Landsbankinn hf. hagnast á við þann gamla
29.4.2011 | 07:44
Nýji Landsbankinn hefur nú haldið aðalfund og ákveðið að breyta lögheiti sínu úr NBI hf. í Landsbankinn hf. Hætt er við þetta geti valdið einhverjum ruglingi, en til skýringa:
Landsbanki Íslands hf. (LBI) er gamli ríkisbankinn sem var einkavæddur í árslok 2002 fyrir 25 milljarða og fór á hausinn árið 2008, hann er nú í slitameðferð. Á rústum gamla bankans var stofnuð ný kennitala með lögheitið NBI hf. sem tók upp markaðsheitið Landsbankinn og hefur nú ákveðið að gera það að lögheiti sínu.
Landsbankinn hf. (NBI) er semsagt nýji ríkisbankinn, sem var formlega stofnaður í desember 2009 með 122 milljarða eiginfjárframlagi ríkisins og útgáfu 300 milljarða skuldabréfs inn í eignasafn gamla bankans sem mun líklega allt renna upp í IceSave kröfurnar. Með öðrum orðum eru Bretar og Hollendingar hinir raunverulegu eigendur bankans í augnablikinu, og íslenska ríkið hyggst kaupa sinn 81% hlut alls þrisvar á næstu 10 árum til að eignast hann að lokum, en aðeins ef ekkert fer úrskeiðis í millitíðinni eins og að bankanum mistakist að útvega 47 milljarða í erlendum gjaldeyri.
Svo ég fái lánað orðalag úr notkunarskilmálum matsfyrirtækja, þá er þessi pistill EKKI FJÁRMÁLARÁÐGJÖF heldur aðeins mit PERSÓNULEGA ÁLIT sett fram á forsendum tjáningarfrelsis. Ég ber enga ábyrgð á öðru fullorðnu fólki og ákvörðunum sem það tekur.
Að lokinni þessari hringferð á eignarhaldi bankans frá ríkinu í einkaeigu og aftur til baka í ríkiseigu, er áfallinn kostnaður skattgreiðenda vegna afleiðinga af einkavæðingu Landsbankans nú þegar kominn yfir 500 milljarða króna eða einn þriðja af vergri þjóðarframleiðslu (33% GDP 2010). Þeir sem voru hvað ákafastir að vilja samþykkja ríkisábyrgð vegna IceSave hafa haldið því fram að málið hafi bakað okkur tjón upp á hundruðir milljarða sem mætti bæta við þessa summu og slagar þá áætlað tjón í hálfa til heila þjóðarframleiðslu (50-100% GDP 2010).
Enn er ótalið 2.108 milljarða tap almennra kröfuhafa gamla bankans og 144 milljarðar sem gætu vantað upp á fullar endurheimtur vegna IceSave innstæðna, miðað við nýjustu áætlanir frá skilanefndinni. Samtals nemur því tjónið sem einkavæðing þessa eina banka hefur haft í för með sér, á bilinu 2.700-3.000 milljörðum eða allt að tvöfaldri þjóðarframleiðslu (200% GDP 2010). Það samsvarar nokkurnveginn markaðshlutdeild Landsbankans sem hlutfall af áætlaðri heildarstærð íslenska bankahrunsins 2008.
Á meðan Landsbankinn var í einkaeigu á árunum 2003-2008 skilaði hann samtals 150 milljarða króna hagnaði (10% GDP 2010), sem þó er óljóst hvað varð um. Margt bendir til að stór hluti fjárins hafi farið gegnum Luxemborg og þaðan áfram til "money heaven" sem er hugsanlega á einhverri aflandseyjunni. Þó það sé líklega algjör tilviljun er merkilegt hversu svipuð þessi upphæð er þeirri sem vantar upp í IceSave kröfurnar miðað við endurheimtuspá...
Núna að undanförnu hafa nýju bankarnir verið að birta afkomutölur síðasta árs, og það hefur vakið nokkra athygli að þeir virðast skila svipuðum hagnaði og fyrir hrun. Landsbankinn er engin eftirbátur, skoðum afkomutölurnar frá og með einkavæðingu:
LBI
2003 3,0 ma.kr.
2004 12,7 ma.kr.
2005 25,0 ma.kr.
2006 40,2 ma.kr.
2007 39,9 ma.kr.
2008H1 29,4 ma.kr.*
------------------------
Alls: 150,2 ma.kr.
Meðal: 26,1 ma.kr.
NBI
2008Q4 -6,9 ma.kr.*
2009 14,5 ma.kr.
2010 27,2 ma.kr.
------------------------
Alls: 34,8 ma.kr.
Meðal: 15,5 ma.kr.
*Í tölum ársins 2008 er auðvitað undanskilið yfir 2000 milljarða tap kröfuhafa og hluthafa við gjaldþrot og endurskipulagningu bankans, en þessar tölur sem fengnar eru úr opinberlega aðgengilegum gögnum eru notaðar til að gefa samanburðarhæfa mynd af rekstrarafkomunni fyrir og eftir hrun. Reyndar verður að taka flestar tölur fyrir hrun með nokkrum fyrirvara, hvernig getur t.d. hálfsársuppgjör 2008 þegar bankinn var kominn að fótum fram, sýnt fram á methagnað án þess að um sé að ræða stórfellda fölsun? Athyglisvert er að hagnaður ársins í fyrra var meiri en áætlaður meðalhagnaður á einkavæðingartímabilinu, þrátt fyrir að stærð nýja efnahagsreikningsins sé aðeins þriðjungur af þeim gamla og mikill samdráttur hafi orðið í þjóðfélaginu.
Hefði ríkisábyrgð vegna IceSave verið samþykkt væri hlutdeild ríkisins í hagnaði síðasta árs farin fyrir lítið og gott betur, en þó að því glapræði hafi verið afstýrt er samt varla nema hófleg ástæða til bjartsýni um framtíðarhorfur "banka allra landsmanna". Rúm 60% af hagnaðinum eru 16,9 milljarðar af froðu vegna "virðishækkunar útlána", eða með öðrum orðum búnir til með engu nema pennastriki. Sköpunargleðin í bókhaldinu virðist lítið hafa dvínað við hrunið, til dæmis ber afkomukynningin vott um að áhrif ólögmætis gengistryggingar séu stórlega vanmetin og eiga þar ýmis kurl eftir að koma til grafar enn. Loks má nefna að greiðslur af höfuðstóli skuldabréfsins til LBI munu hefjast árið 2014 og nema yfir 50 milljörðum á ári í erlendum gjaldeyri. Samkvæmt áætlun bankans sjálfs mun hann ekki eiga gjaldeyri fyrir nema fjórum af þessum fimm afborgunum, og þarf því að kaupa mismuninn á gjaldeyrismarkaði.
Þeir sem eiga innstæður í Landsbankanum verða því treysta á að bankinn muni eiga 47 milljarða á lausu og að nægt framboð verði af gjaldeyri á sama tíma og Seðlabankinn losar um gjaldeyrishöftin og skilanefnd gamla Landsbankans greiðir út IceSave kröfurnar. Þetta er sérstaklega athugunarvert í ljósi þess að þann 1. júni næstkomandi er fyrirhugað að fella úr gildi yfirlýsingar stjórnvalda um fulla tryggingu innstæðna. Eftir það verða allt að 16 milljónir tryggðar hjá hverjum reikningseiganda og engin ríkisábyrgð. Við það bætist að 300 milljarða skuldabréfið við skilanefnd LBI er tryggt með veði í hálfu útlánasafni NBI, og hefur þannig forgang sem því nemur umfram innstæður ef einhverntíma reynir á tryggingarnar.
Á mannamáli þýðir þetta allt saman að frá og með sumri verður engin innstæða yfir örfáum milljónum örugglega geymd í Landsbankanum. Formaður bankaráðs virðist hinsvegar hafa lagt á það áherslu á aðalfundinum að þrefalda þyrfti laun bankastjórans. Kannski eru ofurlaun fyrir bankastjóra einmitt ráðið til að leysa öll vandamál í hagkerfinu.... Hvað segið þið er búið að reyna það? Já alveg rétt og það virkaði ekki, en hvað veit ég svosem, eins og stendur efst þá er þetta EKKI fjármálaráðgjöf.
![]() |
Áhyggjur af launamálum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 12:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
IceSave = 985 kr. pr. Kínverja
28.4.2011 | 21:23
Kínverjar voru 1.339 milljónir í lok árs 2010 eða rúmir 1,3 milljarðar og fjölgaði um 73,9 milljónir áratuginn á undan.
Hér er forvitnilegt reikningsdæmi:
Kröfurnar vegna IceSave innstæðna Landsbankans hljóða upp á 1.319 milljarða kr.
Ef kröfurnar væru á hendur fjölmennustu þjóð heims væru það 985 kr. á mann.
Kínverskur verkamaður næði tæplega að vinna fyrir því á einum vinnudegi.
Jafnvel þó þessu yrði dreift á alla jarðarbúa væru það 191 kr. á mann.
Stór hluti jarðarbúa hefur minna en það á dag til viðurværis.
Eins gott að skilanefndin á líklega fyrir þessu mestöllu.
![]() |
Kínverjar 1.339 milljónir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
IceSave | Breytt s.d. kl. 21:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Skynet með greiðslukortanúmerin?
27.4.2011 | 19:49
Samkvæmt sjónvarpsþáttunum Tortímandinn (Sarah Connor sögurnar), vaknaði gervigreindin Skynet til sjálfsvitundar 19. apríl 2011 sem var á þriðjudaginn í síðustu viku. Daginn eftir var brotist inn í netkerfi Sony fyrir Playstation leikjatölvur og þaðan stolið mesta magni notendaupplýsinga sem um getur í sögunni.
Ef þú átt Playstation 3 þá er Skynet hugsanlega með greiðslukortanúmerið þitt!
Ég spila ekki netleiki og á ekki einu sinni greiðslukort. Farsímanotkun takmarkast við gamalt símtæki án staðsetningarbúnaðar og þessi vefsíða er vistuð í göngufæri við heimili mitt. Á legsteininn minn verður letrað: "Hann var aldrei á facebook". Núna ætti að vera ljóst hvers vegna.
Ég er hinsvegar ennþá að leita að ókeypis lausn fyrir vefpóst sem fellur undir íslenska lögsögu og utan áhrifasviðs tortryggilegra fyrirtækja. Einhverjar uppástungur?
![]() |
Notendur fylgist með greiðslukortanotkun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 19:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Stund sannleikans nálgast
27.4.2011 | 07:58
Mikill fjöldi Íslendinga ásamt nokkrum ríkisborgum annara landa á evrópska efnahagssvæðinu standa með einum eða öðrum hætti saman að kvörtun til eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) vegna meintra brota íslenskra stjórnvalda og stjórnsýslu á Evrópurétti. Hin meintu brot eru sögð felast í margvíslegum skerðingum á mannréttindum og eignarrétti, sem þykir almennt ekki til prýði í siðmenntuðum ríkjum.
Öruggt má telja að kvörtunin hafi allnokkra vigt. Nánar tiltekið þekur hún 18 kílógrömm af pappír útprentuð og fyllir þrjá pappakassa, sem jafnvel í Brüssel hlýtur að teljast sæmilegt umfangs. Í fyrra kom fram á sjónarsviðið annað stórbrotið og ekki síður þýðingarmikið verk sem varð metsölubók ársins. Sjáum til hvað gerist á þessu ári.
En það verður ekki síður spennandi að fylgjast með viðbrögðum IceSave-grýlunnar ógurlegu við þessari nýjustu sendingu. Þá er að sjálfsögðu átt við ESA og þegar stund sannleikans rennur upp mun hið sanna eðli fyrirbærisins opinberast. Trúir þú á Grýlu?
![]() |
Kvörtun lántakenda send til ESA |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Gengistrygging | Breytt s.d. kl. 05:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Hinir raunverulegu hryðjuverkahöfðingjar...
26.4.2011 | 14:01
...eru ekki arabískir heldur engilaxneskir. Þetta er engin nýr sannleikur en margir eiga hinsvegar eftir að meðtaka þann óþægilega veruleika. Það er ekki endilega auðvelt því hann er allt annar en sá sem fjölmiðlar sýna oftast. Þeir stærstu tilheyra nefninlega flestir þeirri samsteypu sem hagnast á þessu, stríð og fjöldamorð eru spennandi fréttaefni og öflug tæki til að ná athygli lesenda og áhorfenda.
![]() |
Segja liðsmann al-Qaeda hafa starfað fyrir MI6 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Beardyman á NASA 7. maí
24.4.2011 | 17:50
Tónlist | Breytt s.d. kl. 19:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Unnið að stofnun samfélagsbanka á Íslandi
24.4.2011 | 17:04
Fjölmiðlar missa boltann
23.4.2011 | 01:12
Fjölmiðlar | Breytt s.d. kl. 16:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
IceSave-hausverkur Sjálfstæðisflokksins
22.4.2011 | 20:19
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 20:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Of seint, lögin tóku gildi í gær
21.4.2011 | 21:58
Seðlabanki Bandaríkjanna uppgötvar greiðslumat
20.4.2011 | 23:39
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 23:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Verið hrædd. Eða MJÖG hrædd!
20.4.2011 | 23:08
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 23:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hver á að verja Ísland?
18.4.2011 | 17:30
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 17:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Neikvæðar lánshæfishorfur USA
18.4.2011 | 16:37
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 23:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Hvað þýða þessi viðskipti?
17.4.2011 | 22:52
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 22:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)