Reikna með 56% endurheimtum
17.4.2011 | 22:29
Breska blaðið Sunday Mail fjallar um eftirköstin af IceSave í dag. Í greininni kemur fram nokkuð furðuleg túlkun á málsatvikum, og frjálslega farið með ýmsar staðreyndir. Athygli vekur að þar er því haldið fram að endurheimtur úr þrotabúi Landsbankans upp í kröfu breska ríkisins séu aðeins áætlaðar 56%. Reyndar er ekki alveg ljóst hvernig þessi niðurstaða er fengin, svo rétt er að taka þessu með fyrirvara.
Í fréttinni er fullyrt að einhverjir ónafngreindir sérfræðingar telji eignir þrotabúsins ekki duga fyrir nema 1,3 milljörðum punda af 2,3 milljarða punda kröfu breska fjármálaráðuneytisins. Mismunurinn er 1 milljarður punda eða 56%, en athugið að kröfufjárhæðin sem er tilgreind samsvarar hinsvegar aðeins lágmarkstryggingunni upp að 20.888 Evrum. Þarna er því verið að draga upp frekar skakka mynd af útkomunni því ljóst er að Bretar munu fá miklu meira í sinn hlut úr þrotabúi Landsbankans en sem nemur lágmarkstryggingunni, vegna neyðarlaganna sem veittu kröfum þeirra forgang.
Samkvæmt opinberlega skjalfestum forsendum munu endurheimtur breska fjármálaráðuneytisins af 2,3 milljarða punda kröfu sinni vegna lágmarkstryggingar nánast örugglega verða 100%. Þar að auki eiga þeir kröfu upp á 2,4 milljarða punda í þrotabú Landsbankans vegna viðbótartryggingar sem breska ríkið ábyrgðist, og búist er við að endurheimtur af henni verði 1,9 milljarðar punda eða tæp 80%. Samanlagðar heimtur af öllum kröfum breska fjármálaráðuneytisins vegna IceSave eru þar með áætlaðar 4,2 milljarðar punda eða 89%.
Þetta er hægt að lesa út úr gögnum á vefsíðum fjármálaráðuneytisins og skilanefndar Landsbankans, sem er jafnvel sagt vera varfærið mat, og er augljóslega himinn og haf milli þess og fullyrðinganna í fréttinni. Getur verið að málið hafi ekki verið kynnt nægilega vel fyrir erlendum fjölmiðlum? Eða vita þeir eitthvað meira en kemur fram í hinum opinberu gögnum? Til dæmis hver vegna tilboði um þrotabúið ásamt 250 milljón punda eingreiðslu var hafnað...
![]() |
Verslanir seldar til borga Icesave? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
IceSave | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Undir fölsku flaggi
17.4.2011 | 12:27
Mynd fengin að láni úr frétt mbl.is. Fáni Evrópusambandsins hefur verið málaður á varðskipið Tý.
Ekki fæst betur séð en að þessi ósómi brjóti í bága við:
Lög nr. 52/2006 um Landhelgisgæsluna
V. kafli. Rekstur skipa og loftfara. 25. gr. Skip, loftför og önnur farartæki Landhelgisgæslu Íslands.
... ... ... Skip og loftför Landhelgisgæslu Íslands skulu auðkennd með skjaldarmerki Íslands á áberandi stað. Skip skulu einkennd nafni en loftför með nafni og skrásetningareinkennum.
Ráðherra ákveður með reglugerð1) lit og önnur einkenni farartækja Landhelgisgæslu Íslands. ... ... ... 1)Rg. 1172/2008.
REGLUGERÐ um lit og einkenni farartækja Landhelgisgæslu Íslands
Reglugerð þessi gildir um skip og loftför Landhelgisgæslunnar, í eigu ríkissjóðs eða Landhelgissjóðs.
Skip og loftför Landhelgisgæslu Íslands skulu auðkennd með skjaldarmerki Íslands á áberandi stað. Skip skulu einkennd nafni en loftför með nafni og skrásetningareinkennum. Litur þeirra og einkenni skulu vera eins og segir í reglugerð þessari. ... ... ...
Litur og einkenni skipa Landhelgisgæslunnar skulu vera sem hér segir:
- Varðskipin: Yfirbygging skips skal vera grá (litanúmer NCS. S.4005-B20G). Sjólínufleygur svartur (litanúmer NCS. S.9000-N), hæð á stefni 60 sm frá stefni undir fánalitum og endar við afturhluta fánalita. Botn rauður (NCS. S.6020-Y80R) og hæð upp fyrir sjólínu 15 sm. Á yfirbyggingu fyrir neðan brú, frá afturhluta brúar og fram er merkingin Coast Guard svartlituð (NCS. S.9000-N), hæð stafa 50 sm (með leturgerðinni helvetica). Skipsnafnið á hlið yfirbyggingar svartlitað (NCS. S.9000-N) eða krómað, hæð stafa 25 sm. Handrið utan skips, landfestapollar og reykháfshattar máluð með svörtum lit (NCS. S.9000-N). Þilförin grá (NCS. S.6502-B). Lendingarhringur á þyrluþilfari hvítur (NCS. S.0500-N) og öryggislína á þyrluþilfari appelsínugul (NCS. S.0585-Y50R) og sjálflýsandi. Kranar, akkeri og bolur máluð með gráum lit (NCS. S.4005-B20G). Fánalitir á síðum eru hvítur (NCS. S.0500-N), breidd randar 47 sm, blár (NCS. S.3560-R80B), breidd randar 215 sm og rauður (NCS. S.1085-Y90R), breidd randar 93 sm. Halli á fánaröndum 120° miðað við efribrún á sjólínu. Orðið Landhelgisgæslan með hástöfum (stafagerð helvetica) málað á síður skipsins í svörtum lit (NCS. S.9000-N), hæð stafa 99 sm. Stafir skyggðir með hvítum lit (NCS. S.0500-N), skygging stafa 3 sm. Akkerið málað grátt (NCS. S.4005-B20G). Merki Landhelgisgæslunnar á stefni. Skjaldarmerki lýðveldisins miðskips á brú. Björgunarbátahylki grá (NCS. S.4005-B20G). ... ... ...
![]() |
Fáni ESB á varðskipinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 20:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
IceSave útskýrt fyrir útlendingum
14.4.2011 | 22:03
Taiwanska vefsíðan NMA.tv sem sérhæfir sig í tölvuteiknuðum fréttaskýringum, bjó til þess skemmtilegu teiknimynd sem útskýrir IceSave málið á mjög einfaldaðan hátt en í alveg afskaplega víðu samhengi sem teygir sig aftur á víkingaöld.
---
Vilji menn ögn vandaðri skýringar á textaformi fyrir útlendinga má benda á þessa grein úr Financial Times sem útskýrir málið á frekar hlutlausan og greinargóðan hátt:
Wednesday April 13 2011
Icelanders face down the bullies
Vote shows that citizens can be put ahead of banks
When the Icelandic people faced a second referendum on the Icesave affair, they could have been forgiven for deciding that they had had a good fight but it was time to throw in the towel. Instead, three-fifths of voters faced down UK and Dutch bullying, denying that taxpayers must bail out failed private banks unless a court rules that they are legally obliged to do so.
The Icelandic peoples admirable insistence on this principle may cost them dearly or not, depending on what a court decides. But they prove that other governments are wrong to say there is no alternative to paying for banks losses.
Landsbankis bankruptcy in 2008 made it clear that Icelands deposit insurance scheme was unfit to deal with the collapse of one, let alone of all three of the countrys main banks. The Netherlands and the UK covered their citizens deposits in Landsbankis Icesave accounts, receiving claims on Landsbankis estate in return. Icelandic insolvency law, unlike most of Europe, ranks depositors above other creditors. So these are priority claims on assets worth an estimated 90 per cent of the lost deposits, which amount to some 4bn more than a third of Icelands annual output.
The dispute centres on who is responsible for the shortfall, interest costs and the tail risk of assets fetching a lower price. London and The Hague insist these are Icelandic sovereign liabilities. Reykjavik disagrees but its politicians pragmatically agreed two settlements both of which Icelanders rejected.
The dispute is now headed for the European Free Trade Association court. Iceland has a good case: European law tells states to introduce properly resourced deposit guarantee schemes but explicitly rules out sovereign liability. While the Icelandic scheme did not have resources for the kind of crisis that ensued, nor does any other countrys. Claiming that UK or Dutch taxpayers would pay a third of annual income for foreign deposits in equivalent bank insolvencies is either hypocritical or delusional.
The vote is unlikely to upset an International Monetary Fund programme or bilateral loans. But it may tempt the Dutch and British to stall Icelands European Union membership bid. It would be a tragic mistake to punish a country for claiming its right to resolve a legal dispute in a court of law or demonstrating that it is possible to let overstretched banks fail.
At the time of the collapse, people said Iceland and Ireland differed only by one letter and a few weeks. Their views on picking up the bill for banks show the difference is more instructive than that.
![]() |
Þrákelkni Bjarts í Sumarhúsum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
IceSave | Breytt 15.4.2011 kl. 02:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
32:30
14.4.2011 | 00:17
Vantrauststillaga á ríkisstjórnina var felld, eins og við var að búast.
Það dró helst til tíðinda að enn fækkar í stjórnarliðinu, Ásmundur Einar Daðason hefur ákveðið að segja sig úr þingflokki VG, og mun hann þar með slást í hóp Atla Gíslasonar og Lilju Mósesdóttur sem standa utan þingflokksins.
![]() |
Vantrauststillaga felld |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29:0
13.4.2011 | 17:57
Tillaga til þingsályktunar um vantraust á ríkisstjórnina, þingrof og nýjar kosningar.
Sjálfstæðisflokkur
Árni Johnsen
Ásbjörn Óttarsson
Birgir Ármannsson
Bjarni Benediktsson
Einar K. Guðfinnsson
Guðlaugur Þór Þórðarson
Jón Gunnarsson
Kristján Þór Júlíusson
Ólöf Nordal
Pétur H. Blöndal
Ragnheiður E. Árnadóttir
Ragnheiður Ríkharðsdóttir
Sigurður Kári Kristjánsson (varam.)
Tryggvi Þór Herbertsson
Unnur Brá Konráðsdóttir
Þorgerður K. Gunnarsdóttir
Fjöldi: 16
Framsóknarflokkur
Birkir Jón Jónsson
Eygló Harðardóttir
Guðmundur Steingrímsson
Gunnar Bragi Sveinsson
Höskuldur Þórhallsson
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
Sigurður Ingi Jóhannsson
Siv Friðleifsdóttir
Vigdís Hauksdóttir
Fjöldi: 9
Hreyfingin
Birgitta Jónsdóttir
Margrét Tryggvadóttir
Þór Saari
Fjöldi: 3
Utan þingflokka:
Atli Gíslason
Fjöldi: 1 (Lilja Mósesdóttir er einnig líkleg til vantrausts)
SAMTALS: 29
Til að ná meirihluta fullskipaðs þings þarf 32 atkvæði.
![]() |
Atli styður vantraust vegna ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28:0
13.4.2011 | 17:49
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Engin breyting bara flöggun
13.4.2011 | 16:29
Maður klórar sér bara í hausnum
13.4.2011 | 15:00
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 15:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Told you so
13.4.2011 | 12:45
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 12:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25:0
12.4.2011 | 23:24
16:0
12.4.2011 | 23:08
Ground Hog Day
12.4.2011 | 22:46
Ekkert að marka vísitölureikninga
12.4.2011 | 11:30
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 11:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Guð blessi Írland
12.4.2011 | 10:56
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 11:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Stórvarasamir Íslendingar :)
12.4.2011 | 10:34
IceSave | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)