Leiguflugvél á vegum XL í Þýzkalandi

Fram kemur í tengdri frétt að flugvélin sem hrapaði í Miðjarðarhafið í dag hafi verið í eigu New Zealand Airways. Hinsvegar fylgir ekki sögunni að hún var á leigu hjá XL Germany sem var áður dótturfélag XL Leisure Group sem er nátengt íslensku útrásinni en fór á hausinn í september sl. Dótturfélagið er nú í eigu Straums sem var einn af stærstu lánadrottnum móðurfélagsins og tók þýzka hluta rekstrarins upp í skuldir. Sjá fyrri færslu mína um þetta sama mál.

Óttast er að sjö manns sem voru um borð hafi farist, og vil ég votta aðstandandendum þeirra samúð mína.


mbl.is Óttast að sjö hafi farist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband