Gleðilegan þjóðhátíðardag
17.6.2015 | 14:56
Til hamingju með daginn góðir Íslendingar!
Ólögmæti Landsbankabréfa staðfest (Icesave IV)
16.6.2015 | 14:20
Þegar þáverandi stjórnvöld sömdu árið 2009 við kröfuhafa föllnu bankanna um að afhenda slitabúum þeirra eignarhluti í nýju bönkunum, var farin önnur leið í tilviki Landsbankans heldur en hinna bankanna tveggja. Í stað hlutabréfa var nýji bankinn látinn gefa út skuldabréf til slitastjórnar gamla bankans að andvirði tæplega 300 milljarða króna í erlendum gjaldeyri, án þess að nokkurntíma hafi verið almennilega útskýrt hvers vegna.
Því hefur verið haldið fram að þetta hafi verið gert að kröfu Breta og Hollendinga til þess að skapa slitabúinu gjaldeyristekjur sem ætti svo að nota til að greiða þeim forgangskröfur vegna Icesave innstæðna. Sú skýring rímar við þær kröfur sem einnig voru hafðar uppi um ríkisábyrgð í þeim samningum sem var hafnað í þrígang. Síðan þá hefur hinsvegar verið upplýst að eignir gamla bankans duga vel fyrir forgangskröfum og gott betur en það eða 218 milljarða umfram þær, sem er hærra en eftirstöðvar umræddra bréfa og því eru þau alls ekki nauðsynleg svo slitastjórnin geti gert upp við forgangskröfuhafa.
Því hefur einnig verið haldið fram að útgáfa skuldabréfanna hafi verið nauðsynleg til að greiða endurgjald fyrir tiltekin lánasöfn í erlendum gjaldmiðlum sem keypt hafi verið úr gamla bankanum yfir í þann nýja. Nú hafa hinsvegar borist upplýsingar frá bankanum sem koma fram í svari fjármálaráðherra við fyrirspurn á Alþingi, en þar segir að bankinn hafi lokið við að endurreikna og leiðrétta að fullu öll lán í íslenskum krónum sem voru ólöglega gengistryggð og fyrir vikið hafi engin gengislán verið bókfærð hjá bankanum í árslok 2014. Með öðrum orðum þá voru samkvæmt því sem kemur fram í svarinu aldrei keypt nein lánasöfn í erlendum gjaldmiðlum heldur eingöngu lánasöfn í íslenskum krónum.
Hvaða máli skiptir þetta? Jú þetta skiptir verulega miklu máli, vegna þess að umrædd skuldabréf eru í raun stærsti einstaki bitinn í hinni svokölluðu snjóhengju, sem nú stendur til að hleypa lausri með undanþágum frá fjármagnshöftum fyrir slitabúin. Í viljayfirlýsingu frá helstu kröfuhöfum gamla Landsbankans (Bretum) er tekið sérstaklega fram að þessi skuldabréf séu undanskilin frá þeim krónueignum sem slitabúið bjóðist til að afhenda ríkissjóði til þess að uppfylla svokölluð "stöðugleikaskilyrði" sem er þó enn óljóst hver séu nákvæmlega. Í öðru bréfi frá sömu kröfuhöfum kemur einnig fram að þeir ætli að beita sér fyrir því að þessi gengistryggðu skuldabréf verði endurfjármögnuð í evrum!
Þannig er tilboð kröfuhafanna sett fram með þeim hætti að á yfirborðinu lætur það mjög vel í eyrum, þ.e. að þeir leggi til að slitabúið láti af hendi allar krónueignir sínar gegn því að fá undanþágu frá höftum. Þegar lengra er lesið kemur hinsvegar í ljós að það á ekki við um þessi skuldabréf heldur að veitt verði undanþága vegna þeirra, ásamt eignum sem taldar eru "innleysanlegar" í erlendum gjaldeyri. Landsbankabréfin verða svo auðvitað innleysanleg í gjaldeyri ef leyft verður að endurfjármagna þau í evrum og ef það fær að gerast mun þessi stærsti einstaki ísklumpur í snjóhengjunni aldrei verða bræddur.
Það væri glapræði af íslenskum stjórnvöldum að samþykkja þetta tilboð og leyfa þannig erlendum kröfuhöfum að njóta ávinnings af ólöglegum gjörningi. Umrædd lán voru nefninlega aldrei "greidd út" í erlendum gjaldeyri heldur með afhendingu lánasafna í íslenskum krónum, eins og svar fjármálaráðherra staðfestir. Viðmiðun á endurgreiðslu lánveitinga í íslenskum krónum við gengi erlendra gjaldmiðla er hinsvegar ólögleg eins og alkunnugt er orðið í kjölfar aragrúa Hæstaréttardóma þar að lútandi. Jafnframt braut þessi gjörningur gegn reglum um stærð einstakra áhættuskuldbindinga fjármálafyrirtækja og lán til tengdra aðila, auk þess sem aldrei voru neinar heimildir fyrir hendi á fjárlögum til slíkrar ráðstöfunar mörg ár fram í tímann á eignum ríkisfyrirtækisins NBI hf.
Hættan sem Ísland stendur nú frammi fyrir er sú að í meðvirkni með helstu kröfuhöfum gamla Landsbankans (Bretum) gætu stjórnvöld tekið upp á því að samþykkja þetta tilboð þeirra og veita undanþágu frá fjármagnshöftum sem gæti umsvifalaust verið notuð til að koma illa fengnum ágóðanum úr landi með verulega neikvæðum áhrifum fyrir þjóðarbúið. Sú staðreynd að samið virðist hafa verið um þetta fyrirfram með liðsinni sama aðila og var fenginn til að gera síðasta samning um Icesave sem var felldur, er síst til þess fallin að eyða tortryggni. EFTA-dómstóllinn hefur kveðið upp dóm sinn um að ríkinu sé ekki einungis óskylt heldur beinlínis óheimilt að ábyrgjast innstæðutryggingakerfið. Íslensk stjórnvöld hafa raunverulega enga heimild til að fara gegn þeim dómi, hvað þá að leggja blessun sína yfir ráðstöfun á eignum ríkisins án heimildar til þess á fjárlögum.
Síðasti samningur um Icesave hefur jafnan verið kallaður Icesave III.
Það sem virðist nú í uppsiglingu mætti samkvæmt því kalla Icesave IV.
Mikilvægt er að þing og þjóð standi saman um að hafna þessu tilboði!
![]() |
Arion og Íslandsbanki vildu ekki svara |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt 21.6.2015 kl. 19:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Ísland af lista umsóknarríkja (aftur)
3.6.2015 | 00:42
Eins og fjallað var um í síðustu viku hafði nafn Íslands þá verið fjarlægt af lista yfir umsóknarríki á vefsíðu framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Strax í kjölfarið greindu hinsvegar nokkrir fjölmiðlar frá því að Ísland væri samt sem áður enn á lista yfir umsóknarríki á vefsíðu með upplýsingum um hvernig Evrópusambandið virkar.
Líkt og áður var send ábending til vefstjóra Evrópusambandsins um að til samræmis væri ef til vill rétt að uppfæra einnig síðarnefnda listann. Í þetta sinn létu viðbrögðin ekki á sér standa því sá listi hefur nú þegar verið leiðréttur, og nafn Íslands fjarlægt af honum. Þannig er raunverulega hægt að fagna því öðru sinni!
Ef ske kynni að nafn Íslands leyndist víðar á vefsíðum sem orðnar eru úreltar, má líklega ganga út frá því sem næst vísu að einhverjir fjölmiðlar hér á landi muni flytja af því fréttir þegar þær koma í leitirnar. Kurteislegra væri þó að senda líka ábendingu til vefstjóra viðkomandi síðu svo hann geti einfaldlega leiðrétt upplýsingarnar. Það er sjaldnast til heilla ef rangar og misvísandi upplýsingar komast í dreifingu.
![]() |
Ísland fjarlægt smám saman |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 00:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Afnema þarf verðtryggingu neytendalána
1.6.2015 | 19:58
Fjármálaráðherra segir að endurbyggja þurfi traust í samskiptum stjórnvalda og vinnumarkaðar, og taka höndum saman um að verja lága verðbólgu og ná niður vöxtum. Það er eflaust nokkuð til í þessu. Það væri þá kannski fínt að byrja á því að standa við gefin loforð um afnám verðtryggingar.
Það er auðvitað ekki hægt að endurbyggja traust öðruvísi en að hætta að svíkja það. Reyndin er hinsvegar sú að boðað frumvarp um afnám verðtryggingar hefur verið tekið af þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar, en þess í stað verið lagt fram frumvarp um lögleiðingu verðtryggingar miðað við gengi erlendra gjaldmiðla, betur þekkt sem gengistrygging.
Afnám verðtryggingar væri sennilega gáfulegasta einstaka efnahagsaðgerðin sem hægt væri að ráðast í einmitt nú þegar verðbólga eru í sögulegu lágmarki. Þegar verðtryggingin og þar með stærsti einstaki verðbólguvaldurinn væri úr sögunni, yrði eftirleikurinn þeim mun einfaldari og auðveldara að takast á við það verkefni að lækka vextina.
Jafmframt er það um leið ein mikilvægasta forsendan fyrir því að eitthvað vitrænt geti orðið úr þeim hugmyndum sem ríkisstjórnin hefur að undanförnu viðrað í húsnæðismálum. Það er ekki nóg að byggja fullt af íbúðum sem enginn hefur efni á að kaupa eða leigja. Ekki er heldur nóg að lækka aðeins byggingarkostnað, heldur þarf sérstaklega að lækka stærsta einstaka kostnaðarliðinn, sem er fjármagnskostnaður.
Sumir vilja halda því fram að það sé ekki hægt, en slíkt tal fer í bága við staðreyndir og fordæmi. Fyrst að stjórnvöld gátu með lagasetningu árið 2013 lækkað hámarkskostnað svokallaðra smálána úr mörgþúsund prósentum niður í rúm 50%, hlýtur að vera hægt að gera eitthvað svipað fyrir stærri lán, til dæmis þau sem tekin eru til íbúðarkaupa.
Það eina sem þarf er vilji til að hrinda slíkum breytingum í framkvæmd.
![]() |
Vill samstarf um lága verðbólgu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 21:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Nauðsynleg og réttmæt leiðrétting
29.5.2015 | 17:34
Allir sem hafa starfað við almannatengsl á netinu og vefstjórn af einhverju viti þekkja tilvik þar sem upplýsingar á vefsíðum eru orðnar úreltar og þar af leiðandi ekki lengur réttar. Þess vegna eru líka flestar vefsíður, allavega þær sem eru af vandaðri gerð, þannig útbúnar að á hverri síðu er tengill sem hægt er að smella á og senda vefstjóra póst til að láta vita um rangar upplýsingar eða efni á vefsíðu sem á ekki heima þar.
Þessi möguleiki er einnig til staðar á vef Evrópusambandsins, og var nýttur þann 27. apríl síðastliðinn eða fyrir um mánuði síðan, til þess að senda vefstjóra ESB ábendingu um að upplýsingar á síðu um "umsóknarríki" væru orðnar úreltar þar sem Ísland ætti ekki lengur að vera á þeim lista. Svo virðist sem að ábendingin hafi skilað sér á endanum og þær upplýsingar verið uppfærðar, því nú er Ísland ekki lengur á lista umsækjenda.
Það er auðvitað mikið fagnaðarefni að þessar röngu upplýsingar skuli loksins hafa verið leiðréttar. Á sama tíma er hinsvegar umhugsunarefni, að það skuli hafa tekið vefstjóra ESB heilan mánuð að framkvæma eðlilega leiðréttingu á röngum upplýsingum sem hefði ekki þurft að taka meira en örfáar mínútur að leiðrétta. Ekki þurfti að skrifa neinn nýjan texta eða bæta neinu við, heldur einfaldlega að eyða út ákveðnum upplýsingum með því að ýta nokkrum sinnum á "delete" takkann á lyklaborðinu.
Þessi viðbragðstími sem er í raun óralangur þegar internetið er annars vegar, segir margt um það hvers svifaseint og óskilvirkt þetta gamaldags skrifræðisbákn er í raun og veru. Ísland er hinsvegar nútímalegt land sem er orðið vant því að haga seglum eftir vindi og sveigjanleiki er einn helsti kostur þjóðfélagsins. Þess vegna rennir þessi atburðarás bara enn frekari stoðum undir það að Ísland eigi í raun ekkert erindi í slíkt samband.
Það er samt mjög ánægjulegt að þessar staðreyndir skuli loksins hafa verið viðurkenndar af Evrópusambandinu sjálfu. Það er alltaf vont þegar fólk vill ekki horfast í augu við raunveruleikann og enn verra þegar stofnanir þráast við. Það eina sem hefst upp úr því að berja hausnum við steininn er nefninlega bara hausverkur, jafnvel heilahristingur, og ef nógu lengi er haldið áfram getur það leitt til örkumlunar og dauða viðkomandi.
Batnandi fólki er hinsvegar best að lifa.
Góða helgi og gleðilegt sumar!
![]() |
Ísland af lista yfir umsóknarríki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt 3.6.2015 kl. 00:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Siðareglur fyrir Alþingismenn
27.5.2015 | 23:36
Passar ekki fyrir íslenskar aðstæður
27.4.2015 | 17:05
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 17:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hvernig framlengja má frestinn
23.3.2015 | 13:12
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 16:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hvar getur fólk sótt sína kaupmáttaraukningu?
10.3.2015 | 17:11
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 17:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Auglýst eftir eiganda RIKB 15 0408
7.3.2015 | 12:51
Er kannski til einföld lausn?
5.3.2015 | 23:00
Stjórnmál og samfélag | Breytt 6.3.2015 kl. 00:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Ekki lyklafrumvarp
2.3.2015 | 20:50
Viðskipti og fjármál | Breytt 3.3.2015 kl. 00:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Leggur til lögleiðingu gjaldeyrisfölsunar
23.2.2015 | 20:32
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 20:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Taka þarf dýpra í árinni
14.2.2015 | 13:26
Viðskipti og fjármál | Breytt 15.2.2015 kl. 02:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Verðtrygging veldur verðbólgu
13.2.2015 | 08:45
Viðskipti og fjármál | Breytt 14.2.2015 kl. 13:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)