Til hamingju Ísland

Þið þurfið ekki að borga IceSave.

Nú er það skilanefndarinnar að gera upp reikninginn.

Við fáumst við afleiðingarnar í sameiningu.

Meira síðar.


mbl.is Afgerandi nei við Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

í vikunni voru fréttir um að tilboð væri komið í Icelandkeðjuna (eða hvað hún heitir) og það myndi dekka Icesafe reikninginn og vel það (þess vegna áttum við að kjós Já. Það tilboð hlýtur að vera í gangi og því er þetta mál skilanefndarinnar, þrátt fyrir að óhemjukosnaður hafi lent á þjóðinni. Meðan skilanefndirnar skamta sér himinhá laun. Hver eru þessir peningar sem voru lagir inn á Icesafe reikninga - Afhverjur er Björgólfur ekki spurður af því.

Lara (IP-tala skráð) 10.4.2011 kl. 09:02

2 Smámynd: Sævar Einarsson

Þetta er mesta hagsbót Íslendinga á seinni tímum, til hamingu Ísland! :D

Sævar Einarsson, 10.4.2011 kl. 09:17

3 Smámynd: Adeline

Góður punktur og þessi spurning þarf að fara að hljóma á fleiri stöðum, þetta þarf að fara að verða krafa- hvar eru peningarnir eða til hverra fóru icesave peningarnir mestmegnis?

Heyrst hefur að skilanefnd landsbankans viti það alveg en "megi" ekki (vilji ekki) greina frá því.. Jóhanna skýlur sér bakvið það svar að hún viti það ekki sjálf því aðeins skilanefndin viti það (bull).

Á meðan maður mætir útrásarvíkingum útá götu- alltaf af og til- enn í sínum flottustu jakkafötum á flottustu bílunum og brosandi útað eyrum- stikkfríir- þá er ég ekkert að farað hugsa mig tvisvar hvort ég eigi að borga Icesave.

Það að sjá þessa menn er eins og blaut tuska í andlitið þessa dagana.

Adeline, 10.4.2011 kl. 09:21

4 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Næsta er að kalla eftir því að við fáum trúverðuga einstaklinga við Stjórnvöld og það gerist með því að kalla eftir kosningu sem verður að vera næsta skref vegna þess að núverandi Ríkisstjórn og Alþingi eru rúin öllu trausti...

Þjóðin er að hafna vinnubrögðum þeim sem Ríkisstjórnin hefur verið með í þessu máli og Ríkisstjórnin og Alþingi verða að endurnýja umboð sitt til Þjóðarinnar...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 10.4.2011 kl. 09:22

5 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Nú þurfum við kosningar, setja allt dæmið í þvottavélina og láta þingið sækja sér nýtt umboð.

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 10.4.2011 kl. 09:23

6 identicon

Til hamingju, til hamingju. Bullshit. Ísland er í djúpum skít, já eða nei. engin ástæða fyrir euphory. Landið verður að sníða sér stakk eftir vexti og klíkusamfélgið sem þrífst á höfuðborgarsvæðinu verður að hverfa. Við þurfum nýtt fólk á þing og þar með nýja stjórn, en einnig nýtt hugarfar hjá fólkinu, ekki síst hjá þeim sem búa í höfuðborginni og heimtar privileg.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 10.4.2011 kl. 09:52

7 identicon

Leyfi mer að efast um að meira 10% af þeim sem sögðu nei hafi tekið upplýsta ákvörðun.

doddi (IP-tala skráð) 10.4.2011 kl. 10:16

8 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Þykir skrýtið hvernig Lara sem ritaði fyrstu athugasemd við bloggið vill gera upp þrotabú...

Það er ekki rétt að láta ríki og þjóð gangast í ábyrgð fyrir einkafyrirtæki sem fer í gjaldþrot. Það skiptir ekki máli hversu miklar eignir eru í hinu gjaldþrota fyrirtæki (verslunarkeðjan ICELAND).

Það að skilanefnd hafi fengið tilboð er ekki ástæða til að samþykkja ICESAVE. ástæðan er einföld, þú ábyrgist ekki eitthvað uppað ákveðinni fjárhæð ef þú þarft að "hugsanlega" að borga það sjálf(ur).

Það er lengi hægt að telja upp ástæður fyrir því hversvegna ekki á að gangast í ábyrgð fyrir fallin fyrirtæki, það sem vegur hvað mest í mínum huga er sú staðreind að þetta var einkafyrirtæki sem fór á hausinn...

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 10.4.2011 kl. 10:53

9 Smámynd: Dagný

Jú reikningurinn verður borgaður. Bara ekki á þá leið sem lagt var upp með og látið eins og væri eina leiðin. Það er til fyrir þessu í þrotabúinu og ef gengið yrði að eigum þjófanna sem stálu frá þjóðinni væri m.a.s. til afgangur til uppbyggingar innanlands.

Dagný, 11.4.2011 kl. 00:09

10 identicon

Svona geturu nú ekki sagt! Þó svo að við þurfum ekki að borga það sem hljómar í þessum samning þýðir ekki að við þurfum ekki að borga neitt. Málið gæti farið til dómsdóla og þá er lítil smuga á því að við þurfum EKKI að borga en líkurnar á því eru ekki jafn miklar og þurfa að borga margfalt það sem samningurinn bauð upp á.

Þetta er of algengur misskilningur að halda að höfnum við samningnum þurfum við ekki að borga hann. Asnalegt. Lestu þig til áður en þú bloggar!

Birta Brynhildardóttir (IP-tala skráð) 11.4.2011 kl. 00:27

11 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Birta...hvar hefur þú lesið þig til?  Hvaðan kemur þér þessi kokhrausta vitneskja?

Jón Steinar Ragnarsson, 11.4.2011 kl. 03:08

12 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Fjármálaráðherra hefur eytt síðustu dögunum fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu í að breiða út þann boðskap að líklega muni endurheimtur úr þrotabúinu verða svo miklar að reikningurinn verði núll. Þetta var hinsvegar lygi og hefði verið tæknilega ómögulegt ef við hefðu samþykkt samninginn (hefðum alltaf setið uppi með vextina). Við sögðum hinsvegar NEI og ef áðurnefnd spá fjármálaráðherra reynist rétt verða Bretar og Hollendingar tjónlausir. Enginn dómstóll mun dæma skaðabætur í hendur tjónlausra, það væri gjafagjörningur og þar með brot á mannréttindabrot. Nú reynir á hversu mikið er að marka háttvirtan fjármálaráðherra. Ég er mjög hóflega bjartsýnn á það.

Guðmundur Ásgeirsson, 11.4.2011 kl. 03:47

13 identicon

Jón. Þessi vitneskja kemur frá því að hafa búið með lögfræðingi síðastliðin sautján ár og hafa almennt fylgst gaumgæfilega með málinu.

Afsakið ef raunsæið ríkir fremur heldur en bjartsýnin hjá mér.

Ég vona innilega að mér skjátlast, en ef þið læsuð t.d. breskar eða hollenskar fréttasíður sjáiði að þeim Englendingum og Hollendingum er ekkert í hug að leyfa Íslendingum að sleppa með skrekkinn.

Birta Brynhildardóttir (IP-tala skráð) 12.4.2011 kl. 20:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband