Hvað er kosið um í Grikklandi?

Núna þegar aðeins örfáar klukkustundir er þar til söguleg þjóðaratkvæðagreiðsla mun fara fram í Grikklandi sem mun ráða öllu um efnahagslega framtíð landsins, er nánast hnífjafnt samkvæmt skoðanakönnunum milli NAI og OXI þ.a. JÁ og NEI.

http://www.zerohedge.com/sites/default/files/images/user92183/imageroot/2015/06/Greferendum.png

En hvað er það nákvæmlega sem verður kosið um? Þegar stórt er spurt, er annaðhvort fátt um svör, eða þá að svörin eru eðli málsins stór.

Hér er textinn sem mun verða á kjörseðlinum:

GREECE REFERENDUM PAPER

Ef þetta virðist vera eins og gríska þá er það rétt ályktað.

Hér er ensk þýðing frá Wall Street Journal:

The Greek people are asked to decide with their vote whether to accept the outline of the agreement submitted by the European Union, the European Central Bank and the International Monetary Fund at the Eurogroup of 25/06/15 and is made up of two parts which constitute their unified proposal:

The first document is entitled: Reforms for the completion of the current program and beyond and the second is Preliminary Debt Sustainability Analysis.

Whichever citizens reject the proposal by the three institutions vote: Not Approved / NO

Whichever citizens agree with the proposal by the three institutions vote: Approved /YES

Hér eru þessi tvö skjöl á ensku:

Reforms for the completion of the current program and beyond

Preliminary Debt Sustainability Analysis

Hér er svo gríska þýðingin, en hún er "aðeins" 34 blaðsíður.

Til að gera þetta en snúnara virðist svo vera sem að villa sé í grísku þýðingunni sem breytir algjörlega merkingu þess sem eru lykilniðurstöður skjalsins. Bloomberg fréttaveitan segir í fréttaskýringu sinni að munurinn liggi í því hvort að tvær af þremur sviðsmyndum séu sjálfbærar eða ekki, sem er í raun kjarni málsins. Grískum kjósendum er því nokkur vorkunn að þurfa að taka afstöðu til valkosta sem er svona óskýrir og jafnvel vanreifaðir.


mbl.is 44% með, 44% á móti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skuldaniðurfellingar Grikklands

Sumar myndir segja meira en þúsund orð en þessi hérna segir 16 milljarða þýzkra marka:

Hér má sjá vinsælasta veggjakrotsmerkið í Aþenu það sem af er þessari helgi:

Athens academy

Til glöggvunar er OXI = nei á grísku og NAI = já.     (Ég veit... en þetta er samt þannig.)

greece atm

Hraðbankar eru fjölsóttustu staðir Aþenu um helgina og því kjörinn staður til að tjá sig.

Bank of Greece no

Út um alla borgina er búið að spreyja rautt NEI yfir veggspjöld JÁ-hreyfingarinnar.

Nai Oxi

Hér eru myndir frá samkomu grísku NEI-hreyfingarinnar núna í kvöld:

Á sunnudag fer svo fram þjóðaratkvæðagreiðsla í Grikklandi. Það var reynt að kæra hana til Hæstaréttar Grikklands en dómstóllinn vísaði kærunni frá og tók fram að ekkert mælti gegn því að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um fjárhagslega hagsmuni ríkisins.

Það hefur verið reynt að bera þá stöðu sem uppi er í Grikklandi saman við næstu mögulegu hliðstæðu sem er Icesave málið hér heima. Í ljósi þess er nokkuð undarlegt að heyra í beinni útsendingu RT, ræðumenn á útifundi grísku NEI-hreyfingarinnar lesa upp úr stuðningsyfirlýsingum sem þangað hafa borist erlendis frá, og heyra þar á meðal sendenda nöfn a.m.k. tveggja íslenskra þingmanna úr flokki sem var á JÁ-hliðinni í Icesave málinu. Líklega er best að spara frekari lýsingarorð um þann tvískinnung.

Það sem þjóðaratkvæðagreiðslan í Grikklandi á sunnudaginn og um Icesave hér heima eiga sameiginlegt er að í báðum tilvikum þýðir NEI sama og höfnun á afarkostum. Þar endar líka allur samanburðurinn því staða Grikklands er önnur og raunar mun verri en staða Íslands var árið 2011. Hún er núna meira í líkingu við það sem staðan væri hér á landi ef Icesave-samningarnir hefðu verið samþykktir.

P.S. Mæli eindregið með því að horfa á beinu útsendinguna frá Aþenu, það er rafmögnuð stemning þar, búið að slá upp tónleikum og verðið er gullfallegt. Þetta er miklu betra en ruslið sem er á dagskrá sjónvarpsstöðvanna í kvöld, og Eurovision, til samans.


mbl.is AGS kallar eftir skuldaniðurfellingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Evran er ekki stöðugur gjaldmiðill

Evran er gjaldmiðill gefinn út af hlutafélagi til heimilis í Frankfürt í Þýzkalandi og notaður sem lögeyrir 19 þjóðríkja. Sum þeirra búa við talsverðan stöðugleika og hafa gert það lengi vel. Önnur þeirra búa við óstöðugleika, bæði efnahagslegan og pólitískan, og í sumum þeirra eru mannréttindi jafnvel ennþá talin nýmæli.

Þetta er alls ekki gagnrýni á nein þeirra ríkja og síst af öllu þau þeirra sem eru komin skammt á veg en eru þó að fikra sig í átt til nútímalegra lýðræðis og borgaralegra réttinda. Ágætis dæmi eru löndin í austurhluta Evrópu sem voru lengi vel undir stjórn kommúnista og sovéskum áhrifum, en fyrir þau er Evrópusambandsaðild skref fram á við.

Það er hinsvegar staðreynd að stöðugleiki er afar misjafn og aðstæður ólíkar í mismunandi löndum evrusvæðisins. Þetta misræmi hefur orðið enn meira áberandi í efnahagskrísunni sem nú hefur geysað um helming þess tíma sem liðinn er frá því að evran var tekin í notkun hjá fyrstu löndum myntbandalagsins um síðustu aldamót.

Vandamálið er ekki endilega að þau ríki sem stofnuðu til myntbandalagsins búi við mikinn óstöðugleika, heldur að þau búa við allt annan efnahagslegan og pólitískan veruleika en mörg þeirra ríkja sem síðar fengu aðild. Óstöðugleikinn er því ekki endilega sprottinn frá ríkjunum sjálfum, heldur myndast hann í samstarfinu á milli þeirra, þegar þau geta ekki komið sér saman um hverskonar sameiginlega peningastefnu skuli reka.

Þar sem evran er ekki byggð á traustum efnahagslegum grundvelli, heldur fyrst og fremst pólitískri ákvarðanatöku, leiðir af því að óstöðugleiki í þeirri pólitík er um leið óstöðugleiki gjaldmiðilsins. Núna er það pólitíska samstarf brostið með afleiðingum sem hafa ekki aðeins áhrif innan myntbandalagsins heldur einnig á aðliggjandi ríki, til dæmis Sviss og Danmörku sem hafa bæði þurft að grípa til óhefðbundinna úrræða beinlínis til þess að verjast óhóflegu innstreymi vegna fjármagnsflótta frá evrusvæðinu.

Sumar pólitískar hreyfingar á Íslandi hafa byggt stefnu sína á því að ætla að koma hér á efnahagslegum stöðugleika með því að taka upp "stöðugan gjaldmiðil" eins og það hefur verið kallað. Nokkuð ljóst er orðið að evran er ekki sá gjaldmiðill og mun aldrei geta orðið það, síst af öllu frá íslenskum bæjardyrum séð. Það er nefninlega algjör misskilningur að stöðugleiki snúist einungis um gengisskráningu, auk þess sem að fullkominn stöðugleiki (réttara sagt kyrrstaða) er ekki endilega alltaf æskilegt ástand.

Jafnvel með sinn eigin gjaldmiðil og smávaxið peningakerfi í samanburði við löndin í kring, og þrátt fyrir nánast allsherjar hrun bankakerfisins, hefur aldrei komið til þess í seinni tíð á Íslandi að bankakerfinu í heild sinni hafi hreinlega verið lokað þannig að innstæður almennings hafi orðið óaðgengilegar. Það hefur hinsvegar orðið raunin í tveimur evrulöndum nýlega, fyrst á Kýpur árið 2013 og nú í Grikklandi.

Þar sem Grikkir eru ekki fullvalda í peningamálum heldur háðir duttlungum hins þýzka útgáfufélags evrunnar, mega þeir ekki prenta evrur til að tryggja innstæður í þeim gjaldmiðli heldur þurfa að reiða sig alfarið á innstæðutryggingakerfið sem byggist á reglum Evrópusambandsins. Bankainnstæður þar í landi eru á bilinu 130-200 milljarðar evra og þar af falla um 60% undir tryggingarvernd, en eignir tryggingasjóðs grískra innstæðueigenda (HDIGF) eru ekki nema rúmir 4 milljarðar evra. Til að bæta gráu ofan á svart er meira en helmingur þeirra í formi innstæðna í sömu bönkunum og núna eru lokaðir!

Loks er það fíllinn í herberginu sem engir af ráðamönnum evruríkjanna hafa viljað ræða um opinberlega, en það er sú staðreynd að kröfur evrópska seðlabankans á hendur Grikklandi og grískum bönkum nema nú hærri fjárhæðum en allt eigið fé bankans ásamt varasjóðum. Lendi Grikkland í greiðslufalli fara allar þessar "eignir" sjálfkrafa í ruslflokk og verða þar með einskis virði. Við endurmat á virði þeirra yrði því eigið fé evrópska seðlabankans neikvætt eða með öðrum orðum færi hann lóðbeint á hausinn.

Ekkert af framantöldu eru einkenni stöðugs gjaldmiðils.


mbl.is Grískir bankar lokaðir alla vikuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vopnaflutningar með farþegaflugi

RÚV seg­ir frá því í dag að Landhelgisgæslan hafi sent 250 vélbyssur með farþega­flug­vél Icelanda­ir til Ósló­ar í morg­un. Byssurnar bárust hingað til lands frá norska hernum í fyrravor og taldi gæslan í fyrstu að um gjöf væri að ræða. Þegar í ljós kom að það væri ekki rétt heldur ætlaði norski her­inn að selja þær fyr­ir 11 millj­ón­ir, sem engar fjárheimildir voru fyrir hér á landi, var ákveðið að senda þær til baka.

Ekki batnar þetta hjá Landhelgisgæslunni. Eftir að hafa orðið uppvís að vopnasmygli og taka á móti vörusendingu frá útlöndum án þess að ætla sér að greiða reikninginn fyrir hafa, hefur gæslan núna bætt öll fyrri met í afglöpum, með því að koma vopnafarmi um borð í farþegaflugvél og senda hann með borgaralegu millilandaflugi til erlends ríkis.

Það dregur ekki úr alvarleika málsins að flugleið þessa áætlunarflugs liggur þvert á algenga flugleið rússneskra herflugvéla í könnunar- og æfingaferðum þeirra yfir Norður-Atlantshafi. Svo virðist því sem gæslan hafi ekki aðeins brugðist skyldum sínum til að tryggja öryggi ríkisins og almennra borgara, heldur kunni jafnvel að hafa stofnað því í algjörlega óþarfa hættu. Þetta eru allavega ekki traustvekjandi vinnubrögð.

Kannski má segja sem svo að ekki sé um stórkostlega hættu að ræða, en engu að síður er þetta enn eitt axarskaftið í hrakfallasögu vopnaflutninga Landhelgisgæslunnar, sem virðist seint ætla endi að taka. Gæslan ætti sennilega bara að sleppa öllum frekari tilburðum til vígvæðingar og byssuleikja, þar til tekist hefur að ráða þangað til starfa aðila sem yfir höfuð væri hægt að treysta til að hafa skotvopn með höndum.


mbl.is Byssurnar farnar úr landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gleðilegan þjóðhátíðardag

Þjóðfáninn

Til hamingju með daginn góðir Íslendingar!


Ólögmæti Landsbankabréfa staðfest (Icesave IV)

Þegar þáverandi stjórnvöld sömdu árið 2009 við kröfuhafa föllnu bankanna um að afhenda slitabúum þeirra eignarhluti í nýju bönkunum, var farin önnur leið í tilviki Landsbankans heldur en hinna bankanna tveggja. Í stað hlutabréfa var nýji bankinn látinn...

Ísland af lista umsóknarríkja (aftur)

Eins og fjallað var um í síðustu viku hafði nafn Íslands þá verið fjarlægt af lista yfir umsóknarríki á vefsíðu framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins . Strax í kjölfarið greindu hinsvegar nokkrir fjölmiðlar frá því að Ísland væri samt sem áður enn á lista...

Afnema þarf verðtryggingu neytendalána

Fjármálaráðherra segir að endurbyggja þurfi traust í samskiptum stjórnvalda og vinnumarkaðar, og taka hönd­um sam­an um að verja lága verðbólgu og ná niður vöxtum. Það er eflaust nokkuð til í þessu. Það væri þá kannski fínt að byrja á því að standa við...

Nauðsynleg og réttmæt leiðrétting

Allir sem hafa starfað við almannatengsl á netinu og vefstjórn af einhverju viti þekkja tilvik þar sem upplýsingar á vefsíðum eru orðnar úreltar og þar af leiðandi ekki lengur réttar. Þess vegna eru líka flestar vefsíður, allavega þær sem eru af vandaðri...

Siðareglur fyrir Alþingismenn

Allir forsetar Alþingis ásamt öllum þingflokksformönnum hafa lagt fram tillögu til þingsályktunar um að Alþingi setji þingmönnum siðareglur. Það var þá kominn tími til árið 2015 ! Samkvæmt tillögunni verða reglurnar þess efnis meðal annars, að þingmönnum...

Passar ekki fyrir íslenskar aðstæður

Samkvæmt greiningum erlendra sérfræðinga sem eru væntanlegir hingað til lands til að kynna niðurstöður sínar, nemur áætlaður kostnaður vegna fjár­svika í heim­in­um um 5% af heild­ar­tekj­um fyr­ir­tækja og stofn­ana. Óvíst er hvaða hljómgrunn þessar...

Hvernig framlengja má frestinn

Þeim sem eiga enn eftir að samþykkja Leiðréttinguna er bent á að enn er hægt að framlengja frestinn, með því að gera athugasemdir við niðurstöðurnar eða kæra þær til úrskurðarnefndar um leiðréttinguna. Það er gert á heimasíðu leiðréttingarinnar, og má...

Hvar getur fólk sótt sína kaupmáttaraukningu?

Kannski á skrifstofu Samtaka atvinnulífsins í Borgartúni 35? Þær upplýsingar vantar alveg í fréttina!

Auglýst eftir eiganda RIKB 15 0408

Seðlabankinn hefur gert breytingar á undanþágulistum vegna gjaldeyrishafta. List­an­ir takmark­ast nú við rík­is­víxla og eitt rík­is­skulda­bréf, þ.e. RIKB 15 0408. Væri ekki eðlilegt að upplýst yrði hver sé eigandi þessa umrædda ríkisskuldabréfs?...

Er kannski til einföld lausn?

Sjónarmið um byggingu tilbeiðsluhúsa framandi trúarbragða hafa verið talsvert í umræðu að undanförnu. Það skal tekið fram að sá sem þetta skrifar hefur ekkert á móti trúfrelsi og að fólk sem býr löglega hér á landi stundi sín trúarbrögð ef það æskir...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband