Frumvarp um afnám verðtryggingar

Félags- og húsnæðismála sagði í svari við óundirbúinni fyrirspurn á Alþingi í dag að ríkisstjórnin ætlaði að standa við kosningaloforð um afnám verðtryggingar. Svar þetta var veitt við spurningu frá Katrínu Júlíusdóttur þingmanni Samfylkingarinnar.

Margir hafa velt því fyrir sér hvernig skuli fara að því að afnema verðtryggingu, og sumir stjórnmálamenn, aðallega þeir sem vilja grafa undan sjálfstæði Íslands í peningamálum, hafa jafnvel reynt að halda því fram að það sé ekki hægt. Góðu fréttirnar eru hinsvegar að sá málflutningur er jafn vitlaus og annað sem úr þeirri átt kemur. Ekkert er því til fyrirstöðu að afnema verðtryggingu nýrra neytendalána, jafnvel strax á morgun, sé vilji til þess.

Aðferðin við það er svo sáraeinföld að allir þingmenn úr öllum flokkum, jafnvel krataflokkunum, ættu að kunna hana: það þarf fyrst að leggja fram frumvarp til laga og svo þarf meirihluti Alþingis að samþykkja það. Það þarf ekki einu sinni að semja frumvarpið frá grunni því það hefur þegar verið gert og það var reyndar lagt fram á Alþingi í mars 2013 en hlaut því miður ekki brautargengi:

http://www.althingi.is/altext/141/s/1138.html

Það eina sem þarf til að afnema verðtryggingu er að endurflytja þetta frumvarp (með smá breytingum til samræmingar við önnur nýrri lög) og samþykkja það svo. Sjálfskipaðir áhugamenn um afnámið í röðum stjórnarandstöðuþingmanna sem beina nú spurningum þar að lútandi að ráðherrum stjórnarflokkanna, ættu því kannski að líta sjálfum sér nær.

Þeir ættu nefninlega með réttu að þurfa að svara fyrir það eftir hverju þeir eru að bíða og afhverju þeir leggja ekki bara sjálfir fram frumvarp um afnám verðtryggingar og beita sér fyrir því að það verði samþykkt. Það ætti að verða auðsótt núna þar sem það er í beinu samræmi við yfirlýsta stefnu meirihlutans.

Sé gengið útfrá því að áhugi liðsmanna stjórnarandstöðunnar á málinu sé einlægur, er óskiljanlegt hvers vegna þeir nýta sér ekki þetta gullna tækifæri til þess að slá sjálfa sig til riddara og skora stig hjá kjósendum með flutningi frumvarps um afnám verðtryggingar.

Nema skýringin sé sú að áhugi þeirra á málinu sé alls ekki einlægur.


mbl.is Ætla að standa við afnám verðtryggingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband