Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008

Mbl.is eftirá - bofsið skúbbar enn á ný!

Loksins kemur fram hjá mbl.is að þessi flugvél hafi verið á vegum fyrirtækis í eigu íslenskra aðila, sem er sennilega fréttnæmasta staðreynd málsins fyrir okkur hérna á Íslandi. Í gærkvöldi voru birtar heilar tvær fréttir um þetta slys, þar sem þetta kom hvergi fram. Athyglisvert að frásögn mbl.is í þetta sinn er að hluta til ekkert nema endursögn á færslum sem ég skrifaði um þetta í gærkvöldi, en í heimi netmiðlunar eru 10 klst. langur tími. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem ég skrifa um eitthvað sem er svo étið upp eftir mér síðar án þess að getið sé heimilda, og enga fæ ég þóknun fyrir. Ég þarf því væntanlega ekki að hafa samviskubit þó ég monti mig pínulítið afþessum árangri.

Wink

Ætti ég kannski bara að sækja um starf fréttaritara? Ef einhver vill ráða mig til starfa þá veitir ekki af tekjunum í þessu kreppuástandi sem hér ríkir!


mbl.is Var í leigu hjá XL Airways
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leiguflugvél á vegum XL í Þýzkalandi

Fram kemur í tengdri frétt að flugvélin sem hrapaði í Miðjarðarhafið í dag hafi verið í eigu New Zealand Airways. Hinsvegar fylgir ekki sögunni að hún var á leigu hjá XL Germany sem var áður dótturfélag XL Leisure Group sem er nátengt íslensku útrásinni en fór á hausinn í september sl. Dótturfélagið er nú í eigu Straums sem var einn af stærstu lánadrottnum móðurfélagsins og tók þýzka hluta rekstrarins upp í skuldir. Sjá fyrri færslu mína um þetta sama mál.

Óttast er að sjö manns sem voru um borð hafi farist, og vil ég votta aðstandandendum þeirra samúð mína.


mbl.is Óttast að sjö hafi farist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á vegum XL flugfélagsins

Það sem fylgir ekki sögunni er að Airbus 320 þotan sem hrapaði í Miðjarðarhafið í dag var gerð út á vegum XL Germany, dótturfélags XL Leisure Group sem var að mestu í eigu íslenskra aðila með talsverð tengsl við Landsbankann. Þýska dótturfélagið er nú komið í eigu Straums fjárfestingarbanka sem var einn af stærstu lánadrottnum móðurfélagsins, en eins og mörgum er sjálfsagt kunnugt þá var XL Leisure Group lýst gjaldþrota í september sl. og ábyrgðir tengdar félaginu féllu við það á Eimskip sem lenti í kjölfarið í verulegum vandræðum. Margir þjóðkunnir Íslendingar hafa komið að eignarhaldi og rekstri XL undanfarin ár, en hlutafé þess hefur gengið kaupum og sölu í ýmsum viðskiptum fram og til baka eins og skopparabolti, og hafa fyrri eigendur jafnan bókfært umtalsverðan hagnað af sölunni í hvert sinn, sem er orðið ansi kunnuglegt mynstur í hinum svokölluðu útrásarviðskiptum sem nú hafa sett allt á annan endann í efnahagslífi Íslands.

Sjá frétt BBC um slysið, og yfirlit mbl.is um sögu XL undanfarin misseri.

Sjö manns voru um borð í flugvélinni, tveir Þjóðverjar og fimm Nýsjálendingar, en hún var í eigu New Zealand Airways sem leigði hana til XL. Vélin hrapaði eins og áður sagði í hafið undan strönd Frakklands þegar verið var að framkvæma á henni prófanir eftir viðhaldsframkvæmdir.

Ég vil nota tækifærið og votta fjölskyldum þeirra sem fórust samúð mína.


mbl.is Farþegaflugvél í Miðjarðarhaf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Veruleikafirring ISGeirs

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra telur ekki víst að vilji fundarmanna í Háskólabíói endurspegli vilja þjóðarinnar...

Þjóðar sem aðeins 30% af styðja ríkisstjórnina sem N.B. eru álíka litlar vinsældir og George W. Bush forseti Bandaríkjanna á að fagna meðal sinna "kjósenda".

Þjóðar sem 70% af vilja flýta kosningum, í stað þess að stjórn ISGeirs fái að sitja út kjörtímabilið.

Það er stundum sagt að góðærið hafi bara verið bóla sem nú sé sprungin. Af ummælum Ingibjargar Sólrúnar er augljóst að hún býr í einni slíkri, en e.t.v. harðgerri fyrst sú bóla er enn ekki sprungin!

Mér eru efst í huga orð eins fundarmanna sem komst svo vel að orði: "Hvað þarf eiginlega að gerast til þess að þið segið af ykkur? Hversu mörgum undirskriftum þarf ég að safna?"


mbl.is „Þetta er þjóðin“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pyntingar í Evrópusambandinu

Er ekki næg kvöl að vera veikur án þess að pyntingar séu í spilinu? Skammarlegt fyrir Dani og um leið skelfilegt að svona lagað skuli viðgangast hjá þessari fyrrverandi herraþjóð okkar. Enn ein ástæða þess að við ættum ekki að ganga í frekara samband við Evrópuríkin en við höfum nú þegar gert, eða vilja menn vera í hópi með pynturum? Vilja menn ganga í samtök sem tóku sig saman um að beita friðsama þjóð kúgun og efnahagsþvingunum vegna oflætis örfárra einstaklinga sem höfðu þar sitt móðurmál og ríkisfang, en búa annars flestir erlendis hvort sem það er í London, Manhattan eða á Cayman eyjum?

Það hlýtur að skjóta skökku við að sumum ríkjum finnist það ekki tiltökumál að pynta fólk án dóms og laga. En svo þegar peningar eru í spilinu sem hugsanlega gætu tapast (án nokkurra líkamlegra meiðsla) þá er rokið til og hryðjuverkalöggjöf beitt ásamt efnahagsþvingunum gegn annars friðsömu fólki. Og það á meðan alvöru glæpamenn fá að ganga lausir....

Er ég virkilega sá eini sem finnst þetta bera vott um rotið gildsmat stjórnvalda? Eða erum við kannski bara að verða vitni að upphafinu á allsherjar hnignun vestrænna gilda?


mbl.is Geðsjúkir pyntaðir í Danmörku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flaumur Group ?

Það verður forvitnilegt að vita hvað verður nýtt nafn 365 hf.

Þar sem félög tend Jóni Ásgeiri eru gjarnan auðþekkjanlega af nafninu einu saman datt mér í hug þessi orðaleikur, en Flaumur Group er auðvitað sett saman úr nöfnunum FL Group og Gaumur.

Wink

Þegar Bónus eignaðist Hagkaup á sínum tíma varð úr því fyrirtækið Baugur. Seinna varð Baugur að alþjóðlegu fjárfestingarfélagi og verslanirnar hér heima voru settar í eignarhaldsfélag sem heitir Hagar. En nú þarf að draga saman seglin og hugsanlega selja erlendar eignir, sameina félög og endurskipuleggja. Vonandi missir Baugur samt ekki allar erlendr eignir sínar því þá yrðu aðeins Hagar eftir, og afsprengið þess yrði væntanlega: Haugur. Augljóslega gæti það aldrei gengið...

Tounge

P.S. Var ekki viss hvort þetta ætti heima undir "Viðskipti og fjármál" svo þetta endaði að lokum í flokknum "Spaugilegt".


mbl.is Nýtt nafn og stjórn hjá 365
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enginn lausafjárskortur hjá mafíunni!

Bara ef bankarnir hefðu nú staðið svona vel að vígi... þetta er meira að segja svipuð upphæð og hlutafjárinnspýtingin í Glitni sem Seðlabankinn lagði til á sínum tíma.
mbl.is Mafíupeningar í höndum lögreglu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Olíuleit á Drekasvæðinu: staðreyndir og vangaveltur

Staðreyndir:

Meirihluti undirbúningsrannsókna á Drekasvæðinu fyrir utan NA-strönd Íslands, hafa hingað til verið gerðar á vegum norska fyrirækisins Sagex (áður Geysir Petroleum). Einn stærsti hluthafinn í því er Lindir Resources í eigu Jóns Helga Guðmundssonar kenndum við Norvik (Nóatún, Krónan, Byko, Elko ofl. ásamt Norvik Banka í Lettlandi með útibú í Moskvu og víðar). Meðal annara hluthafa eru allir íslensku bankarnir með Glitni í farabroddi og ýmis norsk félög ásamt bandarískum fjárfestingarbönkum.

Stjórnendur Norvik ásamt Geir H. Haarde

Jón Helgi Guðmundsson (lengst til hægri)

Sérfræðingar frá Sagex o.fl. kynntu þessar rannsóknir sínar á ráðstefnu á vegum Orkustofnunar í september, en á grundvelli þeirra telja þeir líkur á að svæðið kunni að geyma um 10 milljarða tunna (bbl) af olíu! Það er álíka mikið og norski hluti Norðursjávar, og til samanburðar er talið að undir Mexíkó öllu ásamt landgrunni þess sé að finna samtals um 12 bbl. Langstærsta olíulind í heimi er hinsvegar Ghawar í Saudi Arabíu en hún er talin geyma yfir 70 bbl.

Yfirlitskort

Útflutningsverðmæti 10 bbl af olíu frá Drekasvæðinu er gróflega áætlað um eða yfir 100 trilljónir króna að vísu dreift yfir langan tíma, en það er svona stór tala: 100.000.000.000.000 kr. sem myndi duga fyrir útgjöldum ríkissjóðs næstu 400 árin eða svo! Fyrir tæpu ári síðan ákvað ríkisstjórnin að hefja fyrstu umferð útboðs á rannsóknar- og vinnsluleyfum fyrir hluta svæðisins þann 15. janúar næstkomandi. (Nánari útboðsgögn má nálgast hér.)

 Drekasvæðið

 

Til umhugsunar:

Gæti verið að "áhyggjur" Breta og Hollendinga af hagsmunum sparifjáreigenda hjá IceSave séu í raun aðeins yfirvarp fyrir einhverja aðra hagsmuni sem þeir vilja "berjast" fyrir? Ef við rifjum bara upp hvaða tvö olíufélög eru stærst og frekust í Evrópu: British Petroleum og Royal Dutch Shell...

Georgia

Áður en lesendur afskrifa þessa samsæriskenningu er þeim góðfúslega bent á að rifja upp stríðið í Georgíu fyrr á þessu ári sem var háð nánast beint ofan á niðurgrafinni olíuleiðslu í eigu BP. Tvennum sögum fer af því nákvæmlega hvað orsakaði þá atburðarás, málsaðilar benda hvor á annan og orðrómur er um hugsanleg erlend afskipti. Er það ekki orðið kunnuglegt ástand... hmmmm?

*Viðauki: Hatton-Rockall svæðið*

Að lokum er hér kort sem sýnir kröfur Breta, Íra, Íslendinga og Færeyinga til landgrunnsréttinda á Hatton-Rockall svæðinu fyrir sunnan landhelgina. Vitað er að þar er einhverja olíu að finna í vinnanlegu magni en samningaviðræður um skiptingu svæðisins hafa staðið yfir með hléum í nokkur ár. Nokkur leyfi hafa nú þegar verið gefin út til leitar og vinnslu en með misjöfnum árangri hingað til, þó stendur til að halda leitinni áfram a.m.k. af hálfu Írlands. Eins og sjá má á kortinu þá skarast kröfur þjóðanna talsvert nema hvað Bretar og Írar hafa þegar gengið frá samningum um skiptingu sín á milli (gul/græn brotalína).

 Landgrunnskröfur: Hatton-Rockall


Þjóðin óskar eftir ríkisstjórnarskiptum

Tounge Fannst það bara ríma vel við fyrirsögn réttarinnar.

Samúðarkveðjur til fyrrverandi starfsmanna Árdegis.


mbl.is Árdegi óskar eftir gjaldþrotaskiptum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Raftækjabransinn áhættusamur?

Fram að þessu hafa það aðallega verið fjármálafyrirtæki sem hafa fengið að kenna á kreppunni, og svo nú síðast flugfélög sem er svo sem ekki nýtt því það hefur alltaf talist áhættusamur rekstur. Nú síðast gætir hinsvegar þess nýmælis að raftækjakeðjur falla hver á fætur annari að því er virðist. Í Danmörku var það Merlin í eigu Árdegis, sem lýsti svo í kjölfarið yfir gjaldþroti BT hérna heima, og svo núna Circuit City sem er nokkurskonar Elko þeirra Bandaríkjamanna. Ætli sé svipað uppi á teningnum víðar? Ég hef haft fregnir af því að ýmsar smærri rafeindaverslanir séu í vandræðum og byrjaðar að segja upp starfsfólki. Smásöluverslun með raftæki virðist því vera talsvert áhættusamari rekstur en margan hefði grunað fyrir örfáum misserum þegar flatskjáabrjálæðið stóð hvað hæst!
mbl.is Óskar eftir greiðslustöðvun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband