Evran er ekki stöšugur gjaldmišill

Evran er gjaldmišill gefinn śt af hlutafélagi til heimilis ķ Frankfürt ķ Žżzkalandi og notašur sem lögeyrir 19 žjóšrķkja. Sum žeirra bśa viš talsveršan stöšugleika og hafa gert žaš lengi vel. Önnur žeirra bśa viš óstöšugleika, bęši efnahagslegan og pólitķskan, og ķ sumum žeirra eru mannréttindi jafnvel ennžį talin nżmęli.

Žetta er alls ekki gagnrżni į nein žeirra rķkja og sķst af öllu žau žeirra sem eru komin skammt į veg en eru žó aš fikra sig ķ įtt til nśtķmalegra lżšręšis og borgaralegra réttinda. Įgętis dęmi eru löndin ķ austurhluta Evrópu sem voru lengi vel undir stjórn kommśnista og sovéskum įhrifum, en fyrir žau er Evrópusambandsašild skref fram į viš.

Žaš er hinsvegar stašreynd aš stöšugleiki er afar misjafn og ašstęšur ólķkar ķ mismunandi löndum evrusvęšisins. Žetta misręmi hefur oršiš enn meira įberandi ķ efnahagskrķsunni sem nś hefur geysaš um helming žess tķma sem lišinn er frį žvķ aš evran var tekin ķ notkun hjį fyrstu löndum myntbandalagsins um sķšustu aldamót.

Vandamįliš er ekki endilega aš žau rķki sem stofnušu til myntbandalagsins bśi viš mikinn óstöšugleika, heldur aš žau bśa viš allt annan efnahagslegan og pólitķskan veruleika en mörg žeirra rķkja sem sķšar fengu ašild. Óstöšugleikinn er žvķ ekki endilega sprottinn frį rķkjunum sjįlfum, heldur myndast hann ķ samstarfinu į milli žeirra, žegar žau geta ekki komiš sér saman um hverskonar sameiginlega peningastefnu skuli reka.

Žar sem evran er ekki byggš į traustum efnahagslegum grundvelli, heldur fyrst og fremst pólitķskri įkvaršanatöku, leišir af žvķ aš óstöšugleiki ķ žeirri pólitķk er um leiš óstöšugleiki gjaldmišilsins. Nśna er žaš pólitķska samstarf brostiš meš afleišingum sem hafa ekki ašeins įhrif innan myntbandalagsins heldur einnig į ašliggjandi rķki, til dęmis Sviss og Danmörku sem hafa bęši žurft aš grķpa til óhefšbundinna śrręša beinlķnis til žess aš verjast óhóflegu innstreymi vegna fjįrmagnsflótta frį evrusvęšinu.

Sumar pólitķskar hreyfingar į Ķslandi hafa byggt stefnu sķna į žvķ aš ętla aš koma hér į efnahagslegum stöšugleika meš žvķ aš taka upp "stöšugan gjaldmišil" eins og žaš hefur veriš kallaš. Nokkuš ljóst er oršiš aš evran er ekki sį gjaldmišill og mun aldrei geta oršiš žaš, sķst af öllu frį ķslenskum bęjardyrum séš. Žaš er nefninlega algjör misskilningur aš stöšugleiki snśist einungis um gengisskrįningu, auk žess sem aš fullkominn stöšugleiki (réttara sagt kyrrstaša) er ekki endilega alltaf ęskilegt įstand.

Jafnvel meš sinn eigin gjaldmišil og smįvaxiš peningakerfi ķ samanburši viš löndin ķ kring, og žrįtt fyrir nįnast allsherjar hrun bankakerfisins, hefur aldrei komiš til žess ķ seinni tķš į Ķslandi aš bankakerfinu ķ heild sinni hafi hreinlega veriš lokaš žannig aš innstęšur almennings hafi oršiš óašgengilegar. Žaš hefur hinsvegar oršiš raunin ķ tveimur evrulöndum nżlega, fyrst į Kżpur įriš 2013 og nś ķ Grikklandi.

Žar sem Grikkir eru ekki fullvalda ķ peningamįlum heldur hįšir duttlungum hins žżzka śtgįfufélags evrunnar, mega žeir ekki prenta evrur til aš tryggja innstęšur ķ žeim gjaldmišli heldur žurfa aš reiša sig alfariš į innstęšutryggingakerfiš sem byggist į reglum Evrópusambandsins. Bankainnstęšur žar ķ landi eru į bilinu 130-200 milljaršar evra og žar af falla um 60% undir tryggingarvernd, en eignir tryggingasjóšs grķskra innstęšueigenda (HDIGF) eru ekki nema rśmir 4 milljaršar evra. Til aš bęta grįu ofan į svart er meira en helmingur žeirra ķ formi innstęšna ķ sömu bönkunum og nśna eru lokašir!

Loks er žaš fķllinn ķ herberginu sem engir af rįšamönnum evrurķkjanna hafa viljaš ręša um opinberlega, en žaš er sś stašreynd aš kröfur evrópska sešlabankans į hendur Grikklandi og grķskum bönkum nema nś hęrri fjįrhęšum en allt eigiš fé bankans įsamt varasjóšum. Lendi Grikkland ķ greišslufalli fara allar žessar "eignir" sjįlfkrafa ķ ruslflokk og verša žar meš einskis virši. Viš endurmat į virši žeirra yrši žvķ eigiš fé evrópska sešlabankans neikvętt eša meš öšrum oršum fęri hann lóšbeint į hausinn.

Ekkert af framantöldu eru einkenni stöšugs gjaldmišils.


mbl.is Grķskir bankar lokašir alla vikuna
Tilkynna um óvišeigandi tengingu viš frétt

« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og hvaša framtķšar sżn ertu meš ķ sambandi viš gjaldmišil į Ķslandi...??

Helgi Jónsson (IP-tala skrįš) 29.6.2015 kl. 16:26

2 Smįmynd: Gušmundur Įsgeirsson

Žaš er nś žegar gjaldmišill ķ umferš į Ķslandi og žetta er žvķ vęgast sagt undarleg spurning. Svolķtiš eins og aš spyrja: Hvaša framtķšarsżn ertu meš ķ sambandi viš raforkudreifikerfi į Ķslandi? Svariš er augljóslega aš viš höfum slķkt kerfi nś žegar sem viš munum halda įfram aš nota og mun įfram žarfnast višhalds og uppbyggingar eftir žvķ sem mannfjöldi eykst og žjóšarbśiš vex.

Hverskonar svari varstu annars aš fiska eftir?

Gušmundur Įsgeirsson, 29.6.2015 kl. 16:43

3 identicon

Enginn gjaldmišill er stöšugur og allra sķst ķ Evrópu. Norska krónan hefur gefiš mjög eftir undanfariš og breska pundiš hefur lķka tekiš sķnar dżfur. Žessir žrķr gjaldmišlar eru žó algjörlega rock-solid mišaš viš žaš sem gerist žegar ķslenska krónan missir beltiš og axlaböndin

Matthķas (IP-tala skrįš) 29.6.2015 kl. 19:51

4 Smįmynd: Gušmundur Įsgeirsson

Hvaš gerist žį og hvaša belti og axlabönd ertu aš meina?

Gušmundur Įsgeirsson, 29.6.2015 kl. 20:35

5 Smįmynd: Jóhann Kristinsson

Og US dollar er ekki bréfsins virši sem hann er prentašur į.

Kvešja frį Houston

Jóhann Kristinsson, 29.6.2015 kl. 23:12

6 Smįmynd: Gušmundur Įsgeirsson

En ef blekiš er tališ meš? wink

Gušmundur Įsgeirsson, 29.6.2015 kl. 23:25

7 Smįmynd: Jóhann Kristinsson

Blekiš er ķ lįni frį Kķna.

Kvešja frį HoustoN

Jóhann Kristinsson, 29.6.2015 kl. 23:29

8 Smįmynd: Snorri Hansson

Takk fyrir alveg afburša góša grein.

Snorri Hansson, 30.6.2015 kl. 01:17

10 Smįmynd: Ómar Gķslason

Takk fyrir mjög góša grein Gušmundur. Mynt veršur aš endurspegla hagkerfiš ķ landinu sem hśn tilheyrir.

Ómar Gķslason, 30.6.2015 kl. 08:41

11 Smįmynd: Magnśs Siguršsson

Žakka žér fyrir mjög góša og skilmerkilega grein Gušmundur.

Svo er įgętt aš hafa žaš ķ huga varšandi ķslensku krónuna, aš žó svo aš hśn hafi falliš um 99,999999% mišaš viš žį dönsku frį žvķ aš hśn var skilin frį henni įriš 1919, žį gagnašist ķslenska viš aš koma ķslendingu į heimsmets hraša inn ķ 20.öldina.

Ķ margar aldir žar į undan gekk hvorki né rak viš aš komast śt śr moldarkofunum žrįtt fyrir stöšuga danska krónu og žar įšur skandinavķskan rķkisdal.

Magnśs Siguršsson, 30.6.2015 kl. 14:20

12 Smįmynd: Gušmundur Įsgeirsson

Magnśs, žś freistašir mķn meš stęršfręši, svo ég stóšst ekki mįtiš aš leggjast ķ smį śtreikninga og hér eru nišurstöšurnar:

Mišgengi danskrar krónu er ķ dag 19,738 ķslenskar krónur samkvęmt gengisskrįningu Sešlabanka Ķslands. Samkvęmt žvķ hefur sś ķslenska misst tęp 95% af veršgildi sķnu mišaš viš žį dönsku į 96 įrum.

Žaš jafngildir žvķ aš įrsveršbólga į Ķslandi hafi aš jafnaši veriš rétt rśmlega 3,2% hęrri en ķ Danmörku į sama tķmabili.

Į sama tķma hefur Bandarķkjadalur rżrnaš um rśmlega 98,2%, en til aš setja žaš ķ samhengi, myndi sambęrileg rżrnun ķslenskrar krónu jafngilda genginu 56,855 gagnvart dönsku krónunni, eša meira en helmingi lęgra heldur en nśverandi gengi ķslenskrar krónu.

Žetta eru umhugsunarveršar nišurstöšur!

Gušmundur Įsgeirsson, 30.6.2015 kl. 18:02

13 Smįmynd: Magnśs Siguršsson

Örfįar prósentur til eša frį breyta engu um stašreyndir mįlsins Gušmundur, sem eru žęr aš žaš hefur enginn gjaldmišill žjónaš ķslendingum betur en ķslenska krónan.

En įnęgjulegt engu aš sķšur hvaš krónan er sterkur gjaldmišill ķ alžjóšlegum samanburšilaughing

Magnśs Siguršsson, 30.6.2015 kl. 21:05

14 Smįmynd: Gušmundur Įsgeirsson

Jį og ekki gleyma žvķ aš žaš er til annar gjaldmišill į Ķslandi sem er bókstaflega sį stöšugasti ķ öllum heiminum en žaš er verštryggša krónan. Hśn er reyndar ekki lögeyrir en samt reiknieining, alveg eins evran var bśin aš vera ķ mörg įr įšur en byrjaš var aš prenta hana og slį ķ mįlskķfur.

Reyndar hef ég aldrei skiliš almennilega hvers vegna stjórnmįlamenn sem tala um aš taka žurfi upp "stöšugan gjaldmišil" hafa aldrei stungiš upp į žvķ aš Sešlabanka Ķslands verši fališ meš lögum aš hefja śtgįfu į verštryggšum ķslenskum krónum (VĶK)?

Gušmundur Įsgeirsson, 30.6.2015 kl. 23:52

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband