Hvar getur fólk sótt sína kaupmáttaraukningu?
10.3.2015 | 17:11
Kannski á skrifstofu Samtaka atvinnulífsins í Borgartúni 35?
Þær upplýsingar vantar alveg í fréttina!
![]() |
Jafngildir 3 mánaða matarútgjöldum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 17:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Auglýst eftir eiganda RIKB 15 0408
7.3.2015 | 12:51
Seðlabankinn hefur gert breytingar á undanþágulistum vegna gjaldeyrishafta. Listanir takmarkast nú við ríkisvíxla og eitt ríkisskuldabréf, þ.e. RIKB 15 0408. Væri ekki eðlilegt að upplýst yrði hver sé eigandi þessa umrædda ríkisskuldabréfs? Annars mun sú hætta verða fyrir hendi að þetta veki tortryggni, og allskyns samsæriskenningar um að breytingin sé gerð í þágu sérvalinna aðila.
Slík tortryggni þrífst best í skjóli leyndar og ógagnsæis. Því er rétt að skora á stjórnvöld að upplýsa hverjum sé verið að veita undanþágu frá fjármagnshöftum með þessum hætti, til þess að útrýma tortryggni á aðgerðina. Að öðrum kosti er óhjákvæmilegt að einhverjir muni draga þá ályktun að ekki sé allt með felldu.
![]() |
Búið í haginn fyrir losun hafta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Er kannski til einföld lausn?
5.3.2015 | 23:00
Sjónarmið um byggingu tilbeiðsluhúsa framandi trúarbragða hafa verið talsvert í umræðu að undanförnu. Það skal tekið fram að sá sem þetta skrifar hefur ekkert á móti trúfrelsi og að fólk sem býr löglega hér á landi stundi sín trúarbrögð ef það æskir þess, svo lengi sem það sé innan þeirra marka sem landslög hér á landi leyfa.
Með innleggi tiltekins stjórnmálaflokks í umræðu um skipulagsmál fyrir síðustu kosningar til borgarstjórnar Reykjavíkur, voru þessi málefni hinsvegar gerð að pólitísku álitaefni, hvort sem okkur líkar það vel eða illa. Þar með virkjast, eðli málsins samkvæmt, þau lög sem gilda hér á landi um afskipti erlendra aðila af innlendum stjórnmálum.
Árið 1971 var lögfest hér á landi, aðild Íslands að alþjóðasamningi um stjórnmálasamband, eða svokölluðum Vínarsáttmála. Samkvæmt ákvæðum þeirra laga eru afskipti erlendra ríkja af innanríkismálum á Íslandi, bönnuð. Einnig má heimfæra slík afskipti upp á X. kafla almennra hegningarlaga, sem fjallar um landráð. Það er alltaf viðkvæmt umræðuefni en engu að síður má nefna það í þessu samhengi, þar sem málið virðist vera orðið pólitískt.
Samkvæmt ákvæðum framangreindra laga, er einfaldlega óheimilt að erlend öfl beiti áhrifum sínum, þar á meðal fjárhagslegum, til þess að hafa áhrif á þróun stjórnmála innanlands á Íslandi. Sé um að ræða mál sem kann að varða stjórnskipan íslenska ríkisins er alls ekki útilokað að þessar reglur kunni að eiga við í slíkum tilvikum.
Það skal ítrekað að með þessu er ekki meiningin að vega að trúfrelsi, því það er eins og áður segir viðurkennt hér á landi. Aftur á móti er um allt annað mál að ræða þegar erlendir olíupeningar eru mögulega farnir að spila inn í íslensk stjórnmál. Skiptir þá engu máli hvort þeir komi frá mið-austurlöndum eða annars staðar frá í heiminum.
Án þess að um formlega greiningu á þessu mjög svo umdeilda álitaefni sé að ræða, virðist fljótt á litið sem íslensk lög leyfi einfaldlega ekki erlent fjárstreymi til málefna sem eru til þess fallin að hafa áhrif á íslenska stjórnmálaþróun. Með því að benda á þetta er ekki ætlunin að vega að neinum, heldur einfaldlega að benda á það hvernig þetta fellur, eða eftir atvikum fellur ekki, að íslenskum lögum.
Lausnin á þessu máli gæti þannig verið mun einfaldari en hún virðist hugsanlega vera við fyrstu sýn. Það sem er bannað, er einfaldlega bannað, og þarf varla að ræða það frekar. Eftir sem áður er öllum heimilt að stunda löglega starfsemi, sé hún fjármögnuð eftir löglegum leiðum hér á landi. Það þýðir að þeir sem aðhyllast ákveðnar trúarstefnur, geta hæglega iðkað þær hér á landi, svo lengi sem fjármögnun starfseminnar er lögleg.
Eins og oft er tilfellið þá gæti verið að lausnin á þessu tiltekna álitaefni sé í raun miklu einfaldari en hefur verið látið í veðri vaka. Þetta er nokkuð sem fólk ætti að líta til, frekar en að láta draga sig út í það drullusvað sem umræða með og á móti tilteknum trúabrögðum er, enda samræmist slík umræða varla trúfrelsisjónarmiðum.
Með því að nálgast álitaefnið á grundvelli borgaralegra lagareglna, frekar en trúarbragða, eru miklu meiri líkur á því að hægt sé að komast að skynsamlegum niðurstöðum. Við munum alltént ekki geta komist að slíkum niðurstöðum með hatursorðræðu.
![]() |
Vissi ekki af fjármagninu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 6.3.2015 kl. 00:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Ekki lyklafrumvarp
2.3.2015 | 20:50
Forsætisráðherra var inntur eftir því á Alþingi í dag hvort von væri á lyklafrumvarpi sem margoft hefur verið lofað að muni koma fram. Hann svaraði með því að benda á frumvarpsdrög sem liggja frammi til umsagnar á vefsíðu innanríkisráðuneytisins. Einnig hélt hann því fram að svar innanríkisráðherra fyrr í vikunni á þá leið að ekkert slíkt frumvarp væri í vinnslu hjá ráðuneyti hennar hefði verið misskilið.
Þessar skýringar eru því miður bæði misvísandi og villandi. Frumvarp það sem um ræðir er alls ekkert lyklafrumvarp, og sá sem heldur slíku fram talar annað hvort gegn betri vitund eða skortir hana. Staðreyndin er sú að umrætt ákvæði frumvarps þessa felur í sér tillögu um styttingu á fyrningarfresti þeirra krafna sem ekki fást greiddar af söluandvirði eignar á nauðungarsölu, úr fjórum árum í tvö ár.
Breyting samkvæmt tillögum þessum er vissulega dálítil réttarbót fyrir þolendur nauðungarsalna, en lyklafrumvarp er það alls ekki. Til skýringar á því hvað átt er við með lyklafrumvarpi, þá snýst það í meginatriðum um að ekki sé hægt að krefja skuldara fasteignaveðláns um meiri efndir en sem felast í verðmæti hinnar veðsettu eignar. Með öðrum orðum sé hægt að skila lyklunum og afhenda eignina gegn ráðstöfun hennar upp í áhvílandi skuldir án frekari eftirmála. Það sem eftir stendur er svo afskrifað.
Frumvarp það sem forsætisráðherra vísaði til, felur ekki í sér annað en styttingu á fyrningarfresti eftirstæðra krafna í tvö ár. Engu að síður munu kröfuhafar geta hundelt skuldara í tvö ár, gengið að öllum öðrum eignum þeirra og knúið þá í gjaldþrot, eða framlengt útlegðina með árangurslausu fjárnámi, sem er enn erfiðara að komast út úr.
Jafnframt skýtur það skökku við, fyrst að forsætisráðherra heldur því fram að hið margumtalaða lyklafrumvarp sé nú loks að líta dagsins ljós, að drög þessi hafa legið fyrir á vef innanríkisráðuneytisins allt frá 6. febrúar síðastliðnum! Það er einhver "undarlegur pólitískur leikur" hjá innanríkisráðherra að birta lyklafrumvarp sem allir bíða eftir í ofvæni, og segja svo ekki einu sinni frá því fyrr en að rúmum þremur vikum liðnum eftir að hafa verið þráspurð og þverneitað, og í stað þess að skýra stolt frá því í ræðustól Alþingis og í fjölmiðlum næstu kvöld þar á eftir, að senda forsætisráðherra það í einkaskilaboðum sem hann kemur svo á framfæri í síðbúnu andsvari við allt annarri fyrirspurn.
Aðeins tvær mögulegar skýringar koma til greina: Annars vegar að blessað fólkið kunni ekki fótum sínum forráð, hvorki pólitískt né í stjórnsýslustörfum sínum. Hins vegar að um hreinar eftiráskýringar sé að ræða, til þess að draga dul á að það sé í raun ekki von á neinu sérstöku lyklafrumvarpi. Þess í stað eigi að hraða eignaupptökunni með því að stytta þann tíma sem kröfuhafar fá til að flá fólk inn að beini.
Þessi skringilega staða sem stjórnvöld hafa nú skapað með þessum axarasköftum sínum, er í raun stórkostlegt sóknartækifæri fyrir stjórnarandstöðuþingmenn. Nú er ekkert því til fyrirstöðu að þeir taki sig saman og leggi sjálfir fram lyklafrumvarp, og láti reyna á það með áberandi hætti hversu margir stjórnarliðar treysti sér til þess að greiða atkvæði gegn því og svíkja kjósendur sína.
Það þarf ekki einu sinni að semja frumvarpið, því hérna er tilbúin útfærsla á því sem tengir jafnframt veðandlagið við þróun fasteignaverðs og deilir þannig áhættunni af þróun á mörkuðum milli lánveitanda og lántaka:
1. gr. Lánveitanda, sem veitir neytanda lán gegn veði í fasteign sem ætluð er til lögheimilis, er ekki heimilt að leita fullnustu fyrir kröfu sinni í öðrum eignum lántaka en sem nema þeim eignarhluta sem lánað var til nema krafa hafi stofnast vegna saknæmra athafna lántaka. Með eignarhluta sem lánað var til er átt við hlutfall af uppgjörsverðmæti fullnustueignar sem svarar til þess hlutfalls kaupverðs sem fengið var að láni við kaup hennar eða matsverðs við endurfjármögnun. Krafa lánveitanda á neytanda skal falla niður ásamt áföllnum lántökukostnaði og öðrum gjöldum, þó svo uppgjörsverðmæti fullnustueignarhluta nægi ekki til fullnaðargreiðslu hennar.
2. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi
Að lokum er þeirri áskorun hér með beint til allra þingmanna, bæði stjórnar og stjórnarandstöðu, að flytja frumvarp þessa efnis á Alþingi.
![]() |
Eins konar lyklafrumvarp komið fram |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt 3.3.2015 kl. 00:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Leggur til lögleiðingu gjaldeyrisfölsunar
23.2.2015 | 20:32
Fjármálaráðherra hefur lagt fram frumvarp, sem felur beinlínis í sér tillögu um að lögleiða nokkuð sem hingað til hefur verið ólöglegt, það er að segja gengistryggð lán. Þau hafa verið ólögleg frá því að heimildir til verðtryggingar miðað við gengisvísitölur voru felldar brott úr vaxtalögum árið 2001. Hinsvegar hefur verið leyfilegt að lána í erlendum gjaldeyri, og myndi verða það áfram að óbreyttu. Því er vandséð þörfin fyrir slíkt frumvarp.
Annað sem er einkennilegt við frumvarpið er það hefur að geyma afvegaleiðandi málfræðivillur og jafnvel ranga hugtakanotkun. Sjáum dæmi:
2. gr.
- Á eftir VI. kafla laganna kemur nýr kafli, VII. kafli, Erlend lán, með einni nýrri grein, 16. gr. a, sem orðast svo:
- Ákvæði þessa kafla gilda um erlend lán. Erlent lán er lán í erlendum gjaldmiðli eða gengistryggt lán. Lán í erlendum gjaldmiðli er lán í öðrum gjaldmiðli en íslenskum krónum. Gengistryggt lán er lán í íslenskum krónum þar sem höfuðstóll, greiðsla afborgana og/eða greiðsla vaxta er háð breytingum á gengi erlends gjaldmiðils eða gengisvísitölu, þ.m.t. samsettra gjaldmiðla sem Seðlabanki Íslands reiknar og birtir.
- Heimilt er, nema lög mæli á annan veg, að veita erlend lán. Um erlend lán til neytenda gilda lög um neytendalán.
Um þetta er ýmislegt að segja. Til að byrja með er lagt til að nýr kafli bætist við lög um vexti og verðtryggingu, sem gildi um erlend lán. Því næst er svo hugtakið "erlent lán" beinlínis endurskilgreint sem "lán í erlendum gjaldmiðli eða gengistryggt lán í íslenskum krónum". Fyrir utan það að vera bæði málvilla og rökvilla, er þetta beinlínis villandi.
Í uppgjörsleiðbeiningum Seðlabanka Íslands til fjármálafyrirtækja er erlent lán skilgreint (réttilega) sem: "Bein erlend lántaka hjá erlendri lánastofnun eða öðrum erlendum aðila." Samkvæmt orðasafni Financial Times þýðir "erlent lán" (foreign loan), "lán sem er veitt af erlendri ríkisstjórn eða fjármálastofnun" (A loan to a country or organization made by a foreign government or financial institution).
Þessi skilgreining er sú sama allsstaðar í heiminum. Til að taka fjarlægt dæmi er hér tilvitnun í leiðbeiningar Seðlabanka Filippseyja til lánastofnana um gjaldeyrismál:
"Foreign loans refer to all obligations (regardless of currency of denomination and form, i.e., cash or in kind) owed by Philippine residents to non-resident entities, including advances from foreign parent companies, shareholders and affiliates and peso- denominated loans from non-residents. Foreign currency denominated loans refer to obligations owed by Philippine residents to FCDUs of banks operating in the Philippines."
Lán þarf sem sagt að hafa verið tekið erlendis hjá erlendum aðila, til þess að teljast vera erlent. Það hefur hinsvegar ekkert með að gera í hvaða gjaldmiðli lánið er. Til dæmis er lán frá þýskum banka jafn erlent hvort sem það er í evrum, dollurum, eða jafnvel þó það væri í krónum. Lán sem eru tekin innanlands, eru hinsvegar innlend lán, sama hvaða gjaldmiðli þau eru í. Til dæmis ef Íslendingur tekur lán hjá Landsbanka Íslands, þá er það innlent lán, alveg sama hvort það er í íslenskum krónum eða erlendum gjaldeyri. Uppruni láns er ekki það sama og gjaldmiðillinn sem lánaður er. Svo dæmi sé tekið þá verður reiðhjól ekki að bifreið þó það sé keypt með lánsfé frá bílasölu!
Ekki skánar það þegar lengra líður á frumvarpið, þar sem lagt er til að gerðar verði breytingar á lögum um Seðlabanka Íslands til að gera ráð fyrir erlendum lánum, en þar segir í 2. mgr. tillögu skv. 3. gr:
- Í reglunum er heimilt að binda erlend lán skilyrðum sem varða tekjur lántaka, tegund trygginga, upplýsingaskyldu lánveitanda, lengd lánstíma og tilhögun endurgreiðslna. Heimilt er að ákveða að mismunandi ákvæði gildi um einstaka flokka lántaka, svo sem tiltekna hópa einstaklinga eða lögaðila, sveitarfélög og aðila sem opinberir aðilar eru í ábyrgð fyrir.
Samkvæmt þessu virðist eiga að búa til reglur sem kveði á um mismunun, þannig að fólki verði skipt upp í flokka eftir því hvort og í hvaða mæli það fái heimildir til að taka gengisbundin neytendalán. Erfitt er að sjá að þetta geti samræmst 65. gr. stjórnarskrár þar sem segir að allir skuli vera jafnir fyrir lögum.
Þar sem það er bundið í núgildandi stjórnarsáttmála að draga úr vægi verðtryggingar í neytendalánum, skýtur það jafnframt mjög skökku við að fjármálaráðherra skuli leggja fram frumvarp um auknar heimildir til verðtryggingar, þ.e.a.s. miðað við gengisvísitölur.
Helstu góðu fréttirnar eru þó þær tillögur sem gerðar eru um breytingar á lögum um neytendalán, en þar segir meðal annars:
5. gr.
- Eftirfarandi breytingar verða á 10. gr. laganna:
- a. Á eftir 4. mgr. kemur ný málsgrein sem orðast svo:
- Ef höfuðstóll, greiðsla afborgana og/eða greiðsla vaxta er í öðrum gjaldmiðli eða er háð gengi annars gjaldmiðils en þeim sem lántaki er með tekjur í, að hluta til eða að öllu leyti, skal þrátt fyrir 2. mgr. ávallt framkvæma greiðslumat. Óheimilt er að veita lántaka slíkt lán nema greiðslumat leiði í ljós að hann hafi augljóslega fjárhagslega burði til að standast verulegar breytingar á gengi þess gjaldmiðils sem tekjur lántaka eru í samanborið við þann gjaldmiðil sem lánið er í eða tekur mið af.
Þetta er athyglivert, ekki síst ef litið er til þess að langflest lán neytenda eru í raun í öðrum gjaldmiðli en þeir hafa tekjur í, þ.e. verðtryggðum krónum. Það er kannski bara fagnaðarefni ef á að stemma stigu við þeim? (Muna 65. greinina um bann við mismunun! ;)
Athyglisverðust af öllum er samt 1. gr. frumvarpsins:
1. gr.
- Við 2. mgr. 14. gr. laganna bætist nýr málsliður sem orðast svo: Það á þó ekki við um neytendalán.
Til þess að skilja hvað þetta þýðir er nauðsynlegt að gera grein fyrir því hvað 2. mgr. 14. gr. laga um vexti og verðtryggingu segir, en samkvæmt henni hefur hingað til verið heimilt að miða verðtryggingu lánsfjár við hlutabréfavísitölur. Sú heimild hefur lítið verið nýtt og er nánast óþekkt á almennum neytendamarkaði. Það er því alls ekki órökrétt að kveða á um bann við slíkum lánum til almennra neytenda, enda geta þau verið gríðarlega áhættusöm.
Það sem er þó öllu merkilegra er hversu einföld sú breyting er að banna þessa tegund verðtryggingar í neytendalánum sérstaklega. Ekki síst þegar litið er til þeirrar miklu umræðu sem verið hefur og sérfræðivinnu um afnám verðtryggingar miðað við vísitölu neysluverðs, sem er mjög útbreidd í neytendalánum, en hún er einmitt heimiluð með 1. mgr. 14. gr., næst á undan þeirri sem fjallar um hlutabréfavísitölur.
Þarna er því komin í ljós mjög einföld leið til að afnema verðtryggingu neytendalána, sem væri hægt að framkvæma strax á þessu þingi með breytingartillögu við frumvarp þetta, þess efnis að á undan 1. gr komi ný grein svohljóðandi:
- Við 1. mgr. 14. gr. laganna bætist nýr málsliður sem orðast svo: Það á þó ekki við um neytendalán.
Þannig væri hægt að banna verðtrygginguna strax. Reyndar hefur frumvarp þess efnis nú þegar verið lagt fram, en það var gert á síðasta kjörtímabili:
http://www.althingi.is/altext/141/s/1138.html
Þar eru útfærðar með miklu ítarlegri hætti þær heildarbreytingar sem gera þyrfti á umgjörð íslensks lánamarkaðar til þess að særa verðtrygginguna út með öllu. Einkum er þar um að ræða breytingar á lagaumhverfi opinberra lánastofnana á borð við Íbúðalánasjóð og Lánasjóð íslenskra námsmanna, svo dæmi séu tekin.
Ekkert er því til fyrirstöðu að endurflytja frumvarp þetta núna!
![]() |
Greiðslumat vegna erlendra lána |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 20:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Taka þarf dýpra í árinni
14.2.2015 | 13:26
Viðskipti og fjármál | Breytt 15.2.2015 kl. 02:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Verðtrygging veldur verðbólgu
13.2.2015 | 08:45
Viðskipti og fjármál | Breytt 14.2.2015 kl. 13:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Engin þörf á lögum um staðgöngumæðrun
9.2.2015 | 21:32
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Ólögmætur samningur ekki sanngjarn
7.2.2015 | 16:30
Verðtrygging | Breytt s.d. kl. 20:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Nákvæmlega...
27.1.2015 | 15:39
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (84)
Dugar ekki fyrir lágmarksframfærslu
26.1.2015 | 20:58
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Ekki ákvörðunum heldur "stefnumótun"
20.1.2015 | 23:01
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Launahækkanir valda ekki verðbólgu
7.1.2015 | 16:11
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 20:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Gleðilega hátíð
24.12.2014 | 19:42
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 19:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Villandi vaxtaútreikningar
24.12.2014 | 17:10
Viðskipti og fjármál | Breytt 25.12.2014 kl. 14:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)