Nákvæmlega...

Árið 2012 var haldin skoðanakönnun (sem í viðhengdri frétt er reyndar ranglega kölluð þjóðaratkvæðagreiðsla) en ein spurninganna í þeirri könnun sneri að því hvort kjósendur vildu að í nýrri stjórn­ar­skrá Íslands yrði ákvæði um þjóðkirkju á Íslandi. Þetta er líklega einhver verst orðaði og óljósasti svarmöguleiki sem íslenskum kjósendum hefur verið boðið að taka afstöðu til í opinberri könnun eða atkvæðagreiðslu af nokkru tagi.

Til að mynda virðist ekki hafa hvarflað að spurningahöfundum að spyrja hvort kjósendur vildu hafa slíkt ákvæði í núgildandi stjórnarskrá, og því var ekki hægt að taka afstöðu til þjóðkirkjuákvæðis ef maður var til dæmis á móti því að ný stjórnarskrá tæki gildi eða ef maður vildi einfaldlega fella þjóðkirkjuákvæðið út úr núgildandi stjórnarskrá, svo dæmi sé tekið. Þannig var könnunin alls ekki til þess fallin að ná fram raunverulegri afstöðu allra til þessa málefnis. Þeir sem vildu svo dæmi sé tekið, halda í þjóðkirkjuákvæði núgildandi stjórnarskrár, hefðu samt orðið að svara spurningunni neitandi.

Annar og mun stærri galli á spurningunni sem um ræðir var sá, að hún laut alls ekki að afstöðu fólks til þess hvort það vildi yfirhöfuð hafa þjóðkirkju eða ekki, heldur eingöngu að því hvort það vildi ákvæði um það í stjórnarskrá, það er að segja nýrri eins og áður sagði. Allir sem vildu yfir höfuð nýja stjórnarskrá gátu því alveg óháð afstöðu sinni til þess að reka þjóðkirkju eða ekki svarað spurningunni játandi, ef þeir á annað borð vildu að sú afstaða endurspeglaðist í nýrri stjórnarskrá. Þannig gátu til dæmis bæði þeir sem vildu nýja stjórnarskrá með ákvæði sem heimilar þjóðkirkju og þeir sem vildu nýja stjórnarskrá með ákvæði sem bannar þjóðkirkju, svarað þessari sömu spurningu játandi jafnvel þó afstaða þeirra til málefnisins væri í raun gjörólík.

Þessi umrædda spurning var sniðin að þörfum þeirra sem vildu afnema gildandi stjórnarskrá og halda í þjóðkirkjuna. Það var hinsvegar enginn svarmöguleiki fyrir þá sem vilja hvorki nýja stjórnarskrá né þjóðkirkju, heldur vilja halda núgildandi stjórnarskrá að öðru leyti en því, að fella brott ákvæði hennar um þjóðkirkju. Það var heldur enginn svarmöguleiki fyrir þá sem vilja halda bæði núgildandi stjórnarskrá og þjóðkirkjunni. Enn fremur var enginn svarmöguleiki fyrir þá sem vilja halda núgildandi stjórnarskrá og hafa í henni ákvæði sem bannar þjóðkirkju. Þannig var þessum stóru þjóðfélagshópum mismunað, með því að láta eins og þær væru ekki til og útiloka að þeir gætu tjáð afstöðu sína til viðkomandi málefnis í umræddri könnun.

Helgi Hrafn Gunnarsson pírati er klókur og skemmtilegur þingmaður. Hann er í þeirri erfiðu stöðu að vera trúr þeirri stefnu pírata að stjórnmál skuli fara eftir vilja fólksins, en á sama tíma er þjóðkirkja ósamrýmanleg persónulegri sannfæringu Helga Hrafns sem hann er bundinn af samkvæmt (núgildandi) stjórnarskrá. Helgi Hrafn hefur hinsvegar fundið gríðarlega snjalla leið til þess að slá tvær flugur í einu höggi með því að koma til móts við bæði sjónarmiðin samtímis, og þá þriðju með því að setja um leið fram hárbeitta háðsádeilu á ofangreinda spurningu ásamt þeim annmörkum á henni sem hér hafa verið raktir.

Við umræður á Alþingi í dag lýsti Helgi Hrafn þeirri tillögu sinni að ákvæði um þjóðkirkju í stjórn­ar­skrá verði með þeim hætti, að þjóðkirkju skuli aldrei í lög leiða held­ur skuli rík­is­valdið styðja og vernda trúfrelsi á Íslandi, og sagðist hann jafnframt nú þegar hafa hafið und­ir­bún­ing að frum­varpi þess efnis.

Sé það ekki ljóst nú þegar, felur tillaga Helga Hrafns í sér nákvæmlega þann svarmöguleika sem undirritaður hefði merkt við í umræddri könnun, ef hann hefði yfir höfuð staðið til boða. Það gerði hann hinsvegar ekki og þess vegna var sú könnun markleysa.


mbl.is Þjóðkirkja ekki leidd í lög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Trúfrelsi er tryggt í núverandi stjórnarskrá þannig að hann er ekki að koma með neitt nýtt - heldur er hann að reyna að koma þjóðkirkjunni út úr stjórnskipunarlögunum. Þetta helgast meðal annars af þeirri röngu ímyndun að þjóðkirkjan sé ríkisstofnun eða rekin af ríkinu - sem er hvorutveggja ekki rwyndin.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 27.1.2015 kl. 18:40

2 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

„Reyndin“ átti að vera síðasta orðið þarna áðan.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 27.1.2015 kl. 18:41

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Sæll Predikari.

Ef það er ekki reyndin að "þjóðkirkjan" sé í raun ríkiskirkja, þá er algjörlega ástæðulaust að hafa ákvæði um slíkt í stjórnarskrá.

Þakka þér fyrir stuðninginn við þetta sjónarmið.

Guðmundur Ásgeirsson, 27.1.2015 kl. 20:35

4 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

 Sjálfur tók ég þátt í þessari skoðanakönnun. Þar sem ég svaraði spurningunni um hvort tillögur "stjórnlagaráðs" skildu verða sem drög að nýrri stjórnarskrá neitandi, varð ég að sleppa því að svara öðrum spurningum, hver sem afstaða mín til þeirra mála var.

Vissulega voru þar málefni sem ég gjarnan hefði viljað fá að svar hvort ættu erindi í stjórnarskránna, en þar sem þessar spurningar miðuðu allar að nýrri, þá gat ég ekki gefið mitt álit.

Gunnar Heiðarsson, 27.1.2015 kl. 21:09

5 Smámynd: Odie

Skemmtilegur víkil á þessu öllu.  Það mætti jafnvel skerpa en betur á þessu, líkt og í stjórnarskrá US.

En það er síðan fyndið hvað sumir vilja ekki skilja þetta með ríkiskirkjuna.  Allar hennar tekur eru skatttekjur þó að þeir vilji gefa því eitthvað annað nafn. 

Odie, 27.1.2015 kl. 22:45

6 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Odie

þú hefur líklega aldrei lesið „Lög um sóknargjöld og fleira“ né greinargerðina með þeim lögum - annars hefðir þú ekki opinberað þig svo fávísan.

Ef þú hefðir rétt fyrir þér þá er Siðmennt, Ásatrúarfélagið, Félag múslima, Krossinn, Vegurinn, Fríkirkjan í Hafnarfirði og fleiri og fleiri allt ríkisstofnanir/kirkjur.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 27.1.2015 kl. 22:51

7 Smámynd: Reputo

Prestar eru opinberir starfsmenn og ber að fylgja lögum um opinbera starfsmenn. Kirkjan er skráð sem ríkisstofnun hjá ríkinu. Biskup er skráður hjá ríkinu sem æðsti stjórnandi opinberrar stofnunnar. Biskup heyrir undir ráðherra. Allar tekjur kirkjunnar koma af fjárlögum ríkissins og eru af skattféi landsmanna þar sem allir greiða til hennar hvort sem líkar betur eða ver. M.ö.o. if it looks like a duck, swims like a duck, and quacks like a duck, then it probably is a duck. Það eina sem hægt er að kalla sjálfstætt í kringum kirkjuna er að hún ræður að hluta til, ekki öllu leiti, innri málefnum í gegnum kirkjuþing. Það að halda því fram að ríkiskirkjan sé ekki ríkiskirkja er ekkert annað en útúrsnúningur og orðhengilsháttur til að svala einhverju upphafningarblæti fylgjenda hennar.

Reputo, 27.1.2015 kl. 23:25

8 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hér eru þau lög:

http://www.althingi.is/lagas/nuna/1987091.html

Í 1. gr. þeirra segir:

"Þjóðkirkjusöfnuðir og skráð trúfélög og lífsskoðunarfélög samkvæmt lögum um skráð trúfélög og lífsskoðunarfélög skulu eiga ákveðna hlutdeild í tekjuskatti álögðum samkvæmt ákvæðum laga um tekjuskatt eftir því sem lög þessi ákveða."

Skemmtilegt að reynt skuli hafa verið að halda því fram að hlutdeild í skattlagningu ríkisins, sé þrátt fyrir það ekki skattur.

Það þarf jú tvo til. Prófum að beita þeirri nálgun á kynferðisbrot að hlutdeildaraðili í slíkum verknaði teljist ekki vera gerandi þess verknaðar. Sjáum svo til hvort það sé sjónarmið sem þjóðkirkjan, eða yfir höfuð nokkurt trúfélag, treysti sér til þess að styðja. Það væri án efa stórskemmtilegt að fylgjast með þeirri umræðu!

Guðmundur Ásgeirsson, 27.1.2015 kl. 23:26

9 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Reputo

Hver er eigandi Háskóla Íslands ?

Hver er eigandi Hjallakirkju, Háteigskirkju, Hafnarfjarðarkirkju, Selfosskirkju, Akureyrarkirkju svo fáeinar séu nefndar ?

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 27.1.2015 kl. 23:34

10 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Guðmundur

Lögin kveða á um sóknargjöldin sem eru eign trúfélaganna eins og kemur fram í greinargerð laganna sem þá var ákveðið að ríkið sæi um að innheimta og reiknaðir Fjársýslaríkisins út hver prósentan í tekjudkattinum ætti að vera að sóknargjöldunum viðbættum. Þó Alþingi hafi ákveðið að fella innheimtu fyrir trúfélög og síðar lífsskoðunarfélög breytir ekki þeirri staðreynd að ríkið tók að sérr að innheimta þau og heita líka lögin þessu nafni. Að innheimtan færi fram innan tekjuskatts er ákvörðun Alþingis um framkvæmdina að innheimta þannig félagsgjöldin og breyti ekki eðli þeirra ekki frekar en að Krossinn eða Ásatrúarfélagið verði þar með að ríkisstofnunum þó sóknargjöld þeirra séu innheimt af ríkinu á þennan hátt.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 27.1.2015 kl. 23:38

11 Smámynd: Reputo

Það má vel vera að kirkjubyggingarnar sem slíkar tilheyri ekki ríkinu enda eru þær ekki upppistaðan í stofnuninni sem slíkri. Þjóðskrá og LÍN leigja sitt húsnæði en það breytir engu um eðli stofnananna.

Reputo, 27.1.2015 kl. 23:40

12 Smámynd: Reputo

Ríkið innheimtir engin sóknargjöld. Það er engin prósenta eða upphæð sem er innheimt. Framlög til kirkjunnar eru ákveðin í fjárlögum hvers árs.

Reputo, 27.1.2015 kl. 23:43

13 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Reputo

Háskólinn er auðvitað í eigu ríkisins eins og þú sneiðir hjá að nefna og lýtur stjórn eiganda síns. Þjóðkirkjan er ekki að einu eða neinu leiti aí eigu ríikisins eins og sjá má í lögum um hana. Þú getur skrifað þig rauðan í fingrunum um þetta en það breytir engu um hver á þjóðkirkjuna. Þó prestar og byskup fái laun sín frá ríkinu þá eru þeir ekki sem slíkir starfsmenn ríkisins enda eru launakjörin kaupsamningsgreiðsluígildi fyrir eignir þjóðkirkjunnar sem ríkið hefur fengið til eignar. Verulega hagfelldur samningur sem ríkð hefur fengið þar. Í stað þess að senda þessa fjárhæð sem greiðslu beint á byslupsstofu sem kauupsamningsgreiðslu þá fengi ríkið ekki tekjuskatt af upphæðnni frá hverjum og einum presti. 

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 27.1.2015 kl. 23:47

14 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Já framreiknað allt saman í samræmi við verðlaghsbreytingar eins og kveður á um í lögum um sóknargjöld og þannig er prósentan stillt af í tekjuskatti eins og ákveðið var um innheimtu sóknargjalda sem trú- og lífsskoðunarfélög eiga og r´´ikið óskaði eftir að innheimta fyrir þau.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 27.1.2015 kl. 23:49

15 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ég bíð enn eftir að sjá rökin fyrir því að hlutdeild í skatti sé ekki skattur. Einnig bíð ég eftir því að fá að kjósa um hvort ég vilji hafa ákvæði í núgildandi stjórnarskrá um hvort það skuli leyfa þjóðkirkju, eða banna slíkt fyrirbæri.

Svo er alveg eftir umræðan um kirkjujarðirnar, sem kirkjan vill meina að hún hafi "gefið" Íslendingum til að réttlæta skattheimtuna, þegar hún var raunverulega bara að skila ránsfeng sem fenginn var með hervaldi, til réttmætrra afkomenda Ingólfs Arnarsonar. Þess má geta að ég er einn þeirra og á því hagsmuna að gæta í málinu.

Guðmundur Ásgeirsson, 27.1.2015 kl. 23:49

16 Smámynd: Reputo

Þú meinar versti samningur sem ríkið hefur nokkurntíma gert. Þú meinar þegar ríkið staðgreiddi fullt verð fyrir jarðirnar árið 1907 í tvö sjóði í umsjá kirkjunnar sem áttu að standa undir greiðslum til presta en tæmdust á örfáum árum og ríkið tók þá að sér að greiða laun þeirra í 90 ár þar til þessi steypa var færð í samning 1997. Þú meinar samninginn þar sem kirkjan fær um 30-50% árs ávöxtun á meintar eignir sem almenningur/ríkið á með réttu.

Háskólinn er á fjárlögum hjá ríkinu, eins og kirkjan. Háskólinn er stofnun, eins og kirkjan. Háskólinn væri enn stofnun þótt hann ætti engar byggingar. Þú sneiðir framhjá aðalatriðunum. Svaraðu fyrsta innlegginu mínu áður en þú ferð að tala um byggingar sem koma málinu lítið sem ekkert við.

Reputo, 27.1.2015 kl. 23:59

17 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Kirkjujarðirnar eru ránsfengur sem stolið var af afkomendum Ingólfs Arnarsonar með hervaldi. Þó að sá ránsfengur endurheimtist til síðari afkomenda þá verðskuldar þjófurinn ekki neitt endurgjald.

Við þurfum nefninlega að gera okkur grein fyrir því að íslenskur eignarréttur er miklu eldri heldur en þjóðkirkjan. Það er að segja ef við ætlum að virða hann yfir höfuð. Ef ekki á að gera það þætti mér að minnsta kosti jafn forvitnilegt að sjá rökin fyrir því.

Svo bíð ég ennþá eftir rökum fyrir því að "hlutdeild" í skatti sé ekki skattur. Alveg eins og ég bíð ennþá eftir því að fá að kjósa um hvort ég vilji ákvæði í stjórnarskrá sem kveði á um þjóðkirkju, leggi bann við slíku fyrirbæri, eða hvorugt.

Guðmundur Ásgeirsson, 28.1.2015 kl. 00:04

18 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Guðmundur.

Eini jarðaránsfengurinn sem hefur verið var við siðaskiptin þegar konungurinn tók jarðirnar eignaupptöku.

Þjóðkirkjan stqal engi eign sinni, það er hvergi hægt að bera brigður á það með neinum rökum, gögnum eða kærumálum vegna þeirra .

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 28.1.2015 kl. 00:09

19 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Guðmundur

Ingólfur og aðrir ribbaldar sem voru óalandi og óferjandi í mannlegu samfélagi og urðu því að flýja Noreg sökum þess rændu sínum jörðin af keltunum og írunum sem voru hér fyrir auk þess að hneppa þau í ánauð eða sem leiguleiða þannig að eignarhald þeirrra amkvæmt því dem þú nefnir er upphaflegt en ekki Ingólfs og félaga.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 28.1.2015 kl. 00:14

20 Smámynd: Reputo

Guðmundur, það þýðir ekkert að ræða við þetta tröll. Hann svarar ekki því sem hentar málstað hans ílla og snýr út úr rest. Það er búið að marg tyggja þetta ofan í Predikarann/(Jón Val?) þannig að best er að hætta að fæða tröllið.

Reputo, 28.1.2015 kl. 00:23

21 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Reputo og þið hinir - ekki hvað síst andkristnir með þjóðkirkjuna á heilanum - eins og önnur trúfélög séu ekki til.

Auðvitað er löngu ljóst að sannleikurinn og vísan í gögn duga ekki á að þið hættið saknæmum áburði um ólögmæti og þjófnað  þá skal enn reynt, sérstaklega vegna þeirra sem lesa níð ykkar,að setja hér inn samantekt um þetta mál.

Félagar í Vantrú hafa rangt fyrir sér eins og um það bil alltaf þegar þeir taka fyrir umræðu er varðar trúfélög. Það virðist vera meinloka í þeim að geta aldrei látið trúfélög njóta sannmælis.

Staðreyndin er auðvitað sú að þessi félagsgjöld eru felld inn í skattheimtu, en ekki sem almennur skattur, samanber Lög um sóknargjöld og fleira,  og því ólögmætt af síðustu ríkisstjórn að skerða þetta félagsgjald til trúfélaga og lífsskoðunarfélaga.

 

Í þessu sambandi megum við ekki gleyma að síðasta ríkisstjórn skar með ólögmætum hætti margsinnis á stjórnartíð sinni niður sóknargjöld til trúfélaga um marga tugi prósenta og hirti til annarra óskyldra verkefna þá aura sem af voru skornir. Innheimtumönnum ber auðvitað lögum samkvæmt að skila því sem þeir taka að sér að innheimta og þar með er ráðstöfun sem þessi klárt lögbrot og varðar í raun sektum og fangelsisvist ef venjulegur maður dytti í hug að gera slíka óhæfu.

 

Á þennan hátt svelti síðasta ríkisstjorn alla starfsemi trúfélaga þannig að mjög víða ramba sóknir þjóðkirkjunnar og trúfélög ýms á barmi gjaldþrots þrátt fyrir að hafa skorið niður starfsemi og útgjöld sín til mótvægis á þessu quadrennium horribilis sem þessi skelfingarstjórn stóð yfir. 

Vel að merkja þá leyfði ríkisstjórn þessi sér slíkar aðgerðir þegar venjulegt fólk þurfti verulega á kirkju sinni að halda sem aldrei fyrr. Alþjóðlegt bankahrun var nýgengið yfir heimsbyggðina með tilheyrandi vandamálum og gengisfelling krónunnar varð enn meiri hjá okkur íslendingum vegna alls kyns glæfra útrásarböðla þjóðarinnar um langt skeið. 

Við þessar aðstæður varð margt heimilið örbirgð að bráð og leitaði til sálusorgara síns um bæði andlega og fjárhagslega aðstoð. Sem fyrr segir er öll sálusorgun án endurgjalds hjá þjóðkirkjunni. Hitt er annað að fjármagn til að geta aðstoðað einstaklinga í neyð, sem átti jafnvel ekki fyrir mat handa börnum sínum hluta mánaðarins vegna mikilla útgjalda þar sem nauðþurftir höfðu hækkað í verði og veðlán heimilanna rokið upp úr öllu valdi með tiheyrandi auknum útgjöldum, var auðvitað af skornum skammti eftir slíkan ólögmætan niðurskurð. 

Sama átti við um verðtryggða leigu þeirra sem á leigumarkaði voru. Sjóðir kirkjunnar eru fljótir að verða þurrausnir við slíkar aðstæður. Ég veit um presta sem gáfu úr eigin veski við erfið tilfelli sem þau sem ég nefndi því það er vitaskuld ekki auðvelt að þurfa að snúa grátbólginni einstæðri móður, sem ekki á til að kaupa matvæli handa ungviði sínu, á braut allslausri úr slíkri bónarför. Það er eitt að eiga erfitt, en erfið og níðþung eru þau skref fyrir móður í slíkum aðstæðum að fara til prestsins síns og óska eftir slíkri aðstoð og fáar gera slikt fyrr en öll önnur sund eru þeim lokuð.


Þannig lét ríkisstjórnin greipar sópa um veski trúfélaga sem hver annar innbrotsþjófur að næturlagi þannig að eftir stóð ekki nema um 56-57% af því félagsgjaldi sem trúfélög áttu með réttu að fá.

Þetta er ríflegur niðurskurður hvernig sem á hann er litið - og kolólöglegur. 


Ef félagar í Vantrú hefðu tekið að sér að innheimta þetta fyrir trú- og lífsskoðunarfélög þess lands fyrir 5 árum síðan og hefðu haldið eftir þessum fjármunum fyrir sig sjálfa þá sætu þeir á Litla Hrauni meðal annarra glæpamanna þjóðarinnar. Hvar sitja fyrrum forsætis- og fjármálaráðherra sem stálu þessum fjármunum með fulltingi meirihluta síns á Alþingi ? 

Í makindum í stofu sinni á meðan flest trúfélög landsins eru annað hvort þegar orðin gjaldþrota eða ramba á barmi gjaldþrots af völdum þessara óþokkahjúa Jóhönnu og Steingríms J. .

Ég mun hér í sparnaðrskyni á tíma mínum setja hér inn hluta úr upprifjun sr. Gísla Jónassonar prófasts á þessu málefni :

„ Í þessu sambandi skal það rifjað upp að þegar undirritaður hóf störf sem sóknarprestur í Vík í Mýrdal árið 1982 tíðkaðist það enn að gjaldkeri sóknarnefndar gekk fyrir hvers manns dyr til að innheimta sóknargjaldið. Ég gekkst þess vegna fljótlega fyrir því að semja við sýslumanninn, sem á þeim tíma var innheimtumaður opinberra gjalda, um að hann annaðist þessa innheimtu svipað og gjaldheimtan í Reykjavík gerði þá fyrir söfnuðina í höfuðborginni. 
Á þessum tíma vissu allir hverjum þessar tekjur tilheyrðu.

Þegar staðgreiðsla skatta var tekin upp vildi ríkisvaldið útrýma öllum „nefsköttum“. Því var kirkjunni og öðrum trúfélögum gert það tilboð, að ríkið skyldi taka að sér að innheimta og síðan skila sóknargjöldum til réttra aðila, sem tiltekið hlutfall af tekjuskatti. 

Var það fyrirkomulag síðan fest í lög með gildandi lögum um sóknargjöld o.fl. nr. 91/1987.
Í greinargerð með frumvarpi til þeirra laga segir að það meginsjónarmið hafi verið haft við tillögugerðina að trúfélögin haldi tekjustofnum sínum óskertum, miðað við það sem þau hafi áður haft. Jafnframt sé mikilvægt að reglur sem settar verði tryggi stöðugleika á tekjustofnum þeirra. 

Þá segir í greinargerðinni að kostir þeirrar leiðar, sem valin var við að reikna út og skipta umræddum gjöldum, séu einkum þeir að hún sé einföld í framkvæmd, hún tryggi til frambúðar stöðugleika á umræddum tekjustofnum og fylgi tekjubreytingum. Þetta auðveldi trúfélögunum að áætla tekjur sínar og byggja fjárhagsáætlanir á þeim.“

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 28.1.2015 kl. 00:28

22 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Athyglisvert að hér skuli vera reynt að spyrða viðhorf sem ganga út á trúfrelsi, við meinta "andkristni". Þessi umræða er strax orðin skemmtilegri en ég hafði ímyndað mér.

Athygli vekja líka þau lýsingarorð sem notuð eru yfir þá sem ekki aðhyllast meint vald kirkjunnar. Ég hef verið sakaður um margt um ævina, en aldrei áður "saknæman áburð" eða "níð", og svo sannarlega aldrei áður fyrir að vera "andkristinn".

Þetta eru mjög skemmtileg nýmæli sem hér eru framreidd, sérstaklega í ljósi þess að ég aðhyllist sérstaklega þá meginreglu sem var sú mikilvægasta af þeim sem kristur boðaði. Það hefur ekkert með trú að gera heldur er það einfaldlega skynsamleg regla til að hafa. Ég verð samt að öllum líkindum í ljósi ummæla hér að sætta mig við að vera "andkristinn" þó ég aðhyllist að flestu leyti sömu sjónarmið og kristur á að hafa gert.

Þsð er í sjálfu sér mjög skrýtið, en slík hringavitleysa hlýtur að dæma sig sjálf, ef ekki til dauða þá að minnsta kosti útlegðar.

Guðmundur Ásgeirsson, 28.1.2015 kl. 00:51

23 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Guðmundur.

Það tekur hver til sín sem það á vitanlega.

J'a þegar borið er upp á kirkjuna að hún hafi átt ránsfeng - það er samkvæmt lögum saknæmt að bera upp á saklausan þjófnað. Sá sem þjófkennir annan hann leggur fram gögn og sönnun um þjófnaðinn í vestrænum lýðræðisríkjum. Að öðrum kosti á sá hinn sami von á kæru um rangar sakargiftir og það er saknæmt , nema kannski í Uganda.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 28.1.2015 kl. 01:09

24 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Guðmundur

Já þínar röksemdir benda til að íslendingar nútímans skulda landið hinum írsku og keltunum. Stenst það  - eða ertu valkvæður í þessu ?

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 28.1.2015 kl. 01:11

25 Smámynd: Reputo

Stutta svarið við þessari langlokur er, nei þetta er ekki rétt. Það er engin upphæð eða hlutdeild skráð í neina samninga. Þetta er einfaldlega ákveðið í fjárlögum hvers árs. Það er ekki flóknara en það sama hversu ósanngjarnt sumum kann að þykja það. Frá 1988 til 2014 hefur kirkjan fengið fjögur ársframlög umfram upphaflega upphæð á föstu verðlagi. Í dag er sóknargjaldið ekki nema 10% undir upphaflega framlaginu frá 1988 á föstu verðlagi. Árin fyrir hrun var kirkjan farin að fá um 42% yfir upphæðina frá 1988 á föstu verðlagi. Þegar allt er tekið saman hefur kirkjan fengið um fjögur ársframlög umfram það sem samið var um 1988. Það er því tóm þvæla að tala um að ríkið skuldi þessu krabbameini eitthvað.

Ætlar þú virkilega ekki að svara fyrstu athugasemdinni minni, eða öllum hinum ef því er að skipta?

Reputo, 28.1.2015 kl. 01:38

26 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ég bíð núna í ofvæni eftir ákæru frá kirkjunni fyrir hið meinta "saknæma" athæfi sem mér er gert að hafa orðið uppvís að hér á opinberum vettvangi sem er öllum aðgengilegur.

Þegar ég hélt að ekki yrði hægt að toppa hringavitleysuna, þá kom fram aðili sem gerði það. Til hamingju með þann árangur.

Annars hlýtur maður að velta því fyrir sér hvort það geti verið saknæmt athæfi að byggja á þeirri söguskoðun sem manni er kennd í grunnskóla. Ef svo er þá má sá sem þannig telur á sér brotið beina kröfu sinni um skaðabætur að menntamálaráðuneytinu.

Loks er það alveg sérstakt rannsóknarefni fyrir lögfræðideildir háskólanna, hvort það að saka einhvern fyrir að hafa gerst sekur um saknæmt athæfi, sé ekki þar með saknæmt athæfi líka. Við getum kannski skuldajafnað þeim sökum og skilið sáttir frá borði?

Guðmundur Ásgeirsson, 28.1.2015 kl. 01:41

27 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Reputo

Það fór eins og ég spáði. Það þýðir ekki að vísa í sannleikinn við þetta - þú ert eins og aparnir 3 - þú kannast við þá o0g svo segirðu bara nei þrátt fyrir gögn um annað. Typical hefði fræg persóna sagt.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 28.1.2015 kl. 01:42

28 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Reputo

Sóknargjaldið átti ekki að vera á föstu verðlagi - öðru nær. Reyndu nú að lesa vilja löggjafans og þetta liggur fyrir í því sem ég sagði þér. En ó -alveg rétt - þig varðar ekki um sannleikann ef spuni þinn skemmtir þér betur.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 28.1.2015 kl. 01:44

29 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Guðmundur.

Þú ræður því - en þú komst með ásakanir um þjófnað - ég einfaldlega benti þér á að ef þú hefur ekki gögn því til sönnunar er um saknæmt athæfi að ræða.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 28.1.2015 kl. 01:45

30 Smámynd: Reputo

Hehe ég held að þú vitir ekki hvað "á föstu verðlagi" þýðir. Kynntu þér það og lestu svo athugasemdina mína aftur. Þú ert of upptekinn við að gera öðrum upp skoðanir og atgervi til að forðast það að svara spurningum og athugasemdum, en þú um það.

Reputo, 28.1.2015 kl. 01:50

31 Smámynd: Reputo

Fengið úr skýrslu hjá Seðlabankanum til að Predikarinn hafi þekkingu til að skilja umræðuna ;)

Fjárhæðir sem mældar eru í krónum ráðast meðal annars af því hvers virði krónan er þegar mælt er. Þetta á við um alla gjaldmiðla, hverju nafni sem þeir nefnast. Til þess að bera saman verðgildi yfir tíma þarf að hreinsa út þann hluta verðbreytinga sem stafar af hreyfingum á virði gjaldmiðilsins. Þess vegna eru upphæðir fluttar á fast verðlag til þess að gera samanburð á verðgildi yfir tíma mögulegan. Þegar verð ákveðinnar vöru á mismunandi tíma er borið saman er því hægt að nota verðvísitölu neyslukörfu til þess að leiðrétta verð vörunnar fyrir breytingum á verðmæti peninga. Verð vöru gefið með upphæð peninga á hverjum tíma er kallað nafnverð vörunnar en þegar verðið hefur verið leiðrétt fyrir breytingum á verðmæti peninga með því að hreinsa breytingar neysluverðsvísitölunnar út úr verðbreytingum vörunnar er talað um verð á föstu verðlagi eða raunverð.

Reputo, 28.1.2015 kl. 01:57

32 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Gögn til sönnunar?

Samkvæmt ættfræðisafni íslenskrar erfðagreiningar (Íslendingabók) sem er alþjóðlega viðurkennt fyrir að vera það nákvæmasta sem byggt hefur verið fyrir nokkra þjóð í heiminum, getur dóttir mín rakið sig í 30 ættliði til nöfnu sinnar sem var eiginkona Ingólfs Arnarsonar.

Ég bíð spenntur eftir því að það verði afsannað.

Þá værum við líka komin í allt aðra umræðu en um trúfrelsi, sem er svo sem alveg eftirsóknarvert markmið í sjálfu sér.

Guðmundur Ásgeirsson, 28.1.2015 kl. 02:21

33 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Guðmundur

DNA rannsóknir DeCode og ættfærsla samkvæmt þeim hefur verið dregin í efa með rökum sem meðal annaers dr. Vilhjálmur Örn hefur skrifað umn og sýnt á blogginu sínu.

Er það ekki mormónaættfræðigrunnurinn sem er talinn sá nákvæmasti og öruggasti í heiminum ?

Ari Þorgilsson og fleiri heimildir sem og einnig fornleifarannsóknir sýna fram á byggð hér á landi áður en ribbaldarnir frá Noregi komu hér og slógu eign sinni á annarra l0nd.

Rökfærsla þín segir að þú eigir ekki erfðatilkall heldur írar/keltar.

Svo segja margir sérfræðingar allar líkur á að Ingólfur Arnarson sé skáldsagnapersóna og aldrei verið raunveruleg.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 28.1.2015 kl. 02:48

34 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þó það sé ekki útilokað að einhverjir ferðamenn hafi haft hér viðkomu eða jafnvel tímabundna búsetu fyrir landnám Ingólfs, þá er ekki endilega þar með sagt að um eiginlegt landnám hafi verið að ræða, en það verður þó hvorki sannað né afsannað.

Ingólfur var ekkert heldur endilega sá fyrsti sem kom til Íslands þó að í söguskýringunni hafi hann síðar orðið að nokkurskonar táknmynd fyrir landnámið. Hvort sem það er rangt eða rétt að tileinka honum það, þá erum við samt afkomendur þeirra sem numu landið, sama hvað þeir hétu eða hvaðan sem þeir komu til að byrja með.

Við hljótum að vera afkomendur landnámsmanna, því ekki á mannskepnan uppruna sinn að rekja til Íslands, a.m.k. ekki svo vitað sé.

Guðmundur Ásgeirsson, 28.1.2015 kl. 03:53

35 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Guðmundur

Auðvitað erum við komin af einhverjum. Hitt er vitað af sögnum og fornleifafundum að landnám var fyrr en með þeim norrænu ribböldum sem þú virðist halda upp á. Hér voru menn fyrir eins og fornleifarannsóknir sýna sem og skjöl eins og til dæmis í skjalasafni Vatikansins. Þá hefur DeCode einnig fullyrt það þó deilt sé um í hve miklum mæli hlutfall núlifandi eru meira komnir af þeim heldur en þein ribböldunun.

Þó er alveg morgunljóst að miðað við þínar fkýringar þá skulda núverandi íslendingar að skila Íslandi til íranna/keltanna sem hér voru fyrstir.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 28.1.2015 kl. 05:32

36 Smámynd: Skeggi Skaftason

Predikarinn kakó eitthvað, öðru nafni Karl Sigurbjörnsson, prumpar hér sínu venjulega háværa prumpi, sem er þó ekki annað en loft, með leiðinlegum fnyk. Sem betur fer má leiða hann hjá sér.

Skeggi Skaftason, 28.1.2015 kl. 09:25

37 Smámynd: Odie

Ég sagði mig út ríksikirkjunni fyrir mörgum árum síðan.  Ég hef engu að síður þurf að greiða ríkis-trúarskattinn öll þessi ár.  Það er þjófnaður.  Mjög einfalt í raun því hér er verið að skattleggja mig sérstaklega fyrir einhverjum útgöldum í félagi sem ég vill ekki vera félagi í.  Félagafrelsið er að ég þarf ekki að vera í félaginu en skal samt borga.

Allra aumustu félög hér á landi geta meira að segja innheimt félagsgöld af félögum sínum, en það getur ríkiskirkjan ekki.

Odie, 28.1.2015 kl. 10:37

38 Smámynd: Skeggi Skaftason

Annars sýnist mér Reputo hafa jarðað Predikarann alveg. í þetta skipti. En hann mun spretta upp á öðrum þræði eins og morkinn uppvakningur með mold í hárinu og hefja sama sönginn og láta eins og hann hafi aldrei heyrt það sem við erum að tyggja ofan í hann hér í hundraðasta skipti.

Skeggi Skaftason, 28.1.2015 kl. 10:56

39 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Predikarinn virðist ekki skilja að það skiptir ekki öllu máli hvað "þeir sem voru hérna fyrstir" hétu eða hvaðan þeir komu, heldur að við sem búum hérna núna erum afkomendur þeirra. Alveg sama hvort það voru Ingólfur og aðrir Norðmenn, írskir eða keltsneskir munkar eða hvaðeina. Ef þá að skila einhverju til afkomenda þeirra, þá erum það við sjálf sem erum viðtakendurnir.

Guðmundur Ásgeirsson, 28.1.2015 kl. 12:31

40 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Guðmundur.

Það er ekki það sem þú sagðir upphaflega heldur að þjófnaður hefði átt sér stað sem þú færir ekkiu sönnur á. Fyrswti þjófnaðurinn samkvæmt þínum rökum var þ.á .þegar ribbaldarnir frá Noregi komu hér og tóku löndin af þeim írsku/keltnesku. Sá síðari var við eignaupptöku konungs á öllum kirkjueignum við siðaskiptin. Þjóðkirkjan hefur engu stolið frekar en sú kaþólska áður.

Þá er spurningin samkvæmt þínum rökum, hvernig á að bæta þeim írsku/keltnesku og síðar kaþólsku kirkjunni eignaupptökuna ?

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 28.1.2015 kl. 14:24

41 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Dr. Össur Skarphéðinsson !

Ég hélt þú værir hættur hér eftir að þú fórst á facebbok ?

Með tugguna sem þú nefnir, ættir þú að líta í eigin barm hvað þetta varðar.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 28.1.2015 kl. 14:25

42 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Odie

Samkvæmt þinni tuggu þá er Krossinn og Siðmennt ríkiskirkjur ?

Hvar ert þú skráður sjálfur - í hvaða ríkliskirkju (engin slkík er á Íslandi)?

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 28.1.2015 kl. 14:26

43 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þá er spurningin samkvæmt þínum rökum, hvernig á að bæta þeim írsku/keltnesku og síðar kaþólsku kirkjunni eignaupptökuna ?

Ef við erum afkomendur þeirra þá á auðvitað að skila þeim eignum til okkar, hvort sem forfeðurnir voru írskir, keltneskir, norskir eða hvaðan sem er, en við erum líklega blanda af þessu öllu og fleiru.

Guðmundur Ásgeirsson, 28.1.2015 kl. 14:34

44 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Guðmundur

Ertu að grínast ?

Sá sem kaupir eign - er þar með ekki nóg til að hann ráðstafi til erfingja sinna eða selji eignina - um hvað ertu eiginlehga að tala ?

Eða eru eignir sem trúfélög kaupa up for grabs fyrir þig af því einhvern tímann áður átti forfaðir þinn þá eign ?

Er eignarrétturinn þér einskis virði ?

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 28.1.2015 kl. 17:31

45 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Nei ég er ekki að grínast en ég velti því fyrir mér hvort þú sért að því? Allavega ertu mjög duglegur að snúa út úr öllu sem ég skrifa hér, svo það þjónar greinilega engum tilgangi.

Það er greinilegt að þú vilt ekki vera á sömu skoðun og ég, og það er bara fínu lagi enda máttu alveg hafa þín skoðun fyrir þig. Við þurfum vonandi ekki að þræta um tjáningarfrelsið líka?

Guðmundur Ásgeirsson, 28.1.2015 kl. 17:53

46 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Guðmundur

Nei auðvitað er fullt tjáningarfrelsi. Það er ekki skylda fyrir okkur að vera sammála. 

En ég er að reyna að átta mig á rökstuðningiu þínum fyrir eignarréttinum  -  sem mér virðist óhefðbundinn og ekki eftir vestrænum gildum miðað við það sem þú hefur sagt um hann.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 28.1.2015 kl. 19:41

47 Smámynd: Skeggi Skaftason

Krossinn og Siðmennt eru auðvitað að nokkrum hluta "ríkisfélög" en miklu minna en Ríkiskirkjan, sem er eiginlega alfarið ríkisstofnun. Krossinn og Siðmennt fá, eins og Þjóðkirkjan, framlög úr ríkissjóði (sóknargjöldin) en eru annars nokkuð sjálfstæð um sína starfsemi, svo fremi þau uppfylli skilyrði fyrir skráningu trú- og lífsskoðunarfélaga (bjóði upp á athafnaþjónustu o.fl.)

Ríkiskirkjan er auðvitað annars eðlis, flestir starfsmenn hennar eru ríkisstarfsmenn og hún er miklu ósjálfstæðari en nokkurn tímann hin minni trúfélög og Siðmennt.

Skeggi Skaftason, 29.1.2015 kl. 10:18

48 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Dr. Össur Skarphéðinsson

Þú gerir doktorsgráðu þinni skömm til og vekur um leið upp alvarlegar spurningar um hæfni þína nú orðið til akademiskrar skoðunar þinnar á málefnum með þessu endemis innleggi þínu !

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 29.1.2015 kl. 12:44

49 Smámynd: Odie

Humm prestar eru nú engu að síður opinberir starfmenn og um þà gilda lög um rikisstarfmenn lög 1996 nr. 70 11. júní.  Það gildir ekki um starfmenn annara trúfélaga. Svona er það bara hr. Rikispredikari.

Odie, 29.1.2015 kl. 20:34

50 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Odie.

Hver á Háskóla Íslands ?

Hver á Hjallakirkju, Hafnarfjarðarkirkjum Selfosskirkju svo nikkur dæmi úr þj´´oðkirkjunni séu tekin ?

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 29.1.2015 kl. 20:46

51 Smámynd: Odie

það eru til rikisstofnanir sem eru sjálfstæðar stofnanir.

síðan er þetta ekki gáfuleg spurning.

Hver á ríkið ?

Odie, 29.1.2015 kl. 20:52

52 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Ríkið á Háskóla Íslands og stjórnar honum - > ríkisstofnun !

Söfnuðurnir eiga sjálfir kirkjurnar sínar og stjórna þeim sjálfir en ekki ríkið enda á ríkið ekki eina krónu í þeim eða hlutabréf  - > ekki ríkisstofnun.

Þetta er samt of flókið fyrir heilabúið í þér og fleirum að skuilja - eða viljið það ekki. Einfalt fyrir alla aðra, enda augljóst.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 29.1.2015 kl. 21:03

53 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Löggjafinn hefur kveðið á um þjóðkirkju sem sérstaka stofnun með lögum, og það jafnvel í stjórnarskrá.

Þar af leiðandi er um ríkisstofnun að ræða, eða að minnsta kosti stofnun sem telst ríkisstofnun þegar hún rækir lögboðið hlutverk.

Annars er ég fallinn á vorprófunum.

Góðar stundir.

Guðmundur Ásgeirsson, 29.1.2015 kl. 22:10

54 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

ekkert af þessu geror hana að ríkisstofnun eða neitt slíkt. Til þess þarf að vera eignarhald og stjórna' af ráðherra eða stjórn sem hann skipar

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 29.1.2015 kl. 22:21

55 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Annaðhvort er þetta er kolröng túlkun á reglum stjórnsýsluréttar um hvað teljist vera stjórnvaldsstofnun, eða þá að ég mun falla á vorprófunum. Sjáum bara til hvort verður ofan á.

Góðar stundir.

Guðmundur Ásgeirsson, 29.1.2015 kl. 22:29

56 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

ef þjóðkirkjan er ríkisstofnun þá er Krossinn, Ásatrúarféagð og öll hin það einnig, samkvæmt þér, sem ekkert þeirra er í raun

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 29.1.2015 kl. 22:34

57 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

OK. Ef þetta eru ekki ríkissstofnanir þá er ég hættur að borga skatt til þeirra. Ætlarðu að hjálpa mér þegar skattrannsóknarstjóri kemur og krefur mig um greiðslu?

Guðmundur Ásgeirsson, 29.1.2015 kl. 22:37

58 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Þú gteiðir  ekki skatt til þeirra frekar en til fasteignafélaga sem ríkið leigir húsnæði af. Það gerir fasteignafélögin ekki heldur ap ræikisstofnunum.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 29.1.2015 kl. 22:54

59 Smámynd: Odie

prestar eru rikisstarfsmenn það er einfalt að sannan það.

Lesa lög 1996 nr. 70 11. júní.

Odie, 29.1.2015 kl. 22:56

60 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

ríkisstofnun*

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 29.1.2015 kl. 23:02

61 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þú ert greinilega óþreytandi í framsetningu þinni á tilteknum viðhorfum, sem vekur upp spurningar um hvaða hagsmuna þú telur þig eiginlega vera að gæta. Er þetta kristilegt framferði? Eg hef allavega lagt þann silning í kristilegan boðskað að hann feli í sér umburðarlyndi. Það er kannski misskilningur?

Guðmundur Ásgeirsson, 29.1.2015 kl. 23:06

62 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Þú rembist við að fullyrða að þjóðkirkjan sé ríkisstofnun, sem hún ert ekki, en þú kannski lætur villast af nafngiftinni ?

Háskólo Íslands er gott dæmi um ríkisstofun. Þar er allt fyrir hendi sem sýnir það. Slíku er ekki til að dreifa hjá þjóðkirkjunni.

Það er kristilegt og í Boðorðunum að segja satt og það er æeg að gera.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 29.1.2015 kl. 23:13

63 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þú færir ansi sterk rök fyrir því að þjóðkirkjan sé alls ekki ríkisstofnun. Ég get alveg samþykkt þá niðurstöðu og myndi vilja óska þess að þá væri fjallað um hana sem slíka. Við gætum þá sjálfkrafa lagt niður alla skattheimtu í þágu hennar.

Ef svo er ekki þá væri jafn gagnlegt að fá það fram. Annaðhvort er um að ræða ríkiskirju eða ekki og þá ágætt að fá það útkljáð.

Góðar stundir.

Guðmundur Ásgeirsson, 29.1.2015 kl. 23:29

64 Smámynd: Odie

Ef eingöngu rikisstarfsmenn eru á launum rikiskirkjunar þarf þá eitthvað að nöldra um þetta meira. 

Meira að segja hefur ráðuneyti skyldum að gegna varðandi starfsemi rikiskirkjunar.  En ekki annara trúfélaga.

Odie, 29.1.2015 kl. 23:29

65 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Skattheimta = ríkiskirkkkja.

Ekki ríkiskirkja = engin skattheimta.

Þetta er afar einfalt reikningsdæmi.

Guðmundur Ásgeirsson, 29.1.2015 kl. 23:33

66 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Innlegg nr. 21 er yfirferð sem sýnir að það er ekki skattheimta í gangi fyerir hana. Heldur tók ríkið að sér að innheimta sóknargjöld fyrir trú- og lífsskoðunarfélög. AÐ innheimta fyrir annan er ekki skattheimta, nema eitthvert fyrirtæki tæki að sér að innheimta skatta fyrir ríkið - þá væri það akkt annað mál.

Þannig er ríkið einnig að innheimta sóknargjöld fyrir Krossinn, Ásatrúarfélagið, félag múslima, Siðmennt og svo framvegis.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 29.1.2015 kl. 23:36

67 Smámynd: Skeggi Skaftason

Herra Karl Sigurbjörnsson:

Þú segir "Innlegg nr. 21 er yfirferð sem sýnir að það er ekki skattheimta í gangi fyerir hana. Heldur tók ríkið að sér að innheimta sóknargjöld fyrir trú- og lífsskoðunarfélög. "

En ríkið gerir það alls ekki!!!! Það veistu manna best sjálfur!  Og fjármálaráðuneytið hefur margstaðfest það, og Umboðsmaður Alþingis líka. Þessir aðilar vita þetta BETUR en þú, þó hafir setið og borað í nefið í embætti biskups.

Skeggi Skaftason, 30.1.2015 kl. 00:11

68 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Dr. Össur Skarphéðinsson

Þú setur enn niður með þessari athugasemd - hvar er rannsóknarelementið sem á að vera í þer síðan þú doktoreraðir ? Þú átt að kunna að finna þetta út úr þeim frumheimildum sem eru hér færðar fram af mér og lesa þær áður en þú alhæfir svona.

Innanríkisráðuneytið er þá ekki fjármálaráðuneytinu sammála - og kannski hefur Tryggvi verið of niðursokkinn í eineltinu að mega vera að því að finna þessar heimildir og látið sleggjudóma þá um þetta sem eru ráðandi víða í þessu efni ráða ?

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 30.1.2015 kl. 00:15

69 Smámynd: Odie

Ég er utan allra félaga og þarf að borga þennan rikiskirkjuskatt.  þar sem ég hef ekkert val þá er þetta skattur ekki gjöldheimta.

Odie, 30.1.2015 kl. 00:19

70 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Odie 

Rennur ríkiskirkjuskattur til Siðmenntar ? Vita þeir af þessu á SIðmennt ?    cool

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 30.1.2015 kl. 00:22

71 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þeir hljóta að vita af þessu hjá Siðmennt. Annars væru þeir ekki að vinna vinnuna sína. Að öðru leyti aðhyllist ég ekki það trúfélag frekrar en önnur, heldur fyrst og fremst frjáls félagasamtök.

Góðar stundir.

Guðmundur Ásgeirsson, 30.1.2015 kl. 01:34

72 Smámynd: Odie

Já Siðmennt veit af þessu og sem best sem ég veit þá eru þeir á móti þessu og berjast gegn þessu og vilja leggja þetta fyrirkomulag af. 

Hins vegar hefur rikiskirkjan kokgleypt rikisskattspenan og eru slíkir vesalingar að geta ekki innheimt þetta sjálfir.

money-mouth

Odie, 30.1.2015 kl. 09:42

73 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Odie

Kanntu ekki að olesa - og draga af lestrinum ályktanir þannig aðþú lesir þér til gagns.

Annað hvort hefur þú ekki lesið yfirferðina ´ði innleggi nr. 21 um hvernig það gerðist að ríkið fór fram á og tók að sér að innheimta sóknargjöld fyrir trúfélög og lífsskoðunarfélög. Hefðir þú lesið það þá hefðir þú ekki skrifað svona vitleysu, nema þú sért vísvitandi að blekkja lesendur og þá verður að efast stórlega um heilindi þín.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 30.1.2015 kl. 10:35

74 Smámynd: Odie

Ágæti RíkisPredikari það er nú þú sem augljóslega lifir á því að blekkja lesendur.  Verandi á launum hjá ríkinu (ef þú ert prestur)  bera bundin lögum og reglum um rikisstarfsmenn og þykjast síðan vera eitthvað annað.

Meira að segja Innanríkisráðuneytið áttar sig á þessu og hefur í reglugerð lýsingu um starfsemi sína á þessum málaflokki.

Það er eins og þú hafir ekki séð lög 1997 nr. 78 26. maí.

þar er þessu sambandi ríkis og kirkju lýst !!!

Þar segir meðal annars. 

Forseti Íslands skipar biskup Íslands.  Bíddu hvað er ríkið að skipta sér af þessu  !!!

þar segir einnig.

Þjóðkirkjan nýtur sjálfræðis gagnvart ríkisvaldinu innan lögmæltra marka

þetta er það sama og með seðlabanka íslands.  Sumum stofnunum ríkisins er með lögum veitt ákveðið sjálfræði.

4.gr er síðan einnig áhugaverð en þar er ábyrgð ríkisins á fjármálum stofnunarinnar lýst.  Einng er það á þeirra ábyrgð að passa að ríkiskirkjan fari að lögum.

Spurðu þig nú einnar spurningar.  Af hverju eru sér lög um þessa rikiskirkju ?

e.s. Þau er sett af alþingi og segja til um hvernig á að stjórna þessu apparati.

Hefur rikið gert þetta fyrir önnur trúfélög ?

Odie, 30.1.2015 kl. 12:58

75 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Odie

Það að byskup er skipaður að nafninu til af forseta er gamall arfur, enda er byskup kjörinn af leikmönnumþjóðkirkjunnar og prestum hennar, en ekki af neinum hjá ríkinu enda á ríkð ekki eitt einasta hlutabréf eða krónu í þjóðkirkjunni.

Öll fyrirtæki hafa sjálfstæði í málefnum sínum sem og allir einstaklingar þessa lands innan lögmætra marka - nema hvað.

Opnaðu nú fyrir blóðflæði að heilasellunum þínum svo þær skorti ekki næringu til að skilja svo einfaldan hlut sem þennan.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 30.1.2015 kl. 13:09

76 Smámynd: Odie

Alltaf svo gaman að ræða við svona bókstafstrúar-predikara sem kann ekki almenna kurteisi.

En Ríkið á ekkert hlutabréf í seðlabankanum !

e.s. Opnaðu glugga.

Odie, 30.1.2015 kl. 16:14

77 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Odie

Lesa - lesa !  Ég skrifaði „....enda á ríkð ekki eitt einasta hlutabréf eða krónu í þjóðkirkjunni.“

Maður tekur stundum svona til orða að koma skilaboðunum - hélt nú að allir kynnu svona líkingar. Oft er nú talað um í fjölmiðlum að fjármálaráðherra mæti á aðalfundi ríkisstofnana eins og Seðlabankans þar sem hann er handhafi eina hlutabréfsins í viðkomandi stofnun.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 30.1.2015 kl. 19:36

78 Smámynd: Odie

predikari

það er gott að vita að allur þessi sannleikur sem þu berð á borð eru eingöngu likingarmál.  Skrítið að enginn skilur þig.

Odie, 31.1.2015 kl. 13:24

79 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Odie

Ég held að þú sért eini, eða einn örfárra íslendinga sem ekki skilja hvað það þýðir að eiga ekki eina krónu í einhverju fyrirtæki !

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 31.1.2015 kl. 15:43

80 Smámynd: Reputo

Predikarinn er sá eini sem ég hef séð í allri umræðunni í mörg mörg ár sem setur þennan skilning í málin, enda hefur hann kolrangt fyrir sér. Honum hefur tekist að setja þennan skilning á þetta með því að gefa sér niðurstöðuna fyrirfram og reyna svo af veikum mætti að sveigja og beygja staðreyndirnar að sinni heimsmynd. Eina sem hann gat komið með var að kirkjubyggingar væru ekki eign kirkjunnar sem slíkrar heldur söfnuðanna. Út frá þessu átti kirkjan ekki að vera ríkiskirkja. Þetta er svipað og að segja að afþví að Þjóðskrá á ekki sitt húsnæði að þá er hún ekki ríkisstofnun. Það sér hver maður hversu brenglað þetta er. En Predikarinn er auðvitað bara nettröll og því mæli ég með að menn hætti að fæða hann með athugasemdum.

Reputo, 1.2.2015 kl. 16:16

81 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Vá! 80 athugasemdir. Sér er nú hver þráhyggjan.

Svo þegar maður skrifar um eitthvað sem raunverulega skiptir máli, þá koma kannski ein eða tvær.

Þetta er svolítið lýsandi fyrir flest sem er að íslensku samfélagi. Það er allri orku beint í þarflausa umræðu um keisarans skegg og á meðan er ekki fjallað um þau mál sem brýnust eru hverju sinni.

Guðmundur Ásgeirsson, 7.2.2015 kl. 16:34

82 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Guðmundur.

Það er ekki hægt að segja að þessi umræða skipti engu máli .............

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 7.2.2015 kl. 16:51

83 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hún skiptir kannski máli fyrir suma.

Ég er alls ekki gera lítið úr frelsi manna til að láta trú sína skipta sig máli, þvert á móti þá styð ég það frelsi fyllilega.

Punkturinn var einfaldlega sá að það eru mörg veraldleg málefni sem verðskulda ekki síður athygli og umræðu.

Guðmundur Ásgeirsson, 7.2.2015 kl. 17:01

84 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Það er einnig alveg rétt - fullt af verðugum merkilegum málum ná oft ekki verðugri unræðu !

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 7.2.2015 kl. 17:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband