Hárrétt hjá Steingrími

ESB er ekki lausnin, heldur miklu fremur hluti af orsökinni fyrir vanda okkar, stóðu saman með valdbeitingu og tuddaskap Breta gegn okkur vegna IceSave og Edge.

Og frekar norska Krónu en Evru, staða okkar í slíku gjaldmiðlasamstarfi yrði mun sterkari vegna þess að hagsmunir okkar fara saman á mörgum sviðum þar sem Norðmenn eru beinlínis í samkeppni við Evrusvæðið.

Ástæðan fyrir því að ESB er allt í einu að gefa okkur undir fótinn núna er augljós:

"If Iceland applies shortly and the negotiations are rapid, Croatia and Iceland could join the EU in parallel. On Iceland, I hope I will be busier. It is one of the oldest democracies in the world and its strategic and economic positions would be an asset to the EU."

- Olli Rehn, yfirstjórnandi stækkunarmála (útþenslustefnu) ESB

Eins og í hverju öðru rótgrónu heimsveldi eru hagvexti "gömlu" Evrópuríkjanna takmörk sett, og því sækjast þau eftir að innlima sem flest "nýmarkaðsríki" á borð við Ísland, Eystrasaltslöndin o.fl. Hagnaðurinn og "hagræðið" af útþenslunni verður svo notaður til að niðurgreiða velferðarkerfi stöðnuðu ríkjanna í hjarta álfunnar sem ráða lögum og lofum í ólýðræðislega skipuðum nefndarstjórnum embættismannakerfisins. Þannig er nýlendustefnan endurlífguð í Sovét-líki sem er sveipað þunnri slæðu sýndarlýðræðis!

Til hvers að afsala meiri völdum til Brüssel eða Berlínar? Það er enginn betur til þess fallinn að stjórna Íslandi en við sem þetta land byggjum, enda hefur mesti uppgangstími þjóðarinnar orðið eftir að landið varð fullvalda.


mbl.is Hugnast norska krónan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Undanfarin 18 ár eru ekki nema 20% af þeim 90 árum sem liðin eru frá fullveldi. Þú verður að athuga að á þessum tíma nútímavæddist þjóðin og menntaði sig, skreið út úr moldarkofum og reisti sér heimili með umhverfisvænni raflýsingu, rennandi vatni, frárennsli og kyndingu. Það er alvöru árangur sem þurrkast ekki út þó svo að hrun hafi orðið í pappírshagkerfinu nýlega.

Guðmundur Ásgeirsson, 31.1.2009 kl. 14:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband