Enn dregur úr samkeppni...

... á fjölmiðlamarkaði. Það er á vissan hátt synd að útgáfufélag Viðskiptablaðsins skuli vera á leið í greiðslustöðvun. Við breytingu blaðsins í vikurit mun þar með öll dagblaðaútgáfa sem eftir er á Íslandi vera á einni hendi þ.e. Árvakurs nú í 36,5% eigu eignarhaldsfélags á vegum Jóns Ásgeirs Jóhannessonar. Fyrir utan vefmiðla verða þá aðeins tveir aðilar sem munu flytja okkur fréttir daglega, annars vegar Jón Ásgeir og félög honum tengd og hinsvegar RÚV. Þessu er ekki beint sérstaklega gegn Jóni en fákeppni á þessum markaði hlýtur samt að vera áhyggjuefni. Það er samt ánægjulegt að vb.is muni halda áfram í (vonandi) óbreyttri mynd og viðhalda þannig smá samkeppni við netmiðla hinna tveggja. Hvort einhver af þessum aðilum getur talist fullkomlega óháður er svo allt annað mál, sérstaklega undir þeim sérstöku kringumstæðum sem ríkja í þjóðfélaginu um þessar mundir.
mbl.is Framtíðarsýn í greiðslustöðvun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Thee

Er til eitthvað sem heitir óháður fjölmiðill?

Thee, 10.11.2008 kl. 10:39

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Nei varla alveg 100%, fjölmiðill getur t.d. aldrei orðið óháður þeim sem stjórna honum hvort sem það er forstjóri, eigandi eða ritstjóri. Hinsvegar er mismunandi hversu útsettir fjölmiðlar eru fyrir utanaðkomandi áhrifum á ritstjórnarstefnu, og þar geta t.d. spilað inn í hagsmunir tengdra fyrirtækja þó svo að þau hafi ekkert með fjölmiðlun að gera. Mín persónulega skoðun er að stórar fjölmiðlasamsteypur séu ekkert endilega ákjósanlegasta form fjölmiðlunar, allra síst þegar fjölmiðlaútgáfan er bara partur af enn stærri maskínu sem gengur að miklu leyti út á verslun og viðskipti. Ég vona bara að þegar um hægist í öllu efnahagsumrótinu verði þessi mál tekin til athugunar á skynsamlegan hátt.

Guðmundur Ásgeirsson, 10.11.2008 kl. 11:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband