Vopnaflutningar með farþegaflugi

RÚV seg­ir frá því í dag að Landhelgisgæslan hafi sent 250 vélbyssur með farþega­flug­vél Icelanda­ir til Ósló­ar í morg­un. Byssurnar bárust hingað til lands frá norska hernum í fyrravor og taldi gæslan í fyrstu að um gjöf væri að ræða. Þegar í ljós kom að það væri ekki rétt heldur ætlaði norski her­inn að selja þær fyr­ir 11 millj­ón­ir, sem engar fjárheimildir voru fyrir hér á landi, var ákveðið að senda þær til baka.

Ekki batnar þetta hjá Landhelgisgæslunni. Eftir að hafa orðið uppvís að vopnasmygli og taka á móti vörusendingu frá útlöndum án þess að ætla sér að greiða reikninginn fyrir hafa, hefur gæslan núna bætt öll fyrri met í afglöpum, með því að koma vopnafarmi um borð í farþegaflugvél og senda hann með borgaralegu millilandaflugi til erlends ríkis.

Það dregur ekki úr alvarleika málsins að flugleið þessa áætlunarflugs liggur þvert á algenga flugleið rússneskra herflugvéla í könnunar- og æfingaferðum þeirra yfir Norður-Atlantshafi. Svo virðist því sem gæslan hafi ekki aðeins brugðist skyldum sínum til að tryggja öryggi ríkisins og almennra borgara, heldur kunni jafnvel að hafa stofnað því í algjörlega óþarfa hættu. Þetta eru allavega ekki traustvekjandi vinnubrögð.

Kannski má segja sem svo að ekki sé um stórkostlega hættu að ræða, en engu að síður er þetta enn eitt axarskaftið í hrakfallasögu vopnaflutninga Landhelgisgæslunnar, sem virðist seint ætla endi að taka. Gæslan ætti sennilega bara að sleppa öllum frekari tilburðum til vígvæðingar og byssuleikja, þar til tekist hefur að ráða þangað til starfa aðila sem yfir höfuð væri hægt að treysta til að hafa skotvopn með höndum.


mbl.is Byssurnar farnar úr landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður Þórðarson

Ertu að djóka?

Hörður Þórðarson, 24.6.2015 kl. 19:26

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Er Landhelgisgæslan að djóka?

Guðmundur Ásgeirsson, 24.6.2015 kl. 19:29

3 identicon

Í fyrsta lagi, þá þarf Landhelgisgæslan enga sérstaka fjárheimild til vopnakaupa af þessu tagi. Handvopn flokkast undir áhöld til rekstrar og ákvörðun um endurnýjun vopna er í höndum Landhelgæslunnar sjálfrar.

Í öðru lagi, þá er það beinlínis hlutverk stofnunarinnar að flytja inn og geyma vopn. Þ.a.l. getur Landhelgisgæslan ekki talist sek um vopnasmygl.

Í þriðja lagi, þá er það hámark vinstrisinnaðrar paranoju, að Rússar geti ályktað sem svo, að gömul handvopn sem flutt eru á milli vestrænna lýðræðisríkja sé ógn við rússneska hagsmuni, hvað þá að þeirra hagsmunum sé á einhvern hátt ógnað óralangt frá landamærum Rússlands.

Af mörgum kómískum vinstrisinnuðum bloggum, þá er þetta það fyndnasta sem ég man eftir. Og verður fyndnara þegar maður verður þess áskynja, að blogghöfundi er full alvara.

Hilmar (IP-tala skráð) 24.6.2015 kl. 20:20

4 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Þetta mál er náttúrlega djók frá upphafi til enda. Þarf virkilega að gera flutningsmátann aftur til Noregs tortryggilegan líka?

Erlingur Alfreð Jónsson, 24.6.2015 kl. 20:25

5 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Norðmenn höfðu ekki lengur not fyrir þessar byssur, þar sem þeir höfðu fengið betri.  Markaður fyrir notuð skotvopn af þessari gerð er engin nema þá til glæpahópa , þannig að fyrirlá að þeim yrði eitt.  Þeim Norðmönnunum fannst því vel til fundið að geima þær hér uppi á Íslandi með þegjandi samkomulagið við Landhelgisgæsluna, Vitandi að hér uppi á Íslandi eru nánast engar varnir og líkast til yrðu þeir fyrstir á vettvang til aðstoðar ef til alvarlegra atburða drægi hér. 

En kommúnistar eru samir við sig og hafa aldrei byggt neitt nema hörmungar og því þarf að stofna hér her og leyniþjónustu eins og er í öllum sjálfstæðum ríkjum.  Ungt fólk þarf að læra hvað það er að bera ábyrgð á landi sínu og þjóð.         

Hrólfur Þ Hraundal, 24.6.2015 kl. 21:01

6 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Hvernig var þetta eiginlega framkvæmt?

Fengu farþegarnir farmiða-afslátt fyrir að sitja undir vopnunum?

"Huggulegan" afsláttar-áhættubónus vegna ábyrgðar, eða eitthvað annað álíka spennandi?

Þetta er nú meira stjórnleysið og ruglið allt saman, hér á þessu Íslandi.

Það er alveg óþarfi að kenna unga fólkinu um afglöp okkar gamlingjanna, því við (einhverjir eða allir), höfum ekki staðið okkur sem fyrirmyndir.

Spillingin er ekki nýbyrjuð á Íslandi. Það vita flest allir.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 24.6.2015 kl. 22:31

7 Smámynd: Már Elíson

Ég held að þú sért fáviti, Hrólfur....Svei mér þá.

Már Elíson, 24.6.2015 kl. 22:40

8 identicon

Már þegar þú bendir einum fingri a Hrólf og kallar hann fávita þá eru þrír fingur að benda a þig

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 24.6.2015 kl. 23:09

9 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Jæja svo að núna er ég ekki lengur "öfgasinnaður framsjalli" heldur skyndilega orðinn "kómískur vintrisinnaður bloggari". Ýmislegt hefur maður verið kallaður og enn bætist í þá flóru.

Hilmar virðist vera ansi vel að þér um starfsemi gæslunnar, er hann kannski gæslumaður sjálfur? Jafnvel stúrinn yfir að sjá ekki fram á að komast í byssó með hinum krökkunum á gæsló og "sérdeildinni"?

Það ætti alls ekki að leyfa fólki sem kann fótum sínum ekki betur forráð en raun ber vitni að handleika skotvopn. Ég stend við þá fullyrðingu, þó vissulega sé annað í pistlinum fært í stílinn.

En í alvöru talað verð ég að viðurkenna að það kemur verulega á óvart að fyrirfinnast skuli fólk, og ekki bara einn heldur tveir eða fleiri, sem sjá ekkert athugavert við vopnaflutninga með borgaralegu farþegaflugi milli landa. Hvað næst? Skriðdrekar með Norrænu?

Guðmundur Ásgeirsson, 24.6.2015 kl. 23:11

10 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Mamma segir að það sé dónalegt að benda á fólk.

Guðmundur Ásgeirsson, 24.6.2015 kl. 23:13

11 identicon

Það er ekkert púður í þessari frétt og því óþarfi fyrir Önnu Sigríði og Guðmund að æsa sig. Vopn verður ekki vopn fyrr en púður er sett í það, þetta ættu allir hér að vita. Joke-frétt!

Örn Johnson ´43 (IP-tala skráð) 24.6.2015 kl. 23:46

12 identicon

Ef ég væri gæslumaður, gæti ég örugglega komist í "byssó", þar sem Landhelgisgæslan hefur yfir vopnum að ráða. Nýjir gamlir hólkar, í stða eldri hólka, bæta þar engu um. Nýju gömlu byssurnar ku þó vera öruggari en þær eldri, og nákvæmari.

Ekki ætla ég þó að fara að skiptast á skoðunum við parajojaðan vinstrisinnaðan bloggara, sem sér samsæri gegn þjóðinni í hverju horni, en ég vil þó minnast á, að innan Landhelgisgæslunnar, sem og lögreglunnar, er að störfum venjulegt fólk, sem ekki stefnir að því að skjóta mann og annann, af því bara. Paranojuðum vinstrisinnðum bloggurum má alveg vera illa við löggæsluaðila, pípara eða strætisvagnabílstjóra, en krafan hlítur samt að vera sú, að þegar samsæriskenningar eru smíðaðar, að smiðurinn kanni alla vega lög og reglur áður en ruglinu er dælt yfir lýðinn.

Þetta sem var "fært" í stílinn var hreinlega bara rangt, lygi ef maður gerir ráð fyrir því að höfundur hafi kannað málin, en afskaplega dapurlegt ef höfundur hefur ekki nennt að kanna lög og reglur.

Eitt er þó öruggt, að höfundi hættir til þess að búa til drama úr engu. Nýjar gamlar 9mm byssur í stað eldri 9mm byssna, eru ekki skref í áttina að skriðdrekum.
En höfundi er samt bent á að halda áfram á sömu braut, kómík er fátíð á blogginu.

Hilmar (IP-tala skráð) 24.6.2015 kl. 23:46

13 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Kómíkin ríður greinilega ekki heldur við einteyming.

Nú á ég líka að vera orðinn ofsóknarbrjálaður líka, í ofanálag við að vera kómískur og vinstrisinnaður.

Eins og sagt er á engilsaxnesku:

You can not make this shit up.

Guðmundur Ásgeirsson, 24.6.2015 kl. 23:51

14 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Guðmundur. Erum við þá ekki bara þess vafasama heiðurs aðnjótandi, að vera í villuráfandi og ó-Íslenskum ó-ekta djúpum skít? Á stjórnsýslu-"óspillta" Íslandi?

Það er engu líkara en að eitthvað ó-upplýst embættisferlis-ósamræmi sé hér á "frétta"-ferðalagi, á hreina og stjórnsýslu-"óspillta" ferðaþjónustu-Íslandinu?

Nánari skýringar koma væntanlega, frá þeim sem kunna að útskýra og upplýsa staðreyndir?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 25.6.2015 kl. 00:50

15 Smámynd: Jón Valur Jensson

Guðmundur, mér sýnist þú gera hér úlfalda úr mýflugu.

En auðvitað átti að þiggja þessar byssur á spottprís (enda er líka mikilvægt fyrir Noreg að Íslendingar séu ekki óvopnaðir) og vera ekki með þessa kjánalegu VG-skinhelgi í þessu smámáli sem hefði þó getað orðið mikilvægt öryggismál fyrir almenna borgara hér.

Ég stend með Gæzlunni og lögreglunni í þessum efnum, enda njóta þessar stofnanir margfalt meira trausts heldur en skop- og tragidíuleikhúsið við Austurvöll.

Jón Valur Jensson, 25.6.2015 kl. 03:26

16 Smámynd: Jón Valur Jensson

Svo tek ég heils hugar undir með Hrólfi (og fyrra innleggi Hilmars, svo að eitthvað sé nefnt).

Jón Valur Jensson, 25.6.2015 kl. 03:31

17 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Klaufaskapurinn í vinnubrögðum gæslunnar í þessu máli er langt frá því að vera eitthvað traustvekjandi, og það sama má segja um vinnubrögð lögreglu á undanförnum misserum svo það sé vægt orðað.

Fólki sem ekki kann eigin fótum forráð, er ekki treystandi fyrir skotvopnum, hvað þá hálfsjálfvirkum. Það er einfaldlega öryggisatriði að slíkir aðilar handleiki ekki morðtól.

Auk þess er Ísland herlaust land, og ætti sem helst að vera vopnlaust. Það er með semingi sem maður getur fallist á að Landhelgisgæslan sem hefur það hlutverk að gæta landamæranna (hafsins í kringum landið) megi hafa byssur um borð í skipunum og sérsveit lögreglu til afnota í algjörum neyðartilfellum. Það á samt hvorki að smygla þeim vopnum til landsins, né þykjast ekki kannast við reikninginn, og alls ekki að ljúga að þjóðinni um þær heldur.

Guðmundur Ásgeirsson, 25.6.2015 kl. 03:39

18 Smámynd: Jón Valur Jensson

Nei, her og herbúnaður og varnarbandalög eru alger nauðsyn. Horfðu bara á Noreg og Danmörku 1940 eða Tíbet 1950 eða Afganistan 1979!

Jón Valur Jensson, 25.6.2015 kl. 03:49

19 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Sigurður Ásgeirsson, Skotfæralaus riffill er ekki hættulegri en kústur og hamar er miklu betra vopn heldur en púðurlaus skammbyssa og golf kylfur eru miklu betri vopn en skottfæralausar byssur.  Byssur veiðimanna og golfsett golfáhugamanna er samt verið að flytja með almennu farþegaflugi á öllum tímum.  

Fyrir stríð þá voru hér algengar róstur og framin níðingsverk í nafni kommúnista sem höfðu foringja sem voru þjálfaðir í undirróðurs hernaði, en Breskur her stöðvaði það.  Hæst hafa gapað síðan, kommúnistar og móðursjúkar kerlingar, að Íslenskur her megi aldrei verða til.    

Hrólfur Þ Hraundal, 25.6.2015 kl. 06:52

20 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Byssur eru bara dauðir hlutir og hættulausar séu þær látnar í friði.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 25.6.2015 kl. 07:25

21 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Án hernaðar myndu færri deyja í stríði.

Byssur eru hættulausar, allt þar til friðurinn er úti.

Guðmundur Ásgeirsson, 25.6.2015 kl. 13:05

22 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Allar þjóðir nema Íslendingar hafa vopn, öll glæpasamtök og hryðjuverka hópar hafa vopn.  Samkvæmt þínu máli Guðmundur, þá eigum við bara að bíða þangað til hryðjuverkamennirnir hafa lokið sér af og glæpamennirnir búnir að hirða það sem þá vantaði.  Og hvað svo þegar þeir eru farnir? Eigum við þá bara að snúa okkur að því að gera það sem við vorum að gera þegar þeir komu, lifandi eða dauð.

Fyrirgefðu Guðmundur að ég skyldi nefna þig Sigurð Kl. 6.52

Hrólfur Þ Hraundal, 25.6.2015 kl. 16:24

23 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Lítið mál að afsaka nafnarugling. :)

Nei, ég er alls ekki að mæla með því að við sitjum vopnlaus og bíðum eftir innrás vopnaðara glæpahópa. Þvert á móti er afstaða mín sú að þeir eigi ekki að fá að hervæðast frekar en aðrir. Einhversstaðar fengu þeir þau vopn sem þeir hafa, það var einhver sem framleiddi þau til að byrja með. Vissirðu að stærsti útflutningsatvinnuvegur Bandaríkjanna er vopnaframleiðsla? Rússar framleiða líka mikið af vopnum til útflutnings. Ef stóru voldugu ríkin myndu ekki framleiða vopn og senda þau til ríkja sem eru vanþróuð eða þar sem ríkir upplausn, þá væru engir vopnaðir glæpahópar þar.

Útrýmum vopnaframleiðslu, útrýmum vígvæðingu. Ef það á að leyfa einhver vopn eiga það að vera varnarvopn en ekki árásarvopn.

Ég er einfaldlega friðarsinni. Það er eina meiningin hér.

Guðmundur Ásgeirsson, 25.6.2015 kl. 16:30

24 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Jæja...

Hríðskotabyssur fluttar í heimildarleysi | RÚV

"Í reglugerð um flutning hergagna með loftförum nr. 787 frá árinu 1998 kemur fram að flutningur hergagna með loftförum um íslenskt yfirráðasvæði, er óheimill nema með sérstöku leyfi Flugmálastjórnar Íslands sem heyrir nú undir Samgöngustofu. Þar á bæ hefur málið verið kannað og niðurstaðan er að ekki hafi verið sótt um leyfi eða óskað eftir heimild fyrir flutningunum. Samgöngustofa ætlar að óska eftir skýringum flugrekanda á því hvers vegna það var ekki gert."

Guðmundur Ásgeirsson, 25.6.2015 kl. 18:26

25 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Það er heldur ekki nóg að sækja um leyfi til Samgöngustofu/Flugmálastjórnar Íslands, heldur þarf líka að sækja um leyfi til norskra yfirvalda þar sem flogið var um norska lofthelgi. Ávallt þarf að fá samþykki allra ríkja hverra lofthelgi er flogið um með hergögn hvers konar. En það er á ábyrgð flugrekandans að sjá til að slík leyfi séu til staðar áður en flutningur er framkvæmdur, enda veit sendandinn yfirlett ekki hvað leið er flogin og um hvaða lofthelgi flugleiðin liggur.

Í þessu sambandi sést vel að assumption is the mother of all fuck-ups.

Erlingur Alfreð Jónsson, 25.6.2015 kl. 18:38

26 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það er kannski bara "vinstrisinnuð paranoja" að ætlast til þess að löggæslustofnanir hér á landi fari að lögum?

Hvað er þá hægt að kalla viðhorf þeirra sem virðast ekki sjá neitt athugavert við það að löggæslustofnanir skuli ítrekað vera staðnar að því að brjóta gegn þeim lögum sem þeim er ætlað að framfylgja?

Hvernig á svo Landhelgisgæslan að bera sig að ef í framtíðinni kemur upp mál sem varðar vopnasmygl um íslenska landhelgi? Á hún að stöðva aðra fyrir sama afbrot og hún hefur sjálf framið? Nei það gengur augljóslega ekki, og það er mesta áhyggjuefnið við þetta.

Þegar löggan fer yfir á rauðu, gera borgararnir það líka.

Guðmundur Ásgeirsson, 25.6.2015 kl. 19:27

27 identicon

Nei, það er ekki vinstrisinnuð paranoja að ætlast til þess að löggæslustofnanir fari eftir lögum.

Það er hinsvegar eitthvað mikið að, þegar þú trekk í trekk ásakar löggæsluyfirvöld um lögbrot, þegar engin eru. Hvort það er hægt að hjálpa þér veit ég ekki, en internetið er orðið athvarf mjög skrýtins fólks, sem er í heilögu stríði við hitt og þetta. Venjulega eitthverskonar yfirvald, og mér sýnist að engin hjálp sé í boði, eða að skrýtna fólkið hreinlega leiti ekki eftir henni.

Í sjálfu sér er ekkert sem maður eins og ég get gert. Vissulega hef ég bent á rangfærslurnar hjá þér, en það virðist ekki hjálpa, sennilegast er ég í þínum huga útsendari hins illa, eins og þú gafst reyndar í skyn ofarlega í þessari umræðu.
Það  þýðir sennilega ekkert fyrir mig, að benda þér á, að löggæsluyfirvöld hafa enga lögsögu yfir tilkynningarskyldu Icelandair um flutning vopna með almennu flugi. Maður með ranghugmyndir sem telur að yfirvöld séu að plotta gegn honum, og öðrum rétthugsandi vinstrimönnum, er sennilega ekki viðbjargandi.

Nota bene, vopnaflutningur með almennu flugi er ekki bannaður, og því sem slíkur ekki ólöglegur, en í kerfinu vinnur einhver stimpill sem hirðir laun fyrir tilgangslítinn stimpil á viðeigandi form.

Hilmar (IP-tala skráð) 25.6.2015 kl. 22:05

28 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hafðu þinn útsúrsnúning á þessu eins og þú vilt Hilmar.

Það sem fyrir liggur er að vopnaflutningur sá sem hér um ræðir stóðst ekki lög, hvort sem þér líkar betur eða verr.

Ég þarf ekki á neinni frekar "hjálp" að halda frá þér og þínum líkum. Það er frekar að þú þurfir hjálp ef eitthvað er, en vonandi læknastu einhverntíma af því heilkenni sem þú ert haldinn.

Mundu bara að það er ekki ofóknarbrjálæði sem er satt.

Góðar stundir.

Guðmundur Ásgeirsson, 25.6.2015 kl. 22:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband