1.400 "líkar" við þessa frétt
12.4.2011 | 08:00
Sylvester Eijffinger, prófessor í hagfræði við Tilburg-háskóla og einn ráðgjafa Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands í Icesave-deilunni, segir að hann telji á þessari stundu enga möguleika á því að Ísland verði aðili að Evrópusambandinu.
Samkvæmt fésbókarteljara mbl.is hefur 1.400 manns "líkað" við þessa frétt nú þegar.
Síðan á 1. apríl er búinn að vera Ground Hog Day á Íslandi. Reyndar með þeim mun að í stað þess að vera föst á leiðinlegum stað af ómerkilegu tilefni, erum við í hringiðu sögulegrar og geysispennandi atburðarásar sem jaðrar á köflum við farsa.
Og nú hafa íslenskir fullveldissinnar öðlast óvænta bandamenn í Hollandi. Svona getur refskák alþjóðastjórnmála komið á óvart.
Áfram Ísland!
![]() |
Hóta að standa í vegi aðildar að ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 03:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sjáumst þá í réttarsal
12.4.2011 | 02:02
Elly Blanksma þingmaður kristilegra demókrata í Hollandi, sagði í samtali við Morgunblaðið að hún teldi að þjóðaratkvæðagreiðslan um IceSave hafi engin áhrif á samninginn og að með einum eða öðrum hætti verði að greiða skuldina. Af orðum hennar að dæma er ekki á hreinu hvort þeim er beint til íslenskra skattgreiðenda eða hinna réttu málsaðila. En til að fyrirbyggja frekari kjánaskap af þessu tagi ætti það að verða fyrsta verk viðskiptaráðherra í morgunsárið að hafa samband við hollensku þingkonuna og gefa henni upp heimilisföng og símanúmer eftirtalinna aðila:
Vilji hún hitta þessa aðila í réttarsal er ekkert óeðlilegt að hlutast sé til um það og ágreiningur ef einhver er útkljáður i samræmi við lög. Ef þekking hennar á málinu er ekki betri en svo að hún haldi að þetta sé einhvernveginn skuld sem íslenskum skattgreiðendum beri að borga, þá verða það stutt málaferli. Nú er það hlutverk íslenskra stjórnmálamanna að leiðrétta markvisst svona misskilning sem virðist vera útbreiddur meðal kollega þeirra í Evrópu og víðar. Af kjörnum leiðtogum hefur forseti Íslands farið þar femstur í flokki, og sýnt af sér mikla djörfung. Það myndi hjálpa ef fleiri tækju undir, í þágu hagsmuna lands og þjóðar.
Þetta er samningur sem ekki er hægt að hverfa frá. Neikvæð útkoma þessarar þjóðaratkvæðagreiðslu hefur engin áhrif á þennan samning. Ég fylgist með glundroðanum í innanríkismálum með enn meiri undrun. Hann er mjög óviturlegur stjórnmálalega og efnahagslega að auki. Kristilegi demókrataflokkurinn lítur svo á að með einum eða öðrum hætti verði að greiða skuldina. Ef ekki munum við sjást í réttarsal,
Elly Blanksma
![]() |
Sjáumst í réttarsalnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
IceSave | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Fjölmiðlar gegn fjölmiðlalögum
11.4.2011 | 23:59
Ekki er fyrr lokið því ferli sem upphófst með undirskriftasöfnun vegna IceSave, heldur en ný undirskriftasöfnun lítur dagsins ljós með sambærilegri áskorun. Nú er skorað á forseta að beita málskotsrétti skv. 26. gr. stjórnarskrárinnar á væntanleg lög um fjölmiðla, en frumvarp til þeirra er til umfjöllunar í menntamálanefnd.
Nú verð ég að viðurkenna að ég hef ekki getað gefið mér tíma til að kynna mér innihald frumvarpsins og get því lítið tjáð mig um það. Það skal tekið fram vegna aðkomu minnar að undirskriftasöfnun nýlega að þá tengist ég þessari ekki neitt. Þar sem ég er hinsvegar almenntur hlynntur þjóðaratkvæðagreiðslum óska ég þessari velfarnaðar. Ég hef reyndar ekki miklar áhyggjur af öðru eftir að ég rakst á upplýsingar um hverjir standa á bak við hana:
- Útvarp Saga
- Sjónvarpsstöðin ÍNN
- 365 miðlar Stöð 2 - Bylgjan - Fréttablaðið - Vísir.is
- Vefpressan Eyjan - Pressan - bleikt.is - menn.is
- Vefmiðlun ehf. AMX fréttamiðstöð
- Sjónvarpsstöðin Omega
- Sjónvarpsstöðin Stöð 1
Verkefnastjóri er Guðmundur F. Jónsson
Með öðrum orðum stendur til að básúna þetta í öllum áróðurstækjum landsins þar til allir landsmenn verða annaðhvort a) búnir að skrifa undir eða b) flúnir úr landi. Það er á vissan hátt aðdáunarvert að tekist hafi samstarf með þessum hópi sem stundum virðist sundurlyndur. Um leið er það merkilegt í ljósi þess að um er að ræða mál sem varðar beina sérhagsmuni þeirra. Það hefði verið óskandi að þessir fjölmiðlar hefðu staðið svona þétt saman á bak við aðrar undirskriftasafnanir sem varða almenna hagsmuni.
Ég mun kynna mér málið og lesa þessi lög áður en ég tek afstöðu.
![]() |
Undirskriftir gegn fjölmiðlalögum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjölmiðlar | Breytt 12.4.2011 kl. 00:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Fjármálamarkaðir hafa sagt sitt álit
11.4.2011 | 21:14
Alþjóðlegir fjármálamarkaðir hafa sagt sitt álit á niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar um ríkisábyrgð á IceSave. Álitið er einfaldlega: Meh...
Ólíkt dómsdagsspá fjármálaráðherra hefur skuldatryggingarálag ríkissjóðs lítið hreyfst í dag. Aðrir og síður marktækir mælikvarðar hafa heldur ekki hreyfst, en þá er ég að tala um lánshæfiseinkunir matsfyrirtækja. Eftir glæsilega frammistöðu forseta lýðveldisins á Bloomberg þar sem hann hraunaði feitt yfir Moody's svikamylluna er óvíst að þeir muni þora að rugga bátnum rekar, svo veikburða sem orðstír þeirra er þegar orðinn.
#winning
![]() |
Skuldatryggingaálag óbreytt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
IceSave | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Matsfyrirtækin eru í ruslflokki
11.4.2011 | 17:22
- Deven Sharma, Standard & Poor's Credit Rating (bls. 142): "S&Ps ratings express our opinion about the ability of companies to repay their debt obligations, but they do not speak to the market value for the security, the volatility of its price, or its suitability as an investment."
- Raymond McDaniel, Moody's Corporation (bls. 174): "...they become more reliant on rating opinions - and they are just opinions"
- Stephen Joynt, Fitch Ratings (bls. 185): "I think were emphasizing the fact that our ratings are opinions... its better that we disclose the fact that they are opinions as clear as we can."
Einnig er afar upplýsandi að skoða opinbera notkunarskilmála um lánshæfismat eins og þeir eru birtir á vefsíðum fyrirtækjanna sjálfra:
Moody's: "The credit ratings and financial reporting analysis observations, if any, constituting part of the information contained herein are, and must be construed solely as, statements of opinion and not statements of fact or recommendations to purchase, sell or hold any securities. No warranty, express or implied, as to the accuracy, timeliness, completeness, merchantability or fitness for any particular purpose of any such rating or other opinion or information is given or made by Moodys in any form or manner whatsoever."
Mannamál: Lánshæfismatið er aðeins ábyrgðarlaust álit eins aðila.
Standard & Poor's: "The ratings and credit related analyses of Standard & Poor's... are statements of opinion as of the date they are expressed and not statements of fact or recommendations to purchase, hold, or sell any securities or make any investment decisions. Users of the information provided through this Web Site should not rely on any of it in making any investment decision. Standard & Poor's opinions and analyses do not address the suitability of any security. Standard & Poor's does not act as a fiduciary or an investment advisor. While Standard & Poor's has obtained information from sources it believes to be reliable, Standard & Poor's does not perform an audit and undertakes no duty of due diligence or independent verification of any information it receives. Standard & Poor's keeps certain activities of its business units separate from each other in order to preserve the independence and objectivity of each of these activities. As a result, certain business units of Standard & Poor's may have information that is not available to other Standard & Poor's business units. Standard & Poor's has established policies and procedures to maintain the confidentiality of certain non-public information received in connection with each analytical process."
Mannamál: Ábyrgðarlaust álit frá aðila sem ræður manni sjálfur frá því að byggja ákvarðanatöku á áliti sínu, og framkvæmir sjálfur enga óháða athugun á þeim upplýsingum sem unnið er með. Starfsemin er svo kirfilega hólfuð niður að ekki er víst að matsskýrsla byggi á öllum fyrirliggjandi upplýsingum, auk þess sem sumar þeirra kunna að vera leyndarmál.
Fitch Ratings: "Each user of this website acknowledges that a Fitch rating is an opinion as to the creditworthiness of a security... ratings are the collective work product of Fitch and no individual, or group of individuals, is solely responsible for a rating. The rating does not address the risk of loss due to risks other than credit risk, unless such risk is specifically mentioned. ... A report providing a Fitch rating is neither a prospectus nor a substitute for the information assembled, verified and presented to investors by the issuer and its agents in connection with the sale of the securities. Ratings may be changed or withdrawn at anytime for any reason in the sole discretion of Fitch. Fitch does not provide investment advice of any sort. In issuing and/or maintaining a rating, Fitch is not making any recommendation or suggestion, directly or indirectly to you, or any other person, to buy, sell, make or hold any investment, loan or security or to undertake any investment strategy with respect to any investment, loan or security of any issuer... Any person or entity who uses a rating does so entirely at his, her or its own risk."
Mannamál: Lánshæfismat er aðeins álit eins aðila sem getur þar að auki breyst hvenær sem er eftir geðþótta viðkomandi. Fitch gefur sig ekki út fyrir að veita ráðgjöf um fjárfestingar, og hver sá sem treystir á upplýsingar um lánshæfismat gerir það af fullkomnu ábyrgðarleysi.
Síðast þegar ég las svona varfærnislega ábyrgðarfirringarskilmála voru þeir á flugeldatertu. En hún var líka beinlínis hönnuð til að brenna upp og springa, og vera hættuleg á fjölmarga mismunandi vegu. Þetta hefðu menn kannski átt að hafa í huga þegar íslensku bankarnir fengu hæstu lánshæfiseinkunn (AAA) en voru í raun að hrynja.
Þetta er útdráttur úr grein frá 6. apríl síðastliðnum
![]() |
Ömurleg frammistaða Moody's |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
IceSave | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Til hamingju Ísland
10.4.2011 | 08:02
IceSave | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Til hamingju með daginn + kosningaspá
9.4.2011 | 22:06
IceSave | Breytt s.d. kl. 22:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Kosningasprengjur
9.4.2011 | 21:40
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Kosningakaffi og kosningavaka NEI-hreyfingar
9.4.2011 | 14:24
IceSave | Breytt s.d. kl. 14:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Afhverju NEI? - fleiri viðtalsbútar
9.4.2011 | 01:26
IceSave | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sumir segja hvorki NEI eða já
9.4.2011 | 01:20
IceSave | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
IceSave deilan hófst svona 8. október 2008
8.4.2011 | 21:44
IceSave | Breytt s.d. kl. 21:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þjóðarátak: Áfram! IceSave
7.4.2011 | 09:00
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 04:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ríkisstjórn í kröppum dansi á hálum ís
6.4.2011 | 22:03
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 22:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Afhverju JÁ? - Jón Gnarr segir það
6.4.2011 | 20:49
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 20:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)