Stöðugleikaskilyrðin eru leyndarmál
7.10.2015 | 17:07
Þegar svokallaður stöðugleikaskattur var kynntur í sumar með pompi og pragt og viðhöfn í Hörpunni, var þess getið líkt og í framhjáhlaupi, að skatturinn yrði þó ekki lagður á ef kröfuhafar slitabúa föllnu bankanna uppfylltu svokölluð "stöðugleikaskilyrði".
Þann sama dag og aðgerðin var kynnt setti undirritaður sig í samband við tilgreindan talsmann forsætisráðuneytisins í málinu, til að forvitnast um hver þessi skilyrði væru sem leggja mætti til grundvallar því að veita hinum skattskyldu aðilum undanþágu frá skattinum. Ekki síst í ljósi þess sem þá kom fram, að með þessu móti gætu viðkomandi aðilar fengið talsverðan afslátt af fullum skatti.
Nokkuð hefur verið á reiki hversu mikill sá afsláttur gæti orðið en tölur um það hafa farið vaxandi og nú síðast nálgast 60% af fullum skatti. Auk þess hefur komið fram að það falli í skaut seðlabankans að veita slíka undanþágu, og þar með hefur bankanum í raun verið falið vald til skattlagningar, sem verður að teljast óvenjulegt.
Þau svör sem fengust (og eru til á skriflegu formi) voru á þá leið að umrædd skilyrði væru trúnaðarmál og yrðu ekki birt opinberlega. Aftur á móti var vísað til þeirra tilboða frá kröfuhöfum slitabúanna sem birt voru sama dag á heimasíðu fjármálaráðuneytisins og að úr þeim mætti lesa vísbendingar um hvað fælist í skilyrðunum.
Til að draga þetta saman, þá er um ræða skattlagningu sem er á valdi Seðlabanka Íslands og byggist á forsendum sem eru leynilegar. Það eina sem liggur fyrir um þær opinberlega eru upplýsingar frá hinum skattskyldum aðilum sjálfum, sem seðlabankinn á svo að meta hvort uppfylli skilyrði fyrir stærsta skattaafslætti Íslandssögunnar til örfárra aðila. Ljóst er að margir myndu þiggja með þökkum allt 60% skattaafslátt, en slíkt býðst ekki almúganum.
Það þarf varla að hafa fleiri orð um þetta til að sýna fram á hversu snargalin aðgerðin og útfærslan eru. Þeir sem munu blæða fyrir hana eru íslenskur almenningur og heimilin. Verst er að þau fá ekki vita umfang blóðtökunnar, því það er "trúnaðarmál". Þetta hefur öll sömu einkenni og Icesave málið, þar sem um var að ræða leynisamninga um stórfellda og óþekkta áhættu fyrir skattgreiðendur.
Er þessi framgangsmáti ekki síst undarlegur í ljósi þess að sá flokkur sem barðist hvað mest gegn því máli leiðir nú ríkisstjórnina. - Eða gerir hann það ekki?
![]() |
Ódýr leið fyrir kröfuhafana |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Gengislán ákæruefni (ekki á Íslandi þó)
29.9.2015 | 00:05
Nokkrir af fyrrum stjórnendum Landsbankans í Luxembourg hafa verið ákærðir fyrir fjársvik í tengslum við þjónustu bankans við viðskiptavini. Það hefur vakið nokkra athygli að meðal hinnu ákærðu sé Björgólfur Guðmundsson, fyrrum aðaleigandi bankans, sem var úrskurðaður gjaldþrota í júlí 2009.
Annað sem hefur farið minna fyrir en verðskuldar þó enn meiri athygli, er eðli þeirra viðskipta sem ákært er fyrir. Af fréttum erlendis frá má ráða að um hafi verið að ræða gengisbundin lán, sem boðin voru fólki á efri árum gegn veði í skuldlausu eða skuldlitlu húsnæði þeirra. Fyrirkomulag viðskiptanna hafi verið þannig að einungis lítill hluti lánsfjárhæðar var greiddur út en bróðurpartinn tekinn í "eignastýringu" hjá bankanum.
Viðskiptavinum var lofað að þetta væru svo hagstæð viðskipti að þeir gætu hreinlega ekki tapað á þeim, heldur yrði arðurinn af fjárfestingunni svo mikill að hann myndi duga til að greiða lánið upp. Með öðrum orðum var fólki boðið lán sem því var lofað að þyrfti varla að endurgreiða, meðan bankinn fékk veð í verðmætu og skuldlitlu húsnæði.
Ef þetta er ekki nógu kunnuglegt stef þá er það um það bil að verða enn kunnuglegra. Það sem gerðist næst var að peningarnir sem áttu að fara í "eignastýringu" enduðu auðvitað í botnlausu peningmarkaðssjóða sukki. Bankinn hafði varla afgreitt gengislánin og snúið sér við fyrr en hann var búinn að kaupa fyrir þau hlutabréf í sjálfum sér og bræðrum sínum á Íslandi, allt tryggt með veði í hágæða Vestur-evrópskum fasteignum.
Það sem gerðist næst vita flestir, bankarnir hrundu, fjárfestingin hvarf, lánin sprungu í loft upp og bankinn eignaðist veðin það er að segja hús viðskiptavinanna. Þetta er eiginlega svo kunnuglegt að það þarf ekkert að rekja það nánar fyrir íslenskum lesendum hverskonar katastrófa er fyrir venjulegt fólk sem ekki veit betur að verða fyrir slíkum viðskiptaháttum.
Það er því nokkuð merkilegt að í Frakklandi skuli saksóknari að aflokinni rannsókn hafa ákveðið að ákæra þá sem báru ábyrgð á rekstri bankans fyrir ofangreinda verknaðarlýsingu, meðal annars, sem fjársvik. Ekki síst með hliðsjón af því að samskonar eitraðir viðskiptahættir voru ekki aðeins til staðar heldur virðast hafa verið meira og minna gegnumgangandi í starfsemi bankanna hér á Íslandi á sama tíma.
Í febrúar 2012 beindu Hagsmunasamtök heimilanna kæru til sérstaks saksóknara vegna ólöglegra gengislánveitinga íslensku bankanna. Var kæran m.a. studd gögnum sem sýndu að stjórnendur í bankakerfinu máttu vita að slík viðskipti brytu í bága við lög, en að þeir hefðu engu að síður hagnýtt sér þau til þess að velta áhættu af eigin viðskiptum bankanna yfir á grunlausa viðskiptavini þeirra.
Viðbrögð sérstaks saksóknara voru þau að vísa kærunni frá, og taldi hann ekki sýnt að það hafi verið ásetningur bankamannanna að brjóta lög með hinum ólöglegu lánveitingum, og var sú afstaða svo staðfest af ríkissaksóknara. Það var semsagt talið óhapp eða í mesta lagi afsakanlegt gáleysi að lán með slíkum skilmálum skuli hafa verið veitt íslenskum neytendum í tugþúsundatali og hundruða milljarða vís með veði í heimilum, bílum, hlutabréfum, tjaldvögnum, og hvaðeina, án þess að neinum dytti einu sinni í hug að spyrja að greiðslugetu viðkomandi lántakenda miðað við erlent gengi.
Þessi lán sprungu svo auðvitað öll í loft upp á hraðfrystum fasteignamarkaði í vaxandi atvinnuleysi og óðaverðbólgu vegna bankahrunsins 2008. Afleiðingarnar urðu fjárhagslegar hamfarir, þúsundir nauðungarsalna, splundraðar fjölskyldur, svo ekki sé minnst á þá sem horfnir eru af sjónarsviðinu. Tugþúsundir Íslendinga sem eiga enn um sárt að binda hafa ekki fengið að sjá réttlætinu framgengt og sitja óbættir hjá garði.
Ætli það hefði gengið betur ef kæran hefði verið skrifuð á frönsku?
![]() |
Björgólfur ákærður í Frakklandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 08:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Peningakerfið er líka auðlind
24.9.2015 | 21:44
Nokkrir þingmenn hafa lagt fram þingsályktunartillögu um að skilgreint verði hvað teljist til auðlinda. Það er fullgild tillaga og góðra gjalda verð í sjálfu sér.
Þau hafa vonandi tekið mið af því að til eru fleiri auðlindir en eingöngu þær sem sprottnar eru af náttúrunnar hendi. Með þessu er átt við fyrirbæri sem mætti kalla samfélagslegar auðlindir, á borð við menntunarstig, velferð og fleira af því tagi. Þar á meðal er einnig peningakerfið sem er við lýði hér og víðast hvar annars staðar, sem væri einskis virði nema með samþykki samfélagsins alls. Með núverandi fyrirkomulagi peningamála er bönkum hinsvegar gefið ótakmarkað frjálsræði til að fara með þá auðlind.
Sennilega væru fáir samþykkir því að útgerðarmenn fengju sjálfir að ákveða fiskveiðikvóta og úthluta honum til sjálfra sín. Þannig starfar samt bankakerfið, og hefur reyndar fengið að gera það eins lengi og það hefur verið til, það hefur tekið sjálfu sér valdið til peningaútgáfu og úthlutar "kvóta" í því kerfi til sjálfs síns eftir hentugleik hverju sinni.
Þegar kemur að því að skilgreina hvað skuli teljast til auðlinda, og hvort þær skuli vera í almannaeigu, má alls ekki gleyma peningakerfinu. Það kerfi skilgreinir í raun hvernig öllum öðrum auðlindum sé skipt, og því má aldrei gleyma.
Vonandi nær tillaga þingmannanna fram að ganga, með þeim hætti að skilgreint verði að peningakerfið sé samfélagsleg auðlind, og sem slík eigi hún að þjóna hagsmunum samfélagsins en ekki bara auðvaldsins. Þá fyrst gætu skapast forsendur til að skilgreina aðrar auðlindir út frá velferð samfélagsins, fram yfir hagsmuni auðvaldsins.
![]() |
Hvað er auðlind? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 21:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Loksins kom vatnsrennibraut í miðbæinn!
12.8.2015 | 13:36
Engin vatnsrennibraut á Skólavörðustíg í sumar - Nútíminn
Nananabúbú, það kom bara víst rennibraut og meira að segja regnbogalituð:
Af þessu má draga margvíslegan lærdóm:
1. Uppfinningar verða oft fyrir tilviljun.
- En ekki er þar með sagt að þær séu allar góðar.
2. Með hugvitsemi má stundum slá tvær flugur í einu höggi.
- Lítið þarf út af bera svo maður slái óvart niður hjólreiðamenn líka.
3. Skreytihneigð fer ekki endilega saman með verkfræðikunnáttu.
4. Fletir málaðir með plastmálningu verða sleipir í bleytu.
![]() |
Skall á regnbogann á Skólavörðustíg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Frakkar óska eftir hernaðaraðstoð Breta
9.8.2015 | 00:17
Þetta var óvænt...
Vonandi leysist úr þessu án blóðsúthellinga.
![]() |
Vilja fá breska herinn til Calais |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ólöglegt á Íslandi
6.8.2015 | 13:04
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 13:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Rússneski kafbáturinn bandarískur
28.7.2015 | 22:34
Öryggis- og alþjóðamál | Breytt 29.7.2015 kl. 12:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Verðtryggð námslán eru ekki styrkur
15.7.2015 | 16:54
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 17:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Allt er þegar þrennt er
10.7.2015 | 16:31
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 23:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Frumvarp um innleiðingu óþýddrar tilskipunar
10.7.2015 | 14:16
Af hverju NEI?
5.7.2015 | 14:28
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 14:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Hvað er kosið um í Grikklandi?
5.7.2015 | 02:02
Öryggis- og alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 02:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Skuldaniðurfellingar Grikklands
3.7.2015 | 22:28
Öryggis- og alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 23:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Evran er ekki stöðugur gjaldmiðill
29.6.2015 | 13:27
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 14:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Vopnaflutningar með farþegaflugi
24.6.2015 | 18:45
Öryggis- og alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (28)