danska forsætisráðherranum.


mbl.is Danir ætla að koma skikki á evruna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vendetta

Það hafa samt verið frekar litlir bankar sem hafa farið á hausinn í Danmörku. Og það hefur verið af ýmsum ástæðum. Stóru bankarnir Danske Bank, Jyske Bank og Nordea standa traustum fótum auk tuga sparisjóða víðs vegar um landið.

En það er rétt, að Danir hafa ekki mikil áhrif í evrulandi, geta í bezta lagi verið mediators. Hvað sem tengingu dönsku krónunnar við evruna líður, þá hafa Danir komizt hjá stórum efnahagsörðugleikum við það að hafa ekki evruna. Tengingin við evruna (og áður DM gegnum EMU) setur samt miklar takmarkanir á athafnafrelsi stjórnarinnar hvað varðar fjárlagahalla og leyfða sveiflu á krónunni.

Einn af flokkunum í stjórninni er De radikale Venstre, landráðaflokkurinn sem hefur verið krabbamein í dönskum stjórnmálum sl. þrjá áratugi. Þeir sitja núna á efnahagsráðuneytinu og vilja helzt losna við krónuna. Að þeim verði kápan úr því klæðinu er þó útilokað vegna andstöðu dönsku þjóðarinnar.

Vendetta, 28.10.2011 kl. 20:38

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Takk fyrir að skýrgreina þetta V.

P.S. Tékkaðu á þessu: D-I-Y Vendetta

Guðmundur Ásgeirsson, 29.10.2011 kl. 00:10

3 Smámynd: Vendetta

Já, þessi gríma er bæði vinsæl og útbreidd. Hins vegar má ekki misnota hana. Einungis þeir sem vilja gera byltingu og steypa spilltum stjórnvöldum af stóli, ættu að bera þessa grímu.

Vendetta, 29.10.2011 kl. 00:37

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Rétt er það. Ég er t.d. á leið á grímuball í kvöld og það hvarflar ekki að mér að bera þessa grímu við slíkt tilefni, þó eflaust eigi einhverjir aðrir gestir eftir að fá slíka hugmynd.

Guðmundur Ásgeirsson, 29.10.2011 kl. 17:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband