Er kannski til einföld lausn?

Sjónarmið um byggingu tilbeiðsluhúsa framandi trúarbragða hafa verið talsvert í umræðu að undanförnu. Það skal tekið fram að sá sem þetta skrifar hefur ekkert á móti trúfrelsi og að fólk sem býr löglega hér á landi stundi sín trúarbrögð ef það æskir þess, svo lengi sem það sé innan þeirra marka sem landslög hér á landi leyfa.

Með innleggi tiltekins stjórnmálaflokks í umræðu um skipulagsmál fyrir síðustu kosningar til borgarstjórnar Reykjavíkur, voru þessi málefni hinsvegar gerð að pólitísku álitaefni, hvort sem okkur líkar það vel eða illa. Þar með virkjast, eðli málsins samkvæmt, þau lög sem gilda hér á landi um afskipti erlendra aðila af innlendum stjórnmálum.

Árið 1971 var lögfest hér á landi, aðild Íslands að alþjóðasamningi um stjórnmálasamband, eða svokölluðum Vínarsáttmála. Samkvæmt ákvæðum þeirra laga eru afskipti erlendra ríkja af innanríkismálum á Íslandi, bönnuð. Einnig má heimfæra slík afskipti upp á X. kafla almennra hegningarlaga, sem fjallar um landráð. Það er alltaf viðkvæmt umræðuefni en engu að síður má nefna það í þessu samhengi, þar sem málið virðist vera orðið pólitískt.

Samkvæmt ákvæðum framangreindra laga, er einfaldlega óheimilt að erlend öfl beiti áhrifum sínum, þar á meðal fjárhagslegum, til þess að hafa áhrif á þróun stjórnmála innanlands á Íslandi. Sé um að ræða mál sem kann að varða stjórnskipan íslenska ríkisins er alls ekki útilokað að þessar reglur kunni að eiga við í slíkum tilvikum.

Það skal ítrekað að með þessu er ekki meiningin að vega að trúfrelsi, því það er eins og áður segir viðurkennt hér á landi. Aftur á móti er um allt annað mál að ræða þegar erlendir olíupeningar eru mögulega farnir að spila inn í íslensk stjórnmál. Skiptir þá engu máli hvort þeir komi frá mið-austurlöndum eða annars staðar frá í heiminum.

Án þess að um formlega greiningu á þessu mjög svo umdeilda álitaefni sé að ræða, virðist fljótt á litið sem íslensk lög leyfi einfaldlega ekki erlent fjárstreymi til málefna sem eru til þess fallin að hafa áhrif á íslenska stjórnmálaþróun. Með því að benda á þetta er ekki ætlunin að vega að neinum, heldur einfaldlega að benda á það hvernig þetta fellur, eða eftir atvikum fellur ekki, að íslenskum lögum.

Lausnin á þessu máli gæti þannig verið mun einfaldari en hún virðist hugsanlega vera við fyrstu sýn. Það sem er bannað, er einfaldlega bannað, og þarf varla að ræða það frekar. Eftir sem áður er öllum heimilt að stunda löglega starfsemi, sé hún fjármögnuð eftir löglegum leiðum hér á landi. Það þýðir að þeir sem aðhyllast ákveðnar trúarstefnur, geta hæglega iðkað þær hér á landi, svo lengi sem fjármögnun starfseminnar er lögleg.

Eins og oft er tilfellið þá gæti verið að lausnin á þessu tiltekna álitaefni sé í raun miklu einfaldari en hefur verið látið í veðri vaka. Þetta er nokkuð sem fólk ætti að líta til, frekar en að láta draga sig út í það drullusvað sem umræða með og á móti tilteknum trúabrögðum er, enda samræmist slík umræða varla trúfrelsisjónarmiðum.

Með því að nálgast álitaefnið á grundvelli borgaralegra lagareglna, frekar en trúarbragða, eru miklu meiri líkur á því að hægt sé að komast að skynsamlegum niðurstöðum. Við munum alltént ekki geta komist að slíkum niðurstöðum með hatursorðræðu.


mbl.is Vissi ekki af fjármagninu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Þú virkar eins og skíthræddur við að tjá þig,tekur fram 4 sinnm að að þú hafir ekkert á móti trúfrelsi og sért ekki að vega að neinum.- Er e.t.v. ástæða til þess?

Helga Kristjánsdóttir, 6.3.2015 kl. 00:58

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Já það er til að forðast árásir frá öfgafullu hatursliði sem þolir ekki upplýsta og hófstilla umræðu. Ég er ekki feiminn við að tjá mig þó ég setji slíka fyrirvara.

Guðmundur Ásgeirsson, 6.3.2015 kl. 07:30

3 identicon

Þetta er nú döpur tilraun í að misþyrma skilgreiningum.

Saudar eru að gefa pening til byggingar sem búið er að gefa leyfi fyrir.

Þeir eru ekki að gefa pening til að þrýsta á borgina til að gera eitt eða neitt, þeir eru ekki að gefa út blöð með greinum til þess að þrýsta á eða breyta áliti fólks og þeir eru ekki að kaupa auglýsingar til þess heldur. Það er það sem vínarsáttmálin og hegningarlögin eru gerð til að hindra.

Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 6.3.2015 kl. 09:38

4 identicon

Gódan dag, mjög mikilvaegar upplýsingar -> http://en-albafos.blog.cz 

albafos (IP-tala skráð) 6.3.2015 kl. 10:08

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Rétt hjá þér Elfar, að það skiptir máli hvort um er að ræða hreina gjöf, eða tilraun til að hafa áhrif. Þetta er einmitt það sem ég vildi benda á. Ég er alls ekki að halda því fram að með þessu sé verið að reyna að gera neitt óheiðarlegt, einfaldlega vevgna þess að ég hef ekki forsendur til að meta það. Hættan á því er hinsvegar til staðar, og fyrir henni þarf að vera vakandi. Hvort sem um er að ráða Sauda, Rússa, Evrópusambandið, eða önnur erlend öfl sem gætu viljað reyna að beita áhrifamætti sínum hér eða í öðrum ríkjum.

Guðmundur Ásgeirsson, 6.3.2015 kl. 10:09

6 identicon

Sæll Guðmundur - sem og aðrir gestir þínir !

Guðmundur !

Eins - og þú hefir staðið vel í ístaðinu / fyrir Hagsmunasamtök heimilanna, auk annarrs, þykir mér miður að þú skulir lyppast niður fyrir frekari aðkomu Múhameðska glæpalýðsins: hér á landi.

Ég hlýt - að taka undir réttmætar ákúrur nöfnu minnar Kristjáns dóttur (kl.00:58), þér til handa - unz: þú sverjir af þér þetta ótrúlega lítillæti til Mekku liðsins, Guðmundur minn.

Múhameðstrú - er sams konar yfirgangs- og Heimsvaldastefna, og Kommúnismi og Nazismi / hafi fram hjá þér farið; síðuhafi mæti og fornvinur góður.

Með beztu kveðjum sem jafnan - af Suðurlandi / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 6.3.2015 kl. 12:03

7 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Sæll Óskar Helgi.

Ég þakka hvatninguna, og tek fram að þessi pistill er bara frá mínu eigin brjósti og tengist ekkert málefnum heimilanna.

Það vill nú svo til að ég aðhyllist trúfrelsi. Það þýðir að mér er slétt sama þó einhver vilji hafa þessa trú eða hina, það er bara persónulega ákvörðun hvers og eins. Með því er ég hinsvegar ekki að leggja neina blessun yfir ofstæki, sem ber að útrýma með öllum ráðum, sérstaklega í þeim tilvikum sem það er gert í nafni trúar, því þá er í raun um að ræða misnotkun á þeim trúarbrögðum.

Trúfrelsið felur ekki aðeins í sér rétt til að hafa trú og iðka hana í sínu persónulega lífi, heldur einnig frelsi frá því að sú trú sé skemmd með því að misnota hana til að beita ofbeldi og viðhafa kúgun. Ég tel að langflest trúað fólk séu góðar manneskjur, en rétt eins og með áfengið eru það misnotendurnir sem koma óorði á hina.

Það að virða lögleg og hófstillt sjónarmið annara, er að mínu mati ekki undirlægjuháttur. Ég get ekki heldur lagt trúarbrögð að jöfnu við stjórnmálakenningar, því fyrir mér er það líka misnotkun á trúarbrögðum að blanda þeim við pólitík. Enda er ég líka fylgjandi aðskilnaði ríkis og kirkju, sama hvað sú kirkja heitir.

Góðar stundir.

Guðmundur Ásgeirsson, 6.3.2015 kl. 12:19

8 identicon

Komið þið sæl - á ný !

Guðmundur !

Það - sem ég á einfaldlega við er það: að með öllu er ÓVERJANDI, að halda uppi hvers konar vörnum fyir lið, sem teljast trúsystkini Boko Haram og ISIL morðvarganna:: hvort sem er - hérlendis eða erlendis.

Þú hlýtur - að skilja alvarleika málsins / eða er trúfrelsinu engin rtakmörk sett kannski, Guðmundur minn ?

Múhameðstrúarmenn - fara hamförum um veröldina, þessi misserin, í gegndarlausum manndrápum - fyrir nú utan þær fornminjar og önnur þau verðmæti, sem þeir eru að eyðileggja víðs vegar / og með öllu eru óbætanleg.

Þú getur ekki: Guðmundur minn / frekar en aðrir, falið þín sjónarmið í skjóli einhvers óskilgreinanlegs og óviðunandi umburðarlyndis gagnvart þessum rumpulýð, fornvinur góður.

Réttu af - Kompásinn, Guðmundur minn.

Með þeim sömu kveðjum - sem seinustu / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 6.3.2015 kl. 12:33

9 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þetta er einmitt það sem ég vil ekki gera, að leggja hryðjuverkasamtök að jöfnu við lögmæt trúfélög eða hreyfingar.

Það eru hryðjuverkamennirnir sem misnota trúarbrögðin sem eru vandamálið, en ekki trúin sjálf.

Ég hef ekkert umburðarlyndi gagnvart þeim hreyfingum sem þú kallar "morðvarga". Þau er ekki trúfélög heldur hryðjuverkasamtök.

LÖGMÆT iðkun trúar er aftur á móti allt annað mál. Trúaðir menn sem virða réttarríkið og náungann, trufla mig ekki neitt, hvort sem þeir kallast múslimar, hindúar, ásatrúarmenn eða eitthvað annað. Mín vegna mega þeir hafa sína trú í friði, og með friði.

Guðmundur Ásgeirsson, 6.3.2015 kl. 15:26

10 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Guðmundur. Veistu ef einum er leift þá er ekki hægt að banna næsta hóp múslima er allsstaðar er verið að þrengja að í heiminum og sérstaklega í Evrópu. Sjáðu burtrækir prestar mega koma hingað sem pólitískur flóttamenn og geta sóttu hæli vega trúarbragða ofsóknar Já segð  þú nú mér restina að sögunni. 

Valdimar Samúelsson, 6.3.2015 kl. 16:35

11 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Múslimar á Íslandi klofnuðu í tvö trúfélög vegna illinda og ósætti sem rekja má til öfga annars hópsins að mati hins. Öfgahópur þessi er trúfélagið Menningarsetur Múslima.

ef múslimi segir annan múslima öfgafullan, þá er eðlilegt að við pöbullinn efumst.

Menningarsetur Múslima er í Ýmishúsinu, sem var keypt fyrir opinbert fé frá Saudi Arabíu, sem var afhent af sama sendiherra ríkisins þann 15. Des í fyrra. Um er að ræða sömu upphæð og nú á að láta Félag múslima hafa. Þeir voru afhentir í sendiráði SA í Svíþjóð.

Þetta fór framhjá flestum af því að forsvarmaður menningarseturins laug til um tilurð peninganna og sagði í alræmdu viðtali við RUV að þetta væru "framlög einstaklinga" í Saudi.

Jón Steinar Ragnarsson, 6.3.2015 kl. 17:03

12 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Sjá hér:

http://www.spa.gov.sa/english/details.php?id=1306253

Jón Steinar Ragnarsson, 6.3.2015 kl. 17:05

13 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Kannski sér engin að þjóð okkar er opin galopin fyrir innstreymi þeirra sem vilja tilbyðja Íslam. Við getum ekkert gert nú eða síðar nema setja neyðarlög.

Valdimar Samúelsson, 6.3.2015 kl. 17:56

14 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Öööö......

Múslimar tilbiðja ekki Íslam, heldur guð, en Íslam er heitið á trúabrögðunum sjálfum. Kristnir menn tilbiðja ekki kristni, heldur guð, meira að segja þann sama og múslimar kalla Allah. Eigum við þá ekki bara að gera þá útlæga líka? Eigum við svo að tala um allt ofbeldið í Biblíunni, eða Snorra-Eddu? Eða hvar á að stoppa?

Neyðarlög? Hver er neyðin??? Hvaða neyð getur falist í því að einhver vilji tilbiðja eitthvað sem er ekki til? Það er þá bara í besta falli neyðarlegt fyrir þann sem slíkt gerir.

Reyndar trúir meirihluti Íslendinga á álfa, og ætti því kannski ekki að vera svo mikið að gagnrýna trú annarra á aðrar hulduverur.

Nei, veistu, slíkt verður ekki læknað með boðum og bönnum.

Ekki hefur heldur orðið vart við að Ísland sé eitthvað sérstaklega opið fyrir meintu innstreymi. Við erum lengst norður í ballarhafi og það er ekkert auðvelt að komst hingað. Margir Íslendingar komast ekki einu sinni í burtu héðan af sömu ástæðum, það kostar of mikið.

Þar fyrir utan, ef við ætluðum að úthýsa öllum sem tengjast ríkjum þar sem hryðjuverk eru algeng, þyrftum við þá ekki að byrja á því að láta loka bandaríska sendiráðinu, og því breska? Þaðan stafa hættur sem eru ekki skáldskapur, heldur dauðans alvara.

Menn verða að hugsa svona hluti til enda áður en þeir láta út úr sér eitthvað sem kemur upp um fáfræði þeirra.

Guðmundur Ásgeirsson, 6.3.2015 kl. 18:42

15 identicon

Komið þið sæl - sem jafnan, gott fólk !

Guðmundur minn !

Múhameðski óþverrinn - er keyrður áfram, á þvælu Kóransins / líkt Kommúnistaávarpi Marx og Engels, fyrir það lið - sem og Mein Kampf þeirra Nazistanna, fornvinur góður.

EKKI: ekki reyna, að telja þér / hvað þá aðra, um einhverja upp diktaða friðsemd, af hálfu Kóran liðsins, Guðmundur minn.

Ef einhvers staðar - er að finna svikara og lygasnápa, þá er það svo sannarelga meðal fylgjara Múhameðs falsspámanns Guðmundur / svona ámóta og lævísa og undirförula, og Kommúnista og Nazista 20. aldarinnar.

Með ekki síðri kveðjum - en öðrum og fyrri /   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 6.3.2015 kl. 20:01

16 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það má alveg hafa skoðun á því hvort að hitt eða þetta rit sé þvæla.

Ég tek undir það með þér að ef menn byggja einhverja þvælu, eins og morð og hryðjuverk, á slíku riti, þá er það ennþá meiri þvæla.

Það sem ég er hinsvegar að benda á er að það má ekki rugla slíkum óþverra saman við allt hitt friðsamlega fólkið sem er ekkert við að sakast þó það hafi einhverja trú og alveg sama þó það sé ekki sama trú og ég eða aðrir hafa. Svo eru sumir sem hafa ekki nein sérstök trúarbrögð og það er líka í lagi.

Við ættum að sameinast í fordæmingu á hryðjuverkum, ofbeldi, og misnotkun á trúarritum í slíkum tilgangi, frekar en að sakast út í trúnna sjálfa. Eitthvað sem er ekki til í alvörunni getur aldrei skaðað neinn, heldur eru það mannanna gjörðir sem skaða menn.

Guðmundur Ásgeirsson, 6.3.2015 kl. 20:48

17 identicon

Komið þið sæl - enn sem fyrr !

Guðmundur: hrekklaus og velviljaður síðuhafi !

Það er eins öruggt - og að 5/8'' eru 15.88mm. Guðmundur minn / að hið meinta friðsama fólk (Múhameðs hyggjunnar), 2ví eflist að þrótti til yfirtöku hvers þess samfélags, þar sem það hefir tekið sér bólfestu, þegar trúsystkini þess hafa náð tilteknum fjölda, í hverju landi, út af fyrir sig.

Nægir að nefna - : Bretland / Frakkland / Holland / Svíþjóð og Danmörku, þar sem sums staðar þessarra landa hefir þeim meira að segja tekist að fá viðurkennd hin illræmdu Sharía lög sín.

Einnig - stefnir þetta lið hraðbyri til annarra Norður- Ameríku ríkja en Íslands eins:: svo og til Mið og Suður- Ameríkuríkjanna.

Allsendis - án þess að laga sig að venjum og háttum heimamanna / heldur og TREÐUR sínum villimanna bábiljum upp á gestgjafana.

Finnst þér þetta viðunandi - Guðmundur minn ?

Heldur þú - að þú kæmist upp með, að viðhalda þínum íslenzku venjum í löndum þessa lýðs, og fengir að hunza þeirra venjur og síði / sem ósiði ?

Farðu að geta þér betur til - um hinn eiginlega raunveruleika, í stað firrunnar um vinina í Skóginum - og að þeir GETI ALLIR verið vinir Guðmundur minn.

Algjör þvæla - þar á ferð.

Aftur á móti - eiga : Hindúar / Bhúddatrúarmenn og Shintóistar (Japanskir) t.d. ekki í neinum vandræðum með, að aðlagast okkur - né neinum annarra, enda ekki reknir áfram, af blindri heipt trúar ofstækis og Heimsyfirráða stefnu, eins og Mekku fíflin eru sönn að sök um, hin ''friðsömu'' - líkt og Boko Haram og ISIL lúðarnir og aðrir,ámóta þeim.

Sízt lakari kveðjur - öllum þeim fyrri og áður /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 6.3.2015 kl. 22:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband