Upplýsingafrelsi er á niðurleið
19.11.2014 | 21:12
Upplýsingafrelsi á Íslandi er á hraðri niðurleið að mati samtakanna Reporters without borders. Auðvelt er að taka undir þessa yfirlýsingu.
Sem dæmi má taka úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 540 frá 8. október 2014. Þar var máli sem snerist um aðgang að upplýsingum um yfirfærslu lána milli gömlu og nýju bankanna, vísað frá nefndinni á vægast sagt hæpnum forsendum.
Hélt nefndin því meðal annars fram að kærandi hefði ekki borið fram kæru sína innan tilskilins kærufrests samkvæmt upplýsingalögum. Staðreynd málsins er hinsvegar sú að kærandi beindi kæru sinni til nefndarinnar áður en honum hafði borist sú ákvörðun fjármálaeftirlitsins sem kærð var, það er að segja: kæran laut að því að beiðni um aðgang að gögnum í vörslu stjórnvaldsins hefði ekki verið svarað innan tilskilinna tímamarka.
Þar sem kæran var borin fram áður en kæranda hafði yfir höfuð borist sú ákvörðun sem kæran sneri að, en kæruefnið var einmitt að ákvörðunin hefði ekki verið tekin tímanlega, er með öllu útilokað að kærufrestur hafi yfir höfuð verið hafinn, hvað þá að hann gæti hafa verið liðinn. Úrskurðarnefndin svaraði erindinu með því að gefa kæranda kost á að koma frekari sjónarmiðum á framfæri í ljósi synjunar fjármálaeftirlitsins, sem hann gerði innan þess frests sem nefndin veitti til þess.
Engu að síður kaus nefndin að líta svo á í úrskurði sínum að um tvær aðskildar kærur væri að ræða og að sú síðari hefði borist eftir að kærufrestur var liðinn, þrátt fyrir að hún hefði í raun borist innan þeirra tímamarka sem nefndin sjálf setti. Þar sem kærufrestur var þá liðinn komst nefndin að þeirri niðurstöðu að hún yrði að vísa málinu frá.
Aumingja nefndin að hafa "neyðst til þess" að vísa málinu frá.
Ef þetta er skoðað ofan í kjölinn blasir við að með þessum úrskurði var úrskurðarnefnd um upplýsingamál aðeins að finna sér átyllu til þess að vísa umræddu máli frá, þar sem um "óþægilegt" mál var að ræða, en það varðar aðgang að verðmati lánasafna sem færð voru frá gömlu bönkunum til nýju bankanna eftir bankahrunið 2008, og er því um gríðarlega mikilvægt hagsmunamál að ræða fyrir íslensk heimili og neytendur.
Úrskurðarnefnd um upplýsingamál er sérstök nefnd á stjórnsýslustigi sem hefur verið falið það hlutverk með lögum að veita borgurunum úrræði til þess að sækja rétt sinn gangvart opinberum stofnunum og aðilum sem neita að veita borgurunum þær upplýsingar sem þeir eiga rétt á að fá. Þegar sú nefnd er hinsvegar farin að beita lagaklækjum til þess að vísa slíkum málum frá án þess að úrskurða um réttindi borgaranna til upplýsinga, er hinsvegar ljóst að sú nefnd er ekki að starfa í þágu almennings og borgaralegra réttinda.
Niðurstaðan er því sú að gagnrýni samtakanna Reporters without borders, eigi fullan rétt á sér. Enda stafar uppplýsingafrelsinu á Íslandi ógn af því að ekki aðeins stjórnvöld, heldur að svokallaðar "óháðar úrskurðarnefndir" á stjórnsýslustigi séu orðnar þáttakendur í yfirhylmingu "óþægilegra" upplýsinga sem kunna að vera fyrir hendi hjá hinu opinbera.
Að öllu framangreindu virtu er ljóst að "gegnsæ og heiðarleg stjórnsýsla" er ennþá bara markmið, sem hefur alls ekki verið uppfyllt hér á landi.
Upplýsingafrelsi á Íslandi á niðurleið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Frumvarp um afnám verðtryggingar
13.11.2014 | 11:59
Félags- og húsnæðismála sagði í svari við óundirbúinni fyrirspurn á Alþingi í dag að ríkisstjórnin ætlaði að standa við kosningaloforð um afnám verðtryggingar. Svar þetta var veitt við spurningu frá Katrínu Júlíusdóttur þingmanni Samfylkingarinnar.
Margir hafa velt því fyrir sér hvernig skuli fara að því að afnema verðtryggingu, og sumir stjórnmálamenn, aðallega þeir sem vilja grafa undan sjálfstæði Íslands í peningamálum, hafa jafnvel reynt að halda því fram að það sé ekki hægt. Góðu fréttirnar eru hinsvegar að sá málflutningur er jafn vitlaus og annað sem úr þeirri átt kemur. Ekkert er því til fyrirstöðu að afnema verðtryggingu nýrra neytendalána, jafnvel strax á morgun, sé vilji til þess.
Aðferðin við það er svo sáraeinföld að allir þingmenn úr öllum flokkum, jafnvel krataflokkunum, ættu að kunna hana: það þarf fyrst að leggja fram frumvarp til laga og svo þarf meirihluti Alþingis að samþykkja það. Það þarf ekki einu sinni að semja frumvarpið frá grunni því það hefur þegar verið gert og það var reyndar lagt fram á Alþingi í mars 2013 en hlaut því miður ekki brautargengi:
http://www.althingi.is/altext/141/s/1138.html
Það eina sem þarf til að afnema verðtryggingu er að endurflytja þetta frumvarp (með smá breytingum til samræmingar við önnur nýrri lög) og samþykkja það svo. Sjálfskipaðir áhugamenn um afnámið í röðum stjórnarandstöðuþingmanna sem beina nú spurningum þar að lútandi að ráðherrum stjórnarflokkanna, ættu því kannski að líta sjálfum sér nær.
Þeir ættu nefninlega með réttu að þurfa að svara fyrir það eftir hverju þeir eru að bíða og afhverju þeir leggja ekki bara sjálfir fram frumvarp um afnám verðtryggingar og beita sér fyrir því að það verði samþykkt. Það ætti að verða auðsótt núna þar sem það er í beinu samræmi við yfirlýsta stefnu meirihlutans.
Sé gengið útfrá því að áhugi liðsmanna stjórnarandstöðunnar á málinu sé einlægur, er óskiljanlegt hvers vegna þeir nýta sér ekki þetta gullna tækifæri til þess að slá sjálfa sig til riddara og skora stig hjá kjósendum með flutningi frumvarps um afnám verðtryggingar.
Nema skýringin sé sú að áhugi þeirra á málinu sé alls ekki einlægur.
Ætla að standa við afnám verðtryggingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Verðtrygging | Breytt 14.11.2014 kl. 23:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Marklaust lögbann
12.11.2014 | 17:12
Fjarskiptafyrirtækið Hringdu hefur lokað fyrir aðgang að vefsíðunum Deildu og Pirate Bay en sýslumaðurinn í Reykjavík hefur sett lögbann á síðurnar. Forsvarsmenn Hringdu segja að lögbann muni breyta litlu.
Hér eru þrjár af ástæðunum fyrir því að þeir hafa rétt fyrir sér:
- www.thepiratebay2.se
- proxybay.info
- unblock.nu
Segja lögbann breyta litlu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vefurinn | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Leiðréttingin stenst ekki lög um neytendalán
10.11.2014 | 09:55
Réttur neytenda samkvæmt lögum um neytendalán er alls ekki háður neinum fjárhæðartakmörkunum eða frádráttarliðum, hann miðast ekki við neitt brot af því sem óheimilt er að innheimta heldur allt sem er óheimilt að innheimta, og þarfnast ekki staðfestingar með rafrænum "skilríkjum" útgefnum af bönkunum sjálfum. Lögin um neytendalán eru ekki ný uppfinning heldur voru þau upphaflega sett fyrir rúmum tuttugu árum síðan og fjórtán ár eru síðan gildissvið þeirra var útvíkkað til húsnæðislána.
Lög um neytendalán eru frábær og byggjast á tilskipun um neytendalán sem Íslandi er skylt að virða og framfylgja samkvæmt EES-samningnum. Sú "leiðrétting" sem stjórnvöld ætla sér að kynna í dag tekur hinsvegar ekkert mið af þeim heldur kveður 11. gr. laga nr. 35/2014 um leiðréttingu verðtryggðra fasteignaveðlána sérstaklega á um að breyting samkvæmt henni sé undanþegin lögum um neytendalán.
Ef það er yfir höfuð tilefni til að mótmæla á Austurvelli í dag, ættu þau mótmæli fyrst og fremst að snúast um að hvetja stjórnvöld til þess að virða skuldbindingar sínar samkvæmt EES-samningnum, neytendum til hagsbóta, frekar en að stofna þjóðarhagsmunum í hættu með því að brjóta gegn þeim og baka ríkissjóði hugsanlega skaðabótaskyldu.
Lækka að meðaltali um 1,3 milljónir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Björgunarsjóður evrunnar er í Luxembourg
6.11.2014 | 14:49
Eftir að ákveðið var á fundi efnahags- og fjármálaráðs ESB (Ecofin) þann 9. maí 2010, að stofna sérstakan björgunarsjóð fyrir evrusvæðið (EFSF), var jafnframt ákveðið að staðsetja hann í Luxembourg, eins og sjá má á heimilisfanginu sem birt er á vefsíðu sjóðsins:
European Financial Stability Facility
Société Anonyme
6a, Circuit de la Foire Internationale, L-1347 Luxembourg
Grand Duchy of Luxembourg
R.C.S. Luxembourg B153414
Þetta val á staðsetningu þótti óvenjulegt í ljósi þess að allar helstu stofnanir ESB eru í Brüssel, en höfuðstöðvar evrópska seðlabankans í Frankfürt í Þýzkalandi. Á þessum tíma var Jean-Claude Juncker forsætis- og fjármálaráðherra Luxembourg í leiðtogahlutverki hóps fjármálaráðherra þeirra ríkja sem nota evruna (Eurogroup). Hann gegnir núna æðstu stöðu innan ESB, sem forseti ráðherraráðsins.
Núna hafa alþjóðleg samtök rannsóknarblaðamanna (ICIJ) hinsvegar birt umtalsvert magn af gögnum sem var lekið til þeirra, og sýna hvernig Luxembourg hefur um árabil notað sem skattaskjól stórfyrirtækja og vogunarsjóða. Þetta staðfestir í raun aðeins það sem margir þóttust vita, en sú staðfesting er engu að síður fréttnæm. Ekki síst að svo virðist sem skattsvikin hafi byggst á leynilegum sérsamningum við stjórnvöld í Luxembourg, og þykir málið því allt hið vandræðalegasta fyrir Juncker og kollega hans.
Með hliðsjón af þessu er það í raun ótrúlegt að eftir að svikamyllur fjármálafyrirtækja voru allt að því búnar að leggja efnahagslíf Íslands í rúst árið 2008, skuli virkilega stór hluti þjóðarinnar hafa talið það skynsamlega lausn á þeim vanda, að gangast í bandalag sem byggist að meginhluta til á sambærilegum svikamyllum: evrópska myntbandalagið.
Var svo rammt að því kveðið að sumir leyfðu sér jafnvel að halda fram kenningum um að bandalag þetta væri líklegt til þess að koma íslenskum almenningi til bjargar, og héldu slíkum fjarstæðum á lofti lengi vel þrátt að framferði aðildarríkja þessa bandalags hafi miklu frekar gefið hið gagnstæða til kynna.
Blessunarlega fer þeim nú ört fækkandi sem halda að nöfn gjaldmiðla og það hvernig seðlarnir séu myndskreyttir, feli í sér einhverja vörn gegn svikamyllum og misferli.
Batnandi fólki er best að lifa.
Lúxemborg sagt skattaskjól | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 20:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Skila vopnasendingunni til föðurhúsanna
29.10.2014 | 20:40
Fasismi | Breytt 10.11.2014 kl. 21:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Gereyðingarvopnin fundust: Made in USA
20.10.2014 | 19:56
Öryggis- og alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 19:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Icesave IV: aftur gengur afturgangan, aftur
8.10.2014 | 19:40
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 22:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
Hvað með ívilnunarsamninga stærri fyrirtækja?
8.10.2014 | 15:50
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 17:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Villandi fyrirsögn
30.9.2014 | 09:39
Viðskipti og fjármál | Breytt 6.10.2014 kl. 21:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Peningamagni í umferð er ekki stjórnað á Íslandi
27.9.2014 | 12:25
Viðskipti og fjármál | Breytt 28.9.2014 kl. 13:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Innbrot eru ólögleg
13.9.2014 | 11:52
Ekki famlengja heldur rifta
12.9.2014 | 21:04
IceSave | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Hvatning til að sækja um Leiðréttinguna
31.8.2014 | 16:50
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Sýslumenn áfram undir innanríkisráðherra
26.8.2014 | 17:10
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)