Stækkunardeild ESB lesi eigin heimasíðu
4.12.2015 | 09:30
Stækkunardeild Evrópusambandsins lítur svo á að afstaða Íslendinga til aðildar sé innanlandsmál. Það er hárrétt, og hér innanlands eru hérlend stjórnvöld hvorki að sækja um aðild að ESB né hafa þau neitt slíkt í hyggju. Þetta er alls ekkert flókið, Ísland er sjálfstætt þjóðríki sem er aðili að evrópska efnahagssvæðinu, og meira þarf ekki að segja um það.
Stækkunardeildin svarar því samt ekki hvort umsóknin frá árinu 2009 sé mögulega í gildi. Það gerir hinsvegar heimasíða Evrópusambandsins, en þar er Ísland ekki á neinum af nokkrum listum sem þar eru yfir umsóknarríki. Ísland var á þeim listum á síðasta kjörtímabili á meðan svokallað "aðildarferli" stóð yfir, en eftir að horfið var frá því hefur Ísland verið fjarlægt af þeim. Skýrara verður það varla.
Stækkunardeild Evrópusambandsins hefði gott af því að lesa sína eigin heimasíðu.
Láta ósvarað um gildi ESB-umsóknar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 11:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Evrópusambandið vill verða bandaríki
3.12.2015 | 22:02
Innan ESB hefur nýlega vaknað sterkur vilji til þess að koma á sameiginlegri leyniþjónustu í líkingu við hina bandarísku CIA og núna síðasta "alríkislöreglu" á borð við hina bandarísku FBI. Þetta staðfestir það sem oft hefur verið haldið fram, að tilhneiging Evrópusambandsins sé sú að stefna enn frekar en hingað til, að sameiginlegu lögregluríki.
Á meðan standa vestrænir borgarar sem hafa borið vonir um frjálst lýðræðissamfélag í brjósti, á öndinni yfir þessum alræðistilburðum. Það staðfestir þá meirihlutaskoðun Íslendinga að ekki sé heppilegt að ganga í slíkt ríkjasamband. Með ríkjasambandi er átt við tilhneigingu til "Bandaríkja Evrópu". Hvort Evrópubúar vilji í raun verða innlimaðir í evrópsk bandaríki á svo eftir að koma í ljós.
Íslendingar þurfa í framtíðinni ekki að taka afstöðu til þess hvort þeir vilji tilheyra Evrópusambandinu, heldur hvort þeir vilji tilheyra Bandaríkjum Evrópu. Í því samhengi er rétt að minnast þess að yfir 80% Íslands eru ekki í Evrópu heldur Norður-Ameríku.
Vill evrópska alríkislögreglu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Öryggis- og alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 22:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Icesave samningar brutu lög um ríkisábyrgð
24.10.2015 | 15:11
Í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar er fjallað um ríkisábyrgðir og endurlán ríkissjóðs, og varað við því að ákvæðum laga um ríkisábyrgðir sé vikið til hliðar þegar slíkar ábyrgðir eru veittar eða þegar ríkissjóður veitir endurlán, eins og dæmi eru um. Stofnunin hvetur fjármála- og efnahagsráðuneytið til að hafa tilgang og markmið laganna ávallt að leiðarljósi þegar það leggur fram tillögur um ríkisábyrgðir eða endurlán.
Af þessu tilefni er rétt að rifja upp að þegar til stóð að veitt yrði ríkisábyrgð á risavaxinni lántöku sjálfseignarstofnunar hér á landi (TIF) vegna innstæðna í einkareknum banka með alþjóðlega starfsemi (Icesave), voru í þrígang sett lög á Alþingi um ríkisábyrgðina. Engin þeirra tóku hinsvegar tillit til hinna sérstöku laga sem gilda um slíkar ábyrgðir.
Samkvæmt lögum nr. 121/1994 um ríkisábyrgð er ríkissjóði óheimilt að takast á hendur ríkisábyrgð nema að fullnægðum ákveðnum skilyrðum, sem hefðu aldrei getað verið uppfyllt með Icesave samningunum. Þar á meðal að starfsemin sé hagkvæm en í þessu tilviki var hún farin á hausinn, að ábyrgðarþegi leggi fram a.m.k. 20% af heildarfjárþörf eða í því tilviki yfir 250 milljarða en TIF átti aðeins 20 milljarða, að ábyrgðarþegi leggi fram viðeigandi tryggingar en þær voru engar í þessu tilviki, að ábyrgðin nemi ekki hærra hlutfalli en 75% af lánsfjárþörf en í þessu tilviki hefði það hlutfall orðið 100%.
Jafnframt kveða sömu lög á um að óheimilt sé takast á hendur ábyrgð fyrir aðila sem er í vanskilum við ríkissjóð eða Ríkisábyrgðarsjóð, og að ábyrgðarþegi skuli greiða í ríkissjóð áhættugjald er nemi 0,254,00% af höfuðstól ábyrgðarskuldbindingar fyrir hvert ár lánstímans miðað við áhættu af ábyrgðinni. Í því tilviki sem hér um ræðir hefði ábyrgðin óhjákvæmilega þurft að flokkast í hæsta mögulega áhættuflokk, en 4% af 675 milljörðum vegna lágmarks innstæðutryggingar eru 27 milljarðar. Það er meira en allar eignir sem TIF átti á þeim tíma og var því augljóst að sjóðurinn hefði samstundis staðið í vanskilum með ábyrgðargjaldið. Undir þeim kringumstæðum var veiting ríkisábyrgðar því óheimil.
Það skal að lokum tekið fram að hér er eingöngu fjallað um þau sjónarmið er lúta að lögum um ríkisábyrgð og hvernig þau hefðu átt að hindra veitingu ríkisábyrgðar vegna svokallaðra Icesave samninga. Hinsvegar reyndi aldrei á þau sjónarmið við úrlausn málsins, heldur var leyst úr því eftir reglum EES um innstæðutryggingar í dómsmáli fyrir EFTA-dómstólnum. Þær reglur ganga lengra og banna sérstaklega ríkisábyrgð á innstæðutryggingakerfinu auk þess sem ríkisábyrgð á einkarekstri brýtur almennt gegn samkeppnisreglum EES-svæðisins, enda vannst fyrir vikið góður og sannfærandi sigur í því dómsmáli.
Niðurstaðan er sú sama hvernig sem á það er litið, hvort sem er á grundvelli reglna um innstæðutryggingar, samkeppnisreglna EES, vanheimild ráðherra til að skuldbinda ríkið án heimildar á fjárlögum, eða skilyrða laga um ríkisábyrgð. Það er að segja, að allar tilraunir til að veita ríkisábyrgð vegna Icesave innstæðna voru gjörsamlega kolólöglegar.
Varhugavert að víkja lögunum til hliðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Stöðugleikaskilyrðin eru svikamylla
18.10.2015 | 19:30
Að undanförnu hefur mikið verið fjallað um svokölluð stöðugleikaskilyrði vegna fyrirhugaðs afnáms fjármagnshafta á slitabú fallinna fjármálafyrirtækja. Hafa talsmenn stjórnvalda meðal annars fullyrt að stöðugleikaframlag samkvæmt tillögum kröfuhafa slitabúanna verði jafngilt þeim 39% stöðugleikaskatti sem að öðru kosti legðist á búin samkvæmt lögum sem samþykkt voru í sumar.
Einnig hafði því verið lýst yfir af hálfu Seðlabanka Íslands að til stæði að birta sérstakan kafla um stöðugleikaskilyrðin og mat á áhrifum þeirra í riti bankans, Fjármálastöðugleika, sem átti að koma út þann 6. október síðastliðinn. Af því varð þó ekki en í tilkynningu seðlabankans þann dag kom fram að sú útgáfudagsetning reyndist óheppileg í ljósi þess að ekki tókst að ljúka lögboðnu samráðs- og kynningarferli varðandi það sem þar átti að koma fram. Ný útgáfudagsetning yrði birt fljótlega.
Síðdegis á föstudaginn 16. október kom ritið loksins út, en í tilkynningu seðlabankans var getið um þann viðauka sem til stóð að birta þar sem greint yrði frá tillögum kröfuhafa um hvernig þeir hygðust uppfylla stöðugleikaskilyrði stjórnvalda og mati á heildaráhrifum mögulegra nauðasamninga á grundvelli þeirra. Ekki yrði unnt að ljúka mati á undanþágubeiðnum einstakra búa gömlu bankanna fyrr en endanleg gögn sem haft gætu áhrif á matið liggja fyrir. Niðurstöðurnar yrðu því birtar síðar og sérstakur kynningarfundur haldinn við það tilefni.
Þessi vandræðagangur við birtingu upplýsinga um stöðugleikaframlög og áhrif þeirra, er síst til þess fallinn að eyða þeirri tortrygging sem af gefnu tilefni hefur skapast um aðgerðina og útfærslu hennar. Til að mynda hefur áður verið greint frá því hér að samkvæmt fyrirliggjandi skriflegum svörum frá forsætisráðuneytinu séu hin umræddu stöðugleikaskilyrði trúnaðarmál. Slíkt stenst þó hvorki meginreglur á sviði skattaréttar um að skattlagning verði að byggjast á skýrum, almennum, og opinberum reglum.
Með hliðsjón af framangreindu vekur það því talsverða undrun sem kemur fram á bls. 14 í ritinu, en þar segir:
"Hrein erlend staða án innlánsstofnana í slitameðferð jákvæð
Vegna umtalsverðra forgreiðslna sem og jákvæðs undirliggjandi viðskiptajafnaðar hefur hrein erlend staða þjóðarbúsins batnað að undanförnu. Ef litið er á stöðuna án innlánsstofnana í slitameðferð var hún jákvæð um 114 ma.kr., 5,4% af landsframleiðslu, í lok annars ársfjórðungs 2015 en hún hefur iðulega verið neikvæð fram til þessa. Að teknu tilliti til áætlaðra áhrifa af uppgjöri þrotabúanna er undirliggjandi erlend staða þó enn neikvæð um 685 ma.kr., 32,4% af landsframleiðslu. Þá hefur hvorki verið tekið tillit til stöðugleikaskatts né stöðugleikaframlaga innlánsstofnana í slitameðferð. Ætla má að slit fjármálafyrirtækja í samræmi við bréf kröfuhafa til stjórnvalda sem voru kynnt samhliða áætlun um losun fjármagnshafta geti bætt stöðuna um 16-18% í hlutfalli við landsframleiðslu. Þar sem enn er verið að fara yfir drög að nauða samningum kröfuhafa er óvissa um endanleg áhrif."
Tvennt vekur hér sérstaklega athygli. Í fyrsta lagi að með tilliti til áætlaðra áhrifa af uppgjöri slitabúanna verði erlend staða þjóðarbúsins neikvæð um 685 milljarða eða 32,4% af landsframleiðslu, en það er nokkurn veginn sama fjárhæð og nefnd var til sögunnar þegar stöðugleikaskatturinn var kynntur (ntt. 682 milljarðar). Í öðru lagi var jafnframt fullyrt að afhending stöðugleikaframlags yrði jafngild skattinum, en engu að síður segir í hinu nýútkomna riti að stöðugleikaframlög samkvæmt tillögum kröfuhafa til stjórnvalda muni bæta þá stöðu um 16-18%, eða 338-380 milljarða kr.
Þessar upplýsingar vekja upp fleiri spurningar en þær svara. Hvernig geta 338-380 milljarðar verið "jafngildir" 682 milljarða stöðugleikaskatti? Hvernig getur rétt rúmlega helmingur verið jafngildur heildinni? Hvers vegna var það gefið í skyn í tilkynningu seðlabankans að ekki væri hægt að birta upplýsingar um stöðugleikaframlögin, en samt virðist vera hægt að skýra frá áhrifum þeirra á stöðu þjóðarbúsins?
Hvað er seðlabankinn að reyna að fela? Kannski að verið sé að snuða okkur um helming af því sem auglýst var? Er þetta kannski eins og 300 milljarða "leiðréttingin" sem varð að 80 milljörðum? Leiðrétt: nú aðeins 60 milljörðum samkvæmt upplýsingum á bls. 20 í Fjármálastöðugleika! Sem var svo ráðstafað að mestu til bankanna sjálfra en ekki almennings? Og hvers vegna taka fjölmiðlar á þessu hneyksli með silkihönskum í stað þess að halda úti sjálfsagðri og gagnrýnni umfjöllun? Á kannski að þaga þetta í hel?
Sporin hræða þegar slíkt er annars vegar.
Stöðugleikaskilyrðin enn ekki birt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 19:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Stöðugleikaskilyrðin eru leyndarmál
7.10.2015 | 17:07
Þegar svokallaður stöðugleikaskattur var kynntur í sumar með pompi og pragt og viðhöfn í Hörpunni, var þess getið líkt og í framhjáhlaupi, að skatturinn yrði þó ekki lagður á ef kröfuhafar slitabúa föllnu bankanna uppfylltu svokölluð "stöðugleikaskilyrði".
Þann sama dag og aðgerðin var kynnt setti undirritaður sig í samband við tilgreindan talsmann forsætisráðuneytisins í málinu, til að forvitnast um hver þessi skilyrði væru sem leggja mætti til grundvallar því að veita hinum skattskyldu aðilum undanþágu frá skattinum. Ekki síst í ljósi þess sem þá kom fram, að með þessu móti gætu viðkomandi aðilar fengið talsverðan afslátt af fullum skatti.
Nokkuð hefur verið á reiki hversu mikill sá afsláttur gæti orðið en tölur um það hafa farið vaxandi og nú síðast nálgast 60% af fullum skatti. Auk þess hefur komið fram að það falli í skaut seðlabankans að veita slíka undanþágu, og þar með hefur bankanum í raun verið falið vald til skattlagningar, sem verður að teljast óvenjulegt.
Þau svör sem fengust (og eru til á skriflegu formi) voru á þá leið að umrædd skilyrði væru trúnaðarmál og yrðu ekki birt opinberlega. Aftur á móti var vísað til þeirra tilboða frá kröfuhöfum slitabúanna sem birt voru sama dag á heimasíðu fjármálaráðuneytisins og að úr þeim mætti lesa vísbendingar um hvað fælist í skilyrðunum.
Til að draga þetta saman, þá er um ræða skattlagningu sem er á valdi Seðlabanka Íslands og byggist á forsendum sem eru leynilegar. Það eina sem liggur fyrir um þær opinberlega eru upplýsingar frá hinum skattskyldum aðilum sjálfum, sem seðlabankinn á svo að meta hvort uppfylli skilyrði fyrir stærsta skattaafslætti Íslandssögunnar til örfárra aðila. Ljóst er að margir myndu þiggja með þökkum allt 60% skattaafslátt, en slíkt býðst ekki almúganum.
Það þarf varla að hafa fleiri orð um þetta til að sýna fram á hversu snargalin aðgerðin og útfærslan eru. Þeir sem munu blæða fyrir hana eru íslenskur almenningur og heimilin. Verst er að þau fá ekki vita umfang blóðtökunnar, því það er "trúnaðarmál". Þetta hefur öll sömu einkenni og Icesave málið, þar sem um var að ræða leynisamninga um stórfellda og óþekkta áhættu fyrir skattgreiðendur.
Er þessi framgangsmáti ekki síst undarlegur í ljósi þess að sá flokkur sem barðist hvað mest gegn því máli leiðir nú ríkisstjórnina. - Eða gerir hann það ekki?
Ódýr leið fyrir kröfuhafana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Gengislán ákæruefni (ekki á Íslandi þó)
29.9.2015 | 00:05
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 08:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Peningakerfið er líka auðlind
24.9.2015 | 21:44
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 21:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Loksins kom vatnsrennibraut í miðbæinn!
12.8.2015 | 13:36
Frakkar óska eftir hernaðaraðstoð Breta
9.8.2015 | 00:17
Ólöglegt á Íslandi
6.8.2015 | 13:04
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 13:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Rússneski kafbáturinn bandarískur
28.7.2015 | 22:34
Öryggis- og alþjóðamál | Breytt 29.7.2015 kl. 12:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Verðtryggð námslán eru ekki styrkur
15.7.2015 | 16:54
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 17:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Allt er þegar þrennt er
10.7.2015 | 16:31
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 23:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Frumvarp um innleiðingu óþýddrar tilskipunar
10.7.2015 | 14:16
Af hverju NEI?
5.7.2015 | 14:28
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 14:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)