Pyntingar í Evrópusambandinu

Er ekki næg kvöl að vera veikur án þess að pyntingar séu í spilinu? Skammarlegt fyrir Dani og um leið skelfilegt að svona lagað skuli viðgangast hjá þessari fyrrverandi herraþjóð okkar. Enn ein ástæða þess að við ættum ekki að ganga í frekara samband við Evrópuríkin en við höfum nú þegar gert, eða vilja menn vera í hópi með pynturum? Vilja menn ganga í samtök sem tóku sig saman um að beita friðsama þjóð kúgun og efnahagsþvingunum vegna oflætis örfárra einstaklinga sem höfðu þar sitt móðurmál og ríkisfang, en búa annars flestir erlendis hvort sem það er í London, Manhattan eða á Cayman eyjum?

Það hlýtur að skjóta skökku við að sumum ríkjum finnist það ekki tiltökumál að pynta fólk án dóms og laga. En svo þegar peningar eru í spilinu sem hugsanlega gætu tapast (án nokkurra líkamlegra meiðsla) þá er rokið til og hryðjuverkalöggjöf beitt ásamt efnahagsþvingunum gegn annars friðsömu fólki. Og það á meðan alvöru glæpamenn fá að ganga lausir....

Er ég virkilega sá eini sem finnst þetta bera vott um rotið gildsmat stjórnvalda? Eða erum við kannski bara að verða vitni að upphafinu á allsherjar hnignun vestrænna gilda?


mbl.is Geðsjúkir pyntaðir í Danmörku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband