Veruleikafirring ISGeirs

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra telur ekki víst að vilji fundarmanna í Háskólabíói endurspegli vilja þjóðarinnar...

Þjóðar sem aðeins 30% af styðja ríkisstjórnina sem N.B. eru álíka litlar vinsældir og George W. Bush forseti Bandaríkjanna á að fagna meðal sinna "kjósenda".

Þjóðar sem 70% af vilja flýta kosningum, í stað þess að stjórn ISGeirs fái að sitja út kjörtímabilið.

Það er stundum sagt að góðærið hafi bara verið bóla sem nú sé sprungin. Af ummælum Ingibjargar Sólrúnar er augljóst að hún býr í einni slíkri, en e.t.v. harðgerri fyrst sú bóla er enn ekki sprungin!

Mér eru efst í huga orð eins fundarmanna sem komst svo vel að orði: "Hvað þarf eiginlega að gerast til þess að þið segið af ykkur? Hversu mörgum undirskriftum þarf ég að safna?"


mbl.is „Þetta er þjóðin“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ja Ingibjorg Solrun gat ekki dulid hroka sinn og yfirlaeti a fundinum !

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 25.11.2008 kl. 11:01

2 identicon

vilji fundarmanna endurspeglar EKKI vilja þjóðarinnar, hrokagikkurinn þinn.

hs (IP-tala skráð) 25.11.2008 kl. 11:26

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hrokagikkur? Er þessu beint til mín eða Gunnlaugs, eða kannski beggja? Er þetta kannski einhverskonar kaldhæðni sem ég er bara að misskilja?

Ef færslan er lesin í heild sinni má sjá að ég held því EKKI fram að vilji fundarmanna endurspegli vilja þjóðarinnar allrar, heldur 70% hennar. Í hvaða atkvæðagreiðslu sem er myndi það teljast vera hreinn meirihluti!

Ummæli hs sem sakar aðra um hroka með órökstuddum upphrópunum en þorir samt ekki að koma fram undir fullu nafni hljóta að dæma sig sjálf. Er það hroki að setja fram skoðanir sínar studdar með rökum? Enginn af ráðherrunum hefur séð tilefni til að svo mikið sem biðja þjóðina afsökuna, þrátt fyrir að þeir hafi ítrekað orðið uppvísir að því að ljúga að okkur. Er það ekki hroki? Ólikar skoðanir eiga auðvitað fullan rétt á sér, en ef fólk hefur ekkert fram að færa nema skítkast þá vísa ég slíku beint í Granaskjólið! ;)

Guðmundur Ásgeirsson, 25.11.2008 kl. 11:58

4 identicon

Bofs: Það endurspeglar hroka að ætla að þú og einhver hópur af 1500 örveikluðu, hræddu fólki með ENGA málefnalega tilburði endurspegli "þjóðina". Það er EKKI þjóðin sem vill kjósa 31. des. Það var EKKI þjóðin sem braust í löggustöðina. Það var EKKI þjóðin sem mætti á þennan fund í háskólabíó. Þessi jólasveinn sem var "fundarstjóri" í gær og var dónalegur, greip fram í svörum, talar EKKI fyrir mig og reyndar fæsta sem ég þekki. 

Mér er alveg sama hvaða 70% könnun úr fréttablaðinu þú varst að lesa, þú varst að hneykslast á því að Ingibjörg Sólrún skyldi hafa vogast til að halda því fram að þetta reiða, paranoid og ómálefnalega fólk skuli ekki vera "þjóðin". Þú ert gjörsamlega orðinn veruleikafirrtur á öllum þessum reiðisfundum þínum og heldur að öll þjóðin sé sammála ykkur, því það heyrist langmest í ykkur

hs (IP-tala skráð) 25.11.2008 kl. 21:58

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Gott og vel hs, eins og ég benti á þá hefur þú fullan rétt á þinni skoðun. Ég læt hinsvegar öðrum eftir að meta það fyrir sig hvor okkar er veruleikafirrt(ur) og hvað telst málefnalegt og hvað ekki. Það skýtur samt dálítið skökku við að þú vænir mig um að vera haldinn vænisýki (paranoiu), en kýst sjálf(ur) að koma ekki fram undir nafni. Er það kannski þín skilgreining á því hvað telst málefnalegt? Persónulega þá fannst mér margt sem fram kom eða var spurt um á borgarafundinum vera málefnalegt og eiga fullan rétt á sér. Varðandi neikvæðni þína í garð Gunnars fundarstjóra, þá læt ég liggja milli hluta hvor er meiri "dóni", hann eða Geir H. Haarde.

Eins og kemur fram í pistli mínum og er ÍTREKAÐ í fyrri athugasemd minni, þá er ég einmitt EKKI að halda því fram að ÖLL þjóðin sé sammála "okkur", heldur stór hluti hennar. Það er ekki sama 70% og 100%. Reyndar veit ég ekki hvað þú átt við með "okkur" því ég er að skrifa frá eigin brjósti og þykist alls ekki mæla fyrir munn allra þó ég vísi til þeirrar skýru kröfu sem nú berst frá þúsundum manna í þjóðfélaginu um breytingar í stjórnkerfinu. Enn og aftur sé ég mig því knúinn til að vísa slíkum ásökunum á bug.

Guðmundur Ásgeirsson, 26.11.2008 kl. 10:36

6 identicon

Það er athyglisvert að enginn fulltrúa ríkisstjórnarinnar gerði tilraun til að svara spurningunum hve mörgum undirskriftum þarf ég að safna til að þið segið af ykkur? og hverskonar mótmælaaðferðir myndu skila þeim árangri að þið segðuð af ykkur?

Það er til mjög einföld leið til að komast að því hver vilji þjóðarinnar er. Sú leið er kölluð kosningar. Það er engin þörf á margra mánaða kosningabaráttu og ekki til peningar til að henda í auglýsingaskrum hvort sem er. Það ætti ekki að taka meira en 3 vikur að setja upp lista og drífa í því að kjósa bráðabirgðastjórn sem myndi sitja fram á vorið á meðan er verið að koma á koppinn nýju stjórnkerfi sem ekki býður jafn auðveldlega upp á spillingu. 

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 14:50

7 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hjartanlega sammála þér Eva. Takk fyrir innlitið, og bestu kveðjur.

Guðmundur Ásgeirsson, 28.11.2008 kl. 00:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband