Allt er þegar þrennt er

Evrópusambandið hefur smám saman unnið að því að undanförnu að uppfæra vefkerfi sín til að endurspegla þá staðreynd að Ísland sé ekki lengur meðal umsækjenda um aðild að sambandinu. Nú hefur kort af Evrópu á vefsíðu um hvernig ESB virkar verið uppfært þannig að Ísland er ekki lengur litað með gráu sem táknar umsóknarríki, heldur ljósleitt líkt og hin EFTA-ríkin sem eru utan ESB.

Það var fyrst 27. apríl síðastliðinn sem fluttar voru fréttir af því að Ísland væri enn á lista yfir umsóknarríki á vefsíðu ESB. Í kjölfarið var það svo leiðrétt eins og fjallað var um þann 29. maí, og Ísland fjarlægt af lista á vefsíðu framkvæmdastjórnar ESB.

Strax í kjölfarið hófu sumir fjölmiðlar að skýra frá því að Ísland væri þrátt fyrir allt ennþá á lista umsóknarríkja á annarri vefsíðu, með fræðsluefni um hvernig ESB virkar. Það var hinsvegar leiðrétt líka, nokkrum dögum síðar.

Svo gerðist það í þriðja sinn um miðjan júní að í umfjöllun fjölmiðla kom fram að Ísland væri á enn einum stað skilgreint sem umsóknarríki. Í þetta sinn á korti sem sýnir aðildar- og umsóknarríki ESB, á sömu síðunni með fróðleik um hvernig ESB virkar, og reyndar einnig á sambærilegu korti á vefsíðu sendinefndar ESB á Íslandi

Þetta hefur nú verið leiðrétt og kortin uppfærð, til samræmis við raunveruleikann. Það er því ekki lengur hætta á rofi þar milli. Allt er þegar þrennt er, og núna er vonandi séð fyrir endann á allri óvissu um hver sé raunveruleg staða málsins.


mbl.is Breytt Ísland á kortum ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frumvarp um innleiðingu óþýddrar tilskipunar

Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur birt drög að frumvarpi um innleiðingu Tilskipunar 2014/17/ESB um láns­samn­inga fyr­ir neyt­end­ur í tengsl­um við íbúðar­hús­næði, eða svokallaðrar fasteignaveðlánatilskipunar. Ekki er þó allt með felldu við þetta mál, en hér verður fyrst og fremst tæpt á atriðum sem eru sláandi við fyrstu skoðun.

Í fyrsta lagi er um að ræða löggjöf á sviði neytendaverndar og það skýtur því afar skökku við að í nefndinni sem samdi frumvarpið sat fulltrúi Samtaka fjármálafyrirtækja, en enginn fulltrúi samtaka neytenda, eins og kom fram í svari ráðherra við fyrirspurn á nýafstöðnu þingi. Ekki nóg með það heldur kemur fram í greinargerð með frumvarpinu að auk þess hafi forstjóri stærsta lánveitandans á þessu sviði tekið sæti í nefndinni fljótlega eftir að hún tók til starfa. Jafnframt hafi starfað "með nefndinni" fleiri fulltrúar þessara sömu aðila þ.e. SFF og ÍLS, en enginn fyrir hönd neytenda eða samtaka þeirra.

Í öðru lagi þá hefur tilskipunin ekki enn verið tekin upp í EES-samninginn, og er því óskiljanlegur sá asi sem hafður er á innleiðingu hennar. Ekki síst í ljósi þess að hér á landi eru nú þegar í gildi almenn lög um neytendalán sem fela í sér innleiðingu á tilskipun ESB um neytendalán, en allt frá síðustu aldamótum hefur það verið vilji löggjafans að hún nái einnig yfir fasteignalán einstaklinga. Hér því um breytingu á löggjafarstefnu að ræða, sem hefur hvergi verið rædd opinberlega, heldur aðeins á lokuðum vettvangi nefndar sem skipuð er embættismönnum og fulltrúum lánveitenda.

Í þriðja lagi, þar sem tilskipunin hefur ekki verið tekin upp í EES-samninginn, hefur ekki heldur verið gerð opinber löggild íslensk þýðing hennar og birt á EES-vef utanríkisráðuneytisins. Hér er því um að ræða tilraun til innleiðingar á erlendum texta en í fréttatilkynningu ráðuneytisins er aðeins tengill á enska útgáfu tilskipunarinnar. Það er hinsvegar regla bæði á Alþingi og í dómstólum hér á landi, að þingmálið sé íslenska, enda er það opinbert tungumál íslenska ríkisins.

Í fjórða lagi er gerður er fyrirvari um breytingar á ákvæðum frumvarpsins um lán í erlendum gjaldmiðlum og segir um það: "Sérákvæði þar um voru rædd á yfirstandandi löggjafarþingi, mál nr. 561, en ekki samþykkt og eru þau enn í vinnslu." Þessi framsetning er hrein blekking því það mál sem vísað er til sneri ekki aðeins að lánum í erlendum gjaldmiðlum sem eru lögleg hér á landi. Þvert á móti var eitt af meginatriðum þess frumvarps, tilraun til þess að lögleiða gengistryggð lán í íslenskum krónum, sem hafa þó verið ólögleg allt frá árinu 2001 hér á landi, og það af góðum ástæðum. Það var ekki síst vegna kröftugrar andstöðu umsagnaraðila við þá fyrirætlan sem og alvarlegra galla á umræddu frumvarpi, að það hlaut ekki afgreiðslu á nýafstöðnu þingi.

Í fimmta lagi telur frumvarpið 65 lagagreinar sem þekja 25 blaðsíður auk greinargerðar upp á 44 blaðsíður, eða samtals 69 blaðsíður! Til samanburðar þá gátu eldri lög um neytendalán frá 1994 rúmast á fjórum blaðsíðum. Svona mikið textafargan og flækjustig þjónar engan veginn hagsmunum neytenda, heldur er þvert á móti til þess fallið að villa um fyrir þeim og skapa glufur sem skerða réttarstöðu þeirra. Sé litið til þess hverjir eru meðal höfunda frumvarpsins, er þetta sérstaklega mikið áhyggjuefni.

Hér að ofan eru talin fimm atriði sem varða tilurð þessa máls og framsetningu, og á þó enn eftir að skoða nánar innihald og efni frumvarpsins. Umsagnarfrestur ráðuneytisins er til 21. ágúst og er rétt að hvetja alla sem láta málið sig varða til þess að nýta sér þann möguleika og koma á framfæri umsögn samkvæmt leiðbeiningum í tilkynningu ráðuneytisins.


mbl.is Breyta lögum um fasteignalán
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af hverju NEI?

Grikkir ganga nú til atkvæðagreiðslu um hvort þeir samþykki eða hafni efnahagslegum skilyrðum sem þeim hafa verið sett vegna þeirrar krísu sem ríkir á evrusvæðinu.

Afhverju ættu þeir að segja NEI? Það er kannski ekki okkar að segja til um, en hér í byrjun meðfylgjandi myndbands kemur þó frama á hvaða forsendum sá er þetta skrifar myndi byggja afstöðu sína í svipuðum sporum.

Hér má fylgjast með tölum eftir því sem þær berast frá kjörstöðum, á vef gríska innanríkisráðuneytisins: Referendum July 2015

Búast má við fyrstu tölum um kvöldmatarleytið að íslenskum tíma, og lokatölur gætu legið fyrir seint í kvöld eða snemma á morgun.


mbl.is Nei eða já?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er kosið um í Grikklandi?

Núna þegar aðeins örfáar klukkustundir er þar til söguleg þjóðaratkvæðagreiðsla mun fara fram í Grikklandi sem mun ráða öllu um efnahagslega framtíð landsins, er nánast hnífjafnt samkvæmt skoðanakönnunum milli NAI og OXI þ.a. JÁ og NEI.

http://www.zerohedge.com/sites/default/files/images/user92183/imageroot/2015/06/Greferendum.png

En hvað er það nákvæmlega sem verður kosið um? Þegar stórt er spurt, er annaðhvort fátt um svör, eða þá að svörin eru eðli málsins stór.

Hér er textinn sem mun verða á kjörseðlinum:

GREECE REFERENDUM PAPER

Ef þetta virðist vera eins og gríska þá er það rétt ályktað.

Hér er ensk þýðing frá Wall Street Journal:

The Greek people are asked to decide with their vote whether to accept the outline of the agreement submitted by the European Union, the European Central Bank and the International Monetary Fund at the Eurogroup of 25/06/15 and is made up of two parts which constitute their unified proposal:

The first document is entitled: Reforms for the completion of the current program and beyond and the second is Preliminary Debt Sustainability Analysis.

Whichever citizens reject the proposal by the three institutions vote: Not Approved / NO

Whichever citizens agree with the proposal by the three institutions vote: Approved /YES

Hér eru þessi tvö skjöl á ensku:

Reforms for the completion of the current program and beyond

Preliminary Debt Sustainability Analysis

Hér er svo gríska þýðingin, en hún er "aðeins" 34 blaðsíður.

Til að gera þetta en snúnara virðist svo vera sem að villa sé í grísku þýðingunni sem breytir algjörlega merkingu þess sem eru lykilniðurstöður skjalsins. Bloomberg fréttaveitan segir í fréttaskýringu sinni að munurinn liggi í því hvort að tvær af þremur sviðsmyndum séu sjálfbærar eða ekki, sem er í raun kjarni málsins. Grískum kjósendum er því nokkur vorkunn að þurfa að taka afstöðu til valkosta sem er svona óskýrir og jafnvel vanreifaðir.


mbl.is 44% með, 44% á móti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skuldaniðurfellingar Grikklands

Sumar myndir segja meira en þúsund orð en þessi hérna segir 16 milljarða þýzkra marka:

Hér má sjá vinsælasta veggjakrotsmerkið í Aþenu það sem af er þessari helgi:

Athens academy

Til glöggvunar er OXI = nei á grísku og NAI = já.     (Ég veit... en þetta er samt þannig.)

greece atm

Hraðbankar eru fjölsóttustu staðir Aþenu um helgina og því kjörinn staður til að tjá sig.

Bank of Greece no

Út um alla borgina er búið að spreyja rautt NEI yfir veggspjöld JÁ-hreyfingarinnar.

Nai Oxi

Hér eru myndir frá samkomu grísku NEI-hreyfingarinnar núna í kvöld:

Á sunnudag fer svo fram þjóðaratkvæðagreiðsla í Grikklandi. Það var reynt að kæra hana til Hæstaréttar Grikklands en dómstóllinn vísaði kærunni frá og tók fram að ekkert mælti gegn því að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um fjárhagslega hagsmuni ríkisins.

Það hefur verið reynt að bera þá stöðu sem uppi er í Grikklandi saman við næstu mögulegu hliðstæðu sem er Icesave málið hér heima. Í ljósi þess er nokkuð undarlegt að heyra í beinni útsendingu RT, ræðumenn á útifundi grísku NEI-hreyfingarinnar lesa upp úr stuðningsyfirlýsingum sem þangað hafa borist erlendis frá, og heyra þar á meðal sendenda nöfn a.m.k. tveggja íslenskra þingmanna úr flokki sem var á JÁ-hliðinni í Icesave málinu. Líklega er best að spara frekari lýsingarorð um þann tvískinnung.

Það sem þjóðaratkvæðagreiðslan í Grikklandi á sunnudaginn og um Icesave hér heima eiga sameiginlegt er að í báðum tilvikum þýðir NEI sama og höfnun á afarkostum. Þar endar líka allur samanburðurinn því staða Grikklands er önnur og raunar mun verri en staða Íslands var árið 2011. Hún er núna meira í líkingu við það sem staðan væri hér á landi ef Icesave-samningarnir hefðu verið samþykktir.

P.S. Mæli eindregið með því að horfa á beinu útsendinguna frá Aþenu, það er rafmögnuð stemning þar, búið að slá upp tónleikum og verðið er gullfallegt. Þetta er miklu betra en ruslið sem er á dagskrá sjónvarpsstöðvanna í kvöld, og Eurovision, til samans.


mbl.is AGS kallar eftir skuldaniðurfellingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Evran er ekki stöðugur gjaldmiðill

Evran er gjaldmiðill gefinn út af hlutafélagi til heimilis í Frankfürt í Þýzkalandi og notaður sem lögeyrir 19 þjóðríkja. Sum þeirra búa við talsverðan stöðugleika og hafa gert það lengi vel. Önnur þeirra búa við óstöðugleika, bæði efnahagslegan og...

Vopnaflutningar með farþegaflugi

RÚV seg­ir frá því í dag að Landhelgisgæslan hafi sent 250 vélbyssur með farþega­flug­vél Icelanda­ir til Ósló­ar í morg­un. Byssurnar bárust hingað til lands frá norska hernum í fyrravor og taldi gæslan í fyrstu að um gjöf væri að ræða. Þegar í ljós kom...

Gleðilegan þjóðhátíðardag

Til hamingju með daginn góðir Íslendingar!

Ólögmæti Landsbankabréfa staðfest (Icesave IV)

Þegar þáverandi stjórnvöld sömdu árið 2009 við kröfuhafa föllnu bankanna um að afhenda slitabúum þeirra eignarhluti í nýju bönkunum, var farin önnur leið í tilviki Landsbankans heldur en hinna bankanna tveggja. Í stað hlutabréfa var nýji bankinn látinn...

Ísland af lista umsóknarríkja (aftur)

Eins og fjallað var um í síðustu viku hafði nafn Íslands þá verið fjarlægt af lista yfir umsóknarríki á vefsíðu framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins . Strax í kjölfarið greindu hinsvegar nokkrir fjölmiðlar frá því að Ísland væri samt sem áður enn á lista...

Afnema þarf verðtryggingu neytendalána

Fjármálaráðherra segir að endurbyggja þurfi traust í samskiptum stjórnvalda og vinnumarkaðar, og taka hönd­um sam­an um að verja lága verðbólgu og ná niður vöxtum. Það er eflaust nokkuð til í þessu. Það væri þá kannski fínt að byrja á því að standa við...

Nauðsynleg og réttmæt leiðrétting

Allir sem hafa starfað við almannatengsl á netinu og vefstjórn af einhverju viti þekkja tilvik þar sem upplýsingar á vefsíðum eru orðnar úreltar og þar af leiðandi ekki lengur réttar. Þess vegna eru líka flestar vefsíður, allavega þær sem eru af vandaðri...

Siðareglur fyrir Alþingismenn

Allir forsetar Alþingis ásamt öllum þingflokksformönnum hafa lagt fram tillögu til þingsályktunar um að Alþingi setji þingmönnum siðareglur. Það var þá kominn tími til árið 2015 ! Samkvæmt tillögunni verða reglurnar þess efnis meðal annars, að þingmönnum...

Passar ekki fyrir íslenskar aðstæður

Samkvæmt greiningum erlendra sérfræðinga sem eru væntanlegir hingað til lands til að kynna niðurstöður sínar, nemur áætlaður kostnaður vegna fjár­svika í heim­in­um um 5% af heild­ar­tekj­um fyr­ir­tækja og stofn­ana. Óvíst er hvaða hljómgrunn þessar...

Hvernig framlengja má frestinn

Þeim sem eiga enn eftir að samþykkja Leiðréttinguna er bent á að enn er hægt að framlengja frestinn, með því að gera athugasemdir við niðurstöðurnar eða kæra þær til úrskurðarnefndar um leiðréttinguna. Það er gert á heimasíðu leiðréttingarinnar, og má...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband