Aulahrollur?

Í tengslum við ráðstefnu Alþjóðgjaldeyrissjóðsins og íslenskra stjórnvalda í Hörpu á morgun, rignir nú áróðri úr öllum áttum sem boðar fagnaðerindið um þá "miklu hjálp" sem sjóðurinn hefur veitt við "endurreisn" íslensks efnahagslífs. Það má þó svo sem segja að endurreisn fjármálakerfisins hafi heppnast með ágætum, við erum aftur komin með ofvaxið og rotið fjármálakerfi alveg eins og áður.

Meðal þeirra ráðstefnugesta sem nokkrir Íslendingar sendu opið bréf til að benda á hversu mikill miskilningur er á ferðinni um meint góðæri á Íslandi, er hagfræðingurinn Joseph Stiglitz, sem mun reyndar ekki mæta í eigin persónu heldur verður spiluð upptaka af ávarpi hans til fundarins. Forsmekkurinn er þegar kominn á vef sjóðsins, en þar birtast nú myndbönd sem draga upp þvílíka glansmynd að hún framkallar einkennilega blöndu af aulahrolli og klígju.

Í fréttinni sem þessi færsla tengist við er svo fjallað um grein eftir Poul Thomsen aðstoðarframkvæmdastjóra Evrópudeildar AGS sem mun birtast á vef sjóðsins. Athygli vekur að það eina sem kemur fram í greininni um stöðu íslenskra heimila er eftirfarandi: "There was a lot of concern that a disorderly depreciation of the exchange rate would be ruinous for households and companies if nothing was done" Þar kemur hinsvegar ekki fram stakt orð um hvaða aðgerða hafi verið gripið til í því skyni að koma í veg fyrir slíkar hrakfarir heimila, sem er því miður í ágætu samræmi við raunveruleikann.


mbl.is Thomsen: Jákvæðar breytingar á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Andskotinn sjálfur.  Við verðum að hafa aðeins hærra ekki satt!!!

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.10.2011 kl. 17:10

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Er Stiglitz farinn að mæra AGS?  Hvað skyldi hann hafa fengið í aðra hönd fyrir það?

Jón Steinar Ragnarsson, 27.10.2011 kl. 00:11

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ef til vill eru allir falir fyrir fé Nei ég mun aldrei láta það henda mig.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.10.2011 kl. 00:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband