Orðið á netinu um Ísland og ESB

Samkvæmt skoska blaðinu The Press and Journal hafa þarlendir sjómenn ekki gleymt Þorskastríðunum og hlakka nú til að við göngum í Evrópusambandið svo þeir fái aðgang að fiskimiðunum okkar:

“We were excluded from Icelandic waters after two Cod Wars in the 1970s when we got a very raw deal. We look to Iceland’s cap-in-hand approach to the EU to repair some of that with access for us to their fisheries.” - Bertie Armstrong, formaður skoska sjómannasambandsins

Þessi ummæli hitta hinsvegar e.t.v. naglann á höfuðið fyrir okkur Íslendinga:

“It will be very interesting to see how Iceland handles the fisheries aspect of negotiations because this is a major part of their wealth.”  - Frank Doran, þingmaður Verkamannaflokksins fyrir Aberdeen North

Breska blaðið The Guardian birti í gær grein undir fyrirsögninni "Iceland to be fast-tracked into the EU" en þar er fjallað um undirbúning sem þegar er í gangi hjá Evrópusambandinu fyrir flýtimeðferð á því sem þeir kalla "væntanlega" aðildarumsókn Íslands. Eftirfarandi ummæli í greininni vöktu sérstaklega athygli mína:

"If Iceland applies shortly and the negotiations are rapid, Croatia and Iceland could join the EU in parallel. On Iceland, I hope I will be busier. It is one of the oldest democracies in the world and its strategic and economic positions would be an asset to the EU." - Olli Rehn, yfirstjórnandi stækkunarmála (útþenslustefnu) ESB

Lausleg þýðing: asset = eign. Olli er þarna m.ö.o. að segja að stjórnunar- og efnahagsleg staða Íslands yrði eign ESB (ekki bara fiskurinn), og að hann vonist til að hafa nóg að gera við verkefni tengd því. Greinin endar svo á eftir farandi orðum: "senior figures in the European commission believe that Reykjavik brings more assets than liabilities to the EU." Staðreynd sem myndi ekki skipta neinu máli nema fyrir einhvern sem sækist eftir efnahagslegum ávinningi.

Netverjinn dermot sem er íbúi í Evrópusambandinu, hefur hins vegar þetta um málið að segja á fréttasíðunni cryptogon.com:

"Wow; they’ve sold themselves. I guess the choice was Russia or the EU - which isn’t really much of a choice at all. Now the EU will get that nice Naval Base, and massive fishing reserves - for a bargain price.

Message to Icelandic fishermen: get used to massive Spanish trawlers scouring every last living thing out of your waters, and ramming your ships to get to them. Screwed, with a captial “S”.

On a personal note, as an EU citizen, I’ll soon be able to live & work in Iceland. Yay for me."

Í dag berast svo fréttir af því að í Kanada séu til aðilar sem nú velti fyrir sér þeirri hugmynd að beinlínis kaupa Ísland og innlima það sem 11. fylkið. Var aðgangur að fiskimiðum fyrir atvinnulausa sjómenn frá Nýfundnalandi nefndur sérstaklega í því sambandi. Hjálp!

Ég hef fjallað um það áður (og tekið undir með Steingrími J. Sigfússyni) að taka til athugunar möguleikann á myntsamstarfi við Norðmenn sem valkost við Evruna. Samningsstaða okkar í slíku samstarfi yrði sterkari þar sem Norðmenn hafa beinlínis hagsmuni af því að enda ekki einir í álfunni utan ESB og án Evru. Norskir stjórnmálamenn hafa reyndar hingað til ekki viljað taka afstöðu til þessara hugmynda, en þó er ekki útséð með það. Samkvæmt fréttum RÚV í dag hefur orðið sú breyting á að formaður norska Miðflokksins hefur lýst áhuga á málinu með þeim orðum að engin þjóð eigi að þurfa að neyðast til að ganga í ESB vegna efnahagskreppunnar.


mbl.is Skoskir sjómenn vilja að Ísland gangi í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón

Sammála þér Mummi...

Sigurjón, 1.2.2009 kl. 02:58

2 Smámynd: Neo

Ég er þér algerlega sammála. Það sem mér finnst einnig mjög athyglivert er að EU menn skuli koma svona út úr skápnum með Ísland akkúrat þegar hægri menn eru komnir frá völdum. Þeir eru beinlínis að sverma fyrir okkur en hingað til hafa þeir engöngu bent á að einhliða upptaka á evru komi ekki til greina og hafa ekki verið mjög hjálpsamir. 

Ég held þeir hræðist þessa vinstri stjórn, þeir vita að þeir hafa þá ekki undir hælnum eins og Sjálftökuflokkinn og Steingrímur ætlar líklega að láta reyna á myntbandalag með Noregi.

Neo, 1.2.2009 kl. 23:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband