Hræsni!

Nei sko, er ekki ESB allt í einu að þykjast vera okkur óskaplega vinveitt og býðst til að "bjarga landinu frá algeru fjáhagslegu hruni"??? Og það eftir að öll ríki sambandsins stóðu sem eitt að baki kúgun Breta með beitingu hryðjuverkalaga og bolabrögðum á vettvangi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. ESB er ein af meginorsökum þeirra vandræða sem íslenska þjóðin stendur núna frammi fyrir, ekki lausnin! Tilgangurinn með inngöngu núna þegar allt er hvort sem er farið í hönk yrði nákvæmlega hver? Kannsi að tryggja það við þurfum aftur að ganga í gegnum efnahagshrun þegar ESB fer líka á hausinn eða hvað??? Eða kannski ásælast þeir einfaldlega bara fiskimiðin, orkuna og ekki síst olíuna hans Össurar, en hvað svo sem veldur er þetta ömurleg lagkúra. Verst hvað enn eru margir Íslendingar svo áfjáðir að kyssa Nýja-Sovét vöndinn, að jaðrar við Stokkhólms-heilkenni. Vonandi hljóta þeir sína lækningu áður en yfir lýkur... ;)
mbl.is Fengjum forgang inn í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Rugl er þetta drengur. Auðvitað standa sambandsríkin saman gagnvart utanaðkomandi ógn eins og Íslandi. Það hefði heldur betur verið öðruvísi ef við hefðum andskotast þarna inn fyrr. Það eru meðmæli með sambandinu að ríkin standi saman þegar hagsmunir eins þeirra eru í húfi.

Páll Geir Bjarnason, 30.1.2009 kl. 12:20

2 Smámynd: Sigurjón

Rugl er þetta Páll!  Sambandið getur ekki einu sinni bjargað eigin aðildarríkjum, hvað þá okkur.  Hvaða andskotans ógn ætli hafi svo verið af okkur?  Ert þú landráðamaður?

Sigurjón, 30.1.2009 kl. 13:19

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

"On Iceland, I hope I will be busier [than Croatia]. It is one of the oldest democracies in the world and its strategic and economic positions would be an asset to the EU." - Olli Rehn

Segir allt sem segja þarf! Eins og önnur staðnandi heimsveldi, þá er útþensla eini möguleiki ESB til frekari hagvaxtar. Þess vegna vilja þeir stækka sambandið og fá sem flest "nýmarkaðsríki" inn, til að niðurgreiða velferðakerfi hinna stöðnuðu "eldri" ríkja í hjarta álfunnar sem ráða lögum og lofum í ákvarðanatöku sambandsins.

Takk fyrir innlitið Onkel Skrue ;)

Guðmundur Ásgeirsson, 30.1.2009 kl. 13:41

4 Smámynd: Sigurjón

Ekkert að þakka Mummi.  Alltaf gaman að lesa hjá þér.

Sigurjón, 30.1.2009 kl. 18:46

5 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

"[1]Hvaða andskotans ógn ætli hafi svo verið af okkur?  [2]Ert þú landráðamaður?"

1. Sú ógn að ætla ekki að greiða skuldir óreiðumanna

2. Nei

Páll Geir Bjarnason, 30.1.2009 kl. 19:07

6 Smámynd: Sigurjón

Það er hvorki löglegt né siðlegt að almenningur nokkurrar þjóðar greiði skuldir örfárra einstaklinga.  Telji ESB það, er það verra en ég hélt.

Gott að þú ert ekki landráðamaður Páll.  Biðst ég afsökunar að hafa gefið það í skyn.

Sigurjón, 30.1.2009 kl. 19:43

7 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þeir sem eru ábyrgir fyrir klúðrinu með innleiðingu EES-tilskipunarinnar um innstæðutryggingar eru ekki bara þáverandi og núverandi ráðherrar heldur nánast allur þingheimur, sem útskýrir kannski þagnarmúrinn sem um þetta ríkir. Það hafa svo margir skít á alla hina að allir eru skíthræddir og enginn þorir að segja neitt!

Afhverju var tryggingasjóður innstæðueigenda nánast tómur þegar á reyndi, þó honum væri ætlað að ábyrgjast allt að 90% innistæðna að hámarki 20.800 € pr. reikningseiganda? Var það kannski vegna þess að bönkunum var leyft að komast upp með að leggja aðeins 1% til hliðar, í trássi við tilskipunina!? Í hópi þeirra sem samþykktu þessi meingölluðu lög einróma, eru margir þingmenn sem hafa í seinni tíð stært sig af því að hafa stuðlað að inngöngu Íslands í evrópska efnahagssvæðið og hversu hagstæður sá samningur hafi reynst okkur, sem hann hefði kannski getað orðið það ef sama fólk væri starfi sínu vaxið og fært um að setja lög sem eru ekki svona gloppótt. Einhverjir þeirra eru nú hættir þingmennsku en aðrir sitja enn og hafa ekki axlað ábyrgð á málinu. Ég lít ekki heldur svo á að með því að slíta stjórnarsamstarfinu hafi neinn verið að taka snefil af ábyrgð þar sem þau keppast núna við að kenna hverju öðru um skilnaðinn.

Eina leiðin fyrir tryggingasjóðinn til að fjármagna sig umfram inngreiðslur er með lántöku (sem má ekki vera í formi ríkisábyrgðar), og þar sem bankar voru ekki á þeim skónum að veita slík lán á þessum tíma þá var aðeins um Seðlabankann að ræða. Eins og nú er vitað þá hafði hann hinsvegar vanrækt þá skyldu sína að safna upp nægilegum gjaldeyrisforða, og brást þar með skyldu sinni sem lánveitandi til þrautavara. (Varð tæknilega gjaldþrota ef talið er í Evrum og Pundum, getur hinsvegar prentað krónur að vild.) Oftast er það svo að við gjaldþrot þá missa stjórnendur vinnuna og sæta þannig ábyrgð, en ef einstaklingar verða gjaldþrota mega þeir ekki einu sinni eiga eða sitja í stjórnum fyrirtækja. Aðeins einn aðili hefur sagt sig úr ábyrgðarstöðu hjá Seðlabankanum í kjölfar þessa, en enginn af æðstu stjórnendum. Auk þess að hagfræðimenntaður forsætisráðherra (og þar með stofnanalegur yfirmaður Seðlabankans) og fyrrverandi fjármálaráðherra skyldi þykjast ekki hafa vitað betur en þetta er að sjálfsögðu hneyksli!

Fjármálaeftirlitið gaf svo út heilbrigðisvottorð á þessa dauðvona hörmung, en nú er búið að reka stjórnendur þess og yfirmaðurinn hefur sagt af sér. Það má því segja að þeir séu að einhverju leyti búnir að sæta ábyrgð, jafnvel þó það hafi ekki verið nema fyrir frumkvæði viðskiptaráðherra.

P.S. Er að undirbúa vinnslu ítarlegrar greinar um tryggingasjóð innstæðueigenda og IceSave málið svokallaða.

Guðmundur Ásgeirsson, 30.1.2009 kl. 20:50

8 Smámynd: Sigurjón

Ég hlakka svo sannarlega til að sjá greinar þínar um tryggingarsjóð innistæðueigenda Mummi.  Þú ert penni góður og nákvæmur.

Sigurjón, 31.1.2009 kl. 07:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband