Öfugsnúinn fréttaflutningur um neytendalán
22.12.2015 | 21:48
Í tengdri frétt er fjallað um ágreiningsmál sem varðaði lántöku bundna gengi erlendra gjaldmiðla, eða með svokallaðri gengistryggingu, sem var staðfest með dómi Hæstaréttar í júní 2010 og margítrekuðum dómum síðan þá að væri ólögleg. Einhvernveginn tekst fréttaritara að gera það að meginefni fréttarinnar að lánveitandinn hafi verið sýknaður og lántakendur hafi því þurft að endurgreiða lánið, eins og þeir hafi reynt að neita því.
Það sem er gagnrýnivert við þennan fréttaflutning er að málið snerist alls ekkert um það hvort ætti að endurgreiða lánið eða ekki. Allir aðilar málsins, þar með taldir lántakendur, voru sammála um að þeim bæri að endurgreiða lánið. Ágreiningurinn stóð hinsvegar um það hversu mikið þær ættu að greiða umfram það sem þeir fengu upphaflega lánað.
Aðalkrafa þeirra var sú að þeir ættu að endurgreiða lánið, en ekkert umfram það enda hefði lánveitandinn vanrækt að upplýsa um þann kostnað sem ætti að greiða umfram endurgreiðslu sjálfrar lánsfjárhæðarinnar. Þessi málsástæða er sú sama og margir neytendur þekkja sem "auglýst verð skal gilda" og er meginregla í neytendaviðskiptum. Hún hefur það í för með sér að ef kaupmaður eða seljandi þjónustu auglýsir tiltekið verð er honum ekki heimilt að krefja neytanda um meira, enda hafi hið auglýsta verð verið of lágt.
Þessi regla jafngildir því að í stað þess að greiða sekt í ríkissjóð fyrir rangar verðmerkingar, þurfi seljandinn í staðinn að greiða sektina milliliðalaust til brotaþola. Það á hann að gera með því að láta neytandann hafa vöruna (í þessu tilviki lánið) á auglýstu verði, jafnvel þó það sé lægra verð en ætlað var. Þessari einföldu meginreglu virðist íslenskum dómstólum fyrirmunað að beita á neytendalán, jafnvel þó allir viti að hún gildi í smásöluverslun.
Þrátt fyrir að lánveitandinn hafi í þessu tiltekna máli verið sýknaður af kröfu lántakendanna, er ekki þar með sagt að hann hafi hagað sér í samræmi við lög. Þvert á móti, því í málinu var viðurkennt að lánið hefði verið ólöglega gengistryggt og lánveitandinn var þegar búinn að endurreikna lánið vegna þess og lækka það talsvert. Einnig var viðurkennt að lánveitandi hefði ekki staðið rétt að "verðmerkingum" með því að veita alls ekki upplýsingar um kostnaðinn í samræmi við lög um neytendalán.
Það eina sem vantaði var eins og áður segir, að dómari málsins gerði sér grein fyrir því að Ísland gerðist aðili að EES-samningnum fyrir meira en tveimur áratugum síðan, og síðan þá hafa sambærilegar reglur gilt um verðmerkingar í öllum viðskiptum við neytendur. Gildir þá einu hvort þeir eru að kaupa mjólkurpott, tjaldvagn eða taka lán. Rétt verð á alltaf að koma fram í auglýsingum sem og upplýsingagjöf til hvers og eins neytanda.
Það eina sem var vitlaust í þessu máli var að dómarinn dæmdi enga sekt eða aðra refsingu, þó svo að fyrir lægi og væri margviðurkennt að fjöldinn allur af lagaákvæðum hefði verið þverbrotinn af lánveitandanum. Dómurinn er því miður enn einn sorglegur vitnisburður um það hvernig íslenskir dómstólar virðast hvorki skilja né kæra sig um að fara eftir skýrum lögum sem hafa verið í fullu gildi hér á landi um áratugaskeið.
Fréttaflutningur sem þessi er ekki heldur til þess fallinn að hjálpa íslensku stjórnkerfi og dómskerfi að komast út úr þeim ógöngum sem þau hafa komið sér í með marvíslegum og síendurteknum brotum gegn íslenskum neytendum og þjóðréttarlegum skuldbindingum Íslands. Með slíku framferði hafa þeir meðal annars skapað ríkissjóði ómælda skaðabótaskyldu, sem hleypur á hundruðum, jafnvel þúsundum milljarða króna.
Það er nefninlega meginregla í EES-rétti að ríki verður skaðabótaskylt gagnvart EES-ríkisborgurum ef það veldur þeim tjóni með því að fara ekki eftir EES-reglum. Meðal þeirra sem hafa orðið fyrir þessu tjóni eru ekki eingöngu íslenskir ríkisborgarar, heldur eru fjölmörg staðfest dæmi um að ríkisborgarar annarra EES-ríkja hafi verið hlunnfarnir með sama hætti. Dómskerfið hér á landi hefur þannig slegist í lið með banksterum við að sýna umheiminum fram á að hér á landi ráði ræningjar ríkjum og þeir séu hafnir yfir lög.
![]() |
Björn og Karl þurfa að borga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt 27.12.2015 kl. 05:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Verður Árni Páll #nakinníkassa?
8.12.2015 | 22:34
#fellibylurinn
7.12.2015 | 17:39
Fjúkandi trampólín í desember. Á Íslandi. Hvað er það eiginlega?
![]() |
Hættustigi lýst yfir á Suðurlandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 17:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Stækkunardeild ESB lesi eigin heimasíðu
4.12.2015 | 09:30
Stækkunardeild Evrópusambandsins lítur svo á að afstaða Íslendinga til aðildar sé innanlandsmál. Það er hárrétt, og hér innanlands eru hérlend stjórnvöld hvorki að sækja um aðild að ESB né hafa þau neitt slíkt í hyggju. Þetta er alls ekkert flókið, Ísland er sjálfstætt þjóðríki sem er aðili að evrópska efnahagssvæðinu, og meira þarf ekki að segja um það.
Stækkunardeildin svarar því samt ekki hvort umsóknin frá árinu 2009 sé mögulega í gildi. Það gerir hinsvegar heimasíða Evrópusambandsins, en þar er Ísland ekki á neinum af nokkrum listum sem þar eru yfir umsóknarríki. Ísland var á þeim listum á síðasta kjörtímabili á meðan svokallað "aðildarferli" stóð yfir, en eftir að horfið var frá því hefur Ísland verið fjarlægt af þeim. Skýrara verður það varla.
Stækkunardeild Evrópusambandsins hefði gott af því að lesa sína eigin heimasíðu.
![]() |
Láta ósvarað um gildi ESB-umsóknar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 11:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Evrópusambandið vill verða bandaríki
3.12.2015 | 22:02
Innan ESB hefur nýlega vaknað sterkur vilji til þess að koma á sameiginlegri leyniþjónustu í líkingu við hina bandarísku CIA og núna síðasta "alríkislöreglu" á borð við hina bandarísku FBI. Þetta staðfestir það sem oft hefur verið haldið fram, að tilhneiging Evrópusambandsins sé sú að stefna enn frekar en hingað til, að sameiginlegu lögregluríki.
Á meðan standa vestrænir borgarar sem hafa borið vonir um frjálst lýðræðissamfélag í brjósti, á öndinni yfir þessum alræðistilburðum. Það staðfestir þá meirihlutaskoðun Íslendinga að ekki sé heppilegt að ganga í slíkt ríkjasamband. Með ríkjasambandi er átt við tilhneigingu til "Bandaríkja Evrópu". Hvort Evrópubúar vilji í raun verða innlimaðir í evrópsk bandaríki á svo eftir að koma í ljós.
Íslendingar þurfa í framtíðinni ekki að taka afstöðu til þess hvort þeir vilji tilheyra Evrópusambandinu, heldur hvort þeir vilji tilheyra Bandaríkjum Evrópu. Í því samhengi er rétt að minnast þess að yfir 80% Íslands eru ekki í Evrópu heldur Norður-Ameríku.
![]() |
Vill evrópska alríkislögreglu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Öryggis- og alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 22:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Icesave samningar brutu lög um ríkisábyrgð
24.10.2015 | 15:11
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Stöðugleikaskilyrðin eru svikamylla
18.10.2015 | 19:30
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 19:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Stöðugleikaskilyrðin eru leyndarmál
7.10.2015 | 17:07
Gengislán ákæruefni (ekki á Íslandi þó)
29.9.2015 | 00:05
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 08:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Peningakerfið er líka auðlind
24.9.2015 | 21:44
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 21:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Loksins kom vatnsrennibraut í miðbæinn!
12.8.2015 | 13:36
Frakkar óska eftir hernaðaraðstoð Breta
9.8.2015 | 00:17
Ólöglegt á Íslandi
6.8.2015 | 13:04
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 13:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Rússneski kafbáturinn bandarískur
28.7.2015 | 22:34
Öryggis- og alþjóðamál | Breytt 29.7.2015 kl. 12:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Verðtryggð námslán eru ekki styrkur
15.7.2015 | 16:54
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 17:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)