Raftækjabransinn áhættusamur?

Fram að þessu hafa það aðallega verið fjármálafyrirtæki sem hafa fengið að kenna á kreppunni, og svo nú síðast flugfélög sem er svo sem ekki nýtt því það hefur alltaf talist áhættusamur rekstur. Nú síðast gætir hinsvegar þess nýmælis að raftækjakeðjur falla hver á fætur annari að því er virðist. Í Danmörku var það Merlin í eigu Árdegis, sem lýsti svo í kjölfarið yfir gjaldþroti BT hérna heima, og svo núna Circuit City sem er nokkurskonar Elko þeirra Bandaríkjamanna. Ætli sé svipað uppi á teningnum víðar? Ég hef haft fregnir af því að ýmsar smærri rafeindaverslanir séu í vandræðum og byrjaðar að segja upp starfsfólki. Smásöluverslun með raftæki virðist því vera talsvert áhættusamari rekstur en margan hefði grunað fyrir örfáum misserum þegar flatskjáabrjálæðið stóð hvað hæst!
mbl.is Óskar eftir greiðslustöðvun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Róbert Tómasson

Mér þykir svo sem ekkert einkennilegt að harðni á dalnum hjá þessum verslunum, þær ganga jú flestar út á það að selja okkur tískuvörur sem við getum vel verið án.

Róbert Tómasson, 10.11.2008 kl. 22:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband