Ekkert að marka vísitölureikninga

Kerfisvilla hefur komið í ljós við innlestur á launagögnum í vísitölu byggingarkostnaðar, sem haft hefur í för með sér uppsafnað vanmat í vísitölunni frá mars 2010. Hagstofan vinnur nú að afturvirkum endurútreikningi um tæpt ár.

Maður verður óhjákvæmilega hugsi yfir fréttum sem þessari, ásamt þeim dæmalausa vitleysisgangi sem virðist umkringja endurútreikninga fjármálafyrirtækja á vissum tegundum lána sem voru tengd ákveðnum vísitölum. Þess er skemmst að minnast þegar lækkun mældist eftir áramót á þeirri vísitölu sem er einna mesti áhrifavaldur á hagsmuni íslenskra heimila um þessar mundir: verðlagsvísitölunni. Þegar farið var að kanna málið kom í ljós að engin raunveruleg verðhjöðnun hafði átt sér stað, heldur tók Hagstofan einfaldlega útvarpsskattinn út úr reikniformúlunni um áramótin.

Eins og síðastnefnda dæmið ber með sér er ekkert af þessu grafið í stein heldur auðveldlega hægt að breyta, að því er virðist af geðþótta. Maður spyr því hvers vegna ekki eru gerðar breytingar sem hafa áhrif til lækkunar fyrst það er svona auðvelt? Eins og fyrrnefndu dæmin sanna er heldur ekki einu sinni víst að þær stofnanir sem eiga að vera að reikna þessar stærðir séu yfir höfuð starfi sínu vaxnar. Á það ekki síst við um fjármálafyrirtækin, en komið hefur í ljós að ennþá eru þau að þráast við að fara að lögum við útreikninga sem lagðir eru til grundvallar innheimtu.

Það nýjasta er þrálátur orðrómur um að höfuðóvinur íslenskra lánþega: verðtryggingin, kunni einnig að vera byggð á röngum útreikningum í trássi við lagafyrirmæli. Sumir hafa sagt að það hljóti að vera vitlaust gefið í þessu spili. Kannski það eigi hreinlega eftir að koma á daginn! Eftir eignaupptöku bankanna og valdaupptöku svikulla stjórnmálamanna, væri það eftir öllu ef hin langþráða skjaldborg myndi finnast í sakleysislegri kerfisvillu.

Það væri svipað og í sögunni um Innrásina frá Mars, þegar geimverurnar voru um það bil að leggja undir sig mannkynið, en biðu lægri hlut á elleftu stundu fyrir jarðneskum sýklum sem þær höfðu aldrei þróað ónæmi fyrir.


mbl.is Kerfisvilla í útreikningum vísitölu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Gíslason

Ætar Hagstofan að borga mismuninn?

Ómar Gíslason, 12.4.2011 kl. 12:38

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Neibb, hann dregst bara frá höfuðstól.

Guðmundur Ásgeirsson, 12.4.2011 kl. 14:33

3 identicon

Glæsilegur var sigurinn okkar æi ICEAVE málinu

Hér er orðið til gríðarlega sterkt nýtt þjóðfélagsafl í kring um það mál.

hvorki meira né minna en 60% þjóðarinnar.

Ekki held eg að samstaðan yrðo minni ef gengið væri í að henda burtu hinni siðspilltu og fáránlegu verðtryggingu

sem á sér hvergi hliðstæðu í víðri veröld .þetta er allt spurningin um það hverju menn ætla að halda áfram að láta ljúga í sig...

lengur en það gengur þetta bull ekki nefnilega..

Sólrún (IP-tala skráð) 12.4.2011 kl. 14:36

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Jamm það þarf að gera róttækar breytingar á fjármálakerfinu og alveg niður í grunninn á fyrirkomulagi peningamála.

Guðmundur Ásgeirsson, 12.4.2011 kl. 22:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband